Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 32
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 tttegmMíM^ Síminn á afgreiöslunni er 83033 FOSTUDAGUR 6. AGUST 1982 400 lestir af skemmdu korni í Múlafossi: Tjónið nemur um 1,6 milljónum kr. Um 400 lestir af 650 lesta korn- farmi, er ms. Múlafoss kom med til landsins skömmmu fyrir mánaöa- mót, reyndust skemmdar er skipið kom til hafnar. Þórður Sverrisson hjá Eimskipafélagi íslands sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins i gær, að skipið hefði verið að koma frá Kiel i Þýska- landi, með samtals um 650 lestir af lausu korni. Kornið sagði hann vera í eigu Fóðurblöndunnar hf. og Mjólkur- Utlit fyrir gott berjaár ÞEIR aðilar, sem hug hafa á að bregða sér í berjaferð með haust- inu, Kttu að geta hugsað gott til glóðarinnar, þvi nú virðist sem berjaspretta hafi tekist mun betur en undanfarin ár, en segja má aö hún hafi víðast brugðist á síðast- liðnum tveimur árum. Sveinn Guðmundsson, Mið- húsum, sagði að nú væri útlit fyrir gott berjaár í vestari sveitum Austur-Barðastrandar- sýslu, en þar hafa löngum verið bestu berjatínslusvæði lands- ins. „Ég fór og skoðaði þessi svæði lauslega um daginn og sýndist mér, að ef tíð yrði góð næstu vikur yrði mjög góð blá- berja- og aðalbláberjaspretta, enda hefur blómgunin á þessum berjategundum tekist mjög vel. Blómgunin á krækiberjum hef- ur tekist síður vegna hrets, sem gerði yfir blómgunartíma þeirra, en það er þó furðanlega gott útlit fyrir góða krækiberja- sprettu samt. Gott tíðarfar í sumar hefur gert það að verk- um að berin hafa blómgast fyrr en í fyrra," sagði Sveinn. Sigurður P. Björnsson, Húsa- vík, sagði útlit fyrir góða berja- sprettu í Þingeyjarsýslu. „Ef ekki gerir frostnætur vonast menn eftir góðu berjasumri, en undanfarin tvö ár hefur berja- spretta algjörlega brugðist hér í nálægum sveitum," sagði Sig- urður. félags Reykjavíkur. Sjópróf sagði hann hafa farið fram þegar 26. júlí, en ekki væri ljóst hver myndi bera skaðann né hvernig skemmd- irnar væru til komnar. Hið eina sem lægi ljóst fyrir í því máli væri að kornið hefði verið skemmt er uppskipun hófst. Tölur um verð- mæti kornsins kvaðst Þórður ekki hafa handbærar, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun hvert tonn kosta um fjögur þús- und krónur komið hingað til lands. Sé miðað við þá tölu lætur nærri að tjónið nemi 1.6 milljónum króna. Hjörleifur Jónsson forstjóri Fóðurblöndunnar kvaðst ekki geta sagt um hve mikið tjónið væri, en Fóðurblandan hefði átt um 200 lestir, hitt væri í eigu Mjólkurfé- lagsins. Þá sagðist hann ekki vita hver myndi bera tjónið af skemmdunum, en fyrirtæki sitt myndi leita til tryggingafélags síns um bætur. Korninu sturtað á öskuhaugana ( gær Olíuyerðshækkunin kostar útgerðina 60 mUlj. kr.: „Markmið stjórnarinnar að stöðva allan rekstur" — segir Kristján Ragnarsson „ÞESSI olíuverðshækkun er með eindæmum. Olían hækkar um í kringum 8,4% að jafnaði á sama tíma og Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra leggur til í rík- isstjórn að olía til útgerðarinnar verði greidd niður um 20%. Það er fins og sjávarútvegsráðherra fái engu ráðið, en hann var nýbúinn að tilkynna okkur, að aðgerðir vegna vanda togaraútgerðarinnar yrðu birt- ar í siðasta lagi hinn 15. ágúst næstkomandi," sagði Kristján Ragnarsson formaður Landssam- bands ísl. útvegsmanna i gær þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Það kom fram hjá Krístjáni og Ágústi Einarssyni viðskiptafræðingi hjá LÍÚ að nýorðin olíuverðshækkun eykur útgjöld útgerðarinnar um 60 milljónir króna á ári. „Það er Ijóst, að útgerðin þolir þessa olíuverðshækkun á engan hátt. Hún þoldi ekki það sem fyrir var, hvað þá þetta. Olía hefur hækkað um 75% í verði frá því í ágúst í fyrra, en á sama tíma hef- ur fiskverð hækkað um 45%," sagði Kristján. Þá sagði Kristján það furðulegt að olíuhækkunin hefði ekki getað beðið eitthvað eins og annað hjá stjórnvöldum. „Það virðist vera markmið ríkisstjórnarinnar að reyna að stöðva allan rekstur í landinu og er reynt að stöðva út- gerðina fyrst," sagði Kristján Ragnarsson. Þess má geta að hluti nefnd- armanna í „stormsveitinni" svo- kölluðu, sem fjallaði um rekstrar- vanda togaraútgerðarinnar, lagði til að olíuverð til fiskiskipa yrði niðurgreitt um 30% til þess að færa verð á olíu hérlendis til jafns við það sem er í nágrannalöndun- Spáð votviðrasamri helgi Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar má búast við frekar votviðrasömu veðurfari um helgina víða um land, en hægviðri og hlýju. Suðaustanátt verður ríkjandi með rigningu á Húnaflói svartur af sild: „Síldin er vadandi í 40 faðma þykkum toríum" — segir Aðalsteinn Bergmannsson skipstjóri „ÞAÐ er óhemju mikið af síld um allan Húnaflóa og við Skaga. Það eru þarna 40 faðma þykkar torfur, almennt tveggja til þriggja mílna langar, og drögum við sildina villt á fa-ri," sagði Aðalsteinn Bergmanns- son skipstjóri á færabátnum Dröfn frá Siglufirði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvóldi. Þaö eru nú mörg ár síðan síld hefur sést að einhverju marki við Skaga og í Húnaflóa. Síldarstemmning hefur strax gripið um sig í Siglufírði og vilja menn helst fara að salta strax. Jón Reynir Magnússon fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins sagði í samtali við Mbl. í gær, að Síldarverksmiðjurnar ætluðu sér að salta síld í Siglu- firði í haust og er stefnt að því að söltunarstöð verði tilbúin í hús- akynnum SR nú í lok ágúst, en þá mega síldveiðar hefjast í lagnet. Þá er Morgunblaðinu kunnugt um einkaaðila í Siglufirði, sem hyggja á síldarsöltun í sumar og haust. Síld hefur nú ekki verið söltuð í Siglufirði í ein fimmtán ár eða frá því að síldin hvarf af Norður- og Austurlandsmiðum. Þá mun þetta vera í fyrsta sinn, sem Síld- arverksmiðjur ríkisins salta síld. „Það má segja, að Húnaflói austanverður sé svartur af síld," sagði Aðalsteinn Bergmannsson. „Síldin er sæmilega stór, 25 til 32 cm að lengd, en mér viðist hún ekki mjðg feit. í fyrrinótt sigld- um við stanslaust í 30 mínútur gegnum eina síldartorfuna og var síldin vaðandi allan tímann. í gær drógum við svo tvær 30 lítra fötur fullar af síld, en við höfum verið á þorskveiðum á þessum slóðum að undanfornu og hefur fiskast sæmilega. Síldin er nú á öllu svæðinu frá Skagatá inn undir Skagaströnd og ennfremur hafa færabátar við vestanverðan Húnaflóa orðið varir við mikið af síld," sagði Aðalsteinn. Þá sagði Aðalsteinn, að þeir hefðu einnig orðið varir við síld á Fljótagrunni, út af Haganesvík, en á síldarárunum hér áður fékkst oft mikið af síld á því svæði. Suður-, Suðvesturlandi og um vestanvert Norðurland, en frekar er gert ráð fyrir að þurrt verði á Norð- austurlandi, a.m.k. á laug- ardag. 3500 kr. stol- ið frá öldr- uðum manni ÞRJÚ þúsund og fímm hundr- uð krónuni var stolið frá öldruðum manni aðfaranótt sl. sunnudags. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í gær, býr aldraði maður- inn í hjónaíbúð dvalarheimilis aldraðra sjómanna við Dalbraut. Atvik voru með þeim hætti, að seint á sunnudagsnótt óskaði að- komumaður eftir því að fá að komast í síma á heimili aldraða mannsins. Notaði sá tækifærið og stal peningunum úr veski hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.