Morgunblaðið - 05.08.1982, Page 30

Morgunblaðið - 05.08.1982, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 Frá kynnisferð netagerðarmanna frá Hamp- iðjunni og Netagerð Ingólfs ásamt skip- stjóra úr Eyjum til Fleetwood í Bretlandi Áhujji á veiðum með svokölluðu tveggja báta trolli hefur nú aukist verulega á Islandi en aðrar þjóðir svo sem Færeyingar og Bretar hafa um árabil veitt með aðferð þessari með ágætum árangri. Ilndanfarna mánuði hafa svo tveir Vestmannaeyjabátar, Bylgjan og 1‘órunn Sveinsdóttir, reynt þetta og gengið vel, bræðurnir Sigur- jón og Matthías Oskarssynir eiga þarna hlut að máli sem skipstjórar á l'órunni og Bylgjunni. Árangur af tveggja báta trolli þykir skila sér í auknu veiðimagni og minni olíueyðslu pr. tonn af fiski auk þess sem aðrir þættir skila sér betur fyrir útgeröina, svo sem minni netanotkun en á móti kcmur mikið slit á gröndurum. Morgunblaðið ræddi við Guömund Gunnarsson, netagerðarmeist- ara, um ferð fjögurra íslendinga til Bretlands fyrir skömmu til þess að kynna sér þcssar veiðar, en auk Guðmundar frá Hampiðjunni voru þrír Vestmanneyingar, þcir Sigurður Georgsson, skipstjóri á Suðurey frá Vestmannaeyjum, og Birkir Agnarsson og Jón Olafur Jóhanncsson frá Netagerðinni Ingólfi í Vestmannaeyjum, en Ingólf- ur Theodórsson, nctagerðarmeistari, hefur margsinnis scnt sína menn til náms og athugana erlendis. Morgunblaðið ræddi einnig við þá. Hér fer á eftir frásögn af ferð þeirra félaga og reynzlu, en þeir voru sammála um það að ferðin hefði reynzt mjög lærdómsrík og fer hér á eftir af því sem fyrir bar. fram að vaktir eru aðeins hjá há- setum á siglingu á miðum en þeg- ar þeir byrja veiðar þá eru það skipstjóri og 1. vélstjóri og stýri- maður og II vélstjóri sem standa vaktir 4 tíma í senn eða eitt tog sem yfirleitt tekur 4 tíma. Þessar veiðar byggjast alfarið á góðri samvinnu milli skipanna. Reglan er að sá skipstjóri sem eldri er og reyndari er einskonar yfirmaður en hann er ekki einráð- ur þannig að báðir leggja til mál- anna og taka ákvörðun í samein- ingu. Þegar þeir byrja veiðar þá er það skipstjórinn á því skipi em fyrst lætur trollið fara sem ákveð- Kynnisferð til Fleetwood Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér þessar veiðar og veið- arfærin vegna aukins áhuga út- gerðarmanna og sjómanna á þess- ari veiðiaðferð, einkum hvað varð- ar sparnað í olíu og veiðarfærum. Þátttakendur í ferðinni voru: Birkir Agnarsson, (Netagerðin Ingólfur), Guðmundur Gunnars- son, (Hampiðjunni), Jón Ólafur Jóhannesson, (Netagerðin Ingólf- ur), Sigurður Georgsson, (skip- stjóri M/V Suðurey, Vestmanna- eyjum). Skuttogarinn sem farið var með heitir Navina og systurskip þess heitir Amanda. Lagt var af stað frá Fleetwood kl. 14.00 þann 8. júlí. Skipin eru í eigu J. Marr and son ltd. í Fleetwood og eru smíðuð 1976 í Beverley. Lengd 39,5 m, breidd 8,50 m. Vél: Mirless Blackstone 1750 B.H.P. Skipið er með tvær sjálfstæðar togvindur og fjórar gilsvindur, eina litla vindu fyrir vír sem tengdur er milli skipanna á veiðum (kapal- spil). Auk þess er flotvörpuvinda sem trollið er dregið inn á. Allt spilkerfið er vökvaknúið og lág- þrýst. Stjórntæki í brúnni eru eft- irfarandi: tveir radarar 48 og 36 mílna Decca-staðsetningartæki, Decca plotter, Atlas 700 dýptar- mælir og fisksjá Furuno-litsjá. Gyrokompás og Autotroll (ensk teg.). Vinnufyrirkomulag Vinnan um borð fer þannig ur hvar skuli byrja. Þegar verið er að kasta þá eru báðir skipstjórar í brú en stýrimenn á dekki og stjórna köstum. Þegar troll er í botni, þá er skipstjóri á því skipi sem lét trollið fara í brúnni en stýrimaður í brú á hinu skipinu. Þannig víxlast þetta koll af kolli að stýrimaður er alltaf á móti skipstjóra á toginu. Bæði skipin eru með troll, þannig að þegar trollið er híft inn á skip I þá er trollið í skipi II klárt til köstunar. Veiðarfæri Trollin sem skipin eru með eru eingöngu úr fléttuðu P.P. hvítt. Möskvastærð í topp og belg 5'A“ heilmöskvi. Möskvastærð í poka 80 mm innanmál. Yfirbyrði er mun stærra en undirbyrði, al- mennt eru þessi troll kölluð, Baloon-troll. Höfuðlína er 260’ fótreipi 300 fet, 160 kúlur á höfuðlínu tvöfaldir grandarar 15 fm. Einfaldir grand- arar 40 fet keðja 20 + 50 + 50 + 100 fm. 3V4“ vír. Samt. 226 fm 4 fet. Togvírar 700 fm. Trollið er aðeins fest á 20’ mið- bobbingalengu en flýgur laust frá hliðunum. Gúmmíkörtur á fótreipi framan við bobbingalengjur. Framkvæmd veiðanna Til að auðvelda samskipti milli skipanna þá er í upphafi veiðanna tengdur grannur vír ca. 10 m/m milli þeirra og er vírinn inni á Fri vinstri: Birkir Agnarason, NeUgerð Ingólfs, Sigurður Georgsson skip- stjóri i Suðurey VE, Guðmundur Gunnarason fri Hampiðjunni og Jón ÓLafur Jóhannesson, Netagerðinni IngólfL Skuttogarinn Amanda, systurskip þess sem Islendingarnir voru á. spilum á báðum skipum sem hífa og slaka eftir því sem átakið kem- ur á vírinn frá hvoru skipinu fyrir sig. Á miðju vírsins er tógstroffa ca. 2 fm löng, í hana lásast hlaup- ari 32 m/m nylon tógi. Þessi hlaupari sem er á báðum skipum gegnir því hlutverki að flytja grandara trollsins á milli. Köstun Pokinn hífður út, bobbingar hífðir aftur í rennu, síðan er slak- að trolli niður af tromlu. Þegar klafinn kemur að rennu þá er grandarakeðju lásað í hann og því næst er slakað út og híft upp í rúllu, hlaupara frá tromlu lásað frá. Skip I slakar út 20 + 50 fm grandara og stöðvar útslökun, þá hefur skip II lásað frá 20 fm grandara S.B. og sent hlaupara yf- ir í skip I. Þar sem hann er tekinn í gegnum togblökkina og lásað í 20 + 50 fm grandara sleppt frá með sleppikrók og hlauparinn og grandari hífðir yfir í togblökk S.B. á skipi II. Bil milli skipanna Þegar klárt er að slaka út vír- um, þá er sett á 6 mílur og þegar 100 fm eru farnir, þá beygir skip II 30° í B.B. Þar til fjarlægð milli skipanna er 0,25 mílur, þá rétta þeir sig á stefnunni, skip I beygir 10° B.B. skip II 20° á S.B. Þegar 650 fm eru úti þá er farið á 4 mílna ferð og yfirleitt togað á þeim hraða. Vírahlutfall Vírahlutfall er oftast 1:10 til 1:8. Þeir eru í flestum tilvikum með 650 fm af vír en ef þeir eru á 100 fm dýpi þá bæta þeir 50 fm við af togvír. Þegar þeir eru á grynnra vatni, 18—20 fm, þá nota þeir 350—400 fm, það er vegna þess að auðveld- ara er að stjorna skipunum með þetta mikla víra. Togið Hvert hal tók um 4 klst, oftast var togað á 4 mílna ferð, en fyrst þegar þeir byrjuðu fyrir 5 árum þá toguðu þeir á 2—2,5 mílna ferð. Á þessum hæga hraða fannst þeim trollið festast mjög oft og grafa sig niður en við að auka hraðann upp í 4 mílur þá losnuðu þeir við þetta vandamál og fiska ekki minna en önnur skip. Til að halda réttri fjarlægð milli skipanna nota þeir radarinn sem útbúinn er með tveimur lausum hringum. Innri hringur stilltur á 0,25 mílur og ytri á 0,30 mílur. Síðan halda þeir skipunum innan þessara tveggja hringa. Auðvelt er að gera stefnubreytingar allt að 90° en með því skilyrði að skipin séu alltaf innan hringanna. Þeir hafa reynt það að auka millibilið en það virðist ekki gefa meiri afla. Á slæmum botni þá stundum minnka þeir bilið niður í 0,2 m til að forðast festar og rifrildi og vír- ar eru í beinna taki sem auðveld- ara er að losa úr festum. Allt klárt. Spilin eru af gerðarlegri stærð eins og sjá má. aukinnar hagræðingar Tveggja báta veiðar til

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.