Morgunblaðið - 06.08.1982, Síða 13

Morgunblaðið - 06.08.1982, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1982 13 Byggingarsjóður verkamanna: Hafnarfjarðarbær fær ekki verðbætur á inneign margs og mikils þar hefur orð- ið að gæta. Ef einhverjum dytti i hug að fara að bæta um það, þá fyrirbýð ég það, því að það er bezt komið, eins og ég hef skipað því niður með mikilli vinnu og erfiði, og má ekki breyta því. Ég held að það ætti engum að blandast hugur um það, að þessi útskýring er afdráttarlaust bann við flestum þeim tilfæringum, sem áður er lýst. Listaverk Einars Jónssonar eru verk mikilla tákna og leyndar- dómsfullra áhrifa, fyrir sumum hverjum a.m.k. Hver veit nema að í stöðu þeirra í húsinu og innbyrð- is afstöðu sé fólgin viss hugmynd, sem þeir sjá ekki, sem helst hugsa um „bjartari og rúmbetri sýningar- sali“ og smekklegri sýningu. Þess vegna er listamanninum sjálfum bezt treystandi og réttast að verkin standi þannig, og á þeim stöðum, sem hann bjó þeim sjálf- ur. Ég hef alltaf litið svo á að safnið sjálft sem heild væri „æfistarfið" sem Einar Jónsson ánafnaði þjóð- inni og því alls ekki í verkahring umsjónarmanna þess að breyta því verki. Ný tízka Það má auðvitað deila um það hvort umræddar breytingar séu „smekklegri" út frá allt annarri forsendu. Nýtízkulegri frá okkur séð. Við megum bara ekki gleyma því að tízkuviðhorf koma og fara og spor okkar geta verið illafmá- anleg. Muna menn t.d. eftir því að fyrir nokkrum árum voru ræðu- stóll og sjálft forsæti Alþingis rif- ið út úr þingsalnum og „skarsúð- aðir“ kassar úr ljósum borðvið settir upp í þess stað. Þau mistök voru þó leiðrétt, meira fyrir til- viljun en hitt. Innviðir Bessastaðakirkju voru rifnir úr henni og „nýtízkulegri" innréttingar settar í þeirra stað. Fyrir það slys verður ekki bætt. Þótt ég taki nú ekki svo djúpt í árinni að líkja umrótinu á Lista- safninu við þessar breytingar, nefni ég þær hér, til þess að benda á það, hversu jafnvel þekktustu arkitektar geta misstigið sig með söguleg verðmæti í nafni „betr- umbótanna". Af áðurnefndum tilvitnunum í skilyrði Einars Jónssonar þykist ég sjá að hann vilji forðast slíkt í sínu safni og æfistarfi. Búast má við að eftir ótiltekinn tíma komi ný viðhorf í þeim efn- um og nýir menn taki til við „betr- umbætur" á síðustu „betrumbót- um“ o.s.frv. Fordæmið er a.m.k. fyrir hendi. Ég leyfi mér a.m.k. að vona — og trúi heldur ekki öðru að óreyndu — að þeir sem að þessu standa, hafi skráð nákvæmlega á einhvern hátt og/eða ljósmyndað, hvernig umhorfs var í safninu áð- ur, til þess að þeir, sem áhuga hefðu, geti seinna séð hvernig listamaðurinn sjálfur gerði það úr garði. Ég lýk þessum skrifum með þeirri frómu ósk, að aðstandendur safnsins láti svo lítið að útskýra það fyrir okkur, sem helst vildum hafa safnið sem líkast því sem Einar sjálfur bjó það út, og hvaða nauðsyn bar til þess, — þótt nauð- synlegt viðhald sé framkvæmt — að breyta því þvert ofaní bann listamannsins sjálfs, eins og áð- urnefnt 5. skilyrði ber með sér. í fullri vinsemd, Kjartan Jónsson Hafnarfjarðarkaupstaður á nú í deilum við stjórn Húsnæðis- stofnunnar ríkisins vegna kröfu um að gömul inneign kaupstaðarins hjá Byggingasjóði verkamanna verði verðbætt. Stjórn Húsnæðismála- stofnunar hefur algjörlega neitað kaupstaðnum um verðbætur, en hef- ur sagt að til greina komi að borga upphaflegan höfuðstól, sem var 820 þúsund krónur, en framreiknuð er upphæðin orðin 1740 þúsund krónur. Einar Ingi Halldórsson bæjar- stjóri í Hafnarfirði sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að mál þetta mætti rekja til ársins 1980, þegar lögum um Byggingarsjóð verkamanna var breytt: „Fyrir Villti tryllti Villi opnar um helgina m Unglingaskemmtistaðurinn Villti tryllti Villi verður opnaður um helgina, en staðurinn er til húsa við Skúlagötu í Reykjavík. Eigandi staðarins er Tóm- as Tómasson, sem eins og kunnugt er rekur fjölmarga hamborgarastaði I Reykjavík og víðar. Villti tryllti Villi er skemmtistaður einkum ætlaður uagl- ingum. 1980 greiddu sveitarfélögin ákveð- inn krónufjölda fyrir hvern íbúa í byggingasjóðinn, en eftir að lögun- um var breytt greiða þau 10% af framkvæmdakostnaði." „Á meðan unnið var eftir gamla kerfinu greiddi Hafnarfjarðar- kaupstaður höfðatölugjaldið, en hér gengu framkvæmdir ekki eins hratt og áætlað var, þannig að kaupstaðurinn hafði eignast nokkra inneig hjá sjóðnum, þegar lögunum var breytt, en inneign þessi er tilkomin á árunum 1978 til 1980,“ sagði Einar. „Nú viljum við gjarnan fá þetta fé til að greiða verkamannabú- staði, sem hér eru í byggingu, en þar ber kaupstaðnum að leggja fram 10%. Eðlilega vill kaupstað- urinn fá þetta fé verðbætt, en höf- uðstóllinn, sem var 820 þúsund krónur, var framreiknaður orðinn að 1740 þúsund krónum í mars sl. Stjórn Húsnæðismálastofnunar hefur að vísu jánkað því að við get- um fengið höfuðstólinn greiddan en án verðbóta." Þá sagði Einar, að stjórnendur Hafnarfjarðarkaupstaðar hefðu ekki enn tekið ákvörðun um frek- ara málavafstur, en kaupstaðurinn gæti leitað til viðkomandi ráðu- neytis eða dómstóla. Bútasala Verksmiðjugallaöar buxur á mjög vægu verði Mittisjakkar unglinga kr.299.00 kr. 199.00 peysur kU99.O0 kr. 129.00 barna náttföt kr_9995 kr. 69.95 unglingaskyrtur kr^.6995 kr. 49.95 sjóliðapeysur kr_7995 kr. 49.95 dömublússur kr.299.00 kr. 199.00 dömuanorakkar m/hettu kr.,499^0 kr. 359.00 pils kU99Æ0 kr. 99.95 kjólar kr, 329.00 kr. 199.00 herrajakkar kr499r0O kr. 399.00 herranáttföt krjL2990 kr. 79.95 pilotskyrtur krjL1990 kr. 89.95 Verslanir í Reykjavík eru í Skeifunni 15, Lækjargötu og Kjörgarði og á Akureyri að Norðurgötu 62. Sími póstverslunar er 30980. HAGKAUP Opið í kvöld til kl. 22 Hagkaup Skeifunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.