Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1982 Spánn: Suarez býður fram í næstu kosningum Madrid, 5. kfrúst. M' ADOLFO Suarez, fjrrum forsætis- ráðherra, segir að hinn nýstofnaði Lýðræöislegi miðflokkur hans muni styðja sósíalista ef þeir vinni almenn- ar kosningar, en nú er álitið að þær muni jafnvel verða í haust. Almennar kosningar á Spáni eru i É ¦ m IL**- öP'f tfi'M hj ¦ 1 %*m mwF*' út Amf ¦ 'ÍW *^^x^^ ?' JH w IX ¦VfirP?'' 'jmw"":-' J% «d^ ^^W JiF«;.i Adolfo Suarez, formaður Lýðræðis- lega miðflokksins, sem stofnaður var í síðustu viku. ráðgerðar næsta vor, en Suarez sagði í boði með erlendum stjórn- arerindrekum að hann vænti þess að núverandi forsætisráðherra ryfi þing í haust og efndi til nýrra kosninga í nóvember eða desem- ber. Hann var áður formaður Mið- flokkabandalagsins, sem var sigur- vegari kosninganna 1977 og 1979, og telur nú að klofningur í banda- laginu undir stjórn Calvo Sotelo valdi mikilli stjórnmálalegri ólgu í landinu og óvissu um framvindu mála. Suarez bætti við: „Hinu unga lýðræði landsins er enn ógnað," og vísaði þá til misheppnaðrar stjórn- arbyltingar hersins 1981. Hann sagði sig í síðasta mánuði úr Miðflokkabandalaginu sem hann stofnaði árið 1976 og stofnaði Lýðræðislega miðflokkinn „til að styrkja hið spænska lýðræði". Hann sagði að flokkur hans byði ódeigur fram í kosningum og ef þeir fengju ekki meirihluta myndu þeir styðja þann sem kosningarnar ynni svo framarlega sem þar væri um lýðræðislegan flokk að ræða. Látin kona fyrir uUn litla verzlun sem hún rak í Nairobi. Hún reyndi að veita viðnám þegar æstur múgur réðst inn í búðina og var þá skotin og lézt af sáruni sínum. Moi segir að 129 hafi fallið í Kenya Nmirobi, 5. ánúst. AP. DANIEL Arap Moi sagði í ávarpi til þjóðar sinnar í dag, að vitað væri að 129 manns — einkum uppreisnar- menn — heföu látið lífið i byltingartil- rauninni sem var gerð í landinu á sunnudag. Forsetinn sagði, að upp- reisnarmenn hefðu verið vanbúnir að iillu leyti og stuðningur við aðgerðir þeirra hefði enginn orðið frá óbreytt- um borgurum. Um það bil 1.600 manns hafa verið handteknir og biða réttarhalda. Moi sagði aö hann myndi fara á °&k£&£ Komdu í IKEA eldhúsdeildina. Þar sýnum við þér nokkur dæmi um hvernig þitt eldhús gæti litið út. IKEA eldhúsdeildinni fullvissar þú þig um að góðar og glæsilega hannaðar eldhúsinnréttingar kosta ekki lengur stórfé! fund Biningarsamtaka Afríkuríkja eins og fyrirhugað hefði verið og hann hefði ekki áhyggjur af því að neinir reyndu að rísa gegn honum í fjarveru hans. Eins og frá hefur verið sagt voru verzlanir í Nairobi og ýmsum öðrum borgum landsins rændar og ruplað- ar í kjölfar þeirrar ringulreiðar sem skapaðist við byltingartilraunina. Ef verziunareigendur reyndu að veita viðnám voru þeir umsvifalaust skotnir eða siegnir niður. Pólland: Kirkjan mótmælir Varaji, Póllandi, 5. kgisL AP. HElSTtl ráðamenn kaþólsku kirkj unnar í Póllandi hafa formlega áfellst stjórnvöld þar í landi fyrir að hafa frestað komu páfa til landsins, í bréfi sem verður lesið upp i prédikun í kirkj- um næstkomandi sunnudag. Bréf þetta, sem var gert opinbert í dag, hefur að geyma fyrstu formlegu viðbrögð kirkjunnar vegna seinkun- ar stjórnvalda á heimsókn páfa, en hans var vænst í þessum mánuði til að taka þátt í trúarlegum hátíða- höldum. Stjórnvöld hafa hins vegar kunn- gert áform um að endurnýja og gera við Sigurtorgið í Varsjá sem hefur verið bitbein stjórnvalda og þegn- anna, eða öllu heldur hefur „Kross Wyszynski" verið það. Krossinn er til merkis um það hvar kista Stefan Wyszynski stóð meðan á jarðarför hans stóð á síð- astliðnu ári og hann hefur einnig orðið merki um þá ólgu sem ríkt hef- ur í landinu frá því herlög tóku gildi 13. desember sl. Sérstök lögreglu- sveit hefur nú numið krossinn á brott að kvöldi undanfarinna sex daga, en hann er jafnan kominn á sinn stað í dögun, myndaður úr blómum og kertum. Marilyn Monroe Einka- spæjarinn Speriglio: Marilyn myrt með mebumal Los Angeles, 5. ágúst. AP. MILO Speriglio, einkalögreglumaður sem segist hafa eytt megmnu aí síðasU áratug í að rannsaka hvernig dauða leikkonunnar Marilyn Mon- roe bar að í ágúst 1962, skýrði frá því á blaðamannafundi í gærkvöldi, miðvikudag, að leikkonan hefði verið myrt eftir að lauk ástarævintýri hennar og Roberts heitins Kennedys. „Robert Kennedy hafði lofað Marilyn því að hann myndi skilja við ko'nu sína. Marilyn vissi að Kennedy stefndi að því að verða forseti og hugði gott til að verða forsetafrú, ef Kennedy yrði kjörinn," sagði Sperigl- io. Hann sagði að einkasími frá heimili Marilyn á skrifstofu Kennedys hefði verið aftengdur rétt fyrir andlát hennar, og að Kennedy hefði sést fara út úr íbúð hennar daginn sem hún lézt Talsmaður Kennedy-fjölskyld- unnar, sem ekki var nafngreindur, sagðist ekki vilja sýna þessu blaðri og slúðri þá virðingu að anza því einu orði. Speriglio sagði, að hann væri ekki að bera upp á Kennedy að hann hefði staðið að baki morðinu, en bætti við, að hann teldi að það hefði verið framið af einhverjum aðilum innan CIA, sem hefðu verið andsnúnir yfirmönnum sínum. Hann sagði að Marilyn hefði verið sprautuð með mebumal, en hún hefði ekki tekið of stóran skammt af svefnlyfjum, eins og jafnan hef- ur verið talið. Þessum ásökunum var vísað á bug af Roger Richman sem hefur farið með eignamál leikkonunnar. Hann sagði að Ijóst væri, að Sper- iglio væri aðeins að reyna að vekja á sér athygli. Speriglio sagði, að Marilyn hefði sárnað mjög þegar Kennedy vildi slíta sambandinu og hefði hótað að halda blaðamannafund og skýra frá því, sem hún hefði skrif- að í dagbók sína. Robert Slatzer, vinur Marilyn, kveðst hafa séð dagbókina — en hún hefur verið glötuð svo árum skiptir — og að í rienni væru ýmsar leynilegar upp- lýsingar sem Kennedy hefði skýrt henni frá. Fyrr í vikunni bauð fornbókasali nokkur, John Bowen hundrað þúsund dollara fyrir týndu dagbókina og kvaðst vera á höttunum eftir henni fyrir ríkan iðjuhöld sem vildi fá hana í bóka- safn sitt. Áður höfðu Speriglio og Slatzer boðið tíu þúsund þeim, sem gæti gefið upplýsingar um, hvar týndu dagbókina væri að finna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.