Morgunblaðið - 07.08.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.08.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982 Hljómkviða umferðarinnar (Symphonie le traffic) Prelude (Forspil) Tónlist í einhverju formi hef- ur fyljít manninum jafn len«i ok umferð í einhverri mynd. Tónlistarmenning er jafn fjöl- hreytilejr o« umferðarmenninj?. Munurinn er einunjris fóljjinn í hinum ólíka tilverurétti mis- munandi tónlistarforma annars vejíar oj{ umferðarmyndar hins vej;ar. Til er tónlist sem fjallar um tauj'aálaj; og streitu, hraða og ruj'linj', æsinj; ok ofbeldi. Þannij; umferð er einnig til. Hér á Is- landi er hún því miður algenj;. Samhljómar eru fáir, árekstrar tíðir, spenna oj; þensla ráða oft ríkjum. Við virðum tónskáldin vejína kunnáttu þeirra oj{ listar sem jáfnvel í ljótleika sínum j;etur kallast fallej;. Það er á færi hvers oj; eins hvort hann hlustar á verk þeirra eða lætur þau hjá líða. Við j;etum tekið við **g notið sköpunar tónskálds án -þess að bjóða nokkurri hættu heim nema þeirri huj;arfars- breytinj;u sem verk hans hefði ef til vill í för með sér á okkur. Oj; í samfélaj;i okkar er Kengið út frá að við höfum næj;an þroska til þcss að j;líma við þannij; hættur. I umferðinni hins vegar er það talið vítavert athæfi að bygjya upp spennu og óþarfa hættu. Við erum ekki lengur sjálfstæðar sálir hafnar yfir mörk hins mögulega og leyfilega, svífandi um á blikkfákum nútímans. Við erum vegfarendur, brot af þús- undunum, hluti heildarinnar. Og það erum við, þessi brot, sem semjum Hljómkviðu um- ferðarinnar. Hvort við ætlum að láta samhljóminn ráða ríkjum eða sperrast við frumlegu hljóð- in og hættuna. Það eru hin brotin sem eiga heimtingu á að hljómkviða okkar hyggist upp á samhljómi og samhygð. Ur umferóinni Allegro moderato (líflegt, þó ekki um of) Umferðin er byggð upp á sam- vinnu og skilningi þeirra sem taka þátt í henni. Tónn hvers einstaks þátttak- anda er byggður á samhljómi hinna. Eða á að vera það. Tóna- flóðið á síðan að mynda eina heild, einn grunn þar sem veik- asti tónninn á jafnmikla mögu- leika og sá sterkasti. Því sá sterkari er dempaður til hæfis hinum veikari og hann aftur styrktuf af þeim sterka. Þannig myndast samhljómun sem er mikilvæg í öllu lífi okkar. Þú, sem ekur niður Laugaveginn um háumferðartímann og ert jafn- framt að horfa í búðarglugga, ert ekki samhljóma. Þú ert spcnnuvaldur og hættulegur um- hverfi þínu. Alveg eins og sá sem þeytist á kröftugu blikktrogi um götur þar sem umferð gangandi vegfarenda er mikil. Slíkt fram- ferði býður annars vegar heim árekstrum milli ökutækja, og hins vegar manns og bíls. Tónsmiður velur ekki hljóðfæra- leikara til flutnings á verki sínu sem ekki hafa nægilegan tónlist- arlegan þroska til að geta staðið skammlaust að flutningi þess. Hljómkviða umferðarinnar er það viðkvæmt verk í flutningi, að hún getur vel verið án ósam- hljóma fyrirbrigða. Hún verður að flytjast án þeirra. Lífleg umferð, þó ekki um of, er góð umferð. Slysalaus umferð. Adagio (rólegt, afslappaö) Þessi þáttur kemur yfirleitt á eftir hraðari þætti í tónverkum. í umferðinni er sá hraði bestur, sem kemur af hæfilegum róleg- heitum og afslöppun. Þannig ómar hljómkviða umferðarinnar best. Hljómkviða umferðarinnar er eins og fljót. Fljót sem aðlagast því umhverfi sem það rennur í gegnum. Minnkar og breiðist út sé það möguleiki, eða þrengist og fossar áfram séu aðstæður fyrir hendi. Allt eftir þeim kringum- stæðum sem ráða í það og það skiptið. Og þær kringumstæður, sem ráða í umferðinni, eru ekki bundnar þeim vandamálum sem einstaklingurinn býr við á vinnustað eða heima fyrir. Þær eiga að minnsta kosti ekki að vera það. Þegar þú ert að flytja Hljómkviðu umferðarinnar, áttu að spila eftir þeim nótnablöðum sem liggja fyrir framan þig. Þú átt ekki að koma með eitthvað sem þér finnst að falli betur að þínu geði en tónsnillingsins sem samið hefur verkið. Gerirðu það ertu ekki að flytja Hljómkviðu umferðarinnar, heldur eitthvað annað, sem ekkert á skylt við umferð. Rólegur og afslappaður bíl- stjóri er ekki það sama og bíl- stjóri er sefur með opin augu. Munurinn er sá sami og adag- io í góðu tónverki annars vegar og adagio í lélegu tónverki hins vegar. Við fyllumst aðdáun og unaði við að hlusta á hið fyrra, en við lækkum í hljómflutningstækjun- um þegar við heyrum flutning lélegra verksins. Rondo alegretto (helstu stef, endurtekin hratt) Finnst ykkur boðskapur verksins kominn til skila? Hafið þið uppgötvað, áður en þessi síð- asti þáttur hljómkviðunnar hefst, um hvað verkið átti að fjalla? Skiljið þið það núna að samræmd umferð er eins og gott tónverk? Eruð þið þeirrar skoðunar, að kringumstæður eigi að ráða miklu um hegðun okkar í um- ferðinni: Að með tilliti til þess- ara kringumstæðna leggjum við grunninn að góðri umferðar- menningu? Hafi þessi boðskapur komist til skilá, þá er þetta verk full- unnið að hálfu semjandans. Það er ykkar, vegfarendur góðir, að flytja það. Finale Lokin eða endirinn er einnig undir ykkur sjálfum komið. Fræösluþættir frá Geðhjáip: Frá sjónarhóli að- standenda geðsjúklings 'geðhjAlp Ég á dóttur sem verið hefir veik. Hún þjáist af þeim sjúk- dómi, sem á læknamáli kallast — manina depression — fram til þessa hefir að minnsta kosti ver- ið notast við þann stimpil. Dótt.ir mín hefir dvalist á geðsjúkrastofnunum af og til, skrifuð út af þeim og lögð inn aftur til skiptis og einungis vegna þess, að hún er á leið til bata þessa stundina, get ég skrifað um þessi sjö síðustu ár, þann erfiða tíma. Það var svo erfitt, óendanlega erfitt, að horfast í augu við að hér var um geðsjúkdóm að ræða. Lönjpi seinna lærði ég (það var vitrum starfsbróður að þakka) að lita á sjúkdóm dóttur minnar sem hvern annan sjúkdóm t.d. sykursýki eða magasjúkdóm. Af hverju er eins og það loði alltaf eitthvað niðurlægjandi við sjúkdóma af þessu tagi? Af hverju viðurkenna ekki allir vafningalaust að geðsjúkdómar eru jafn raunverulegir og hinir líkamlegu? Er það vegna þess að hinir „miðlungserfiðu" sjúkdómar á geði eru svo oft dulin fötlun? Vegna þess að hinn sjúki er svo fullkomlega „normal" annað slagið, að viðbrögð okkar við sjúkdómnum verða „normal". „Hertu þig nú upp, vertu nú dugleg." Hve oft hefi ég ekki sagt þessi orð við dóttur mína án þess að gera mér grein fyrir því að einmitt í því var sjúkdómur- inn fólginn; að það var henni alls ekki mögulegt, að vera dugleg og að það var þungbærast fyrir hana sjálfa. Hún átti að vera eins og annað fólk. Ég vildi það. Þegar hún var á sjúkrahúsi — þá var hún sögð vera í fríi. Hún var sögð vera alls staðar annars staðar en þar sem hún raunverulega var. Það er ógeðfellt að hugsa um þetta núna. Fyrst af öllu held ég að það sé brýnt fyrir okkur aðstandendur að horfast í augu við sjúkdóm- inn, viðurkenna að þetta er sem hver annar erfiður sjúkdómur. Við verðum sjálf að ryðja okkur braut fram til þess skiln- ings, það hjálpar okkur enginn til þess. Enginn hefir tíma til að tala við aðstandendur. En við eigum að ná því marki að við öll, hið svokallaða „normal" fólk, geri sér grein fyrir því að sjúk- dómar á geði geta gripið hvern sem er, alveg eins og hver sem er getur t.d. lent í umferðarslysi. Hið eitilharða efnishyggju- þjóðfélag, sem við búum í, gefur engin grið, en tekur sinn toll á hverjum degi af hinum við- kvæmustu okkar. Það lætur þá jyalda, sem erfiðast eiga með að sætta sig við þann skort á hlýju og samúð er ríkir manna á milli. Bölvun streitunnar og hið fé- lagslega umhverfi nútímans, dregur síður en svo úr hinum hörðu og miskunnarlausu kröf- um, sem gerðar eru til okkar allra. í öðru lagi tel ég mikilvægt fyrir aðstandendur að öðlast ró- semi. Svo mikið af þjáningu geðsins er sveiflukennt, að nauð- syrtlegt er að við höldum okkar ró og sveiflumst ekki með. Við verðum að læra og það er ótrú- lega erfitt, að verða ekki of bjartsýn þegar allt er í góðu gengi og að missa ekki móðinn þegar sjúkdómurinn herjar á. Verið viðbúin því að sjúklingi getur versnað, en gleðjist hverj- um góðum degi. í þriðja lagi, verðum við að eiga nóga hlýju. Oft er nóg samúð og hlýja eina vopnið sem við eigum yfir að ráða gegn hinni sundurslítandi þjáningu. Okkur skortir vísinda- legan skilning á þessum sjúk- dómum, en við getum þó náð ár- angri með því að leggja ástúð- lega hönd á tárvota kinn, eða léð öxl til að gráta við. Okkar eigið tilfinningarót og uppreisnarhug gegn skilningsvana samfélagi, gegn merkimiðalæknum og gegn því tillitsleysi, sem við og sjúkl- ingar okkar verða að þola, verð- um við að dylja. Munum að hinn sjúki á nóg með sína kvöl, þar megum við ekki bæta við okkar eigin. Það væri hægt að hjálpa okkur aðstandendum til að öðl- ast þetta þrennt: Viðurkenning- una, rósemina og hlýjuna, ef sjúklingarnir okkar gætu látið til sín taka sem þrýstihópur, ef þeir væru ekki aðeins svo mjög þögull minnihlutahópur, sem helst enginn vill vita af. Við aðstandendur geðsjúkra verðum því stöðugt að láta í okkur heyra um alla þá erfið- leika sem við verðum fyrir í samfélaginu. Þessu samfélagi, sem oft á sök á því að sjúklingur veikist á sinni. Við getum ekki lengur látið bjóða okkur hve allt er skorið við nögl okkar sjúklingum til handa. Við vitum víst að læknar gera sitt besta, en samfélagið ekki. Munum svo að fyrst og fremst verðum við að eiga nógan kær- leik, til að taka á móti sjúkling- unum okkar með hlýju, þegar læknar senda þá heim eða gefast upp. Þó að okkur skorti vísdóm þá getum við létt undir með sjúku og þjökuðu geði með sam- (Ijiuslefja þvtt úr „En uplint af spvjlet.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.