Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 23 Frá slyssUðnum við Beaune, skammt frá Lyon. Viðurlög hert vegna slyssins við Lyon París, 4. ágúst AP. FRANSKA stjórnin setti í dag strangari lög en áður hafa gilt um akstur fólksflutningabíla á hraðbrautum, í kjölfar slyssins sem varð um helg- ina þegar 53 manns, þar af 44 börn létust í árekstri þriggja fólksflutningabíla og sjö einkabíla. Eldur kom upp í fólksflutningabílunum og börnin brunnu til bana án þess að hægt væri að koma þeim til bjargar. Talið er að of hraður akstur við afleitar aðstæður hafi valdið slysinu og háværar raddir kröfðust þess að settar yrðu strangari reglur varð- andi hraðbrautaakstur, svo sem nú hefur verið gert. V-Þýskaland: Mesta atvinnuleysi í júií í áratugi Niirnberg, 4. ágúst. AP. ATVINNULEYSI í V-Þýskalandi var í síðasta mánuði meira en það hefur nokkru sinni verið í júlimán- uði þar í landi. Alls voru 1.757 þúsund manns á atvinnuleysisskrá og hafði fjölgað um 6% frá því í júní. Að sögn yfirmanns atvinnu- leysisskrifstofunnar má rekja þessa aukningu til veikari efna- hags landsins en um langt skeið, auk þess sem mikill fjöldi nema sem nú væri laus úr skóla, fengi enga atvinnu. Alls eru 7,2% vinnufærra manna atvinnulaus- ir í V-Þýskalandi. Skráning atvinnuleysingja hófst fyrir 32 árum í V-Þýska- landi. Samsvarandi tala fyrir júlí 1950 var 1.739 þúsund vinnuleysingjar, sem þá var 10,2% atvinnufærra manna í landinu. Fæstir hafa atvinnu- leysingjar orðið 89 þúsund í júlí 1965. V-Þjóðverjar vilja utan- ríkisráðherrafund NATO Bonn, 4. ágúst. AP. HEIMILDIR innan vestur þýska utanríkisráðuneytisins greindu AP-fréttastofunni frá því í dag, að Vestur-Þjóðverjar væru fúsir til að haldinn yrði fundur utanríkisráð- herra Atlantshafsbandalagsins, þar sem reynt yrði að greiða úr ýmsum ágreiningsmálum milli Evrópuríkja annars vegar, og Bandaríkjamanna hins vegar. Óformlegur fundur þessarar tegundar er fyrirhugaður í Kanada í október, en Vestur- Þjóðverjar munu vera á þeirri skoðun, að nauðsynlegt sé að utanríkisráðherrarnir hittist fyrr, þar sem ágreiningurinn magnist með hverri viku. Hans Dietrich Genscher, utanríkis- ráðherra, varpaði þessari hug- mynd fram er hann var á ferð í Washington og hitti George Schultz, utanríkisráðherra, en eftir því sem næst verður kom- ist, var uppástungu hans heidur kuldalega tekið. Óeinkennisklædd lögregla skotin Downiwtrick, N-frlnndi, 4. írúsL AP. LEYNISKYTTA skaut á og særði ungan óeinkennisklæddan lög- reglumann eftir að hann hafði kysst unnustu sína að skilnaði. Lögreglumaðurinn, sem var á frí- vakt, fékk skotið í brjóstið seint á þriðjudagskvöld. Unnustan hrópaði á hjálp er hún sá lögreglumanninn falla til jarðar á leiðinni út í bíl og hjúkrunarkonur, sem bjuggu í nágrenninu, gerðu að sárum hans þar til sjúkrabifreið kom á vettvang. Unga parið hafði í hyggju að ganga í það heilaga í næsta 27 verkamenn brunnu til bana Dar es Salaam, Tanzaníu, 4. ágúst. AP. TUTTUGU og sjö verkamenn létust og 67 slösuðust þegar gríðarleg sprenging varð í vefnaðarverksmiðju sem þeir voru við störf í. Eldur breidd- ist út og margir þeirra sem komust út úr verksmiðjunni brenndust illa. Slysið varð í bænum Arusha norðvestur af Dar es Salaam. 98 fyrir rétti í Istanbul Istanbul, 4. ágúsL AP. SAKSÓKNARI herdómstóls í Istanbul krafðist í dag fangels- isdóma frá 5—20 ár yfir 98 meintum félögum í kommún- istaflokki landsins sem er bann- aður. Eru þeir sakaðir um að hafa reynt að koma upp bæki- stöðvum hér og hvar um landið, safna fé til að fjármagna undir- róðurs- og hryðjuverkastarf- semi og leyna félögum úr sam- tökunum, sem lögreglan hefur verið að leita að. Tyrknesk stjórnvöld segja að með hand- tökum þessara manna hafi nán- ast tekizt að þurrka út kommún- istaflokk landsins. mánuði, en væntanlega verður töf á því sakir þessarar fólsku- legu árásar. Engin samtök hafa enn lýst verkinu á hendur sér, en lögreglumaðurinn ungi er mótmælandi. Veður víða um heim Akureyri 11 þokumóóa Amsterdam 31 heiöskírt Aþena 34 heiöskírt Barcelona 27 léttskýjaö Berlín 30 skýjaö Briissel vantar Chicago 35 skýjaö Dyflinni 22 heióskírt Feneyjar 28 léttskýjað Frankfurt 27 skýjaö Faareyjar vantar Genl 22 skýjaö Helsinki 26 heiðskírt Hong Kong 31 heiöskírt Jerúsalem 30 heiöskírt Jóhannesarborg 17 heiöskírt Kairó 35 heiöskírt Kaupmannahöfn 28 heiöskírt Las Palmas 25 léttskýjað Lissabon 28 heiöskírt London 27 heióskírt Los Angeles 25 heióskírt Madrid 29 heiöskfrt Malaga 27 heiórfkt Mallorca 28 léttskýjaö Mexíkóborg vantar Miami 32 skýjaó Moskva 25 heiöskírt Nýja Delhi 35 skýjað New York 27 skýjaö Osló 34 heiðskírt Paris 25 skýjaó Peking 31 skýjaö Perth 17 heióskírt Rio de Janeiro 30 rigning Reykjavik 14 skýjaö Rómaborg 30 skýjaó San Francisco 16 skýjaö Stokkhólmur 31 heiöskírt Sydney 17 heióskirt Tel Aviv 30 heióskirt Tókýó 32 heiöskfrt Toronto 20skýjaó Vancouver 18 skýjaö Vtnarborg 24 skýjaó bórshöfn vantar Sól og sumar 7 X ^ r\ L N Mjög atórt v-þýzkt hjólhýai á 2 öxlum. Svefnpláss fyrir 6. Allur hugsanlegur búnaöur. Upplagt fyrir atarfsmannafélög. •KTttt Traustir tjaidvagnar á mjög góöum undir- vagni maö 13 dekkjum. Eldhús. Svefnpláss fyrir 6—7 manns. r ÆjI Þessi v-þýzku KNAUS-hús komu í stasrö- um 12'A—13’A og 15’A fet, vönduö og vel óinnráttaö álhús fyrir basöi japanska og búin. ameríska pallbíla. Fullinnréttaö bílhús. Svefnpláss fyrir 4. Fullkomiö eldhús. Klósett. Koma baaði fyrir ameríska og japanska pallbíla. Amerísk gróöurhús, basöi upp aö vegg og frístandandi. Húsin eru úr bronsuðu áli, plasti og gleri. Fullinnréttaö íbúöarhús á basöi japanska PðlksDiiakerrur meö Ijósum, varadekki, en og ameríska pallbíla. Húsin eru lág á án krossviös. keyrslu, en vel mannhasö í notkun. Gísli Jónsson & Co. HF. Sundaborg 41. Sími 86644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.