Morgunblaðið - 06.08.1982, Side 27

Morgunblaðið - 06.08.1982, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1982 27 bakað sömu pönnukökuna, er það. Ein pönnukakan var með augu og nef og rifu fyrir munn og það var eins hún væri að hlæja að okkur. Ég fór að skellihlæja og benti þeim á þetta. Úr varð allsherjar hlátur, þetta minnti mig á að ég hafði látið alltof marga káfa í mín ritstörf. Einhverja gæja sem þótt- ust vit hafa á bókmenntum, segja mér að gera öðruvísi en ég sjálfur vildi. Ég varð reiður inni í mér, þegar ég hugsaði um þetta. Loks tók fararstjórinn yfirhöndina með frekju og bakaði nokkrar mislukk- aðar og ofsa þykkar pönnukökur. En þær voru ágætar á bragðið, þrátt fyrir allt. Um kvöldið var ég í stuði til að drekka mig blindfullan, en hinir fóru allir að sofa. Ég lá á klöpp niðri við lygnt vatnið og horfði upp í himininn, orðinn hálf fullur. Það brakaði í hálfkulnuðu bálinu i fjarska. Komið var rökkur; skuggi yfir trjánum en birta yfir vatninu. Algjör þögn nema hvað fiskur stökk í flæðarmálinu. Himininn var heiðskír á kafla og ég sá blik- andi stjörnur. Æðislega voru þær fallegar. Litlir lýsandi punktar í mismunandi fjarlægð, líkt og blikkuðu. Mig dauðlangaði að fara upp til stjarnanna. Var þess vegna til í að stíga upp í geimskip. Burt frá þessu öllu var kannski lausnin. Hvað það væri fallegt að vera þarna uppi með aðeins stjörnur í kringum sig og sjá bláa jörðina á stærð við fótbolta. Ég hafði prufað allan andskotann, bæði að kafa og fljúga í svifdreka. Næst yrði að fara út í geiminn. Auðvitað er mannkynið á leið til stjarnanna. Við höfum fundið upp flugvél og farið til tunglsins þó enginn hefði trúað að það væri hægt. Mennirnir eiga sér drauma og þeir gefast aldrei upp. Nú átti ég í innhverf- um rökræðum. Það var ég sem hafði gefist upp, misst trúna á sjálfan mig. Ég varð fyrir ein- skonar upplifun, hreinlega vitrun utan úr geimnum. Allt í einu varð mér ljóst að það dugði ekkert að gefast upp, auðvitað átti ég að halda áfram í átt til stjarnanna. Allir mínir draumar gátu ræst, það var bara undir sjálfum mér komið. Nú vissi ég að ég var á réttri leið. Ég horfði upp í fagran geiminn og mér fannst ég finna jörðina snúast. Ég lá þarna langt fram eftir nóttu og fann kalda klöppina undir bakinu. Ég hafði öðlast nýja von; dustað rykið af gamla rithöfundadraumnum. Síð- an sá ég sjálfan mig standa á tröppum sænsks sveitabýlis og gá til veðurs. Svakalega leið mér vel. Morguninn eftir stakk ég mér af sömu klöppinni í lygnan flötinn og synti skriðsund langt út í vatnið. Fararstjórinn og tíkarspenna voru að róa eitthvað á einum kanó, tík- arspenna var að kenna henni að stýra. Ég kafaði undir bátinn þeim báðum til skelfingar. Ekki vantar stríðnina. Ég var orðinn ég sjálfur aftur. Við rerum fjögur inn til Gust- afsfors til að verzla meiri mat. Það var drjúgur spotti. Mörg þús- und áratök í átt að markinu. Bara taka eitt áratak í einu. Ég vissi ég gat látið alla mína drauma rætast. Eg sá stúlku á hjóli með fléttað hár, þar sem við sátum á trjábol eftir innkaupin og fengum einn öl. Hún var ung eins og nýkrullað Oft var dásamlega fallegL lamb, ljómandi falleg og iðandi af fjöri. Nú vissi ég að lífið var þess virði að lifa því. Mér tókst að ná augnasambandi við hana. Maður á að halda áfram í átt til stjarn- anna. Síðasta kvöldið sátum við á ný við bál og sungum. Fengum kakó og kökur því strákurinn átti af; mæli. Síðan snafs og svoleiðis. í augnablik fannst mér eins og tík- arspenna haliaði sér upp að mér, a.m.k. fann ég volgan ylinn frá henni. Gat verið að hún hefði áhuga á mér. Var eitthvað í mér sem heillaði hana. Gat það verið. En ég tók ekki mark á þessum hugrenningum mínum. Við rerum áleiðis heim að morgni í logni. Nú var liðin vika og höfðum við farið stóran hálf- hring; kæmum ekki á sama stað. Það var mistur yfir, litlar mjúkar öldur og flugur á vatninu. Takt- fast áraskvettið heyrðist. Kráku- væl bergmálaði úr háu tré. Maður sitjandi á apparati var að slá blett í kringum kirkju. „Nú nálgumst við vandamálin á ný,“ sagði ég. „Eru það alvarleg vandamál," sagði tíkarspenna. „Nei, bara þessir daglegu erfið- leikar.“ Það var rétt ég hafði ekkert að óttast, enda óttaðist ég ekkert lengur, endurnærður og feginn að vera á heimleið. Það var gott að róa, vinna að einhverju; sigra vegalengdina. Ég var búinn að fá hundleið á mýflugum og maurum. Ég hlakkaði til að raka af mér skegghýunginn og setjast í stól. Og ég var alls ósmeikur við heim- komuna. Tilbúinn í slaginn. Tala bara við fleiri útgefendur. Allt í einu endaði vatnið og við vorum komin. Vig stigum upp á malbikaðan þjóðveg þar sem am- erískir bílar blússuðu framhjá og trukkar hlaðnir timbri. Hvítur stór dreki með blæju og háværri músík stóð fyrir utan sjoppu. Þetta var alveg eins og maður væri kominn til Ameríku. Við hringdum í karlinn og hann kom og sótti okkur með kerru aftan í bílnum. Hann var í stuttbuxum og strigaskóm. Við vorum sólbrennd í framan eins og karfar. „Svona á ekki að fara með nýjan kanó,“ sagði hann og var að finna að rispum á plastbátunum. Ég skildi hann vel. En það var ekki svo gott að komast hjá þessu, þessir plastbátar eru svo ferlega viðkvæmir. En hann var almenni- legur og tók ekkert fyrir að sækja okkur og bauðst til að keyra okkur og farangurinn á brautarstöðina morguninn eftir. Lestin var pökkuð af fólki og við urðum að sitja á farangrinum á heimleiðinni. Nei, ég ætlaði sko ekki að gefast upp við að verða rithöfundur, öllu þessu ferðalagi gat ég lýst. Ég ætlaði ekki að hlusta meira á þessa karla. Ég ætlaði bara að skrifa áfram eins °8 ég sjálfur vildi, vera dreyminn og fyndinn, vera bara ég sjálfur. Ekki þykjast vera einhver ís- lenzkusnillingur. Ég myndi finna leið til að koma út bók þó ég þyrfti að stofna bókaútgáfu. Ég var enn einu sinni orðinn viss um að fólki fyndist gaman af því sem ég skrif- aði. Djöfull, hlakkaði ég að komast heim, heim til Köben. Menntamálaráðherra ritar forsætisráðherra bréf: Ríkisstjórnin fjalli um atvinnu- mál Akureyringa MIKIÐ atvinnuleysi er framundan hjá byggingarmönnum á Akureyri og í því sambandi hefur Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, ritað forsætis- ráðherra bréf, þar sem hann fer fram á umræðu í ríkisstjórninni um málið og óskar eftir, að gerðar verði viðeig- andi ráðstafanir gegn þessum að- steðjandi vanda. í bréfinu segir: — Mér hefur bor- izt staðfest eftirrit af fundargerð atvinnumálanefndar Akureyrar, dagsettri 14. þessa mánaðar, þar sem greint er frá komu sex fulltrúa frá Meistarafélagi byggingar- manna, til að gera nefndarmönnum grein fyrir útliti og framtíðarhorf- um í byggingariðnaði á Akureyri. Kom fram á fundinum, að verkefni byggingarmanna á Akureyri færu þverrandi svo búast mætti við at- vinnuleysi á næstu dögum. Ég tel þessi tíðindi uggvænleg. í framhaldi af umræðum á ríkis- stjórnarfundi í fyrradag, þar sem ég gerði grein fyrir þessu máli. 250 hlmy»dtr af blAm*tr»ndí plftr.tum og blaðgwVwi AUTUM Óm og Örlygun „Allt um pottaplönt- ur“ með 250 litmyndum BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hef- ur gefið út bókina Allt um pottmplönt- ur eftir David Longman i þýðingu Fríðu Björnsdóttur. f bókinni er sagt frá vinsælustu pottaplöntunum okkar og nánustu ættingjum þeirra, og frá- sögninni fylgja fallegar litmyndir og teikningar. í hverri opnu er tekin fyrir ein planta og sagt nákvæmlega frá upp- runa hennar, kröfunum sem hún gerir til umhverfisins og umhirðu. Á teikningunum má sjá, hvernig og hvenær á að umpotta, klippa eða fjölga plöntunni. Lesandinn þarf ekki að eyða miklum tíma í að velta því fyrir sér, hvort þetta eða hitt geti átt við sína eigin plöntu. Það sést á teikningunum, hvort svo er, eða ekki. Loks er kaflinn „Hvað er að?“, sem segir frá því helsta, sem getur hrjáð hverja plöntu og hvern- ig hægt er að bæta úr því» Skýr- ingarmyndir eru einfaldar. Höfundur bókarinnar, David Longman er mikill blómamaður. Hann útskrifaðist frá Royal Horti- cultural Society-skólanum í Wisley og er stjórnarmaður í Interflora. Auk þess hefur hann tekið virkan þátt í starfsemi margra annarra samtaka blómafólks. Hann hefur oft sýnt á Chelsea Flower Show. Fríða Björnsdóttir blaðamaður ritstýrði Heimilis-Tímanum í fjögur ár, og skrifaði þá nær vikulega blómaþætti, byggða á eigin reynslu og annarra. Bókin er filmusett í prentstofu G. Benediktssonar en prentuð á ítallu. (Frétutilkjnninf) leyfi ég mér að framsenda forsæt- isráðherra umrætt eftirrit af fund- argerð atvinnumálanefndar Akur- eyrar til nánari kynningar um um- ræðu í ríkisstjórn. Er það einlæg von mín, að ríkisstjórnin hlutist til um frekari könnun málsins og að- gerðir gegn þessum aðsteðjandi vanda Akureyringa, ásamt bæjar- stjórn Akureyrar og öðrum, sem málið snertir. Ég vil geta þess, að ég er á förum til útlanda í embættiserindum og verð fjarverandi 1.—13. ágúst nk., en vænti þess, að mál þetta komi eigi að síður til umræðu í ríkis- stjórn í fjarveru minni. Þess ná geta, að afrit var enn- fremur sent öðrum ráðherrum. ^VÉLADEILD ÞJONUSTUMIÐSTÖO Hofðabakka9 /*855^ I SUMARBU- STAÐINN OG FERÐALAGIÐ Útigrill GRILLTENGUR — GAFFLAR VIDARKOL — KVEIKILÖGUR Gas-feröatæki OLlUPRÍMUSAR. STEINOLÍA, 2 TEG. PLASTBRUSAR. VARMAPOKAR. Björgunarvesti BJÖRGUNARAXLABÖNO. ÁRAR — ÁRAKEFAR. BÁTADREKAR. KEÐJUR. KOLANET — SILUNGANET, ÖNGLAR, PILKAR, SÖKKUR. Handfæravindur VIOLEGUBAUJUR SUDHLlFAR, MARGAR ST. VÆNGJADÆLUR, bAtadælur íslenzk flögg FLAGGSTENGUR. FLAGGST ANGARHÚNAR. FLAGGLÍNUR. FESTLAR. Sólúr • Vasaljós Tjaldljós ^&Lcbdiru t >' T IB'I I rrnmrrrrrzn j:: Olíulampar Olíuofnar Olíuhandlugtir Lampaglös • Garöyrkjuáhöld SKÓFLUR ALLSKONAR KANTSKERAR. GARÐHRlFUR. GARÐSLÖNGUR. SLÖNGUGRINDUR. VATNSÚOARAR. HRlFUR. ORF. BRÝNI. garoslAttuvélar. Vinnuhanskar GarÖyrkju- hanskar Handverkfæri. ALLSKONAR. Málning og lökk. FERNISOLlA. VIÐAROLlA. hrAtjara. CARBÓLlN. BLAKKFERNIS. PLASTTJARA. PENSLAR, RÚLLUR. • RYÐEYOIR — RYDVÖRN. • Still-Longs ullarnærföt Regnfatnaöur Kuldafatnaöur Vinnufatnaöur Klossar Gúmmístígvél Föstudaga opiö til kl. 7. Ánanaustum Simi 28855

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.