Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1982 19 Teikning af nýju bílferjunni, sem Bátalón hefur teiknad í stað Baldurs. Nýja skipið mun bera 15 bíla ef af smíði verður. Sýslunefnd V-Barðastrandarsýslu: Ný bílferja verði byggð til siglinga yfir Breiðafjörð SYSLUNEFND Vestur-Barðastrand- arsýslu hefur nýlokið fundi sínum á Patreksfirði. Þar voru margar merkar ályktanir samþykktar og eru pessar helstar: Breiðafjarðarferja „Svo sem fram hefur komið, stendur nú til að byggja nýjan flóabát í stað Baldurs. Sýslunefnd Vestur-Barða- strandarsýslu leggur þunga áherslu á, að ekki verði stigið spor aftur á bak við þá smíði, og þjón- usta bátsins minnkuð frá því sem verið hefur, heldur verði horfið að því ráði að byggja haganlega hannaða bílferju, sem annað geti flutningsþörfinni yfir Breiðafjörð. I því sambandi vísar nefndin til ályktana sinna í þessu máli. Benda má á sem líklega lausn nýja teikningu af bílferju fyrir 15 bíla, sem Bátalón hf. í Hafnarfirði hefur gert að tilhlutan Flóabáts- ins Baldurs hf. Til að greiða fyrir framgangi þessa máls og styrkja fjárhags- stöðu Flóabátsins Baldurs hf. beinir sýslunefndin því til stjórn- ar félagsins að beita sér fyrir auk- ningu hlutafjár í félaginu með al- mennu útboði. Sýslunefndin lýsir sig reiðubúna til að leggja fram hlutafjáraukningu kr. 500 þúsund er greiðist þannig: 1982 kr. 100 þús„ 1983 kr. 200 þús., og 1984 kr. 200 þús., enda sé gert ráð fyrir því, að allt hlutaféð, sem kynni að safnast, renni beint til nýsmíðarinnar. Jafnframt skorar sýslunefndin á aðra hlut- hafa í Baldri hf., ekki hvað síst sýslu- og sveitarfélög við Breiða- fjörð, að taka hlutfallslegan þátt í aukningu hlutafjár í félaginu og stuðla á þann hátt að farsælli lausn á samgöngum á sjó um Breiðafj arðarsvæðið." Heilbrigðismái Til heilbrigðismála leggur sýsl- an kr. 350 þús., sem aðallega fer til sjúkrahússins á Patreksfirði, sem sýslan er eigandi að og er rekið af henni. Árbók Barða- strandarsýslu Árbók Barðastrandarsýslu hef- ur verið gefin út frá 1948. Síðasta árbók kom út nú í vor og nær til ársins 1979. Ritstjóri tveggja síð- ustu árbóka hefur verið Hannibal Valdimarsson fyrrv. ráðherra. Byggðasafnið að Hnjóti Að tilhlutan sýslunnar hefur verið byggt yfir minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti í Örlygs- höfn, til þess var veitt nú kr. 80 þús., en áformað er að vígja safnið og taka það formlega í notkun næsta vor. Gestur hf. — Bjarkarlundur Vestur-Barðastrandarsýsla lagði fram kr. 25 þús. og Austur- Barð. kr. 10 þús. sem hlutafjár- aukningu í Gesti hf. sem rekur sumarhótelið að Bjarkarlundi. Mannvirki Samúels Jónssonar í Selárdal Ákveðið var að styðja við bakið á aðila, sem vildi viðhalda mann- virkjum og listmunum Samúels Jónssonar, Selárdal. Auk þess, sem hér að framan greinir, styður sýslan fjölda ann- arra mála, svo sem íþróttamál, skákmál og fl. Mikill áhugi er hér vestra fyrir því, að myndarlega verði staðið að endurnýjun Breiðafjarðarferju og hefur sýslunefnd farið myndar- lega af stað til að koma málinu áleiðis með framlagi sínu. Með til- komu nýju Akraborgar hefur áhugi manna hér aukist fyrir því að gott skip komi einnig á Breiða- fjarðarleiðir. Sýslumaður á förum Jóhannes Árnason sýslumaður hefur verið að halda manntalsþing í sýslunni undanfarna daga. Hann er nú á förum og hefur eins og kunnugt er verið skipaður sýslu- maður í Snæfells- og Hnappa- dalssýslu. Jóhannes hefur verið sýslumaður Barðstrendinga í 14 ár, en áður var hann sveitarstjóri hér á Patreksfirði. Hann hefur verið virkur í félagsmálum hér um árabil og oft tekið sæti á Alþingi, sem varaþingmaður sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi. Fylgja honum og fjölskyldu hans góðar óskir Patreksfirðinga við brottförina. Páll Því meiri kröf ur, sem þú gerir til utanhúsmálningar því meiri ástæóa er til að þú notir I!í' HRAUN, sendna akrýlplastmáln- ingin hefur allt það til að bera, sem krafist er af góðri utanhússmáln- ingu: Mikinn bindikraft, frábæra endingu — dæmi eru til um meiraen 17ár. Þekur vel — hver umferð jafnast á við þrjár umferðir af venjulegri plastmálningu. Hefur fallega áferð — til bæði fín og gróf, og fæst í fjöl- breyttu litaúrvali. HRAUN stenst allart verðsamanburð. HRAUN litakortið fæst í öllum helstu máln- ingarvöruverslunum landsins. málninghlf Laugardalshöll í kvöld — Akureyri á morgun „Reggae" í fyrsta sinn á íslandi „Reggae"-hljómsveitin Babat- unde Tony Ellis heldur hljóm- leika í Laugardalshöll í kvöld, föstudaginn 6. ágúst, kl. 21.00. Babatunde Tony Ellis er 10 manna hljómsveit sem hefur komiö víöa fram á tónleikum á Norðurlöndunum við mjög góð- ar undirtektir. Einnig koma framEgoog Tappi tíkarrass Miöasala í Laugardalshöll frá kl. 16.00. Tryggiö ykkur miöa tímantega — á fyrstu „Reggae"-hljómleika á íslandi. Næstu „Reggae"-hljómleikar meö Babatunde Tony Ellis veröa í Iþróttaskemmunni á Akureyri, laugar- daginn 7. ágúst kl. 21.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.