Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1982 í áfangaskýrslu „staðarvalsnefnd- ar um iðnrekstur" vegna staðsetn- ingar álvers gerir nefndin grein fyrir bráðabirgðaniðurstöðum sínum. 10 staðir voru athugaðir og fylgir bér eftir rökstuðningur nefndarinnar fyrir þeim. 3 staðanna fullnægja ekki lágmarksskilyrðum nefndar- innar, annarsvegar um nægilcga stóran vinnumarkað og hins vegar um hafnarskilyrði í tengslum við landrými. í kringum Árskógsströnd er vinnumarkaður of lítill fyrir álver. Hafnarskilyrði eru verri á Ar- skógsströnd en á þeim stöðum sem kannaðir hafa verið innar í Eyja- firði. Auk þess er jarðskjálfta- hætta þar talsverð. Árskógsströnd kemur því ekki til greina fyrir ál- ver. Varðandi Þorlákshöfn gengur staðarvalsnefnd út frá því sem gefnu að brú yrði komin á Ölfusá við Óseyrarnes þegar kæmi að framkvæmdum við byggingu og rekstur álvers. Þrátt fyrir það yrði vinnumarkaðurinn við lágmark að stærð auk þess sem þungamiðja hans lægi langt frá Þorlákshöfn. Álverið í Straumsvík. Staðarvalsnefnd: Skýrsla um stað- setningu álvera Hafnargerð fyrir stór skip er talin dýr og áhættusöm í Þorlákshöfn. Þróun í gerð óvarinna hafnar- mannvirkja kann þó að breyta einhverju þar um og mun staðar- valsnefnd fylgjast með þeim mál- um eftir föngum. Raunar hefur nefndin lagt slíkt mannvirki til grundvallar mati sínu á hafnar- gerðarkostnaði í Þorlákshöfn, en það mat og notagildi slíkrar að- stöðu er háð sérstakri óvissu vegna skorts á rannsóknum. Þótt hér sé líklega um að ræða einn hagkvæmasta staðinn varðandi orkuöflun hrekkur það skammt til að jafna metin. Enn er þess að gæta að þær verksmiðjulóðir við Þorlákshöfn, sem yrðu að öðru leyti hagkvæmastar, eru nær byggðinni en æskilegt er. Staðar- valsnefnd telur því ekki vænlegt að velja álveri stað í Þorlákshöfn að svo stöddu heldur beri að huga þar að öðrum nýiðnaðarkostum er betur hæfa staðháttum. Vinnumarkaður við Grundar- tanga er við lágmark þess sem æskilegt getur talist fyrir álver. Einnig er svo stutt síðan Járn- blendiverksmiðjan tók til starfa að áhrif hennar á atvinnulíf á Akranessvæðinu hafa vart komið öll fram enn. Ýmis Önnur áþreif- anleg landfræðileg atriði mæla hins vegar með þessum stað og stuðla að fjárhagslegri hag- kvæmni verksmiðju sem þar yrði reist. Niðurstaða nefndarinnar er því sú að Grundartangi komi naumast til greina fyrir álver að þessu sinni en það gæti hæglega breyst þegar fram líða stundir. firðinum) þar sem þau kunna að valda skaða á beitiiandi og hey- feng og síðan á búfé sem kynni að nærast að miklu leyti á slíku menguðu fóðri. Ýmislegt bendir til þess að staðarval fyrir álver í Giæsibæjarhreppi yrði umdeild- ara en á flestum öðrum stöðum. Hvað sem því líður telur staðar- valsnefnd þau rök sem felast í landfræðilegum staðháttum nægja til þess að Glæsibæjar- hreppur komi ekki til greina fyrir álver að svo stöddu enda aðrir staðir á þessum slóðum álitlegir eins og fram kemur hér á eftir. Straumsvík Fjárhagslega gæti verið hag- kvæmt að reisa nýtt álver í Straumsvík að vestanverðu, miðað við aðra staði sem hér er um fjall- að. Hins vegar er ógerningur að ræða slíkar hugmyndir án þess að haft sé í huga að núverandi álver við Straumsvík kann að verða stækkað fyrr eða síðar. Slík stækkun er í rauninni eðlilegri kostur en að byggja nýtt álver, svo framarlega sem hagkvæmir samn- ingar nást, m.a. um nýtingu á þeirri aðstöðu sem fyrir er á staðnum. I þessu samhengi má ekki heldur gleymast að þarna er talin allnokkur hætta á náttúru- hamförum, nánar tiltekið eldgos- um og hraunrennsli. Staðarvals- nefnd telur því áhættusamt að hafa tvö álver saman á slíkum stað. Ef samanlögð álbræðsla við Straumsvík fer fram úr skynsam- legum mörkum er einnig verið að auka mengunarhættu að óþörfu og stuðla að óæskilegri einhæfni at- vinnulífs í Hafnarfirði. Enn er þess að geta að Straumsvík (innsti hluti víkurinnar) er á náttúru- minjaskrá. Að öllu þessu athug- uðu sér nefndin ekki ástæðu til að fjalla frekar um nýtt álver í Straumsvík í þessari athugun. Að ofangreindum fimm stöðum slepptum standa eftir aðrir fimm sem gætu allir hentað fyrir stór- iðju. Að því er best verður séð á þessu stigi máls er fyrirsjáanlegur kostnaðarmunur milli þessara staða vegna áþreifanlegra land- fræðilegra atriða (hafnar, lóðar, mengunarhættu o.s.frv.) svo lítill að hann er varla marktækur sem forsenda ákvarðana. Mismunur vegna áhrifa vinnumarkaðar á stofnkostnað er hins vegar vænt- anlega nokkur og gæti ásamt end- anlegum kröfum um mengunar- varnir á hverjum stað ráðið tals- verðu um lokaniðurstöðu um hag- kvæmni nýs álvers. Ef frekara val milli staða er nauðsynlegt að svo stöddu mun það þó líklega ráðast af öðrum atriðum, svo sem sér- stökum umhverfissjónarmiðum, atvinnumálum og byggðamálum, sem staðrvalsnefnd telur að veru- legu leyti utan víð verksvið sitt. Engu að síður skal hér farið nokkrum orðum um hvern stað um sig. Geldinganes Álver í Geldinganesi gæti orðið tiltölulega ódýrt í byggingu og rekstri en það færi þó eftir þeim kröfum sem gerðar yrðu að lokum um mengunarvarnir (hreinsun á kerskálalofti: III. stigs hreinsun). Þess ber að geta að Geldinganes er á náttúruminjaskrá. Nálægð við núverandi og fyrirhugað þéttbýli veldur því að staðrvalsnefnd sýn- ist þessi staður ólíklegri en þeir sem taldir eru hér á eftir. Nauð- synlegt er þó að kanna viðhorf heimamanna (sveitarstjórnar- manna á Reykjavíkursvæðinu) betur en tök hafa verið á hingað til, áður en endanleg ályktun er dregin um hugsanlegt álver á þessum stað. Helguvík og Vogastapi Helguvík og Vogastapi eiga að sjálfsögðu sitthvað sammerkt í þessari athugun. Fyrrnefndi stað- urinn virðist ívið hagkvæmari í krónum talið en þar er hins vegar við landþrengsli að etja, ef gert er ráð fyrir að land norðan marka Keflavíkur og Gerðahrepps sé ekki til ráðstöfunar vegna þess að þar sé um svonefnt varnarsvæði að ræða. Báðir staðirnir eru einnig nær þéttbýli en æskilegt kann að teljast, einkum þó sú lóð við Helguvík sem hér er miðað við. Hafnarskilyrði þyrfti að kanna betur við Vogastapa, og er fyrir- hugað að gera það í sumar. Ef Helguvík yrði fyrir valinu þyrfti að leggja háspennulínu milli kaupstaðar og flugvallar fyrir ofan Keflavík og er það nokkur ljóður á því staðarvali. Þá er þess að geta að skipulagsmál á þessum slóðum eru bæði erfið viðfangs og í óvissu m.a. vegna þess hvernig mörk liggja milli sveitarfélaga. Að öllu þessu athuguðu virðast ekki efni til að gera upp á milli þessara tveggja staða, heldur verður það að bíða frekari rannsókna og um- ræðu. Að svo stöddu verða báðir staðirnir því að teljast álitlegir fyrir álver. Arnarneshreppur Arnarneshreppur (Dysnes) er að mati staðarvalsnefndar álitlegasti athugunarstaðurinn utan Suðvest- urlands. Er því ljóst að afstaða manna til þessa staðar mun að talsverðu leyti ráðst af byggða- sjónarmiðum sem nefndin telur að mestu utan síns verkahrings, svo sem áður var sagt. Hitt telur hún sér skylt að benda á að Eyja- fjörður er það byggðarlag sem næst er hugsanlegum stórvirkjun- um á Austurlandi af þeim sem koma til álita fyrir álver í nánustu framtíð. Eigi að nýta vatnsorku Austurlands í verulegum mæli virðist því líklegt að menn hugsi fyrr eða síðar til stóriðju í Eyja- firði. Staðarvalsnefnd vill þó lcggja á það sérstaka áherslu að hún telur að ekki komi til greina að reisa stóriðjuver í Eyjafirði né annars staðar nema með sam- þykki heimamanna. Nefndin telur athugunarsvæðið við Dysnes í Arnarneshreppi vera þann stað við Eyjafjörð sem helst kemur til álita fyrir stóriðju á borð við ál- ver. Annars vegar verður að ætla að staðurinn sé nægilega utarlega við fjörðinn til þess að verulega dragi úr mengunarhættu. Hins vegar er hann ekki utar en svo að hafnarskilyrði versna ekki til muna. Sums staðar í hreppnum eru þau raunar með því besta sem gerist á landinu. Einnig er staður- inn innan viðunandi fjarlægðar frá vinnumarkaðnum á Akureyri. Vegna landfræðilegra skilyrða við Eyjafjörð er hins vegar sérstök þörf á að rannsaka sem best veð- urfar og lífríki á þessum slóðum og hefur staðarvalsnefnd þegar hlutast til um slíkar athuganir vegna almennra verkefna sinna. Einnig þarf síðan að gera líkan- útreikninga á sennilegri dreifingu mengunar frá álveri á þessum stað. Niðurstaða slíkra athugana kynni að verða á þá leið að þörf væri á að hreinsa kerskálaloft í álverinu, annaðhvort strax frá því að rekstur hefst, eða þá síðar eftir að reynsla væri fengin af flúor- magni og dreifingu þess. Þá má búast við að byggingakostnaður álvers yrði eitthvað meiri í Eyja- firði en á Reykjavíkursvæðinu. Að öllu samanlögðu telur nefndin fulla ástæðu til að halda áfram að kanna möguleikana á því að reisa álver á þessum stað, jafnframt því sem fram fari umræða um málið bæði í Eyjafirði og annars staðar á landinu. Vatnsleysuvík Um Vatnsleysuvík (Flekkuvík) er það að segja að nefndin hugsar sér að álver þar yrði gildur þáttur í atvinnulífi á Suðurnesjum, t.d. með því að rekstrinum yrði hagað þannig að verksmiðjan gæti jöfn- um höndum sótt vinnuafl sunnan með sjó og innan frá Hafnarfirði eða þar í kring. Staðurinn hefur þann köst að aðrir landnýtingar- hagsmunir eru þar í lágmarki og hugsanleg mengun gæti því varla valdið verulegu tjóni. Þar við bæt- ist að veður- og landslagsskilyrði eru með þeim hætti að mengun í lofti dreifist mjög. Ef eingöngu væri litið á málið frá sjónarmiði umhverfisverndar væri þetta því álitlegasti staðurinn. óvissa varð- andi Vatnsleysuvík stafar fyrst og fremst af því að þekkingu skortir á hafnarskilyrðum en úr því verð- ur bætt í sumar eftir föngum með fyrirhuguðum sjómælingum á vegum staðarvalsnefndar. Glæsibæjarhreppur rflUaga j f^g^g^ Sé nú vikið að hinum stöðunum -----------2----------------S--------------- Sé nú vikið að hinum stöðunum sjö mælir vissulega ýmislegt með staðarvali í Glæsibæjarhreppi. Á móti mæla fyrst og fremst meng- unaráhrif sem taka á sig mynd aukins rekstrarkostnaðar ef draga á úr þeim niður fyrir þau mörk sem líklega yrðu talin eðlileg. Sé gert ráð fyrir slíkum mengunar- vörnum kemur fram marktækur munur á rekstrarkostnaði miðað við aðra staði í þessari athugun. Sérstaða Glæsibæjarhrepps gagn- vart umhverfisáhrifum orsakast annars vegar af því hve innarlega við Eyjafjörð staðurinn er og hve þröngur fjörðurinn er þar, og hins vegar af því að blómlegur landbúnaður (nautgriparækt) er alveg á næstu grösum við hugsan- legt verksmiðjustæði. Við þetta bætist að allt bendir til þess að veðurskilyrði séu þannig að meng- unarefni í lofti beinist fyrst og fremst yfir byggð (inn og út með Stofnuð verdi feröamálanefnd með þátttöku hagsmunaaðila Á BORGARRÁÐSFUNDI sem hald inn var sl. þriðjudag var lögð fram tillaga frá Davíð Oddssyni borgar- stjóra og borgarráðsmönnunum Markúsi Erni Antonssyni og Magn- úsi L. Sveinssyni um stofnun ferða- nefndar á vegum borgarinnar. í til iögunni segir að tilnefndir verði þrír fulltrúar frá Reykjavíkurborg til setu í samráðsnefnd sem geri tillögu til borgarráðs og hagsmunaaðila í ferðamálastarfsemi um sameiginleg- ar aðgerðir. Aðgerðirnar beinist að þjónustu og kynningarstarn á sviði ferðamála og verði borgarstjóra falið að leita eftir tilnefningu eins fulltrúa í nefndina frá fjórum hagsmunaaðil- um, sem ferðamálum tengjast. Af- greiðslu pessarar tillögu var frestað. í samtali við Morgunblaðið sagði Markús örn Antonsson borgarfulltrúi, að Ijóst væri að saman færu hagsmunir Reykja- víkur og ýmissa ferðamálafyrir- tækja í borginni, um að kynna Reykjavík sem ferðamannaborg og reyna að stuðla að því að ferða- mönnum, innlendum sem erlend- um, fjölgi, og þjónusta við þá verði bætt. „Það er um hagsmuni allra borgarbúa að ræða og með þessari tillögu er undirstrikaður vilji Reykjavíkurborgar til þess að taka upp samstarf við aðila sem vinna að ferðamálum, um aðgerðir til þess að kynna Reykjavík, með útgáfu á ýmsum kynningarritum og kynningu á þáttum í borgarlíf- inu, — á hvað borgin býður upp á sem slík," sagði Markús örn. „Þessi þáttur í starfi borgar- stjórnar verður með þátttöku þriggja aðila sem borgarráð til- nefnir og síðan aðild fulltrúa frá Samtökum ferðaskrifstofa, Sam- tökum veitinga- og gistihúsa, Flugleiðum og Arnarflugi. Nefnd- in mun síðan gera tillögur til borgarráðs og þessara hagsmuna- aðila um sameiginlegar aðgerðir sem allir aðilar stæðu síðan sam- an um að fjármagna," sagði Mark- ús Örn Antonsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.