Morgunblaðið - 06.08.1982, Síða 5

Morgunblaðið - 06.08.1982, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1982 5 Skákmótið í Noregi: Karl og Elvar í 15—20 sæti með 4,5 vinninga SKÁKMÓTINU í Noregi, þar sem skákmenn 26 ára og yngri tefldu, er nú lokið og urðu De- fermian og Tistall efstir og jafnir meó 7 vinninga af 9 mögulegum. í þriðja til fjóróa sæti urðu Cud- rin og Cranling. Þrír Islendingar tefldu á mótinu, Karl Þorsteins, Elvar Guðmundsson og Stefán Þór- isson. Karl og Elvar urðu í 15.—20. sæti með 4,5 vinninga, en Stefán hlaut 2 vinninga. Karl þurfti að vinna skák sína í níundu og síðustu umferðinni til þess að ná FIDE-titli, en sá áfangi náðist ekki því hann tapaði skákinni. Þeir Karl og Elvar verða áfram í Noregi og taka þátt í alþjóðlegu skákmóti sem hefst á laugardag. Þar munu m.a. tefla sex stórmeistarar og með- al þeirra má nefna Westerinen frá Finnlandi, Forintos og Far- ago frá Ungverjalandi. Auk Elvars og Karls munu Jón L. Árnason og Ingi R. Jóhannsson tefla á mótinu. Starfshópur geri tillögur um húsnæðismál Félagsmálaráðherra hefur skipað starfshóp, sem hefur það hlutverk að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál, einkum almenna húsnæðislánakerfið. í starfshópnum eru: Alexander Stefánsson, alþingismaður, Guð- mundur G. Þórarinsson, alþingis- maður, Ólafur Jónsson, formaður húsnæðismálastjórnar, Þorvaldur Mawby framkvæmdastjóri. Hópnum er ætlað að skila tillög- um til ríkisstjórnarinnar fljótlega. Með hópnum starfa tveir sér- fræðingar, þeir Ingi Valur Jó- hannsson og Jón Rúnar Sveinsson, segir í frétt frá félagsmálaráðu- neytinu. Griuidarfjörður: Sigurður Eggertsson ráðinn sveitarstjóri Sigurður Eggertsson, vélvirki úr Kópavogi, hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Eyrarsveit (Grund- arfiröi). Var hann ráðinn með þremur atkvæðum meirihlutans, sem er skipaður tveimur alþýðu- bandalagsmönnum og einum framsóknarmanni, á móti tveim- ur atkvæðum minnihlutans, sem sjálfstæðismenn skipa. Minni- hlutinn vildi endurráða fyrrver- andi sveitarstjóra. Sex sóttu um sveitarstjóra- starfið auk Sigurðar. Einn óskaði nafnleyndar, en hinir eru: Kristján Grétar Jónsson, rafveitustjóri, Stöðvarfirði, Jóhanna Leopoldsdóttir, úti- bússtjóri, Vegamótum, Krist- inn G. Jóhannsson, bygginga- tæknir, Reykjavík, og Kristinn G. Guðmundsson, skrifstofu- stjóri, Grundarfirði. missa af SUMAR-ÚTSÖLUNNI sem er í 6verslunum samtímis Einstakt tækifæri aö fá nýjustu sumarvörurnar um hásumar á útsöluveröi 10% afsláttur af vörum sem eru ekki á útsölunni Geysilegt vöruúrval • fot m/ vesti í úrvali — • stakir jakkar barnafót • wrangler sumarjakkar og kakhi buxur '% Domu kakhi blazer \# Kakhi \ „pirate“ buxur □ bolir ^ □ blússur □ herra- og dömu peysur □ Heils árs sportjakkar o.m.fl o.m.fl. flannel og > terlin buxur skyrtur og hinrli ÍfiÍ KARNAB, AUSTURSTRÆTI 22, LAUGAVEGI 66, GLÆSIBÆR. 85055 L*U5,,*S' * **M «« Greifahúsino, Austurstrati 22,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.