Morgunblaðið - 06.08.1982, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 06.08.1982, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1982 t Sonur okkar, bróöir og mágur, BIRGIR TRAUSTASON, Hólagötu 2, Voatmannaeyjum, er látinn. Sjöfn Ólafadóttir, Trauati Marinósson, Marinó Traustason, Ólafur Traustason, Ómar Traustason, Svava Gísladóttir. t Bróöir minn, ARNLEIFUR VALDIMAR ÞÓRÐARSON, Kirkjubólsseli, Stöóvarfiröi, andaöist 30. júlí i Fjóröungssjúkrahúsinu i Neskaupstaö. Útför hans veröur gerö frá Stöövarkirkju laugardaginn 7. ágúst kl. 14. Margrét Þóröardóttir. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, FRIÐRIK GARÐARSSON, kaupmaöur, Laufvangi 9, Hafnarfiröi, andaöist í Landakotsspítalanum, miövikudaginn 4. ágúst. Sesselja Andréadóttir, Andrés Haukur Friöriksson, Helga Pétursdóttir, Arndís Friöriksdóttir, Ingimundur Helgason og barnabörn. t Útför ÓLAFS BJARNASONAR frá Brimilsvöllum, Hólmgaröi 33, Reykjavík, fer fram frá Brimilsvallaklrkju laugardaglnn 7. ágúst kl. 14.00. Kveöjuathöfn veröur í Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 6. ágúst kl. 10.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Hlíf Ólafsdóttir, Magnús Hallgrímsson, Bjarni Ólafsson, Marta Kriatjánsdóttir, Björg Ólafsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, Rögnvaldur Ólafsson, Jóna Ágústsdóttir, Siguróur Ólafsson, Þorbjörg Jónsdóttir. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts og jaröarfar- ar SIGFÚSAR SIGFÚSSONAR, mélara, Lokastíg 8. Sigrún Stefénsdóttir, Erla Sigfúsdóttir, örn Sigfússon, Hildur Þórlindsdóttir, Gyöa Sigfúsdóttir, Jóhannes Ingólfsson. t Innllegar þakkir fyrir auösýnda samúó og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, VALGERDAR SIGURÐARDÓTTUR, Baldurshaga, Grindavík. Jón Gíslason, Erla Jónsdóttir, Þorleifur Guömundsson, Sæmundur Jónsson, Steinunn Ingvadóttir, Gísli Jónsson, Margrét Brynjólfsdóttir og barnabörn. t Einlægar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og systur, HÓLMFRlÐAR BRYNJÓLFSDÓTTUR, Vesturbergi 2. Þór Guómundsson, Aldís Ó!öf Guömundsdóttir, Hilmar Svavarsson, Margrét María Guðmundsdóttir, Jón Þ. Þorbergsson, Brynja Guömundsdóttir, Arnór Einarsson, Magnús Guðmundsson, Inga H. Guðmundsdóttir, barnabörn og Aldís Brynjólfsdóttir. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Sigurjón Kristjáns- son frá Brautarhóli Fæddur 10. september 1907 Dáinn 31. júlí 1982 Sigurjón bróðir minn er horfinn úr þessum heimi fyrstur okkar systkinanna. Mér hefur alltaf fundist ég eiga honum skuld að gjalda frá bernskuárum mínum. Því langar mig að minnast hans með nokkr- um orðum. Við dánarbeð hans kom í hug- ann gömul minning, sem aldrei gleymist. Eg var 10 ára telpuhnokki, þeg- ar ég heyrði á tal foreldra okkar, Kristínar Kristjánsdóttur og Kristjáns Sigurjónssonar, að þau hygðust hætta búskap á Brautar- hóli í Svarfaðardal, þar sem þau höfðu þá búið í 28 ár. Pabbi var orðinn mjög heilsuveill og flest systkin mín farin að heiman. Tvö þau yngstu voru þó enn í föður- húsum, ég og Sigurður, sem bjó sig undir langskólanám. Eftir að ég heyrði samtal for- eldra minna, greip mig mikill kvíði, þó að ég hefði ekki orð á því við neinn lengi vel. Ég hafði bæði heyrt og lesið margar frásagnir um heimili, sem leystust upp, svo að fjölskyldur tvístruðust og börn lentu hjá vandalausu fólki, þar sem þau áttu misjafna ævi. Að lokum varð óttinn um afdrif mín meðfæddri hlédrægni yfirsterkari, svo að ég fór til mömmu og spurði: Hvað verður um mig í vor, þegar þið pabbi hættið að búa? Mamma leit á mig: „Auðvitað verður þú hjá okkur." En hvert förum við þá? spurði ég. Svar mömmu man ég enn, því að það létti af mér fargi kvíðans, sem hafði þjakað mig. „Sigurjón ætlar að koma heim og taka við búinu. Við verðum því kyrr hér.“ Og Sigurjón kom. Þess vegna var Brautarhóll áfram heimili okkar allra. Þar fékk pabbi að loka augum sínum í hinsta sinn. Þang- að lá leið okkar systkinanna í leyf- um frá skóla eða störfum. Þar var unnið á sumrin. Strax frá fyrstu bernsku áttu barnabörn foreldra minna þar dvalarstað og einnig önnur börn, er þurftu á heimili að halda. Allir sögðu heim í Braut- arhól. Eftir áratuga dvöl annars staðar eru þau orð ennþá tungunni töm. Ég efa ekki, að Sigurjón hafi á þessum árum borið útþrá í brjósti eins og aðrir ungir menn. Tilfinn- ingum sínum flíkaði hann aldrei. Ég þykist þó vita með vissu, að það var skylduræknin við foreldr- ana og fjölskylduna í heild, sem knúði hann til að koma heim og binda sig við bústörfin. Þó að hann væri aldrei heilsu- hraustur, var hann duglegur bóndi. Hann ræktaði túnið og stækkaði það mikið. Véltæknina notaði hann ávallt við búskapinn. Landskjálftinn, sem kom vorið 1934, skemmdi eða eyðilagði flest húsin, sem pabbi hafði reist, svo að Sigurjón þurfti brátt að standa í stórræðum á því sviði. Hann byggði ný hús bæði yfir fólk og fénað ásamt tilheyrandi fóður- og áburðargeymslum. Búskapinn stundaði hann fyrst í samvinnu við bróður okkar, Sig- urð, sem var heima á sumrin, og síðan einn ásamt konu sinni. En vorið 1955 varð hann að flytja burt heilsunnar vegna. Ofnæmi með asma hafði þá þjáð hann um árabil. Fyrst lá leið þeirra hjóna til Akureyrar, því næst til Reykja- víkur og síðustu árin hafa þau ver- ið búsett í Keflavík í námunda við dóttur sína, tengdason og barna- börn, sem hann unni heitt. Eftirlifandi eiginkona Sigurjóns er Sigríður Sigurðardóttir, Vest- ur-Skaftfellingur að ætt. Börn þeirra eru tvö, Sigrún, gift Gunn- ari Jónssyni, og Kristján. Er ég hugsa til bernsku minnar og samvistanna við Sigurjón, minnist ég margra unaðsstunda, þegar hann sat við litla orgelið sitt eða greip munnhörpuna. Mikið var líka sungið á heimilinu, þegar fjöl- skyldan var saman komin. Sjálfur hafði hann yndi af söng. Hann var mjög lagviss og hafði í vöggugjöf hlotið góða bassarödd. Ég man, þegar hann stóð inni við orgelið í Vallakirkju og röddin hans hljóm- aði þar við guðsþjónustur og aðrar kirkjulegar athafnir árum saman. Pabbi og mamma voru bæði trúuð og kirkjurækin. Heimilið og uppeldið á okkur börnunum mót- aðist af því. Enda sér þess merki í lífi og starfi systkina minna. En oft þarf meira en mannlegan mátt til að bera hita og þunga daglegs lífs. Þegar heilsa Sigur- jóns brást og erfiðleikar mættu, vissu þau hjónin bæði, hvert leita skyldi eftir þeim styrk, er þau þurftu á að halda. Síðustu þrauta- vikurnar sat eiginkonan trúföst við sjúkrarúmið og miðlaði sjúkl- ingnum af þeim þrótti, sem Guð gaf henni. Þegar staðið er við hinstu hvílu látins vinar, þar sem öll barátta lækna og hjúkrunarliðs hefur orð- ið árangurslaus, virðist lífið hafa beðið ósigur fyrir óvini sínum, dauðanum. í hjarta kristins manns býr þó vissa um allt annað. Þó að við söknum ástvinarins, þó að tárin glitri á brá, segir trúin af einlægni á reynslustund: Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist. Lilja S. Kristjánsdóttir Minning: Guðfinna Sesselja Benediktsdóttir Fædd 14. maí 1897 Dáin 28. júlí 1982 í örfáum orðum viljum við minnast hennar ömmu og þakka fyrir allt, sem hún hefur gefið okkur, og allt, sem hún hefur verið okkur og öllu sínu fólki. í hugum okkar ríkir nú mikill söknuður, en þó fyrst og fremst þakklæti fyrir að hafa í lífinu átt ömmu að vini og ráðgjafa. Amma kenndi okkur margt um lífið, alltaf var hún glaðleg og gef- andi. Þeim sem mikið gefur af sjálfum sér er ríkulega launað og jarðnesku launin hennar ömmu hafa ef til vill verið öll sú ást og virðing er hún naut meðal alls fólksins síns. Amma var einskonar ættar- höfðingi, enda afkomendurnir margir og ávallt ríkti gleði þar sem hún var. Ekki er hægt að hugsa til henn- ar ömmu nú, án þess að minnast afa okkar, JónL' Eyjólfssonar, út- gerðarmanns, sem andaðist fyrir rúmlega 13 árum. Amma saknaði hans mjög mikið. Milli afa og ömmu ríkti innilegt samband fullt af ást og gagnkvæmri virðingu. Við vonum að nú hafi þau hist, eins og amma einlægt vonaði. Guð var mikill og góður í huga hennar ömmu og jafnan þakkaði hún fyrir sig með orðunum „Guð launi fyrir mig“. Þótt ampia væri ekki líkamlega heilsuhraust kona, var andlega heilbrigðið meira en hjá flestum mönnum. Hún var alltaf góð, allt- af sátt. Sálin hennar ömmu er vafalaust eins falleg og hrein og brosið hennar var. Við kveðjum elskulega ömmu okkar í bili, en með okkur öllum mun amma lifa, minningin um ömmu er falleg og hugljúf eins og hún var alltaf. Ilve falleg orA ohm segja fátt um fagr* sál og hreina. I*ú alltaf varst viA lífið sátt við skulum iíka reyna. (R.B.) Samúðarkveðja til barnanna hennar ömmu. Finna og Rúna Frú Guðfinna S. Benediktsdótt- ir húsfreyja að Túngötu 10 í Keflavík er horfin af þessum jarðneska heimi 85 ára að aldri. Fyrir aldarfjórðungi bar fund- um okkar fyrst saman. Ég tel mig hafa nægilegt tilefni til að þakka nú á þessum tímamótum hugljúf kynni, alúðlegar viðtökur. Frú Guðfinna og Jón útgerðarmaður Eyjólfsson tóku á móti mér sem aufúsugesti, þótt ég kæmi með Kristjáni syni þeirra, að öllu ókunnugur. Á Túngötu 10 var gestrisni einn elskulegasti þátturinn í heimilis- lífinu. Heimili þeirra hjóna var kunnugt að höfðingsskap, gest- risni og greiðasemi. Frú Guðfinna var gáfuð kona og hámenntuð þó eigi nyti hún langr- ar skólagöngu. Gagnrýnigáfa hennar var mikil. Allt þetta vakti vitanlega traust fólks á henni, hún gleypti ekki allt gagnrýnilaust. Frú Guðfinna var einbeitt og þrekmikil, en þó við- kvæm í lund og líknaði oft þeim, sem erfitt áttu. Áttatíu og fimm ára gat frú Guðfinna litið yfir mikið og merkilegt ævistarf, húsfreyja á mannmörgu heimili, móðir 7 glæsilegra og mannvænlegra barna, eiginkona einstaks atorku- og ráðdeildarmanns. Foreldrar mínir og ég sendum börnum, barnabörnum, tengda- dætrum og tengdasonum, systkin- um hennar í Eyjafirði og öðru skylduliði dýpstu samúð. Helgi Vigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.