Morgunblaðið - 05.08.1982, Page 32
32
............. .-i— ....
MORGUNBLA"ÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982
Verðkönnun á utanhússmálningu:
Tæplega 98% mismun-
ur á hæsta og lægsta
verði að meðaltali
í BYRJUN júlímánaðar heimsóttu starfsmenn Verdlagsstofn-
unar fjóra innlenda framleiðendur og sex innflytjendur á
utanhússmálningu. Kannað var verð á utanhússmálningu á
steinveggi, málmfleti (þök, klæðningar og fl.) og tréverk
(þ.m.t. svonefnd fúavarnarefni). Niðurstöður könnunarinnar
liggja nú fyrir og eru birtar í 6. tbl. „Verðkynningar frá
Verðlagsstofnun". Samhliða verðupplýsingum var hjá sömu
aðilum aflað upplýsinga um rúmmáísþurrefnisprósentu þeirra
vörutegunda sem könnunin náði til, en hún segir til um hve
mikill hluti málningarinnar (fúavarnarefnisins) situr eftir á
fleti þeim sem borið var á.
I verðkönnuninni eins og hún
birtist í „Verðkynningu" er
áhersla lögð á samanburð þurr-
efnislítraverðs, þ.e. lítraverð í
samræmi við magn þurrefnis.
Enda hefur sá verðsamanburður
raunhæfast upplýsingagildi fyrir
neytendur. Lítraverð einvörðungu
segir hins vegar ekki nema hálfa
söguna.
í könnuninni kemur fram að
verulegur verðmunur er oft milli
vörutegunda og er í tveimur tilvik-
um meira en helmings munur á
hæsta og lægsta verði innan sama
vöruflokks.
í verðkönnuninni er ekki lagt
mat á gæði og endingu hinna
ýmsu vörutegunda, heldur er ein-
göngu um beinan verðsamanburð
að ræða.
Niðurstöður könnunarinnar
sýna að mikill verðmismunur er
oft milli vörutegunda. í tveimur
tilvikum munar meira en helmingi
á hæsta og iægsta verði innan
sama vöruflokks. Er mestur verð-
munur á „fúavarnarefnum" eða
130% (Cuprinol opaque 249 kr. og
Pinotex extra 108 kr.), en á send-
inni plastmálningu (hraunmáln-
ingu) munar mest 112% (Sando
kryl F 125 kr. og Sandtex 59 kr.).
Á hefðbundinni plastmálningu
munar mest 97% (Útispred 189 kr.
og Thorosheen 96 kr.) og á máln-
ingu fyrir málm 84% (Paa járn
162 kr. og Rex skipa- og þakmáln-
ing 88 kr.). Minnstu munar á
málningu fyrir tréverk, eða mest
75% (Tréakrýl 226 kr. og Texolín
akrýlhúð 129 kr.). Að meðaltali er
mismunurinn á hæsta og lægsta
verði 98%, eða rétt tæplega helm-
ingsmunur. í öllum tilvikum hér að
framan er átt við þurrefnislítra-
verð.
Jafnframt því sem fyrrgreindur
samanburður var gerður, var at-
huguð hagkvæmni í kaupum á
stærri einingum og miðað við
magn á bilinu 1—20 lítrar. Niður-
stöður þessar eru ekki birtar hér í
blaðinu, en þess má þó geta, að í
öllum tilvikum reyndust stærri
einingar ódýrari pr. lítra en þær
minni. Algengast var að þarna
munaði um og yfir 10%, en mun-
urinn fór þó í nokkrum tilvikum
um og yfir 20%.
„Verðkynning frá Verðlags-
stofnun“ liggur frammi endur-
gjaldslaust á skrifstofu Verð-
lagsstofnunar, Borgartúni 7, og
hjá fulltrúum Verðlagsstofnunar
úti á landi, fyrir þá sem áhuga
hafa á að kynna sér niðurstöðurn-
ar.
Samanburður á þurrefnislítraverði
Þrjár konur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Þrjár konur eftir Nancy Thay-
er er býsna athyglisverð bók,
ekki sízt ef maður hefur nýlega
lokið við að lesa Öskubusku-
komplexinn, sem vikið verður að
hér á eftir, þótt reyndar hafi
verið fjallað um hana í Mbl. á sl.
vori. Þrjár konur snýst um
mæðgurnar Margaret, Daisy og
Dale. Móðirin hefur nýlega losað
sig úr hjónabandi sem hefur
þrúgað hana langar tíðir. Hún
hefur fundið sjálfa sig að eigin
dómi, lifir spennandi lífi og vill
ekki breyta högum sínum. Dæt-
ur hennar, báðar innnan við þrí-
tugt hafa ögn annað viðhorf. Þó
er sú yngri Dale sannfærð um,
að hún kjósi það hlutskipti að
vera sjálfstæð kona og metin
vegna eigin verðleika. Hún er
andstæða Daisy sem er gift, á
tvö ung börn og von er á því
þriðja. Daisy veit að vísu að
maðurinn hennar, Paul, vildi
ekki eiga öll þessi börn, og hún
veit að það er býsna margt að í
hjónabandinu. En hið verndaða
líf, sem hún telur sig lifa er það
sem ákjósanlegast er í hennar
augum. Svo verða sviptingar í
lífi þeirra systra. Dale verður
ástfangin og það svo um munar
og þó svo að hún reyni að kasta
sjálfri sér ekki alveg fyrir róða,
er henni ofviða að stjórna til-
finningum sínum og hún bíður í
raun og veru eftir því einu að
maðurinn láti í ljós að hann vilji
giftast henni. Um svipað leyti
ákveður Paul að yfirgefa konu
sína vegna þess að hann hefur
komizt í kynni við stúlku, sem er
falleg og skemmtileg, og ætlar
ekki að plaga hann með því að
fara að hrúga niður börnum.
Heimur Daisyar, blekkingar-
heimur sennilega en góður og
notalegur sem slíkur hrynur til
grunna og hún verður að horfast
í augu við framtíðina á allt öðr-
um forsendum en var. Þrátt
fyrir allt tekst henni að standa
sig bærilega, en með henni býr
óskin um nýtt hjónaband og
kannski enn fleiri börn. Og í lok-
in virðist útlit fyrir að ósk henn-
ar rætist. Og Dale verður að
sinni ósk, aðdáandinn biður
hennar og þrátt fyrir að hún hef-
ur það raunsæi að hún sér að það
er ekki víst að þar með verði allt
sælan sjö, ákveður hún að gift-
ast.
Boðskapurinn í bókinni er ein-
faldlega að konan þráir og þarf
öryggi hjónabandsins og vill óð
og uppvæg ala sínum heittelsk-
aða barn/ börn. Þegar stoðunum
er kippt undan þessum þörfum
standa þær uppi ráðþrota og
ráðalausar og megna ekki að
takast á við nýja tilveru nema
þær reyni að sannfæra sig um að
þetta sé tímabundið ástand.
Móðirin hefur gengið í gegnum
þetta allt: en hún hefur hátt á
fimmtugsaldri losað sig frá venj-
unum og kannski þeirri blekk-
ingu að hjónabandið sé lausn á
öllu. Hún er eina þeirra þriggja
sem er í raun „frjáls" — og það
þýðir ekki heldur endilega að
hún sitji með hamingjuna í fangi
hvern dag. En hún hefur alténd
haft dug og þor til að viðurkenna
að hjónabandið var henni ekki
það skjól sem hún þarfnast á
yngri árum og taldi það vera.
Eins og í byrjun sagði, er tölu-
vert fróðlegt að lesa þessa bók
eftir að hafa kynnt sér The Cind-
erella Complex Colette Dowiing,
sem um þessar mundir er tízku-
bók hjá konum hér og víða er-
lendis. öskubuskukomplexinn
hefur að undirtitli: Hinn duldi
ótti kvenna við sjálfstæði. Og í
stuttu má draga efni bókarinnar
saman í þá kenningu að innst
inni vill konan vera í hjónabandi
vegna þeirrar verndar — hvort
sem sú vernd er blekking eða
raunveruleiki — sem það gefur
henni. Hún veigrar sér við að
standa á eigin fótum, þá eru
Womerís Hidden Fear
of Independenee
dOLETTE DOWIJNG
gerðar til hennar kröfur sem
hún er ekki viss um, hvort hún
getur uppfyllt og hún er heldur
ekki viss um að hún vilji reyna
það. Þetta er vissulega töluverð
einföldun á efni bókarinnar, en
kjarninn í málflutningi höfund-
ar er þessi. Höfundur reynir að
skýra, hvers vegna líf konunnar
stýrist svo mjög af kvíða við
sjálfstæði og megináherzlan eða
meginorsökin hvílir á uppeldi
stúlkunnar, vegna þeirrar vernd-
ar sem stúlkubörn fái í bernsku
umfram pilta.
Þetta komi fram í þeim full-
orðnum, jafnvel þótt í hlut eigi
konur sem út á við eru stoltar og
stæltar og konur sem standa sig
með sóma og sann einar í lífs-
baráttunni — innst inni eru þær
hræddar og skelkaðar og þrá
hjónabandsverndina jafnvel þótt
hún sé ekki algiid og reynist
stundum villuljós. Það er ekki
frá því að maður hafi heyrt ým-
islegt af þessu áður. En vegna
þess hvernig bókin Þrjár konur
er skrifuð — vel og læsilega og
trúverðuglega þótt ég sé langt
frá sammála forsendum sem hún
gefur sér á stundum — þá er
ekki fjarri lagi að lesa þessar
bækur í samhengi.