Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 25 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. j lausasölu 8 kr. eintakið Stjórnarsáttmálinn og staðreyndir líðandi stundar Stjórnarsáttmálinn, sem dajísettur er 8. febrúar 1980, hefst á þessum orðum: „Meííinverkefni ríkisstjórnar- innar er að treysta íslenzkt efnahafís- og atvinnulíf, enda er það ein helzta forsenda fyrir sjálfstæði þjóðarinnar ...“. Upphafsorð í þeim kafla sáttmálans, sem fjallar um efna- hagsmál, hljóða svo: „Ríkisstjórnin mun vinna að hjöðnun verðbólgu, þannig að á árinu 1982 verði verðbólgan orðin svipuð og í helztu viðskiptalöndum íslendinga.“ Það er orðið áliðið kjörtímabils og tímabært að spyrja, hvernig ráðherrum hafi tekizt að sinna þessum tveimur meginheitstrengingum stjórnarsáttmálans, „að treysta ís- lenzkt efnahags- og atvinnulíf" og ná verðbólgu niður á sama stig og í helztu viðskiptalöndum okkar, en þar er verðlag yfirleitt stöðugt, um eða innan við 10% verðbólgu- vöxtur á ári. Það vill svo til að svörin við þessum spurningum liggja fyrir hjá upplýsingamiðlun ríkisstjórnarinnar sjálfrar. í fyrradag boðaði hún til „samráðsfundar" með aðilum vinnumarkaðarins, þar sem einhliða var gerð úttekt á stöðu atvinnu- og efnahagsmála í dag, eftir hátt í þriggja ára starfsferil stjórnarinnar. Og hvernig er þá umhorfs á þeim þjóðarakri, sem ríkisstjórnin hefur verið að yrkja undan- farin ár? • Ríkisstjórnin kunngerði aðilum vinnumarkaðarins að vísitala framfærslukostnaðar hefði hækkað á tímabilinu febrúar til ágúst 1982 sem samsvari 55% á heilu ári. • Með tilliti til kostnaðarþróunar og rekstrarstöðu útflutn- ingsatvinnuveganna stefni í 60% verðbólgu 1982. • Með sama áframhaldi verði verðbólguhraðinn orðinn 75 til 80% um mitt næsta ár, sem er síðasta ár líðandi kjör- tímabils. Ef svo fer og ríkisstjórnin hjarir þangað til hefur verðbólguhraðinn farið langleiðina í að tvöfaldast á ferli hennar, þrátt fyrir heitstrengingu um sama verðlagsstig og í helztu viðskiptalöndum okkar þegar árið 1982. • Þá var upplýst að rekstrarhalli stærri togara hefði verið 30% en hinna minni 19% á fimm fyrstu mánuðum þessa árs. Staðreynd er, að öll útflutningsframleiðsla býr við vaxandi rekstrarhalla og skuldasöfnun, sem hvorki sam- ræmist fyrirheitum stjórnarsáttmálans um „að treysta ís- lenzkt efnahags- og atvinnulíf“ — né um atvinnuöryggi. • Spáð er rýrnun þjóðartekna 1982 um 3 til 6%, en þær ráða í raun lífskjörum og kaupmætti í landinu, og vaxandi viðskiptahalla, sem þýðir verri skulda- og gjaldeyrisstöðu þjóðarbúsins út á við. I stjórnarsáttmála segir að greiðslu- byrði af erlendum skuldum fari „ekki fram úr 15% af útflutningstekjum þjóðarinnar á næstu árum“. Nú er upp- lýst, að erlendar skuldir á þessu ári verði meiri en 40% af þjóðarframleiðslu og greiðslubyrði um 20% af útflutnings- tekjum ársins. Lengur þarf vart að rekja hættuboða í atvinnu- og efna- hagslífi þjóðarinnar, sem ríkisstjórnin hét að „treysta og efla“. Skylt er að viðurkenna, að orsakir vandans eru að hluta til utanaðkomandi: minnkandi afli og harðnandi sölu- samkeppni og sölusamdráttur á erlendum mörkuðum. En ríkisstjórnin hefur hvorki brugðizt við þessum vanda af nægilegum skjótleika né einbeitni, enda ekki samstaða þar á bæ um annað en sýndaraðgerðir. Stjórnarstefnan sjálf — í skattamálum, verðlagsmálum og gengisstýringu — er og veigamikill hluti vandamálsins..Á sama tíma og þjóðartekj- ur dragast saman og undirstöðuatvinnuvegir ramba á barmi hallarekstrar og ^öðvunar er hvorki heil brú í því að auka á ríkisútgjöld né viðhalda skefjalausum skattafjötr- um. Úttektin á stjórnarsáttmálanum, stöðu atvinnuveganna og verðlagsþróun í landinu, sem gerð var á „samráðsfundi" stjórnarinnar með aðilum vinnumarkaðarins, sýnir ljós- lega, að ríkisstjórninn hefur gjörsamlega brugðizt, ekki á einu starfssviði, heldur öllum. Sæmilegar heyskaparhorfur - Tún komu mun betur undan vetri nú en í fyrra „l>OTT erfitt sé ad gefa yfirlit yfir heyskaparhorfur um land allt, tel ég þó að sæmilegar horfur séu með heyfang. Heyskaparmenn eru nú í miðjum klíðum með heyskapinn víðast um landið,“ sagði Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri, er Morgunblaðið innti hann eftir því hvernig heyskapur gengi í sumar. „Verst hefur gengið á annesj- um norðan- og vestanlands þar sem kuldi var langvarandi og mikill, en síðan bættust þurrkar við og sprettan því ákaflega sein, en þetta eru þó ekki stór svæði. Annars staðar byrjaði spretta frekar í seinna lagi, en þó ekki seint miðað við árferði síðustu ára. Þar sem best hefur gengið eru menn langt komnir með hey- skap, sérstaklega í veðursælli sveitum norðanlands og þar sem menn byrjuðu fyrst sunnan- lands. Góðir þurrkar hafa verið norðanlands að undanförnu, en sunnanlands nokkuð vætusamt, en síðustu dagar hafa verið þurrir, enda menn nú sem óðast aö bjarga inn heyjum. Tún komu mun betur undan vetrinum í sumar en í fyrra, en þá mátti tala um stórkostlegt kal. Kalið er nú einna verst við innanvert ísafjarðardjúp," sagði Jónas. Spretta og heyfengur minni í Skagafirði Skagafjorður, 4. ágúst. ^ KINS og alltaf áður er mjög mis- jafnt komið í hlöður af heyjum. Sumir bændur eru nýlega byrjaðir heyskap, en aðrir að mestu búnir, þeir sem byrjuðu um mánaðamótin júní-júlí. Arfi er víða mikill í tún- um, í gömlu og nýju kali, og er jafnvel talið, að allt að sjötíu prósent kal sé sums staðar. Spretta og heyfengur mun alls staðar hafa verið minni en áður vegna þurrkanna í júní, en þá brunnu tún og hafa ekki náð sér þótt nokkuð hafi rignt í júlí. Þar sem kartöflur voru settar niður má heita gott útlit, grös hafa þó eitthvað skemmst í hvassviðr- um, sem komið hafa í júlí, en þá fauk hey á sumum stöðum. Mjög mikil umferð hefur verið á vegum, sérstaklega nú um verslunarmannahelgina, en veg- ir eru góðir hér í Skagafirði og eins og endranær vel við haldið. Vinnuuppihald hefur verið í frystihúsunum, vegna þess að togarar hafa verið í klössun og sumir siglt með aflann. Skaga- fjörður virðist að mestu vera fisklaus fyrir smærri báta. Að sögn lækna má heita mannheilt hér í Skagafirði. Björn í Bæ. Bæirnir byggjast - yfirlit yfir þróun skipulagsmála á Islandi til ársins 1938 eftir Pál Líndal „BÆIRNIR byggjast“ nefnist ný- útkomin bók eftir Pál Líndal, sem gefin er út af skipulagsstjóra ríkisins og Sögufélaginu. Bókin er rituð og gefin út í tilefni 60 ára afmælis skipulagslaganna frá 1921. Tekur ritið til upphafs skipulagsmála og þróunar þeirra fram til 1938. Höfundurinn, Páll Líndal, var um árabil formaður skipulagsstjórnar ríkisins. í frétt frá útgefendum segir svo meðal annars: „í ritinu er sagt frá upphafi þéttbýlismyndunar á íslandi og umræðum sem urðu á Alþingi um löggildingu nýrra verslun- arstaða. Þá segir frá fyrstu skrifum íslendinga um skipu- lagsmál og frá löggjöf um þau efni. Lýst er viðhorfum skipu- lagsnefndarmanna, einkum Guðmundar Hannessonar, til skipulagsmála og síðan segir ýt- arlega frá skipulagsstörfum vegna hinna ýmsu þéttbýlis- staða landsins en alls er fjallað um 49 staði. Ritið er 432 siður að lengd í stóru broti en að auki eru 42 síður með myndum og upp- dráttum. Skrár um heimildir og nöfn manna og staða eru á 22 síðum en jafnframt fylgja ýt- arlegar tilvísanaskrár hverjum kafla. Um útlit ritsins hefur séð Friðrika Geirsdóttir. Mjög lítið hefur verið fjallað um þéttbýlismyndun á íslandi sérstaklega og um skipulagsmál er við fátt nýtt að styðjast á prenti frá því að rit Guðmundar Hannessonar Um skipulag bæja kom út árið 1916. I ritinu Bæirnir byggjast er fjallað um þá höfuðdrætti sem einkennt hafa og einkenna munu svipmót þéttbýlisins á ís- landi. Útgefendur taka undir með höfundi þegar hann lýsir í inngangi m.a. von um „að þetta rit yrði einhvers konar Hung- urvaka, vekti aukinn áhuga á þróun skipulagsmála á íslandi, meðferð þeirra og árangri sem náðst hefur ...“ Þórshafnartogarinn: Landaði 130 tonnum Þórshafnarlogarinn svokallaði kom úr sinni fyrstu veiðiferð í gær, eftir aó viðgerð fór fram á spila- útbúnaði skipsins, samkvæmt upp- lýsingum sem Mbl. fékk hjá Ola Þorsteinssyni, útgerðarmanni á Þórshöfn. Togarinn landaði á Raufarhöfn og var aflinn um 130 tonn, aðal- lega þorskur. Togarinn var að veiðum í tíu daga. Frá blaðamannafundi I húsakynnum Sögufélagsins I gær, f tilefni útkomu ritsins „Bæirnir byggjast“ eftir Pál Líndal. Höfundur er lengst til hægri, við hlið hans Zóphónías Pálsson, skipulagsstjóri, og Einar Laxness, forseti Sögu- félags, lengst til vinstri. Ljósm. Emilí* Björiwdóttir. Trésmiðjan Víðir hf. semur við bandarískt dreifingarfyrirtæki: Gert ráð fyrir sölu húsgagna fyrir 30—35 þúsund $ á mánuði Samningur undirritaður í gær FULLTRÚAR fyrirtækjanna West- nofa INC. í Bandaríkjunum og Tré- smiðjunnar Víðis hf., skrifuðu í gær undir umboðssamning um sölu á hús- gögnum Víðis á Bandaríkja- og Kanadamarkaði. Forseti Westnofa INC., Paul S. Johnson, en hann er af íslensku bergi brotinn, er staddur hér á landi og skrifaði hann undir samninginn fyrir hönd fyrirtækis síns, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Trésmiðjunni Víði hf. Paul S. Johnson er kvæntur íslenskri konu, Aslaugu R. Johnson, og er Paul konsúll íslands í Chicago. Samkvæmt samningi fyrirtækj- anna hefst kynning og sölustarf- semi ytra 17. ágúst næstkomandi og fer fyrsta sending til Bandaríkj- anna í desemberbyrjun. Út verða flutt ný barnahúsgögn frá Víði hf. Viðræður fyrirtækjanna um þessi mál hófust í maí sl. og hafa þær leitt til samningsundirritunarinn- ar. í fréttatilkynningu Víðis hf. kemur fram að Westnofa INC., sem er dótturfyrirtæki Westnofa A/S í Noregi, hafi verið stofnað til að annast sölu og dreifingu á norskum húsgögnum á Bandaríkja- og Kanadamarkaði og hefur það nú viðskiptasambönd við 196 hús- gagnaverslanir og var sala þess á sl. ári 4 milljónir Bandaríkjadala. I samtali við Morgunblaðið sagði Reimar Charlesson, framkvæmda- stjóri Víðis hf., að þetta væri vænt- anlega upphafið á stöðugum hús- gagnasendingum til Bandaríkj- anna og gert væri ráð fyrir sölu sem nemur 30—35 þúsund dollur- um á mánuði. Sagði hann að út- flutningur barnahúsgagnanna væri upphafið, en líkur væru á auknum útflutningi. Þá væri verið að ganga frá annarri sendingu, minni að vísu, til Svíþjóðar. Einnig hefði komið til tals að fyrirtæki á Ástralíumarkaði framleiddi hús- gögn frá Víði fyrir Ástralíu og Nýja Sjáland og stæðu viðræður þar að lútandi yfir. Við undirritun samninga í gær. Á myndinni eru frá vinstri: Reimar Charles- son, framkvæmdastjóri Víðis hf., Paul S. Johnson, forseti Westnofa INC, og Guðmundur Guðmundsson, eigandi Viðis hf. Ljó«n. Mbi. köe. STAOIR © HELGUVIK © VOGASTAPI (3) VATNSLEYSUVIK © STRAUMSVIK (D GELDINGANES (6) GRUNDARTANGI © ’ARSKÖGSSTRÖND ® ARNARNESHREPPUR ® GL/ESIB/EJARHR. © þorlKkshöfn ISLAN0 Staðsetning álvers: 5 staðir 5 STAÐIR af 10, sem staðar- valsnefnd um iðnrekstur at- hugaði sérstaklega vegna stað- setningar á álveri, þóttu geta hentað fyrir álver. Staðirnir sem athugaðir voru eru: Vatnsleysuvík (Flekkuvík), Vogastapi, Helguvík, Straums- vík (vestanverð); Geldinganes, Grundartangi, Árskógsströnd, Arnarneshreppur (Dysnes), Glæsibæjarhreppur (Dagverð- arcyri) og Þorlákshöfn. Stað- irnir voru bornir saman með tilliti til hafnarskilyrða, land- rýmis, fólksfjölda á viðkom- andi svæðum, vinnumarkaðar, veðurfars, náttúrufars, meng- unarvarna og áhrifa þessara þátta á stofn- og rekstrarkostn- að hugsanlcgs álvers á viðkom- andi stað. Þeir 5 staðir sem þóttu koma til greina eru Vatnsleysuvík, Vogastapi, Helguvík, Geld- inganes og Arnarneshreppur. Þrír fyrstnefndu staðirnir eru á norðanverðu Reykjanesi, Geld- inganes er í Reykjavík og Arn- arneshreppur er í Eyjafirði. Enginn staðanna fimm skar sig úr sem tvímælalaus kostur og ræðst það af áframhaldandi rannsóknum hvaða staður verð- ur ákveðinn. Staðarvalsnefndin áætlar að skila niðurstöðum um a.m.k. tvo bestu staðina fyrir árslok. í áðurnefndri staðarvals- nefnd um iðnrekstur eiga sæti Þorsteinn Vilhjálmsson, eðlis- fræðingur formaður, Haukur hagkvæmastir Tómasson, deildarstjóri, Ingi- mar Sigurðsson, deildarstjóri, Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri, Sigurður Guð- mundsson, skipulagsfræðingur. Með nefndinni að þessu verk- efni starfa þeir Pétur Stefáns- son verkfræðingur, sem verk- efnastjóri, Bragi Guðbrandsson, félagsfræðingur, sem ritari og Gylfi Isaksson, verkfræðingur. Á vegum iðnaðarráðuneytis- ins er unnið að hagkvæmni- athugun á hugsanlegri ál- vinnslu og áliðnaði hér á landi. Athugunin er gerð í samvinnu við norska fyrirtækið Árdal & Sunndal Verk a/s, en Verk- fræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. annast þann hluta hennar er varðar rannsóknir og áætlana- gerð á innlendum þáttum. Til þess að athugun þessi verði marktæk um hagkvæmni áliðnaðar á íslandi er nauðsyn- legt að miða hana við tiltekinn stað, eða eftir atvikum tvo staði til samanburðar. Staðarvals- nefnd var því falið það verk að finna þessa staði og vinnur hún nú að því, eins og greint er frá hér að framan. Hagkvæmnisathugunin bein- ist að álveri sem gæti framleitt 130.000 tonn af áli á ári og væri með 600 manna starfslið. Álver af þessari stærð myndi kalla á 2 nýjar virkjanir. Til samanburð- ar má geta þess að framleiðslu- geta álversins í Straumsvík mun vera nálega 85.000 tonn af áli á ári. Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra á blaðamannafundi ásamt hluta nefndarmanna og starfsmanna „Staðarvalsnefndar um iðnrekstur", þar sem gerð var grein fyrir áfangaskýrslum nefndarinnar um staðsetningu álvers. (Ljósm. Mbl. (audjón.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.