Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 Minning: Karl Þ. Þorvalds- son trésmiöur Fæddur 18. ágúst 1895 Dáinn 25. júlí 1982 Nú þegar afi minn, Karl Þor- valdsson, er kvaddur hinstu kveð- ju streyma minningarnar fram í hugann frá bernskuárum mínum, um afa og ömmu á „Bestó", eins og við barnabörnin kölluðum þau. Á „Bcstó" er ég fædd og þaðan á ég mínar fallegustu og bestu minn- ingar, amma hlý, prúð og glað- lynd, syngjandi eins og spörfugl allan daginn og kenndi hún mér mörg Ijóð, lög og bænir en afi var álvörugefinn, eilítið þungur en mikil barnagæla. Er mér minn- isstætt að afi sat með okkur tvö elstu barnabörnin á hnjánum og mataðist, því bæði vildum við hjá honum vera og ekki var gert upp á milli okkar, svo það varð að sam- komulagi að ég ætti sæti í hægri armi hans og Ásgeir þeím vinstri. Oft snigluðumst við í kringum afa úti á verkstæði og prýddi hann hár mitt með hefilspónum og sagðist vera að gefa mér slöngu- lokka. Afi og amma voru einstaklega samhent og gjafmild, hún saum- aði, heklaði og prjónaði bæði á okkur og ekki síst hafði hún gam- an af að útbúa á dúkkurnar og hann að smíða ieikföng sem ég á ennþá og skattholið góða sem er kjörgripur. Amma, Sigurveig Magnúsdóttir, lést 11. mars 1969, þá orðin átt- ræð. Síðasta árið sem hún lifði ákváðu afi og amma að gefa okkur öllu kvenfólkinu í fjölskyldunni ellefu talsins upphlut og sýnir það rausn þeirra og gjafmildi. Ég og fjölskylda mín höfum ver- ið búsett í Danmörku frá því haustið 1969 og kom afi tvisvar í heimsókn en hann hafði mjög gaman af að ferðast og fræðast. Ég þakka afa mínum samfylgd- ina og óska honum allrar Guðs blessunar. Ásdís Karlsdóttir I dag verður gerð frá Dómkirkj- unni útför tengdaföður míns, Karls Þ. Þorvaldssonar húsasmíðameistara, Bergstaða- stræti 61, Rvík, er lést að kveldi sunnudagsins 25. júlí sl. Karl fæddist í Garðhúsum í Hraunshverfi á Eyrarbakka 18. ágúst 1895. Foreldrar hans voru hjónin Ragnhildur Sveinsdóttir og Þorvaldur Magnússon. Karl lærði trésmíðaiðn og varð síðar húsasmíðameistari. Karl kvæntist 7. júní 1919 Sig- urveigu Magnúsdóttur ættaðri frá Eyrarbakka. Þau hjón reistu sér hús á Bergstaðastræti 61 og bjuggu allan sinn búskap þar. Þau eignuðust átta börn og eru þrjú þeirra látin, Óskar, Ásdís og Guð- laug, eftirlifandi börn þeirra eru: Þórhildur Ragna, gift Þorsteini Sigurðssyni skólastjóra; Karlotta, gift Einari Ásgeirssyni forstjóra; Magnea Gróa sem gift var Sigur- birni Guðjónssyni húsasm.m., en hann lést af slysförum 23. mars sl. ásamt elsta syni þeirra, Sigur- karli; Þorvaldur Óskar húsasm.m. giftur undirritaðri; Magnús húsa- sm.m., giftur Báru Guðmanns- dóttur deildarstjóra. Hjónaband þeirra Karls og Sig- urveigar var farsælt og hamingju- samt. Sigurveig var frábærlega umhyggjusöm fyrir heimili sínu, maka og börnum og síðar barna- börnum og tengdabörnum. I allri framkomu sinni var hún látlaus og mild. Karl vann við byggingar alla sína starfsævi og var hann bæði eftirsóttur og virtur trésmiður, enda bar hann iðngrein sína mjög fyrir brjósti. Eins og gefur að skilja á Karl mörg handtök í bygg- ingum víða um landið og ævinlega munu honum hafa verið falin hin vandasamari verk í þeim. Karl tók talsverðan þátt í fé- lagsstarfi og átti m.a. þátt í endurreisn Trésmíðafélags Reykjavíkur á sínum tíma. Karl var nokkur ár varaformaður Trésmíðafélags Reykjavíkur með lýðræðissinnuðum félögum sínum, enda sjálfstæðismaður alla tíð og tók mikinn þátt í störfum Sjálf- stæðisflokksins, einkum fyrr á ár- um. Karl var mikill hæfileikamaður og sívinnandi. í frístundum sínum vann hann flestum stundum á heimaverkstæði sínu. Þótt Karl væri lærður húsa- smiður var hann ekki síður húsgagnasmiður, enda mörg hús- gögnin, sem hann smíðaði fyrir heimili sitt og aðra, með slíku snilldarbragði að af bar. Karl var einstaklega barngóður og hændust barnabörnin og önnur börn mjög að honum. Hann lét þau einnig njóta handa sinna með smíði á fögrum munum og leik- föngum, sem ekki eiga sinn líka. Minningarnar eru svo margar og góðar og við munum varðveita þær með þakklátum huga. Blessuð sé minning hans. Erla Jónsdóttir Karl Þ. Þorvaldsson, trésmiður, Bergstaðastræti 61, Reykjavík, andaðist á vistheimilinu Hrafn- istu sunnudaginn 25. júlí sl. nær 87 ára að aldri og saddur lífdaga. Karl var fæddur 18. ágúst árið 1895 í Garðhúsum í Hraunshverfi á Eyrarbakka. Foreldrar hans voru hjónin Ragnhildur Sveins- dóttir og Þorvaldur Magnússon sem þar bjuggu og var Ragnhildur ættuð undan Eyjafjöllum en Þor- valdur úr Fljótshlíð. Karl ólst upp við hin venjulegu kjör alþýðu í sjávarþorpi um alda- mótin, fór snemma að vinna allt sem til féll, sótti m.a. róðra úr Þorlákshöfn á opnu skipi, og minntist hann oft harðræðisins frá þessum æskuárum. Barnaskólanám stundaði Karl hjá Pétri Guðmundssyni á Eyr- arbakka og kunni margt frá þess- um merka kennara að segja. Snemma kom það í ljós að Karl var iagvirkur og hneigður til sköp- unarstarfa. Hann lærði smíðar hjá svila sínum, Sigurði Isleifs- syni, þeim mæta manni. Eftir Heimsstyrjöldina fyrri varð ljóst að Eyrarbakki fékk ekki haldið sínu hlutverki sem höfuð- staður Sunnlendinga og þyngdar- punkturinn myndi færast til Reykjavíkur. Karl valdi því þann kost að flytjast til Reykjavíkur og vinna þar sitt ævistarf. I Reykjavík reisti hann því heimili sitt í bókstaflegri merkingu að Bergstaðastræti 61 árið 1922 og bjó þar ætíð síðan. Jafnvel þótt Karl bæri alla tíð ákaflega hlýjar tilfinningar til fæðingarstaðar síns og sýndi hon- um mikla ræktarsemi, varð hann samt ekta Reykvíkingur, enda átti hann drjúgan hlut að uppbygg- ingu þessa bæjar. Af stórhýsum sem hann vann að má nefna Gamla bíó, Háskólann og Heilsu- verndarstöðina. Þá var hann með í smíði virkjananna við Sog. Karl var framúrskarandi hag- virkur og fjölhæfur smiður, enda voru honum hvarvetna falin þau verkin sem vandamest þóttu. Á siðari hluta sinnar löngu starfs- ævi vann Karl mest á eigin verk- stæði í húsi sem hann reisti á kreppuárunum. Hann var ekki ánægður nema hafa fullkomnustu áhöld og vélar að vinna með. Hann fylgdist því vel með tækninýjung- um á sínu sviði — og lét sig ekki muna um að smíða sín eigin verk- færi ef því var að skipta. Margir fágætir smíðisgripir og af ýmsu tagi prýða heimili barna hans, sem bæði vitna um frumlega sköp- unargáfu og vandvirkni. Karl var hár maður og alla tíð grannvaxinn, ekki andlitsfríður en bauð af sér góðan þokka. Hann var skapfastur maður, reyndi jafnan að kryfja málin til mergjar sjálfur og lét ekki auðveldlega hlut sinn fyrir neinum. Stundum þótti hann hrjúfur í lund, en rík tilfinning var jafnan á bak við, og barngóður var hann með afbrigð- um. Þann 7. júní 1919 kvæntist Karl æskuvinkonu sinni, Sigurveigu Magnúsdóttur, dóttur hjónanna Gróu Jónsdóttur og Magnúsar Ormssonar lóðs á Skúmstöðum á Eyrarbakka. Það má með sanni segja að þar fóru samhent hjón. Svo mikið ástríki var alla tíð með þeim að haft var að orðtaki meðal kunn- ugra að þau lifðu í stöðugu til- hugalífi, enda varð hjónabandið einmuna farsælt. Karl og Sigurveig eignuðust átta börn. Elstu dóttur sína, Ás- dísi, misstu þau tvítuga að aldri og dreng að nafni Óskar í bernsku. Enn eitt barna þeirra, Guðlaug, andaðist fimmtug að aldri. Hin eru Þórhildur, Karlotta, Magnea Gróa, Þorvaldur Óskar og Magn- ús. Barnabörn Karls eru 18 talsins og barnabarnabörnin 21. Karl lét sér mjög annt um börn sín og fjölskyldur þeirra. Hann fylgdist með þeim vökulum augum og veitti þeim óspart af auði hjarta síns og snilld handa sinna. Sigurveigu konu sína missti Karl 11. mars árið 1969. Þá var mikill harmur að Karli kveðinn og átti hann örðugt með að sætta sig við lífið eftir það. En nú hefur Karl kvatt þennan heim og fylgja honum héðan hlýjar kveðjur og þakkir. Fjölskyldufaðirinn aldni naut óskiptrar virðingar alls síns fjölmenna skylduliðs. Blessuð sé minning hans. Þorsteinn Sigurðsson. + Hjartkær móöir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR, Háaleitisbraut 121, Reykjavík, andaöist á Landspítalanum 3. ágúst. Sigríöur Guömundsdóttir, Einar Guömundsson, Bjarney Guðmundsdóttir, Magnea S. Hallmundsdóttir, Jón Ólafsson. Systir okkar, GUORÚN JÓNSDÓTTTIR HORROX, Sussex, Englandi, andaöist föstudaginn 23. júlí. Elín Jónsdóttir, Softta Jónsdóttir, Jakob Jónsson, Sigrióur Jónsdóttir. + Maöurinn minn, ÞORVALDUR B. GRÖNDAL, rafvirki, Espigeröi 20, andaöist aðfaranótt 3. ágúst. Fyrir mina hönd og barna minna. Jórunn S. Gröndal. + Mágkona mín, FILIPPÍA GUDJÓNSDÓTTIR, Laugavegi 99, veröur jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 5. ágúst kl. 3 síödegis. Margrét Árnadóttir. + Eiginkona min, móöir okkar og dóttir, DRÖFN MARKÚSDÓTTIR, lést í Bandaríkjunum 31. júli sl. Halldór V. Guönason og börn, Guóbjörg Eiríksdóttir, Markús isleifsson. + Konan mín og móöir okkar, ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR, Laugarholti, veröur jarösett frá Bæjarkirkju, laugardaginn 7. ágúst kl. 14.00. Sveinbjörn Blöndal og synir. + HERTA KJARTANSSON andaöist á Vífilsstööum þriöjudaginn 3. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Áslaug H. Kjarts + ÓLAFUR BJARNASON frá Brimilsvöllum, Hólmgarói 33, Reykjavík, andaöist á öldrunardeild Landspítalans 3. ágúst. Kveöjuathöfn fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. ágúst kl. 10.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hlíf Oiafsdóttir, Bjarni Ólafsson, Björg Ólafsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Ólafsson, Magnús Hallgrímsson, Marta Kristjánsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, Jóna Ágústsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, JÓHANNA UNA EIRÍKSDÓTTIR, Meistaravöllum 11, verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. ágúst kl. 1.30. Bergljót Eiríksdóttir, Eiríkur Eiríksson, Auöur Jóhannesdóttir, Kristín Eiríksdóttir, Sturla Eiríksson, og barnabarnabörn. Jakobína Siguröardóttir, Sigríöur Aöalsteinsdóttir, Þorsteinn Jóhannsson, Sigþór Sigþórsson, + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jarðarför sonar míns, unnusta og fööur, HÁKONAR SÆVARS ANTONSSONAR. Halldóra Halldórsdóttir, Bergdís Harpa Bergsdóttir, og synir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.