Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1982 23 Verslunarráð Lslands: Vandamálum í sjávarútvegi má líkja við síldarbrestinn 1967 Hér fer á eftir fyrri hluti skýrslu Verslunarráðs íslands um stöðu at- vinnulífs og efnahagsmats, sem Verslunarráoið sendi frá sér fyrir skömmu: Staða efnahagsmála Enn á ný eru alvarlegar blikur á lofti í efnahagslífi þjóðarinnar. Aflasamdráttur, óstöðugir mark- aðir útflutningsvara, versnandi viðskiptakjör, síversnandi gjald- eyrisstaða, þverrandi innlendur sparnaður og rekstrarstaða fisk- veiða, vinnslu, iðnaðar og þjón- ustu er verri, en verið hefur um langt árabil. Þeir erfiðleikar, sem staðið er frammi fyrir, eru hálfu verri en ella af því að þeir koma í kjölfar langvarandi þrenginga hjá fyrir- tækjum, ört vaxandi erlendrar skuldasöfnunar og offjárfestinga í sjávarútvegi á síðustu árum. Það verður enn til að auka vandann, að vöxtut' opinbera geir- ans, einkum margvíslegrar heil- brigðis- og félagslegrar þjónustu, kallar á síaukna skattheimtu í þjóðfélaginu, sem bæði hefur verið þenslumyndandi og um leið minnkað svigrúm atvinnufyrir- tækja til nauðsynlegrar endurnýj- unar og uppbyggingar á tímum fjárfrekrar tæknivæðingar á flest- um sviðum. Síðast en ekki síst eykur vax- andi verðbólga enn þann vanda, sem staðið er frammi fyrir, þrátt fyrir, að hún sé frekar afleiðing af því, sem á undan er talið, heldur en að vera orsök þess. Útlínur vandans Við íslendingar erum ekki einir í heiminum og það hefur verið ljóst um nokkurt skeið, að sá sam- dráttur sem þegar hefur komið fram í efnahagslífi iðnríkjanna mundi einnig hafa áhrif á efna- hagslíf hér á landi. Ymsar þjóðir hafa brugðist við vandanum og lagt áherzlu á upp- byggingu og endurnýjun í at- vinnulífinu til að treysta efna- hagsgrundvöllinn. Islendingar hafa varið miklu fé til að nýta innlenda orku í stað innfluttrar olíu og hefur sú við- leitni skilað góðum árangri á mörgum sviðum, en að fleiru þarf að hyggja og þá sérstaklega að rekstrargrundvelli allrar atvinnu- starfsemi, því þangað verður framfarasókn íslenzks efnahags- lífs sótt öðru fremur. Það er einnig ljóst, að sífelld aflaaukning eins og verið hefur SPER^V^V/ÍCKERSl " POWER ANO MOTlON *~t • - CONTROL SYSTEMS I Háþrýstidælur, mótorar, ventlar og stjórntæki í vökvakerfi til sjós og lands. Einkaumboö á lalandi Atlas hf AMMULA 7SIMí .<,/:,:, undanfarin ár, hlaut að stöðvast fyrr eða síðar og offjölgun fiski- skipa sem leiddi til fjölgunar skrapdaga í útgerð þeirra, voru ekki þau viðbrögð, sem líklegust voru til að mæta þeim vanda. Veiðar og vinnsla Þeir rekstrarörðugleikar, sem staðið er frammi fyrir í togaraút- gerðinni nú eru mjög alvarlegir, og ástæðurnar eru fleiri en minnkandi afli og loðnubrestur. Samsetning aflans hefur breyst verulega á þann hátt, að verð- minni tegundir veiðast í meira mæli en áður. Þannig hefur karfa- afli aukist í heildinni á meðan þorskafli hefur dregist saman með þeim afleiðingum að tekjur drag- ast saman bæði í útgerð og fisk- vinnslu, sbr. meðfylgjandi töflu. 1978 1979 1980 1981 1982* Heiklar- fiskani 1.548 1.644 1.509 1.418 1.130 (þus. tonn) Brryting % 6% +8% +6% +20% ¦•orskafli (þús. u.nn) 318 3S0 430 450 340 Breyting % 13% 19% 5% +25% Loona 953 964 760 641 100 Breyting % 1% +21% +16% +84% Taprekstur smærri togaranna á fyrri helmingi ársins nemur um 19% af tekjum þeirra, en um 34% af tekjum útgerðar stærri togara. Erfiðleikarnir tengjast og eru að mestu leyti til komnir vegna út- gerðar nýkeyptra togara á meðan útgerð eldri togara, 6 ára og eldri, gengur betur. Það er hryggileg staðreynd, að þessi glæsilegu nýju fiskiskip skulu valda eins miklum vanda og raun ber vitni. En á hvaða forsendum og eftir hverra ákvörðun voru þau keypt, þrátt fyrir varnarorð fjölda aðila, sem þekkingu hafa á þessum málum? 1J Áætlun V.í. fyrir árið 1982. Útflutningur sjávarafurða Útflutningur sjávarafurða stendur nú frammi fyrir mjög vaxandi samkeppni af hálfu Kan- ada um sölu fiskflaka á Banda- ríkjamarkaði. íslensku söluaðilarnir urðu fyrir verulegum samdrætti í sölu þorskflaka í síðasta mánuði, eða um 20%, miðað við sama mánuð í fyrra og telja þeir að undirboð Kanadamanna séu markviss sölu- herferð til að ná aukinni mark- aðshlutdeild í sínar hendur. Þessi samdráttur var þó að nokkru bættur tekjulega í aukn- ingu á sölu verksmiðjuframleidd- rar vöru á sama tíma. Skreiðarmarkaðurinn í Nígeríu er enn lokaður og mikil óvissa rík- ir um verð og magn sem þangað verður unnt að selja á næstu mán- uðum. Lágmarksverð hér heima vegna útflutnings á 1. flokks Afríku- skreið er USD 287 pr. pakka C&F Nígeríu og hefur þetta verð lækk- að frá því að vera USD 310 í fyrra. Mikil verðlækkun hefur orðið á mjöli frá áramótum, en þá fengust USD 8 fyrir próteineiningu. í dag er verið að selja próteineininguna á USD 5. Svipuð lækkun hefur orðið á verði á útfluttu lýsi. Upp úr ára- mótum var lýsistonnið selt á USD 430, en um þessar mundir er verð- ið USD 285. Þessi mikla verðlækkun á lýsi og mjöli er á bilinu 34—37%. Vandamálum í sjávarútvegi ásamt aflabresti, sölutregðu og verðfalli á mörgum fiskafurðum má líkja við síldarbrestinn árið 1967. Iðnaður Iðnaðarframleiðsla á nú við vaxandi söluerfiðleika að etja víða um heim, sem er bein afleiðing þess samdráttar, sem orðið hefur í heimsviðskiptum almennt. Fréttir í minnkun afkasta fram- leiðslufyrirtækja, rekstrarhalla og stöðvun framleiðslu berast víða að. Bandarísk framleiðslufyrirtæki nýta um þessar mundir aðeins 70% afkastagetu sinnar vegna minnkandi eftirspurnar og sölu- tregðu. íslenskur útflutningsiðnaður hefur búið við óhagstæða geng- isskráningu og ótryggar tekjur undanfarin ár. óx þessi vandi stórlega á árinu 1981 og hefur síst minnkað á þessu ári. Gengisþróun þeirra gjaldmiðla, sem ákvarða tekjur þessara fyrir- tækja (Evrópugjaldmiðlar) hefur valdið mikilli tekjuskerðingu, samkeppnisaðstaða hefur versnað og eftirspurn dregist saman. Þessi vandi útflutningsiðnaðar kemur fram, þegar verðmæti þeirra gjaldmiðla, sem hann selur framleiðslu sína í, vex ekki í sama hlutfalli og innlendur kostnaður eins og laun, hráefni og annar rekstrarkostnaður. Breytingar á gengi nokk- urra Evrópugjaldmiðla og innlendum kostnaði Hekkun (rt-ngi 31.12.80 21.07.82 % Sterlingspund GBP 14,933 20,719 39% Donsk króna DKK 1,0370 1,4040 35% Scnsk króna SEK 1.4265 1,9535 37% Franskur fr. FRF 1,3777 1,7463 27% V-þýskt mark DEM 3,1910 43586 52% Innlendur kostnaour Launataitar 100 186 86% Lánskjaravísitala 206 373 81% Framrvrslukostn. 100 172 72% Álframleiðsla Horfur í álframleiðslu eru ekki undantekning frá almennu útliti í iðnaðarframleiðslu. Samdráttur á síðasta ári hefur orðið gífurlegur. I Japan er hann um 60%, í Bandaríkjunum um 35%, en minnstur í Evrópu um 8%, en er talinn eiga eftir að auk- ast á síðari hluta ársins í um 20%. Minnkandi eftirspurn hefur leitt til um helmings lækkunar á verði á alþjóðamarkaði úr um USD 1800 tonnið í um USD 1100. Árleg framleiðsla áls hefur ver- ið um 72—74 þús. tonn hjá ís- lenska álfélaginu undanfarin ár, en er áætluð um 78 þús. tonn í ár. Búist er við verulegri birgðasöfn- un á árinu, eða að um helmingur framleiðslunnar verði óseldur í árslok, sem er tvöföldun birgða frá fyrra ári. Jánblendiframleiðsla Mjög líku máli gegnir með járn- blendið. Verðið er í algjörum öldu- dal en birgðasöfnun hérlendis verður væntanlega hlutfallslega minni en í álinu. Kísilgúrframleiðsla Kísiliðjan við Mývatn hefur það sem af er árinu notið 7% verð- hækkana í erlendri mynt og 12% gengissigs, eða um 19% tekju- hækkun alls á meðan hækkun að- fangskostnaðar er um 34% á sama tíma. Markaðir afurða kísiliðjunnar eru í Evrópu, þeir tengjast mat- vælaiðnaði og er eftirspurnin næg. Framleiðsla fyrirtækisins verður um 24 þús. tonn í ár og er gert ráð fyrir sölu allrar framleiðslunnar. Verksmiðjan framleiðir með fullri afkastagetu, en selur með tapi. Útlit er fyrir að um 3ja milljóna króna fjárvöntun verði brúuð með erlendri lántöku. Verzlun Þrátt fyrir hina miklu aukningu á verzlunarveltu er ljóst, að aukn- ingin dreifist mjög mismunandi á greinar. Mikil verðbólga eins og nú er verður fljót að eyða þeim hag- stæðu áhrifum sem auknar tekjur hafa á rekstrarstöðu greinanna til skamms tíma litið. Stór hluti viðskiptanna eru af- borgunarviðskipti, sem greiðast síðar á árinu, en vextir víxla og skuldabréfa bera neikvæða raun- vexti í dag og valda þannig lækk- un á álagningu í reynd þegar upp er staðið. Mörgum fyrirtækjum gæti því orðið erfitt fyrir um endurnýjun vörubirgða þegar líða tekur á árið og ýmiss vandi framundan, þótt ástandið í sumum greinum verzl- unar sé hagstætt um stundarsak- ir. NýttíValhöll j kvöld munum viö sýna PRÓFESSORINN bráðsmelliö gamanleikrit eftir Baldur Georgs. Þetta leikrit geröi stormandi lukku á Akureyri um síöustu;helgi. Nú gilda S©rtllDOOin okkar einnig á sunnu- dögum þ.e.a.s. ef dvalið er meira en eina nótt. Innifalið: kvöldverður — morgunverður — hádegisverður og gisting fyrir aðeins kr. 390,- per mann. GRILLIÐ veröur aö sjálfsögðu opiö með öllum sínum krás um. Alltaf nýbakaöar kökur og heitt kaffi á könnunni. Sérlega lágt verö. A staönum er: Gufubaö — sólaríum — líkamsræktaraöstaöa — nudd (sértímar) — minigolf — bátaleiga — sjónvarp — video. Sérstakur leikvöllur er fyrir börnin. Sem sé eitthvað fyrir alla Líttu við í Valhöll á einum fegursta stað landsins, þú sérð ekki eftirþví Sætaferðir með Ingvari Sigurössyni frá B.S.Í. alla daga. Sími 99-4080.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.