Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1982 Lúörasveit Vestmannaeyja leikur í Oddgeirsvarðanum við vígslu listaverksins. Tónsprotinn rís á móti lista- mönnunum. Oddgeirsvarðinn í Vestmannaeyjum: Oddgeirsvarðinn séður á hlið. „Hér fer saman stílhrein feg- urð og ákveðið notagildi" Grein: Arni Johnsen Myndir: Sigurgeir Jónasson Gbesilegt listaverk og mann- virki til minningar um Oddgeir heitinn Kristjánsson, tónskáld frá Vestmannaeyjum, var vígt í Vest- mannaeyjum fyrir skömmu. Er það fyrsii útihljómlistarskáli á íslandi, staðsettur á Stakkagerðistúninu í Kyjum, sem er aöal samkomustað- ur Eyjamanna á útihátíðum, nema l>jóðhátíð Vestmannaeyja sem halclín er í Herjólfsdal. Oddgeirs- varðinn er li.stavcrkið kallað í dag- legu tali, en fjöldi einstaklinga, fyrirtækja og félaga í Eyjum stóð að því að byggja varð/nn. Hugmyndin að því að reisa þennan minnisvarða um Oddgeir kom fyrst fram á fundi hjá Rot- aryklúbbi Vestmannaeyja og var það Bragi I. Ólafsson sem stakk upp á þessu í tilefni af dánar- afmæli Oddgeirs sem lézt fyrir aldur fram arið 1965. Við vígslu Oddgeirsvarðans fjatlaði Magn- ús Jónsson frá Grundarbrekku, gjaldkeri byggingarnefndar, nokkuð um framkvæmd verks- ins, en upphaflega var skipuð undirbúningsnefnd frá Rotary- klúbbnum, Akóges, Lúðrasveit Vestmannaeyja, Bifreiðastöð Vestmannaeyja og bæjarstjórn Vestmannaeyja. Þessi undirbún- ingsnefnd efndi m.a. til sam- keppni um gerð minnisvarðans og var valin hugmynd Björns Stefáns Hallssonar, arkitekts, sem byggði hugmynd sína á nótnaborði, tónstiganum og tónsprotanum. I júlí sl. ár var framkvæmdarnefnd sett á lagg- irnar og var Þorsteinn Sigurðs- son frá Blátindi formaður henn- ar, en auk hans áttu sæti í nefndinni, Friðrik Ásmundsson, skólastjóri, Valtýr Snæbjörns- son, byggingarfulltrúi, Einar M. Erlendsson, smiður, Sigurjón Sigurðsson, bílstjóri og Þórarinn Magnússon, kennari, en að auki var Viðar M. Aðalsteinsson tæknilegur ráðgjafi og Magnús Jónsson, gjaldkeri. Gekk öll framkvæmd verksins mjög vel undir stjórn Þorsteins á Blátindi og lögðust allir á eitt að koma verkinu í höfn á sem skemmstum tíma. Sem dæmi um einstakling og félagssamtök sem lögðu hönd á plóginn má nefna Guðna Hermansen, listmálara og félaga í Akoges, sem söfnuðu 100 þúsund krónum til verksins. „Þetta mannvirki", sagði Magnús Jónasson, „sem reist er til heiðurs Oddgeiri Kristjánss- yni, tónksáldi okkar Eyjabúa er aðeins örlítill þakklætisvottur fyrir öll þau góðu verk er hann gerði fyrir þetta bæjarfélag. Fyrir öll fallegu lögin hans, fyrir allt það sem hann veitti okkur krökkunum nemendum hans, fyrir fallegra og betra mannlíf Eyjanna. Allt þetta skóp hann með lífi sínu og framgöngu hér. En ekki var hann hér einn að verki, þar stóð fjölskyldan hans þétt með honum og þá ekki hvað síst hans góða eiginkona, Svava Sigurgeir Ólafsson, forseti bæjarstjómar Vestmannaeyja og Svava Guð- jónsdóttir, færa Birni Stefáni Hallssyni arkitekt og Þorsteini Sigurðssyni formanni framkvæmdanefndar, þakkir fyrir vel unnin störf. Guðjónsdóttir, sem er hér með okkur í dag og sérlegur heiðurs- gestur. Henni vil ég fyrir hönd okkar allra, færa okkar innileg- ustu þakkir fyrir öíl hennar störf og biðja góðan Guð að styrkja hana og blessa." Eftir að frú Svava Guðjóns- dóttir ekkja Oddgeirs hafði af- hjúpað Oddgeirsvarðann og Þorsteinn Sigurðsson á Blátindi hafði afhent Sigurgeir Ólafssyni forseta bæjarstjórnar mann- virkið, flutti séra Kjartan örn Sigurbjörnsson ávarp og bless- unarorð og þá ávarpaði Hildur Oddgeirsdóttir samkomuna: Góðir Vestmannaeyingar. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka öllum Vestmannaey- ingum, nær og fjær, einstakling- um og félögum, þá virðingu sem þeir hafa sýnt föður mínum með því að reisa þennan fagra minn- isvarða. Það er von okkar að tilkoma minnisvarðans verði til þess að fegra og auka mannlífið hér í hjarta bæjarins. Ég vil lýsa sérstakri ánægju minni yfir hversu vel hefur tek- ist til með gerð minnisvarðans. Hér fer saman stílhrein fegurð og ákveðið notagildi. Vonandi á þetta mannvirki eftir að gleðja bæði auga og eyra um ókomna framtíð. Á sama hátt og lög pabba haf a orðið sameign allra bæjarbúa, vona ég að þessi minnisvarði verði eign okkar allra og notaður af okkur öllum, ekki síður en lög- in hans. Um leið og ég ítreka þakklæti okkar fyrir þetta sérstaka fram- tak, vil ég nota tækifærið og þakka einnig fyrir þá virðingu og þann stuðning sem faðir minn hlaut í lifanda lífi, stuðning í starfi, til náms og lagaútgáfu, bæði frá bæjarstjórn og bæjar- búum. Allt var þetta og er, okkur ómetanlegt. Hafið öll kærar þakkir fyrir." Síðan lék Lúðrasveit Vest- mannaeyja undir stjórn Hjálm- ars Guðnasonar, Oddgeirslög, en Oddgeir var stjórnandi hennar í áratugi og þá söng Kirkjukór Vestmannaeyja einnig nokkur Oddgeirslög undir stjórn Guð- mundar H. Guðjónssonar. Mikið fjölmenni tók þátt í vígslu Oddgeirsvarðans, sem fór fram á Sjómannadaginn. í marga ára- tugi hefur Lúðrasveit Vest- mannaeyja oftsinnis leikið á Stakkagerðistúni og vegna þess fæddist sú hugmynd aö reisa minnisvarða sem hefði notagildi og reyndar hafði Oddgeir oft tal- að um nauðsyn þess að byggja hljómskála. Einnig hefur Betel- söfnuðurinn sungið og prédikað til blessunar á Stakkagerðistúni um langt árabil og hljómsveitir og ýmsir aðilar hafa komið þar fram úti undir heiðum himni. Við vígslu Oddgeirsvarðans. Frá vinstri: Svava Hafsteinsdóttir, dótturd- óttir Oddgeirs, Hildur, dóttir tónskáldsins, Svava Guðjónsdóttir, ckkja Oddgeirs og Hrefna Oddgeirsdóttir. Oddgeir Kristjánson tónskiM fri Vestmannaeyjum. Þrír bræður Oddgeirs voru viðstaddir athöfnina. Frá vinstri: Haraldur, Lirus og Ólafur Kristjinsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.