Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 1
56 SIÐUR tntúfmibUAVbí 169. tbl. 69. árg. FOSTUDAGUR 6. AGUST 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. ítalía: Stjórnarkreppa nú yfirvofandi Róm, 5. igásL AP. BETTINO Craxi, leiötogi Sósialista- flokksins, sagði í dag aö ráðherrar úr flokknum væru „reiðubúnir að segja af sór", en það hefði í for með sér fall 41. stjórnar á ítalíu frá stíðslokum. Gennaro Acquaviva, ritari flokks- ins, sagði að leiðtogar hans muni hitt- ast í fyrramálið til að ræða hvað gera skuli í stöðunni og er talið að þeir muni eftir þann fund tilkynna afsagn- ir sínar. Þessar yfirlýsingar koma í kjöl- far þess að þingið neitaði síðastlið- inn föstudag að samþykkja hluta aðhaldsaðgerða ríkisstjórnarinnar sem fólst í endurskoðun laga um skattlagningu á dreifingu olíuvarn- ings. Ghotbzadeh Sósíalistar, sem hafa u.þ.b. 10 prósent atkvæða á bak við sig, hafa sjö af 28 ráðherrastöðum í þessari samsteypustjórn sem mynduð er af fimm flokkum. Giovanni Spadolini, forsætis- ráðherra, mun ræða við forseta ít- alíu, Sandro Pertini, um stjórn- arkreppu þessa á morgun. Strípling- ur við Hvíta húsið Washington, 5. ágúst AP. MAÐUR nokkur ók bíl sínuni á hliðið við Hvíta húsið aðfaranótt fímmtu- dags og þegar öryggisverð- ir þustu að, sté bílstjórinn út og reyndist vera kvik- nakinn og í hinu mesta uppnámi. Lögreglan telur að mað- urinn hafi ekki ætlað að reyna að komast inn um hliðið og ekki var hann und- ir áhrifum neinna vímu- gjafa að því er bezt var séð. Hins vegar er ekki ljóst af hverju hann var úti að aka alstrípaður um hánótt. Réttarhöldum frest- að yfir Ghotbzadeh Nikosía, 5. agúst AP. RÉTTARHÓLDUM hefur verið frestað í T«jberalí~ yfir Sadegh Ghotbzadeh fyrrverandi utanríkis- ráðherra írans, en hann hefur verið ákærður fyrir að hafa verið viðriðinn samsæri um að myrða Khomeini erkiklerk. Teheran-útvarpið skýrði frá þessu í kvöld, fimmtudag, og sagði að nauðsynlegt væri að rann- saka fleiri gögn um málið og huga að „fjármálahlið þess svo og hinni sið- ferðilegu" en ekki var það úlskýrl nánar. Réttarhöldin höfðu verið fyrirhuguð í byrjun júlí. en var þá frestað um nokkrar vikur og hefur nú enn ný frestun verið ákveðin eins og áður segir. Útvarpið hafði eftir saksóknara írans, Musavi Tabrizi, að Ghot- bzadeh myndi vissulega verða leiddur fyrir rétt og dæmdur eftir gerðum sínum. Tabrizi sagði að úr skæruliðasamtökunum Mujahe- deen Khalq væri nú allur vindur, enda hefðu byltingarverðir hand- tekið þá unnvörpum upp á síðkast- ið. Hefðu fundizt í fórum þeirra skjöl sem sýndu að þeir hefðu set- ið á svikráðum við islamska lýð- veldið og þeim hefði verið refsað — þ.e. líflátnir — í samræmi við það. Mujahedeen Khalq hafa haft sig mjög í frammi og hafa komið fyrir kattarnef um eitt þúsund klerkum og stjórnmálamönnum, síðan Khomeini komst til valda. Hádegisverður undir berum himni Frá hátíðahöldum Grænlendinga í Narssarssuaq. Hidegisverður undir berum himni. Gestirnir gæða sér á gómsætum réttum, þ.á m. harðfiski. Frá vinslri: Sonja krónprinsessa, Margrét Danadroltning, Jóakim og Henrik Danaprinsar og Vigdís Finnbogadóttir forseti. Sjá frásögn bls. 2. Begin fær „skorinorð skilaboð" frá Reagan * * • • Reiði í Israel vegna afstöðu Kandaríkjanna í Oryggisráðinu Beirút, Tel A» i>. Moskvu, Washington, 5. agúst AP. ÍSRAELSKA stjórnin kom saman til fundar í kvöld að kanna boð sem Yitzak Shamir, utanríkisráðherra ís- raels, bar frá Bandaríkjunum. Shamir sagðist flytja stjórninni skilaboð Bandaríkjastjórnar, sem væru „skorinorð og ótvíræð, en ekki ógnandi" eins og hann komst að orði. Fjöldi manna safnaðist saman fyrir utan húsið þar sem ríkisstjórnarfundurinn var hald- inn. Fólk hélt á logandi kertum og bar spjöld sem á var skráð m.a.: „Hvers vegna erum við í Líbanon" og „Stöðvum drápin". Rithöfundurinn Amos Oz flutti ávarp og sagði að fsraelar yrðu að horfast í augu við veruleikann; hvað sem liði Begin og Arafat væri land Ekki hefur það bætt ástandið að háttsettir embættismenn í ísrael, með Ariel Sharon, varnarmála- ráðherra í fararbroddi, hafa sakað Philip Habib, sáttasemjara Gyðinga og Palestínumanna beggja tveggja. Fréttamönnum þótti þó sem Shamir væri nokkuð brugðið eftir þær viðtökur sem hann hlaut í Bandaríkj- unum og almenn gagnrýni á gjörðir ísraela virðist hafa komið honum nokkuð á óvart. Shamir sagði þó að aðilar hefðu orðið sammála um ýms atriði, ni.a. að fsraelar hyrfu með lið sitt frá Beirút, en hann sagði ekki hvenær það yrði og í kvöld benti ekkert til að neinir liðsflutningar væru í vændum. í ísrael gætir mikillar undrunar og gremju með þá ákvörðun Bandaríkjamanna að sitja hjá við atkvæða- Íreiðslu í Öryggisráðinu í gærkvöldi, þar sem aðgerðir sraela voru fordæmdar. Tveir ísraelskir hermenn i bardaga við bermenn PLO akammt fri því svæði sem skiptir Beirút í austur- og veslurhluU. Hennaðurinn til vinstri á myndinni hefur orðið fyrir skoti og er að hníga til jarðar. Myndin var tekin í gær. Bandaríkjamanna, um að halla réttu máli í skýrslum um fram- vindu stríðsins. Og í kvöld krafðist Reagan Bandaríkjaforseti þess að ísraelar færu umsvifalaust á brott frá vesturhluta Beirút. Þótti mörgum það benda til að þolin- mæði Bandaríkjamanna væri þrotin, þar sem slík krafa hafði og verið sett fram á fundunum með Shamir eins og fyrr sagði. Tiltölu- lega kyrrt var í Beirút í dag miðað við síðustu daga og Habib ræddi m.a. við líbanska forystumenn. Hann mun m.a. hafa rætt það boð Palestínumanna að þeir skyldu fara frá Beirút á næstu þremur vikum, yrði þeim tryggt frítt leiði til Sýrlands. Talsmaður PLO, Abu Sharif, ítrekaði við fréttamenn, að PLO myndi standa við heit sín en hins vegar hefðu ísraelar svikið öll sín heit og heldur hert umsátrið. Leonid Brezhnev forseti Sovét- ríkjanna sendi Arafat, formanni PLO-skeyti, þar sem hann lýsir yf- ir eindregnum stuðningi við Pal- estínumenn. í skeytinu fer Brezhnev mörgum orðum um hugrekki Palestínumanna á erfið- um tímum og sakar ísraela um þjóðarmorð. TASS-fréttastofan sagði að Brezhnev hefði einnig sent Reagan Bandaríkjaforseta skeyti, þar sem hann ásakaði hann um að vera ekki nógu afdráttar- laus í þeirri kröfu að ísraelar linntu umsátrinu um Beirút. Sjá ennfremur bls. 15, „Andúð vaxandi í garð ísraela". Fallhlífar- stökk í f jár- öflunarskyni AMershot, Englandi, 5. igúsL AP. EKKJA brezks hermanns sem féll á Falklandseyjum siökk i dag 610 m hátt fallhlífarstökk í þeim tilgangi að safna fé handa fjölskyldum sem misstu heimil- isffðurna í striðinu um Falk- landseyjar. Kona þessi, Shirley Sullivan, hefur aðeins einu sinni stokkið fallhlífarstökk áður og þótti sjónarvottum henni takast vel upp. Hún sagðist vonast til að safna sem svaraði um þúsund sterlingspundum með þessu eina stökki, því að hún hefði fengið loforð frá fjölmörgum þess efnis, og þótt margir hefðu efast um að henni lánað- ist stökkið eða léti verða af því, myndu þeir án efa greiða um- samið fé.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.