Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1982 29 „Veröld án vopna" Hvítasunna 1982 í Kaupmannahöfn Hin svonefndu „átök" í Ar- abalöndum og á Falklandseyj- um, það er að segja styrjaldir, morð og manndráp á þessu vori, settu sérstakan blæ á hátíðahöld hvítaaunnunnar í Kaupmanna- höfn í þetta sinn. Fullyrða má að allsherjar andúð og viðbjóður gagnvert þessum atökum hafi einkennt allt í borginni þessa daga, allt frá predikunum þeirra presta í kirkjunum, sem ekki rígbinda sig við bókstaf löngu liðinna alda og allt til blaðanna, sem boðin voru og borin til sölu á torgum og gatnamótum. Sama má segja um götulíf og fjölbreyttar samkomur. Allt virtist gert alls staðar til að vekja fólk til umhugsunar um heimsku og grimmd styrjalda, og þó einkum þeirra, sem etja og hvetja til slíkra átaka í morðum, manndrápum, slysum og eyði- leggingu, sem þær valda, og þó ekki síður því hatri og hefndar- þorsta, sem þær orsaka í vitund manna og þjóða jafnvel árum og öldum saman í nútíð og framtíð. Það var engum þeirra hlíft, sem etja pegnum sínum enn einu sinni út í slíkt brjálæði, hvort sem þeir höfðingjar og leiðtogar voru fjær eða nær í austri og vestri, konur eða karlar. Ekkert vakti samt eins mikla athygli í þessum sérstæðu hátíðahöldum hvítasunnunnar og hið svonefnda „karnival" eða kjötkveðjuhátíð, sem fór fram með geysifjölmennum skrúð- göngum einkum unga fólksins í alls konar gervum og búningum, sem áttu að tákna almenna þátttöku allra þjóða og kyn- kvísla, þar sem bæði svartir og hvítir, gulir og rauðir, ríkir og fátækir ættu jafnan rétt til frið- ar og frelsis. Þar skipti ekki máli uppruni né ætterni, trú né tungumál. En „friður og frelsi" öllum til handa var kjörorð og yfirskrift þessarar göngu og allsherjar hátíðahalda, hópa, sem fylltu hvert stræti og torg iðandi, marglitu mannhafi, með söngvum, hljóðfæraslætti og ræðuhöldum. Ennfremur var bæði efni söngva og búninga ætlað að minna á sögulegan uppruna og rætur þjóðmenningar og alls konar tákn, sem tekin voru úr lífi dýra, fugla og fiska, enn- fremur úr þjóðsögum og ævin- týrum. Allir eitt gegn öflum stríðs og sundrungar, skyldi vera orkan og taugin, sú mikla orka og óslítandi taug, sem tengdi alla í samstöðu gegn stjórnvöldum, sem vildu etja þjóðum eða skipa út í ófrið og styrjaldir. Ekki fór þó svo að allir yrðu einhuga um efni, form og fram- gang þessara miklu og hátíðlegu strætavakningar á hvítasunnu- dag. Sumir og þar á meðal einkum kirkjuleg félagasamtök, töldu allt þetta yfirdrifna brölt hrein- ustu skömm og forsmán á einni mestu hátíð ársins, sjálfum af- mælisdegi kirkjunnar. Vitnað var til laga, bæði gam- allar og nýrrar löggjafar um helgihald og brot á helgihaldi, þar sem jafnvel sá tími, sem sér- staklega væri helgaður guðs- þjónustum kirkjunnar væri notaður í annað eins prjál og aumasta hégóma. Aðrir töldu þvert á móti að hvítasunnan væri fyrst og fremst hátíð vors og vakningar. Og þar ætti æskan einmitt að leita sér verkefna til að berjast og vinna gegn ófriði og sundrung í heilðgum anda sameiningar, samstöðu og sam- starfs allra þjóða og stétta, utan og ofan við allt kynþáttahatur, hleypidóma, stéttahatur og trú- arbragðadeilur. Andi lífsins yrði settur æostur. Þar væri beinlínis heilagur andi og kraftur Krists að ná tök- um á æskulýð þjóðanna til að standa gegn herkvaðningu og hertækni undir yfirskriftinni: Vopnin burt úr veröldinni. Eitt var víst og til mikils sóma fyrir allan þennan múg Þar bar hvergi á drykkjuskap né eitur- neyzlu. öll umgengni bar vott um þá alvöru og dýpt, sem mál- efni einingar og friðar ofar öll- um landamærum ætti að skapa og hefði nú þegar mótað í vitund þátttakenda. Umgengni var sögð til slíkrar fyrirmyndar, að ekki hefði verið eftir skilið neitt drasl á götum og torgum fremur en á venju- legum sunnudegi. Og sumir töldu alla borgina óvenjulega hreina eftir þessa hátíð. Og þá hófst einmitt tímabil undir yfirskrift á hverjum strætisvagni og á helztu auglýs- ingastöðum: Kaupmannahöfn hrein borg. En bezta ræðan eða ávarpið, sem flutt hafði verið í tilefni þessara æskulýðsframkvæmda var túlkuð í einhverju dagblað- anna eitthvað á þessa leið: „Stöndum öll saman gegn brjáluðum valdhófum, sem framleiða gereyðingarvopn og etja fólki út í morðæði styrjalda og haturs. Gleðjumst yfir hverri friðar- göngu, hverri hreyfingu og við- leitni til eflingar friði á jörðu. Þar ættu engin landamæri, ekk- ert járntjald að verða þröskuld- ur í vegi æskunnar til samstöðu og samstarfs. Aldrei að víkja fyrir kröfum og kalli stríðsherranna, sem kalla í þjónustu dauðans. Ekkert er æsilegra og ógeðs- legra en allt hjalið og ræðurnar um frægð og dýrð hernaðar og hertækja, þar sem einhver einn keppir eftir mestri orku til eyð- ingar öllu og öllum og skipar öðrum hið sama. Ekkert er meiri blekking en ræður þeirra ungmenna, sem af mikilli mælsku hrósa hernaði og segja: „Allir í stríð, annars eykst at- vinnuleysið daglega með öllu sínu „bðli og örbirgð". Hvílík fjarstæða. En látum herkvaðningu og her í friði. Allt í lagi. En umsköpum hann, eignumst nýtt takmark, ný viðfangsefni. Höfum okkar hermenn. En gjörum þá að her- fylkingum friðarins til verndar lífi og eflingar alls sem grær, en ekki til að drepa, eyða og kvelja. Myndum herfylkingar friðarins, sem fara land úr landi með vopn sín. Þau vopn eru nýtízku jarð- yrkjuverkfæri, tól, vélar og tæki til að breyta eyðimörk í aldingarða, auka þekkingu og tækni frum- stæðra þjóða, skilning þeirra á þjóðlöndum sínum og auðæfum UwTmrwAJ- vió gluggann eftirsr. Árelius Nielsson fólgnum í moldu og jarðvegi, hafi og vötnum, en ekki sízt í eigin sál og vitund. Hefjum þannig hernað gegn hungri og eyðingu. Plöntum með þessum nýju fylkingum friðar- sveitanna akra, skóga og aldin- garða og sköpum næga atvinnu um allan heim bæði á landi og sjó, í borgum og sveitum. Bjóðum slíka hernaðaraðstoð hvarvetna þar sem hennar er þörf, sem mun vera víða, einkum í þróun- arlöndum. Ekki má gleymast, að herfylk- inga, sem vinna andleg störf, leiðbeina, kenna og sýna, hvernig "þiggja skal og nota hina verk- legu og tæknilegu hernaðarað- stoð, er ekki siður þörf. Það hef- ur oft sannast gagnvart beinum matar- og peningasendingum til þessara landa. Hins vegar hafa nokkrar þjóð- ir og samtök nú þegar hafið slíka friðarsókn, sem hér er bent á, einkum í sambandi við kristni- boð, en einnig til að kenna jarð- rækt, iðnað og fiskveiðar á tæknilegan hátt og víða gefist vel. Auðvitað verður spurt, hver og hvernig á að kosta slíkan hern- að? Svarið er: Úr sömu sjóðum, sem nú kosta vopnaframleiðslu og fjöldamorð, sem nefnt er stríð og hernaður til að eyða og deyða. Svo ætti að láta heiðursmerkj- um og „medalíum" rigna yfir þá og þær, því þarna yrðu ekki síður konur að verki, sem bezt standa sig í þessum friðarhernaði og fræðslu um sannleika og fram- farir. Frelsa þannig flest manns- líf, í stað þess að nú og um aldir sögunnar hafa heiðursmerkin fallið í skaut þeirra, sem með ráðum og dáðum hafa orðið flestum að bana og mest tjón unnið. Það eru misvitrar manneskj- ur, sem eru hreyknar og stoltar yfir því að synir þeirra, eigin- menn og feður eru „felldir" í vopnabraki og orrustum. Þar er ekki um eðlilegan dauða að ræða. Þeir eru flegnir og tættir í sundur, sprengdir og brenndir í hel út af tilbúnum vandamálum sem hver menning- arþjóð og heilbrigður maður á að leysa og getur leyst með hugsun og orðum, góðvild og réttlæti á skynsamlegan hátt. Verum samtaka um að næsta kynslóð heyi hernað til verndar og eflingar lífi undir einkunnar- orðunum: „Veröld án vopna." „Eflum og verndum gróandi líf í hverju landi." Förum heldur í fangelsi en að hlýða herkvaðn- ingu. Reykjavík á Jónsmessunótt 1982. Árelíus Níelsson Jón Jónsson list- málari — Kveðjuorð Kveðja til afa og vinar. Fæddur 27. september 1890 Dáinn 14. júlí 1982 Jón Jónsson listmálari lést þann 14. júlí síðastliðinn á nítugasta og öðru aldursári. Við hjónin urðum aðnjótandi hlýju og vináttu þessa dagfarsprúða manns. Að baki blíðu brosi og hlýju handartaki bjuggu hæfileikar sem fáir búa yf- ir, hæfileiki til að tjá fegurð um- hverfisins, „hann þurfti ekki á sinn hátt að fara yfir lækinn til þess að sækja vatnið" vestur á Seltjarnarnes, upp að Hólmsá, austur á Þingvöll og einnig var Esjan, Hengillinn og fjallahring- urinn umhverfis Reykjavík honum hugleikinn. Við hjónin urðum þess aðnjótandi að aka honum í nokkur skipti á þessa staði og fylgjast með honum og handbragði hans er hann festi það, sem hann sá og skynjaði, á pappír með litum. Frá því að ég man eftir mér fyrst, sótti ég í hjartahlýjuna hjá afa og ömmu á neðri hæðinni en amma dó þegar ég var átta ára, þannig að afi er mér nær í minn- ingunni sem barn og síðar á ungl- ingsárum mínum. Það var ósjald- an sem hann skákaði að mér smá- ræði sem kom sér vel. Það kom fyrir að ég þjónaði honum í for- föllum móður minnar og minnist ég þess alltaf hvað hann var þakklátur fyrir lítið. Þannig var afi minn, hann skildi það vel að það sem honum munaði lítið um var oft mikið fyrir aðra. Okkar vinátta hófst fyrir sex árum þegar ég kynntist konunni minni sem var afabarn hans. Hann tók mér strax með sinni al- kunnu hlýju og þrátt fyrir mikinn aldursmun sem á okkur var, varð þröskuldur kynslóðabilsins aldrei í vegi okkar. Við tefldum saman og höfðum gaman af. Mér til undr- unar var Jón það skarpur i sinni taflmennsku að ég mátti haf & mig allan við að halda í við hann, þrátt fyrir hans háa aldur. Ég á margar góðar minningar frá þeim við- skiptum okkar og umræðum um sígilda tónlist en Bach var honum sérstaklega hugleikinn. Þessvegna þarf tu ÞOL á þakið ÞOL er einstök málningartegund, sem er sérhönnuð fyrir bárujárnsþök á Islandi VEÐURHELDNI OG MÝKT eru þeir höfuðkostir ÞOLS, sem sérstök áhersla hefur verið lögö á, vegna: 0 fádæmrarendingar við mikið veður- álag, svo sem slagregn, sem er sér- einkenni íslensks veðurfars, og % einstaks viðnáms gegn orkuríkum geislum sólar og þeim gífurlegu hita- sveiflum, sem bárujárnsþök verða fyrir í sólskini, snjó og frosti. Notaðu því ÞOL á þökin og aðra járn- klæðningu. Kynntu þér leiðbeiningar fyrir málun. Yfir 20 ára reynsla sannar gæðin Fjölbreytt litakort fæst í næstu málningar- vöruverslun. Maðurinn á bak við liatamann- inn, afi og vinur okkar, skildi eftir veganesti handa okkur sem er og verður okkur ómetanlegt á lífsleið okkar. Blessuð sé minning hans. I m«Ctu£um mvndatnfriim matim saga og Ijoo |ivi ao t>ar Ktri'ym« lan<l«in« lítir sem lifandi grÍKlaflóA. En soeins örráir þrkkja kao afl sem i litum býr þv KaM okkur gleoi þina sem gullfalleg frinlyr 1J. Arnfríður Jónsdóttir og Guðmundur Ö. Ingólfsson. málning'f VANTAR ÞIG VINNU (n) VANTAR ÞIG FÓLK g t> l>l AVCLYSIR IM AI.t.T LANO ÞEGAR Þl VIG- I.YSIR j MOrUilNHLADlM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.