Morgunblaðið - 07.08.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.08.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982 Valur Ingimundarson skriíar frá V-I>ýskalandi Thea Bock, sem skipaði efsU s*ti á lisU umhverrisverndarsinna í Hamborg, í góðra vina hópi. L 'J:' - : i - > ' » Formaður Grsna flokksins, Petra Kelly. Borgarstjóri Hamborgar, Klaus von Dohnanyi, hefur srna ástæðu til að vera vonsvikinn eftir hið mikla fylgistap sósíaldemókrata. Formælandi kristilegra demókraU í Hamborg, Walter Leisler Kiep, veifar til stuðningsmanna eftir kosn- ingarnar. Myndin er af fulltrúum „græningja" borgarstjórn Hamborgar. Sögulegar l'aA mun mál margra art straumhvörf séu framundan i þýð- verskum stjórnmálum. I’að, sem rennir stoðum undir þá fullyrðingu eru afleiðingar borgarstjórnarkosn- inganna í llamborg 6. júní sl. Kftir öllum sólarmerkjum að da-ma hafa sósíaldemókratar (SPD) annars veg- ar og umhverfisverndarsinnar (GAL) hins vegar nú í fyrsta skipti í hyggju að taka höndum saman um stjórn horgar í Sambandslýðveldinu. I*ó verður að öllum líkindum ekki um samsteypustjórn þessara flokka í llamborg að ræða, heldur munu umhverfisverndarsinnar eða „græn- ingjar", sem þeir eru tíðum nefndir, veita minnihlutastjórn sósíaldemó- krata stuðning. Rf af þessu samstarfi verður má telja sennilegt að það hafi víðtæk áhrif á stjórnmálaþróun í V- Þýskalandi. Ástæðan til þess er einkum sú, að ekki er loku fyrir það skotið að þetta verði einungis upphaf frekari samvinnu þessara flokka í öðrum borgum og fylkj- um. Sú skoðun ryður sér jafnvel til rúms að „græningjar" muni Ieysa núverandi samstarfsflokk sósíal- demókrata í ríkisstjórn, Frjáls- lynda flokkinn, af hólmi, er fram líða stundir. Enn sem komið er, eru þetta þó helberar getgátur því að „græningjum" hefir ekki tekist að koma fulltrúa úr sínum röðum á sambandsþingið í Btjnn. En fyllsta ástæða er til að ætla að breyting verði þar á í næstu kosn- ingum. Skoðanakannanir bera því öldungis vitni. Ef þingkosningar fa^ru fram um þessar mundir gætu umhverfisverndarsinnar gert ráð fyrir að fá tæplega 8% atkvæða. Urslitin í Hamborg Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp úrslit hinna afdrifa- ríku kosninga í Hamborg. — Segja má að tveir flokkar hafi farið með sigur af hólmi: kristilegir demó- kratar (CDU) og umhverfisvernd- arsinnar. Hinir fyrrnefndu upp- skáru 43,2% atkvæða og bættu við sig 5,6% frá síöustu kosningum. Þessi fylgisaukning gerði það að verkum að kristilegir demókratar hafa nú flestum borgarfulltrúum á að skipa. „Græningjar" náðu hins vegar þeim sögulega áfanga að komast í fyrsta sinn í borgar- stjórn Hamborgar, en til þess þarf a.m.k. 5% atkvæða. Sáu 7,7% • kjósenda af atkvæði sínu til þeirra. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um það hvaða flokkur beið ósigur í kosningunum. Aldrei í 33 ára sögu Sambandslýðveldis- ins fengu sósíaldemókratar færri atkvæði í Hamborg en nú. í stað 51,7% árið 1978 hlotnuðust þeim einvörðungu 42,8% atkvæða að þessu sinni. Af þeim sökum virðist sú nafngift, sem hefir loðað við Hamborg um langan aldur, að hún væri hin sósíaldemókratíska höf- uðborg V-Þýskalands, nú heyra fortíðinni til. En það vakti einnig athygli í þessum kosningum að frjálslynd- um demókrötum (F’DP), sem eiga aðild að ríkisstjórn Helmuts Schmidts, mistókst öðru sinni að komast í stjórn hafnarborgarinn- ar eins og 1978. Vegna þess eru „græningjar" nú í oddastöðu. M.ö.o. er hvorki kristilegum demó- krötum né sósíaldemókrötum kleift að mynda meirihluta í borg- arstjórn án fulltingis umhverfis- verndarsinna. Að vísu geta menn brugðið á það ráð að vera með hótfyndni og bent á möguleika samsteypustjórnar hinna tveggja stóru flokka, CDU og SPD. Því er til að svara að talsmenn þeirra hafa aftekið með öllu samstarf sín á milli í Hamborg. Fyrir kosningar hafði Thea Bock, formaður nýgræðinganna í Hamborg, einnig lýst yfir því að samkvæmt stefnuskrá Græna flokksins kæmi stjórnarsamvinna við kristilega demókrata ekki til greina. Því virtist einungis sá kostur fyrir hendi, þegar úrslit lágu fyrir, að sósíaldemókratar og „græningjar" tækju upp samstarf, ellegar efna yrði til nýrra kosn- inga. Formælandi CDU, Walter Leisl- er Kiep, vildi þó ekki una þessu og bar fram vantraust á borgarstjóra sósíaldemókrata, Klaus von Dohn- anyi, en það náði ekki fram að ganga sakir þess að „græningjar" komu SPD til hjálpar. í kjölfar þess sigldi boð sósfal- dcmókrata, sem verið hafa við völd í Hamborg frá 1949, að fjór- um árum undanskildum, til „græningja", þess efnis að borg- arfulltrúar flokkanna kæmu sam- an til viðræðna um hugsanlega sættir? samvinnu þetta kjörtímabil. Hefir nú verið ákveðið að þessar viðræð- ur hefjist 21. ágúst nk. og má bú- ast við að þær standi yfir 3—4 mánuði. Stefnuskráin Nú er ekki úr vegi að reifa þau mál sem hæst ber í stefnuskrá „græningja" í Hamborg. — I upp- hafi ber að geta afdráttarlausrar andstöðu þeirra við kjarnorku. Af þeim sökum hyggjast umhverfis- verndarsinnar gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra að kjarnorkuverið Brokdorf, skammt fyrir utan Hamborg, verði tekið í notkun, en bygging þess er komin talsvert áleiðis. Ennfremur hafa þeir áform um hreinsun hinnar miklu móðu Sax- elfar sem rennur gegnum borgina. Ástæðan til þess er sú, að á und- anförnum árum hefur úrgangur frá iðnaði í Hamborg og nágrenni mengað mjög þessa fornfrægu á. Af öðrum markmiðum „græn- ingja" má t.d. nefna hækkun skatta efnafólks og tafarlausar aðgerðir til að sporna við atvinnu- leysi. Þá skipa breytingar í hús- næðismálum Hamborgar veglegan sess í stefnuskránni. Vilja „græn- ingjar" stuðla að því að reist verði fleiri íbúðarhús á vegum hins opinbera og horfið verði frá áætl- unum um niðurrif gamalla húsa, sem enn eru nothæf, til lausnar hins mikla húsnæðisvanda borg- arinnar. Þótt undarlegt megi virðast eru mörg þessara mála öldungis í samræmi við þá stefnu, sem mörk- uð var á landsfundi sósíaldemó- krata í Múnchen í ofanverðum aprílmánuði sl. Því má álykta að horfur séu á að fulltrúar flokk- anna nái samkomulagi um ýmis málefni í fyrirhuguðum viðræð- um. Þó hefur nefndur Dohnanyi t.a.m. varað við ráðstöfunum sem lúta að skjótri hreinsun Saxelfar því að iðnaði á þessu svæði yrði þar með stofnað í hættu. Meðan óvíst væri hvað gera bæri við það sorp sem verksmiðjur orsaka og nú sé fundinn staður í ánni þyrfti að fara hægt í sakirnar. Að hans dómi mætti heldur ekki minnka iðnað á þessum slóðum þar sem það leiddi tvímælalaust af sér at- vinhuleysi. Óhægt er að segja fyrir um, hvort umhverfisvernd- arsinnar fallist á þessar röksemd- ir, en margir draga það þó í efa. Viðbrögð flokkanna Því verður ekki neitað, að skipt- ar skoðanir eru meðal sósíaldemó- krata um framvindu mála í Ham- borg. Að vísu lýsti formaður flokksins, Willy Brandt, yfir því fyrir skemmstu, að sósíaldemó- kratar útilokuðu ekki lengur ríkis- stjórnarsamvinnu við „græningja" í framtíðinni. Helmut Schmidt kanslari kveðst þó þurfa að fá nánari vitneskju um viðhorf um- hverfisverndarsinna til ýmissa mála, s.s. afvopnunar og valdbeit- ingar, áður en hann sé tagltækur að svara því, hvort komi til greina að starfa með þeim í ríkisstjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.