Morgunblaðið - 06.08.1982, Page 15

Morgunblaðið - 06.08.1982, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1982 15 Katyiisha-eldflaugar, sem tsraelar náðu á sitt vald í Sexdagastriðinu 1967, sendar í átt til Beirút. veg. Undrun og fordæming var það, sem efst virtist vera í hug- um þeirra, sem greiddu atkvæði með tillögunni. „Það sem er að gerast er í raun að verið er að leggja Beirút, einhverja glæst- ustu borg Miðausturlanda, í rúst,“ sagði Hamilton Whyte, fulltrúi Breta. Lögreglan í Beirút skýrði frá því í dag, að meira en 250 manns hefðu látið iífið og 670 slasast í geysihörðum árásum Israela á vesturhluta Beirút í gær, mið- vikudag. Sagði ennfremur að fjöldi bygginga hefði verið jafn- aður við jörðu. Þá var ennfremur skýrt frá því, að fjöldi sjúklinga á sjúkrahúsum dæi innan Sífellt vaxandi and- úð í garð Israela Sameinuðu þjóðunum, Beirút, Washington, 5. ágúst. AP. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í gærkvöldi tillögu frá Spánverjum og Jórdönum þar sem innrás fsraela í Líbanon var fordæmd. Tillagan var samþykkt með 14 atkvæðum gegn engu og athygli vakti að Bandaríkjamenn sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Fulltrúi Bandaríkjamanna, Carl S. Gershman, sagði að þrátt fyrir breytingar á orðalagi til- lögunnar frá því, sem fyrst var gert ráð fyrir, væri í henni einn alvarlegur brestur þar sem ekki væri minnst á brottflutning PLO-manna frá Líbanon. Gershman sagði ennfremur að afstaða Bandaríkjamanna endurspeglaðist í ummælum Ronald Reagans, forseta lands- ins, á miðvikudagsmorgun er hann lýsti því yfir að ekki mætti dragast lengur að PLO hefði sig á brott frá Líbanon en á móti kæmi, að Israelar yrðu að koma á vopnahléi og sjá til þess að það yrði haldið. Fulltrúi ísraela hjá Samein- uðu þjóðunum, Yehuda Z. Blum, sagði í ræðu á fundi með Örygg- isráðinu „að Líbanon tilheyrði Líbönum og nauðsynlegt væri að skæruliðar hefðu sig á brott án tafar", og vitnaði þá til PLO. Blum sagði ennfremur að Israel- ar hefðu engan áhuga á að dvelja áfram í Líbanon. „Um leið og takmarkinu um frið í Galíleu er náð munum við draga okkur í hlé,“ sagði hann ennfremur. Tillagan, sem var samþykkt í Öryggisráðinu var sú sjöunda, sem snertir ísraela eftir innrás þeirra í Líbanon í júníbyrjun. Ummæli fulltrúa þjóðanna í ör- yggisráðinu voru flest á sama skamms þar sem ekkert vatn væri að fá. Dagurinn í gær var sá 11. í röð án vatns í vestur- hluta Beirút. Israelar tilkynntu í dag, að þeir hefðu misst 19 menn í síð- ustu bardögum umhverfis Beir- út. Tilkynning þessi kom á sama tíma og Ronald Reagan varaði ísraela sterklega við frekari árásum á Beirút. Þetta er mesta mannfall á ein- um og sama deginum, sem vitað er um, frá því í fyrstu viku inn- rásarinnar. Svo virtist sem þess- ar fregnir kæmu almenningi í Jerúsalem í opna skjöldu því greina mátti, að fólk virtist sleg- ið yfir þessari fregn. Alls hafa ísraelar þá misst 318 hermenn frá því innrásin hófst. Er það næstum sami fjöldi og ísraelar misstu í Suez-stríðinu á árunum Ungur drengnr (I forgrunni myndarinnar) heldur á tveimur stígvélum og leitar að öðru nýtilegu í rústum, sem voru áður heimili hans i Beirút. 1%8—1970. Varnarmálaráðherra ísraels, Ariel Sharon, sakaði í dag bandaríska embættismenn blá- kalt um lygar í frétt í útvarpinu í Tel Aviv. Sharon átti viðræður við yfirmann bandaríska sendiráðsins í Tel Aviv á mið- vikudag og lagði þá fram harka- leg mótmæli vegna þeirra um- mæla Bandaríkjamanna að ís- raelar hleyptu af 1000 skotum fyrir hvert eitt, sem kæmi frá PLO. Sprengja sprakk í dag í bif- reið, sem lagt var á bílastæði við Alexandre-hótelið í austurhluta Beirút þar sem meira en eitt hundrað erlendir blaðamenn hafa aðsetur. Ekki var skýrt frá neinum dauðsföllum í fyrstu fregnum af atburðinum, en nokkrir slösuðust. Sprengjan var svo öflug að allar rúður í fram- hlið hótelsins brotnuðu. Hundruð kvenna og barna í Amman, höfuðborg Jórdaníu, fóru í dag í fjöldagöngu þar sem innrás Israela í Líbanon var mótmælt á friðsamlegan máta. Fóru göngumenn um götur í Amman og hrópuðu ókvæðisorð í garð ísraela. Brezhnev hrósar PLO Moskvu og Tókýó, 5. ágúst. AP. LKONID I. Brezhnev sendi í dag skeyti til Yasser Arafats, leiðtoga PLO, þar sem hann lýsti aðdáun sinni á þrautseigju manna hans í umsátrinu í vesturhluta Beirút. Sagði ennfremur í skeytinu að Brezhnev mæti málstað Palestínuar- aba mikils. Þá barst í dag yfirlýsing frá ríkis- stjórn Japan, sem fordæmir ísraela harkalega og krefst þess að þeir hafi hermenn sína á brott í snatri. Sagði í yfirlýsingu, að ísraelar brytu allt, sem flokkast gæti undir diplómatísk samskipti þjóða á milli og aðgerði þeirra í Beirút að undanförnu væru villimannlegar. Loks sagði ennfrem- ur að stjórn landsins hefði fyllstu samúð með málstað Araba. r Aframhald á óeirðum í Liverpool Liverpooi, 5. ágúst. AP. KNN urðu óeirðir í Liverpool, fjórða daginn í röð, þegar hópar ungmenna reistu götuvígi og grýttu lögreglu- menn í gærkvöldi. Sjö ungmenni voru handtekin í Everton-hverfinu en ólæti brutust einnig út í útjaðri borgarinnar við Cantril þegar unglingar lokuðu vegum með gömlum húsgögnum og trjástofnum. Þá var brotist inn í verslanir í miðborginni og þrír menn sluppu með 11.000 punda ránsfeng úr klóm lögreglunnar. Iþróttamenn Aix-le.s-bains, Frakklandi, 5. ágúst. AP. FJÓRIR pólskir íþróttamenn hafa beðið um hæli í Frakklandi sem pólitískir flóttamenn, að því er lögreglan í Aix í Suðaustur- Veður Akureyri 12 skýjað Amsterdam 31 heiðskírt Aþena 38 skýjað Barcelona 27 hálfskýjað Berlín 29 skýjað BrUssel 25 skýjað Chtcago 29 rigning Dyflinni 19 rigning Feneyjar 27 Mttskýjað Frankturt 24 rigning Færeyjar vantar Genf 22 skýjað Helsinki 25 heiðskfrl Hong Kong 31 skýjað Jerúsalem 30 heiðskfrt Jóhannesarborg 20 heiðskfrt Kaupmannah. 26 heiðskfrt Las Palmas 24 skýjað Lissabon 30 heiðskfrl London 23 skýjað Los Angeles 24 heiðakfrt Madríd 31 heiðskírl Malaga 26 heiðríkt Mallorca 29 léttskýjað Miami 29 skýjað Nýja Delhi 34 rigning New York 27 rigning Osló 31 heiðskfrt París 24 skýjað Peking 30 heíðskírt Perth 12 skýjað Reykjavik 11 úrkoma grennd Rio de Janeiro 22 skýjað Rómaborg 30 rigning San Francisco 18 heiðskírt Stokkhólmur 30 heíðskirt Toronto 26skýjað biðja um hæli Frakklandi skýrði frá í dag. Menn- irnir fjórir höfðu komið til helg- arkeppni við franska og sviss- neska íþróttamenn. Gervilunga grætt í kind Providence, Rhode lsland, 5. ágúst. AP. VÍSINDAMENN við Brown- háskólann eru nú að undirbúa að- gerð sem felur í sér, að grætt er gervilunga í kind, en ef það tekst gæti þetta orðið merkur áfangi í læknavisindunum. Takmark vísindamannanna er að ná þeim árangri, að mögulegt sé að græða í mann gervilunga sem kæmi í staðinn fyrir annað sem óvirkt er eða sjúkt. Þá fyrst væri að vænta róttækra breyt- inga á högum þeirra sem eiga við ólæknandi eða langvinn öndun- arvandamál að stríða. Tilraunin mun fara fram í september eða október, en óháð því hvernig nú til tekst, telja vís- indamennirnir fullvíst að enn séu tíu ár, þangað til hægt verði út frá þessum tilraunum að græða gervilunga í mann. Nokkrir lungnaflutningar hafa þegar farið fram, en að- gerðin er erfið og ekki er auð- veldara að finna gefendur. Bretland: Geösjúkling- ur við hirð drottningar London, 5. ágúst. AP. GEÐSJIIKUR maður var ráðinn að hirð Elísabetar II drottningar að- eins þremur vikum áður en hann varð eiginkonu sinni að bana, sam- kvæmt fréttum frá London í dag. Þessi frétt kemur sem reiðar- slag eftir að mikið uppistand hef- ur ríkt í landinu vegna óvæntrar næturheimsóknar sem drottn- ingin fékk á rúmstokk sinn og aðallífvörður hennar neyddist til að segja af sér, vegna þess að upp komst um kynvillu hans. Stephen Chambers, 29 ára að aldri, var ráðinn sem öryggis- vörður um óákveðinn tíma þegar opnað var nýtt listasafn í mið- borginni af meðlimum konungs- fjölskyldunnar í mars sl., segir í skýrslu frá fréttastofu hallarinn- ar. Hann var dæmdur í tíu ára fangelsi í síðustu viku fyrir að hafa stungið eiginkonu sína til bana að viðstaddri þriggja ára gamalli dóttur þeirra. Sálfræð- ingur, sem var settur í málið, segir Chambers eiga við mikla andlega erfiðleika að stríða, sem rekja megi til þunglyndis. Steel hefur meira fylgi en Jenkins London, 5. ágúst. AP. BRESKIR kjósendur telja að Dav- id Steel, leiðtogi frjálslyndra, sem aldrei hefur setið í ráðherrastól, yrði betri forsætisráðherra en leið- togi jafnaðarmanna, Roy Jenkins, samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar sem gerð var fyrir Daily Express. Niðurstaða þessi kom mjög á óvart, þar eð það hefur verið mál manna nú um nokkra hríð, að Roy Jenkins, 61 árs að aldri, sem hefur fjórum sinnum setið í stjórn, myndi verða leiðtogi Kosningabandalags jafnaðar- manna og frjálslyndra. í ljós kom að 55 prósent að- spurðra myndu kjósa Steel sem leiðtoga Kosningabandalagsins, en aðeins 27 prósent Jenkins. Ekkert hefur verið ákveðið hve- nær kjósa á leiðtoga bandalags- ins, sem yrði forsætisráðherra ef það ynni sigur í kosningunum sem fram munu fara fyrir maí- mánuð 1984. Elding veld- ur dauðsfalli og skemmdum London, 5. ágúst. AP. ELDINGUM laust niður í tvo al- menningsgarða í Lundúnum í dag með þeim afleiðingum að maður, sem var að skokka, beið bana í öðr- um garðinum og 17 manns, sem leit- uðu skjóls undir tré i úrhellinu, sem fylgdi óveðrinu, urðu að leita læknis eftir að eldingu laust niður í tréð. Óhemju úrhelli var í Lundúnum í dag og sköpuðust stórfelld vand- ræði af þeim sökum í hluta neð- anjarðarlestarkerfis borgarinnar. Varð að fella niður ferðir á tveim- ur leiðum auk þess sem vatnselg- ur orsakaði skammhlaup á tveim- ur stöðum til viðbótar. Loka varð safni í borginni, Vict- oria og Albert-safninu þar sem vatn komst í geymslur og munir voru í hættu. í Norðurhluta landsins varð óveðrið enn verra og vitað var um allt að metradjúp flóð af völdum rigningar í Yorkshire. Milljarðatjón í Nagasaki Tókýó, 5. ágúst. AP. EIGNATJON vegna flóðanna í Jap- an í júlímánuði nemur að minnsta kosti einum milljarði dollara í Naga- saki og nágrenni einu saman. í flóðunum sem orsökuðust af feiknalegum rigningum lét 291 maður lífið og 7 er enn saknað. Dagana 23.-25. júlí var úrkoman í Nagasaki 500 millimetrar. Ann- ars staðar í landinu urðu minni skemmdir en alls er vitað um 307 látna og 43ja er saknað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.