Morgunblaðið - 06.08.1982, Side 25

Morgunblaðið - 06.08.1982, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1982 25 Samtök nautgriparæktarmanna á Norðurlöndum: Ólafur E. Stefáns- son kjörinn formaður Næsti fundur hér á landi eftir tvö ár Á ráöstefnu samtaka nautgriparæktarmanna á Norðurlöndum (Nordisk 0konomi.sk Kvægavl), sem haldin var í Árósum 18.—21. júlí, var Ólafur E. Stefánsson kjörinn formaöur samtak- anna til næstu tveggja ára, en ráöstefnan var jafnframt aöalfundur samtakanna. Það var á ráðstefnu Norræna búfræðifélagsins í Osló árið 1947, að nokkrir skandinavískir áhuga- menn um nautgriparækt komu saman til að athuga hvort tök væru á að stofna sérstök, sjálf- stæð, norræn samtök um nautgriparækt. Þá þegar var Norræna búfræðifélagið að þenj- ast út í fleiri deildir, sérhæfning- Ólafur E. Stefánsson in innan þess að aukast til muna og erfiðara að starfa að framfara- málum hverrar framleiðslu- greinar í heild. Ári síðar var efnt til búfjárræktarráðstefnu þar sem samtök naugriparæktar- manna á Norðurlöndum voru stofnuð. Samtökin starfa sem frjáls samtök, er leitast við með per- sónulegum kynnum að auka skiln- ing milli bænda, ráðunauta, búfræðikennara, dýralækna og rannsóknamanna. Á fundum samtakanna, sem eru haldnir annað hvert ár, eru ákveðin mál- efni tekin fyrir hverju sinni og hinir færustu menn fengnir til fyrirlestrahalds. Auk dagskrár um fagleg efni er margt gert til kynningar og skemmtunar. Merk- ur þáttur í starfsemi samtakanna er dreifing tímarits um nautgriparækt til félagsmanna. í samtökunum eru fjörutíu manns frá hverju aðildarlandi. Á ráðstefnu samtakanna í Nor- egi árið 1976 kvað Marita Lönn- fors frá Finnlandi upp úr með það, að samtökin stæðu ekki undir norrænu nafni sínu án þátttöku íslendinga. Á fundi, sem haldinn var í Finnlandi 1978, var Búnað- arfélagi Islands boðið að senda fulltrúa. Þá var undirbúin aðild íslands, en breyta þurfti sam- þykktum N0K til þess, að svo gæti orðið, Á ráðstefnu, sem ha- ldin var í Svíþjóð 1980, var sú breyting samþykkt og á þeim AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 fundi var Íslendingur kjörinn í stjórn, en þá hafði N0K-deild með 12 félögum verið stofnuð hér á landi. Ráðstefnuna í Árósum sóttu Ólafur E. Stefánsson og Jón Viðar Jónmundsson fyrir íslands hönd, en á fundinum voru samþykktir nokkrir nýir félagar, m.a. tveir frá íslandi. Ákveðið var að halda næsta mót á íslandi eftir tvö ár og kosin ný stjórn. í henni eiga sæti: Ólaf- ur E. Stefánsson, formaður, og Jón Viðar Jónmundsson, búnaðar- skólakennari, frá íslandi, Bent Jensen, búnaðarskólastjóri, Dan- mörku, Harry Engberg, bóndi, Finnlandi, Svein Overskott, for- stöðumaður upplýsingaþjónustu landbúnaðar, Hamri í Noregi, og Arne Roos, forstjóri samtaka nautgriparæktunarfélaga í Sví- þjóð. Aðalritari var kjörinn Arne Nielsen, landsráðunautur í Danmörku, í stað Maritu Lönn- fors, sem áður hafði tilkynnt að hún vildi láta af starfi. í dag er Sigurjón Jónsson tengdafaðir minn 75 ára. Mér er einkar ljúft á þessum tímamótum í ævi Sigurjóns að minnast langra og góðra kynna við hann. Ætt hans og uppruni verða ekki rakin hér né heldur niðjatal. Þessum línum er fyrst og fremst ætlað að rifja upp persónuleg samskipti okkar Sigurjóns eftir rúmlega þrjátíu ára kynni. n Sigurjón Jónsson er einn þeirra manna sem er mjög seintekinn, því að í eðli sínu er Sigurjón mjög dulur maður. Eftir því sem tíminn leið varð vinátta okkar Sigurjóns traust og einlæg. Fyrstu búskap- arár okkar hjónanna bjuggum við í sambýli við Sigurjón og hina elskulegu konu hans, Elínborgu 75 ára: Sigurjón Jónsson — afmæliskvedja Tómasdóttur. Heimili Elínborgar og Sigurjóns var mannmargt og þurfti því oft að gæta fyllsta að- halds í fjármálum til að endar næðu saman. Þrátt fyrir að efni heimilisins væru ekki mikil nutum við hjónin ómælds stuðnings Sig- urjóns og Elínborgar og fullvíst má telja að ekki hefði mér tekist að ljúka því námi sem ég lagði stund á ef ekki hefði komið til hin mikla stoð sem þau hjón voru okkur. Sigurjón er hæglátur maður í öllu dagfari, prúður og einkar hlýr í umgengni. Kímni hans er sérlega skemmtileg, hann hefur spaugs- yrði á hraðbergi, rétt eins og af tilviljun. Aldrei hef ég heyrt Sig- urjón hallmæla nokkrum manni, en gjarnt er honum að taka mál- stað þeirra sem minna mega sín. Einn þáttur er sá í eðli Sigurjóns sem fljótlega er tekið eftir, en það er stefnufesta hans og harðfylgi við þann málstað sem hann trúir að til góðs megi verða. Við tengdafeðgarnir höfum á liðnum árum alloft farið í lengri og skemmri ferðir saman. Sigur- jón er sérlega skemmtilegur sam- ferðamaður og nýtur sín þest úti í hinni ósnortnu náttúru íslands. Ekki verður þessari litlu afmæl- isgrein lokið að ekki sé minnst á tengdamóður mína Elínborgu Tómasdóttur. Þau hjón áttu gullbrúðkaup árið 1980 og á þeim tímamótum rifjaðist upp fyrir mér hve mörg þau góðverk væru sem þessi sérstæðu heiðurshjón hefðu unnið. Oft bar við að ein- stæðingar og aðrir sem hvergi áttu sér skjól í lífinu dveldust langdvölum á heimili Elínborgar og Sigurjóns. Ekki skal þessu þó á loft haldið þar sem það myndi lítt að skapi afmælisbarnsins. Eg vil enda þessa fátæklegu af- mæliskveðju með því að biðja tengdaforeldrum mínum, Elín- borgu og Sigurjóni, allrar blessun- ar á komandi tíð með kærum þökkum fyrir liðnar samveru- stundir. Bj. Ön. Sigurjón verður að heiman í dag. Mjög ódýr massív furuhúsgögn lituð og ólituð HUSGOGN Langholtsvegi 111. Sími 37010 og 37144.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.