Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 6. AGÚST 1982 Breytingar á Listasafni Ein- ars Jónssonar Eftir Kjartan Jónsson innanhussarkitekt Þegar Einar Jónsson mynd- höggvari frá Galtafelli „gaf þjóð- inni æflstarf sitt" eins og hann orðar það sjálfur í erfðaskrá sinni, setti hann fyrir gjöf sinni 12 skil- yrði „í von og trausti þess, að þeim yrði að öllu leyti fullnægt". í bók Einars „Minningar" sem út kom árið 1944 eru þessi skilyrði skráð, auk skýringa hans sjálfs á hverju þeirra fyrir sig, þar sem hann rökstyður skilyrðin nánar. Mér er ekki kunnugt um það hvort formlega var gengið að þess- um skilyrðum á sínum tíma, eða hver lagaleg hlið málsins er nú, t.d. með tilliti til höfundarréttar, friðlýsingar hússins o.þ.h., þó þyk- ist ég þess fullviss, að til þess hafi verið ætlast, að þau yrðu efnd, bæði af hálfu gefanda og þiggj- anda (Einars Jónssonar og ríkis- ins). „Betrumbætur" Nú að undanfðrnu hafa staðið yfir breytingar á Listasafninu. Aðallega hafa þessar breytingar verið gerðar á neðstu hæð safns- ins. Þó hefur efri salurinn verið endurmálaður og undirstöður listaverkanna málaðar í gráum lit, en áður voru þær tvílitar. Nokkrar breytingar við miðasölu hafa verið gerðar og kókosmotta sett yfir hið svart/hvíta gólf anddyrisins. Ekki get ég í fljótu bragði séð að aðrar stórvægilegar breytingar hafi verið gerðar í aðal sýningar- salnum. Á neðstu hæð hússins hafa helstu breytingar verið gerðar. Ýmsar tréinnréttingar sem þar voru eru horfnar. í norðursalnum eru öll trégrind- verk horfin, — svo og hvítmáluðu trébekkirnir, sem voru þar á miðju gólfi og sýningarkassarnir þar hjá. Inngangshliðið í norðursalinn er horfið auk skilrúmanna um „stúlkuherbergið" og pallurinn í vinnustofunni. Innréttingar í „eldhúsinu" eru horfnar og þar kominn glerskápur þar sem safn- að hefur verið saman smástyttum, sem teknar hafa verið hér og þar úr sölu safnsins og víðar. Það sem er þó e.t.v. verst er það, að mynd- irnar sjálfar hafa verið fluttar til, bæði myndastyttur og málverk, jafnvel milli sala, og snúið á ýmsa vegu frá upprunalegu horfi, eins og best sést á förunum í gólfinu, eftir fyrri undirstöður, þar sem kókosmottumar hylja ekki um- merkin. Sumar myndanna fann ég ekki. Allt þetta rask og tilfæringar leiddi huga minn að því, sem Ein- ar segir sjálfur í erfðaskrá sinni um tilhögun í safninu og þykir mér heldur betur stangast þar á óskir hans og „betrumbæturnar". 5. skilyroio í áðurnefndri bók fylla skilyrðin og skýringarnar 16 blaðsiður og verða ekki birtar hér, þótt rík ástæða væri til þess að kynna það almenningi, því ýmislegt er þar að finna, sem að mínu mati hefur orkað tvímælis, að staðið hafi ver- ið við, en þau mál geri ég ekki að umræðuefni að sinni. Ég leyfi mér að birta hér hluta af 5. skilyrðinu auk skýringa Ein- ars sjálfs á því: 5. skilyrði. Að ekkert verka minna verði hreyft frá eða af þeim stað, er ég hef sett þau á eða fengið þeim í Safnhúsinu, hvorki um stundarsakir, t.d. til ljósmyndatöku, né annarra þarfa. Verkin standa bezt þar og þann veg, sem ég hef komið þeim fyrir og mega ekki standa á öðrum stað né öðruvísi. Útekýring EJ.: Um 5. skilyrði. Hér hef ég það að athuga nán- ar, að fáum mun koma sú vinna og það erfiði til hugar, sem ég hef haft við að hugsa upp, hvernig verkum mínum væri bezt komið fyrir á því litla svæði, er þeim verður að nægja. Það er ótrúlegt, hve Breytingar á byggingarháttum Eftir Harald Ásgeirs- son verkfræðing Nokkur teikn eru nú á lofti er benda til þess að umtalsverðar breytingar séu að verða í bygg- ingarháttum hér á landi. Hinn hefðbundni byggingarmáti, — að smíða mót á byggingarstaðnum, steypa í þau, rífa mótin niður, ein- angra að innan, múra síðan að utan og innan og mála, — er að víkja. Þessi byggingarmáti er manntímafrekur, og því er ekkert óeðlilegt við það að nýir afkasta- meiri framleiðslumátar vinni á. Margir þessara framleiðslu- máta eru mjög afkastamiklir, og byggjast á sérhönnuðum móta- kerfum og notkun á stórvirkum vinnuvélum og dýrum krönum. Slíkur búnaður sparar oft mikið, vinnuafl og efni, og verður því að teljast til ákjósanlegra þróunar- atriða, í höndum stórfyrirtækja í byggingariðnaði. Hinsvegar er slikur búnaður fjárfrekur í stofn- kostnaði og því ekki þess að vænta að hann bæti afkomuna eða lækki kostnað nema byggingarfyrirtæki hafi nokkuð samfelld verkefni. Nú er það ekki ætlun mín að fárast út af of mikilli fjárfestingu í tæknibúnaði í byggingarstarf- semi. í þessu þjóðfélagi gera sér flestir grein fyrir að fjárfesting er yfirdrifin á ýmsum sviðum. Við eigum of marga togara, of mörg frystihús, of margar hurðaverk- smiðjur, of mörg fjárhús, of marg- ar prentsmiðjur o.s.frv. o.s.frv. Hví skyldi þá amast við því þótt allir byggingarkranar séu ekki fullnýttir? Hitt blasir þó við að það er dýrt fyrir þjóðina að hafa glatað í verðbólguþokunni verð- skyni sínu og þar með grundvell- inum til að hugsa út heilbrigð rekstrarform. Byggingarkranar og kerfismót auka vissulega afkastagetuna og í nokkrum tilfellum hefir þessi tækni orðið til þess að auka arð- semi af framkvæmdunum. Þessu ber að fagna, enda eru fjársterku fyrirtækin í íslenskum byggingar- iðnaði ekki mörg. Hitt verður þó líka að hafa í huga að hagnaður- inn verður að vera umtalsverður því aukin framleiðni í byggingar- iðnaðinum fækkar eins og nú standa sakir atvinnutækifærun- um, og atvinnuleysi ætlum við okkur að forðast. Annað einkenni um fráhvarf frá hefðbundinni byggingaraðferð kemur fram í mikilli aukningu einingahúsa. Nú þegar eru starf- andi í landinu 20 einingahúsaverk- smiðjur og 11 þeirra framleiða eingöngu einingahús úr timbri. Nú má það vera að timburhúsin séu tískufyrirbæri og ekki er ég talsmaður þess að heft verði val manna í sambandi við húsakaup. Nokkur hætta er hinsvegar á því að timburhúsavalið stafi að hluta af þeim áföllum sem steypuiðnað- urinn hefir orðið fyrir vegna skað- legra alkalíefnahvarfa. Sé svo er tímabært að benda lesendum á að tími skaðlegrar steypu er liðinn, og að íslenska sementið er nú betra en það hefir nokkurn tímann áður ver- ið. Þetta er árangur af íslenskum rannsóknum, árangur sem náðst hefir með markvissri samvinnu rannsóknastofnunar og helstu framleiðenda og notenda steypu í landinu. Einingahúsaframleiðsla hefir marga kosti fram yfir það að byggja á staðnum. Það tekur mjög skamman tíma að útibyrgja húsin og framleiðsla eininganna inni í „Við leggjum minna til þekkingarleitar en nokk- ur nágrannaþjóð okkar og munar miklu. Rann- sóknarstarfsemi er hér alltof lítil, og þótt t.d. til séu bæði slagregnsskáp- ur og búnaður til loft- þéttleikamælinga við Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins, þá hafa að undanförnu ekki verið aðstæður til þess að nota þau, þótt nú hilli e.t.v. eitthvað undir úrbætur." verksmiðjum er vissulega ekki háð hinni duttlungafullu veðráttu okkar. Þetta eru mjög miklir kost- ir, sem bjóða þá samtímis upp á miklu betri möguleika til að vanda vel til verkanna og vinna betur t.d. yfirborðsfleti o.s.frv. Einingahús- unum fylgja hinsvegar oft þétt- ingarvandamál, sem vissulega er alvarlegs eðlis. Við búum hér við slagregnsveðráttu, sem er nánast óþekkt annarstaðar á byggðu bóli. Slagregnið þrengir sér inn á milli eða inn í einingarnar. Rakinn get- ur svo valdið útblómstrun og málningarskemmdum á einangr- un, feyskju í timbri, ryðgi í nögl- um, svo ekki sé nú minnst á svo til óvarðar heftinálar í pappa, gisnun og óþéttleika þegar frá líður. öllum nýjungum í byggingar- háttum fylgir nokkur áhætta, og Haraldur Ásgeirsson nauðsyn er að gera sér sem besta grein fyrir áhættunni áður en nýj- ungarnar eru teknar í notkun. Að vísu kennir reynslan okkur, en reynslan er oft keypt mjög dýru verði. Við hðfum reynslu af vik- urhlöðnum húsum, af ýmsum gerðum, af viðlagasjóðshúsunum, af „gluggaveggja"-byggingum, af flötum þðkum og lengi má halda áfram að telja upp sára reynslu okkar í byggingarmálum. Orsak- irnar fyrir allri þessari erfiðu reynslu er að sjálfsögðu að finna í hinni hðrðu veðráttu, sem við búum við. önnur ástæða er líka áhrifamikil. Við höfum í raun val- ið reynsluleiðina í stað þess að kosta til skipulegrar þekkingar- leitar. Við leggjum minna til þekk- ingarleitar en nokkur nágranna- þjóð okkar og munar miklu. Rann- sóknarstarfsemi er hér allt of lítil, og þótt t.d. til séu bæði slag- regnsskápur og búnaður til loft- þéttleikamælinga við Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins, þá hafa að undanförnu ekki verið að- stæður til þess að nota þau, þótt nú hilli e.tv. eitthvað undir úr- bætur. I nýrri byggingarreglugerð eru m.a. eftirfarandi fyrirmæli: í gr. 7.2.1 „Hús og önnur mannvirki skulu jafnan gerð úr efnum, sem þola íslenskt veð- urfar og standast aðrar áraunir, sem ætla má að húsið eða mannvirkið geti orðið fyrir." Og í gr. 7.2.2 „Byggingarefnasöl- um er skylt að láta gæðaprófa efni, tæki og byggingarhluta, sem þeir bjóða til sðlu, eða leggja fram vottorð um slíka prófun. Gæðaprófanir skulu gerðar hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins (Rb), við- urkenndum stofnunum á Norð- urlöndum eða öðrum prófun- arstofnunum sem Rb viður- kennir. ... en Rb skortir aðstöðu. Sérstæð veðrátta í landinu krefst þess að við öflum okkur sjálfstætt þekkingar í bygg- ingarmálum okkar. Þessari þekk- ingu þurfum við svo að beita í skipulagsákvörðunum okkar og byggingareftirliti. Það er ekki fullnægjandi að arkitekt eða verk- fræðingur segi álit sitt á teikningu af húsi. Við þurfum að geta prófað húsið sjálft. Þetta gildir ekki hvað síst um innflutning húsa, sem oft eru hönnuð fyrir allt aðra veður- gerð. Hin hefðbundna byggingarað- ferð okkar hefir í raun þjónað okkur vel. Efalítið hefir aðferðin áunnið sér hefðina vegna þess að hún hefir skilað traustum og þétt- um byggingum, sem hafa reynst mjög endingargóðar. Þeir fram- leiðsluhættir sem við taka verða að skáka þessum árangri ef vel á til að takast. Hvernig það verður best gert er vissulega álitamál. Mín ráðgjðf er hinsvegar sú að einingaframleiðendur og stærri byggingarfyrirtæki horfi ekki í að leggja svo sem 1% af vergum framleiðslukostnaði sínum til rannsókna og þróunar á framleiðslumátum sínum og taki upp sjálfstæðar eða samvinnu- rannsóknir í því augnamiði. Með því móti tel ég að við efhim best íslenskt og tryggjum heilbrigðar framfarir í iðngreininni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.