Morgunblaðið - 05.08.1982, Side 37

Morgunblaðið - 05.08.1982, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 37 Vaxandi hlutur í heildarútflutningi HLUTFALL afurða af fiskveið- um í heildarútflutningi lands- manna hefur farid vaxandi síð- ustu árin, en á síðasta ári var þetta hlutfall 77%, samanborið * Abending frá lögreglunni LÖGREGLAN í Reykjavík hefur komið að máli við Landsamband iðnaðarmanna og farið þess á leit, að vakin verði athygli eigenda og stjórnenda fyrirtækja á nauð- syn þess, að hjá lögreglunni liggi fyrir upplýsingar um það, til hvaða manna á vegum fyrirtækjanna lögreglan skuli snúa sér utan reglulegs vinnutíma, þegar mikið liggur við. Dæmi slíkra tilvika væri t.d. innbrot í fyrirtæki, rúðubrot og önnur eigna- spjöll af mannavöldum, fok- og vatnstjón á eignum og fleira. Er þessu hér með komið á framfæri. við 73,8% á árinu 1980. Á árinu 1979 var hlutfallið 73,6%, árið 1978 75,6%, árið 1977 72,7% og á árinu 1976 var hlutfallið 71%. í öðru sæti eru iðnaðarvör- ur, en hlutfall þeirra í heild- inni hefur verið nokkuð rokkandi undanfarin ár. Á síðasta ári var hlutfallið 19,2%, en árið þar á undan, 1980, var það 21,7%. Árið 1979 var hlutfallið 21,6%, ár- ið 1978 19,8%, 1977 21,9% og árið 1976 var það 23,9%. Hlutfall afurða af land- búnaði var á síðasta ári 1,4% og hefur það sífellt verið að lækka síðustu árin, en árið 1980 var það 1,7%, árið 1979 var það 2,6%, árið 1978 2,3%, árið 1977 2,4% og árið 1976 var það 2,6%. Afurðir af hvalveiðum eru vaxandi þátturinn í heildar- útflutningnum, en á árinu 1981 var hlutfallið 1,3%. Ár- ið á undan var það 1,1%, árið 1979 var það ennfremur 1,1%, árið 1978 var það 0,7%, árið 1977 var það 1,0% og ár- ið 1976 var það 0,8%. Hlutfall annars útflutn- ings er minna. Nor-físhing STÆRSTA sýning á tækj- um og búnaði varðandi sjávarútveg verður haldinn í Þrándheimi dagana 9.—15. ágúst nk. og nefnist hún Nor-Fishing. Alls eru liðlega 200 sýnendur, þar af nokkrir íslenzkir, en ís- lendingar hafa sýnt þessari sýningu mikinn áhuga í gegnum tíðina. Má í því sambandi nefna, að ákveðið hefur verið að efna til hóp- ferðar áhugamanna á sýn- inguna og hafa þegar um 50 manns skráð sig Erlendar stuttfréttir ...! HALLINN á fjárlögum Banda- ríkjanna á næsta ári verður um 110 milljarðar dollara, ef áætl- anir ríkisstjórnarinnar standast. Stjórnarandstæðingar segja hins vegar, að hallinn verði a.m.k. 150 milljarðar dollara. Vextir Stærstu bankarnir í New York hafa ákveðið, að lækka forvexti um 14%, þannig að eftirleiðis verði þeir 1514%. Stál Hagnaður bandariska risafyr- irtækisins US Steel var aðeins 3,4 milljónir dollara á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 167,6 milljónir dollara á sama tíma í fyrra. Vöruskiptajöfnuður Vöruskiptajöfnuður Frakka var neikvæður um liðlega 13,3 milljarða franskra franka í júní- mánuði sl. og hefur staðan ekki verið verri í 14 ár, að sögn efna- hagssérfræðinga. Framfærslukostnaður Framfærslukostnaður hækk- aði um 104% í Póllandi á fyrstu sex mánuðum þessa árs, en á sama tíma lækkuðu laun að með- altali um 10% og þjóðarfram- leiðsla minnkaði verulega. Útflutningur- innflutningur Útflutningur Kínverja jókst um liðlega 10% á fyrstu sex mánuðum ársins, en á sama tíma dróst innflutningur saman um tæplega 19%. Hagnaður — olía Hagnaður olíufélaga hefur dregizt verulega saman á síðustu mánuðum. Má í því sambandi nefna, að hagnaður MOBIL minnkaði um 56% á síðasta ársfjórðungi, hagnaður Gulf minnkaði um 33% og hagnaður Philips minnkaði um 39%. Atvinnuleysi í júnímánuði jókst atvinnu- leysi í löndum Efnahagsbanda- lags Evrópu, EBE, úr 9,2% í 9,3%. Tala atvinnulausra er því um 10,3 milljónir. Nissan Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur lagt áætlanir um byggingu verksmiðju í Bretlandi á hilluna og segja talsmenn fyrirtækisins, að efnahags- ástandið í heiminum geri það ekki arðbært eins og sakir standa. Boeing Boeing-flugvélaverksmiðjurn- ar bandarísku eru stærsti út- flytjandinn í Bandaríkjunum samkvæmt niðurstöðum nýbirtr- ar skýrslu, en útflutningur fyrir- tækisins á síðasta ári var að verðmæti um 6,11 milljarðar dollara. í öðru sæti er General Motors, stærsti bílaframleiðandi heimsins, en verðmæti útflutn- ings GM var á síðasta ári liðlega 5,73 milljarðar dollara. í þriðja sæti kom svo General Electric með 4,35 milljarða dollara. p jazzBaLLet:C8l<óLi Bánuvj1 8 ( |N mm 8 8 3 1 2 d d Suðurveri Stigahlíö 45, sími 83730.' Boiholti 6 sími 36645. Líkamsrækt J.S.B. Byrjum aftur eftir sumarfrí 9. ágúst. Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. ' Morgun, dag og kvöldtímar. Innritun í síma 83730 Ath: Kennsla hefst í Bolholti 6. september. frá 9—18. ö,njoa E § 8 nO>!8CQ0TIGgzZOr 2 e 8 8 Ptacklo Domingo. Með ástarkveðju frá Mexico PLACIDO DOMINGO "ADORO” til aö fylgja eftir gífurlegum vinsældum „Perhaps love“ býöur Placido Domingo ykk- ur til Mexico meö „Adoro“ „Adoro“ er plata sem hef- ur aö geyma vinsæl Mexik- önsk lög og þar sýnir og sannar þessi frábæri tenór aö hann takmarkast hvergi af landamærum né tónlist- arlegum skilgreiningum. Þú þyrftir aö feröast mjög mjög langt til aö finna haris líka. Placido Domingo „Adoro“ Ný frábær hljómplata stoinorW

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.