Morgunblaðið - 07.08.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.08.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982 13 Einskisrós Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Rainer Maria Rilke (1875—1926) orti sjálfur þær hendingar sem skráðar eru á legstein hans í kirkjugarðinum í Raron í Sviss: Kós, ó hreina mótsögn, lon^un til ad vera Kinskis svefn undir svo mörgum augnlokum. Eiginlega verð ég að biðja að- dáendur skáldsins afsökunar á snöruninni. Á frummálinu er þetta þannig: Rose, oh reiner Widerspruch, Lust, Niemands Schlaf zu sein unter soviel Lidern. Áletrunin býr yfir orðaleik. Lid- er merkir augnlok, Lieder sem hljómar eins, söng eða ljóð. Margir fræðimenn hafa reynt að ráða í málið hjá Rilke, en niðurstaða flestra er sú að hinn algjöri svefn sé þrátt fyrir allt eft- irsóknarverður. En annað þýskumælandi skáld, Paul Celan (1920—1970), hreifst af orðum Rilkes. Ein ljóðabóka hans nefnist Die Niemandsrose, Einsk- isrós. Talið er að Celan hafi haft áletrunina í huga þegar hann valdi bókinni nafn. Það er annars einkennilegt hve evrópsk hefð getur verið sterk í skáldskap. Rilke var tvímælalaust undir miklum áhrifum frá Fried- rich Hölderlin (1770—1843), enda viðurkenndi hann það í lofgjörð um meistara sinn. Celan var líka háður Hölderlin, en einkum skiln- ingi Rilkes á honum. Eins og kunnugt er útdeila Sví- ar Nóbelsverðlaunum í bókmennt- um. Um þessi verðlaun er stund- um deilt í Sidþjóð, en einkum hver eða hverjir eigi að hljóta þau. í hinu merka sænska tímariti Lyr- ikvánnen (2. h. 1982) er miklu rúmi varið í að kynna ævi og skáldskap Paul Celans. I grein um Celan seg- ir Carl-Henrik Wittrock eitthvað á þessa leið: „Á undanförnum ár- um hefur okkur Svíum verði feng- in vitneskja um hvernig tveimur Nóbelsverðlaunahöfundum af gyð- ingaættum reiddi af áður en Hitl- er komst til valda: pólska Amerík- ananum Isaac Bashevis Singer sem skrifar á jiddísku og fyrrver- andi búlgarska Spánverjanum Eli- as Canetti sem skrifar á þýsku og hefur heillað þúsundir norrænna lesenda með ævisögum sínum. Hérlendis er aftur á móti lítið vit- að um líf hins mikla rúmenska gyðings, skáldsins Paul Celans. (Hvers vegna fékk hann ekki, að minnsta kosti ásamt öðrum, Nób- elsverðlaun?) Bókmenntarann- sóknir framtíðarinnar kunna að geta gefið svar við því.“ Líf Paul Celans var áreiðanlega ein hin mesta þolraun sem lögð hefur verið á nokkurt skáld. Hann var fæddur og uppalinn í austur- rísku, síðar rúmensku, borginni Czernowitz (Bukovina). Þessi borg varð fyrir barðinu á Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld, gyðingum var útrýmt þar eða þeir voru flutt- ir burt til að deyja fjarri heim- kynnum sínum. Meðal þeirra sem þannig létu lífið var móðir Celans, draumkennd kona full af skáld- skap, og hinn strangi faðir hans sem hafði talið nauðsynlegt að aga soninn í bernsku, leggja á hann hendur ef honum sýndist svo. I apríl 1944 vörpuðu Sovétmenn sprengjum á Czernowitz og her- tóku síðan borgina. Celan hafði verið í vinnubúðum, en eftir að hann kom heim fékk hann að starfa sem þýðandi. Frá Czerno- witz var Celan rekinn ásamt fleir- um til Búkarest. Hann kom aldrei til bernskustöðvanna aftur. Ást- kona hans, Ruth Lackner, fráskil- in leikkona sem var eldri en hann, hafði reynst honum í senn félagi og leiðbeinandi í ljóðagerð. Þau fjarlægðust nú hvort annað, en hún hélt áfram að lesa frumgerðir ljóða hans og hafa áhrif á hann sem skáld. Fjöldi ljóða Celans er helgaður henni. í Búkarest orti Celan á rúmensku og þykja þau ljóð góð. En Celan taldi að skáídið þyrfti að tjá sig á móðurmálinu. Þegar hann var ásakaður fyrir að yrkja á máli böðla foreldra sinna svaraði hann: „Aðeins á móður- málinu getur maður borið sann- leikanum vitni, á framandi máli lýgur skáldið.“ Paul Celan umgekkst skáld og listamenn í Búkarest, m.a. súrre- alista sem þar voru atkvæðamiklir og höfðu gildi fyrir hann. Rúm- enska myndhöggvarann Brancusi hyllti hann síðar í ljóði. Celan orti töluvert í Búkarest, en eftir að kommúnískt einræði tók við í Rúmeníu ákvað hann að flýja landið. Með hjálp ungverskra bænda komst hann yfir landa- mærin til Búdapest og þaðan til Vínar í desember 1947. Þar hitti hann rithöfundana Ingeborg Bachmann, Milo Dor og Klaus Demus sem öll áttu eftir að greiða fyrir honum. En 1948 hélt hann til Parísar þar sem hann bjó lengi og þar endaði hann líf sitt. Czernowitz var hluti af gamla Austurríki, en nú var það horfið, gufað upp. í Vín komst Paul Celan til frama meðal bókmenntafólks, en þar var hann engu að síður út- iendingur eins og alls staðar. Bæk- ur voru gefnar út eftir hann í Vín, en hann kaus að búa í París og þar vann hann fyrir sér sem tungu- málakennari; hann var alla tíð mikill málamaður. Móðurmál hans var þýska, en auk þess talaði hann frönsku, rúmensku, rússn- esku og ensku. Paul Celan kom ekki aftur til Vínar þar sem hann átti raunverulega heima og vinir hans gerðu allt til þess að hann sneri aftur. Hann framdi sjálfs- morð í París á hátindi frægðar- innar, einmana maður og saddur lífdaga. Merkustu ljóð Paul Celans freistast menn til að kalla ljóðin um örlög gyðinga, til dæmis Hel- fúgu sem er þekktasta ljóðið um það efni. En eftir því sem árin líða verða menn æ heillaðri af stuttum og hnitmiðuðum ljóðum eftir Cel- an sem minna á það sem Rilke orti og fyrr var vitnað til. Áhrif hans á ung skáld verða sífellt meiri. Rainer Maria Rilke var tvímæla- laust það skáld sem breytti við- horfum manna til ljóðlistar og eignaðist óteljandi lærisveina í mörgum löndum, ekki síst á Norð- urlöndum. Sjálfur lærði hann 7 íslenzk fyrirtæki sýna á Nor-Fishing SJÖ íslenzk fyrirtæki sýna framleiðslu sýna á sjávarút- vegssýningunni Nor-Fishing, sem hefst í Þrándheimi á mánu- dag. Nor-Fishing er haldin ann- að hvert ár og er stærsta sjáv- arútvegssýning heimsins og að þessu sinni verða yfir 200 fyrir- tæki víðsvegar að úr heiminum með sýningarbása í Nidarhall- en, en það er sýningarhöllin í Þrándheimi. I....................... íslenzku fyrirtækin sjö sem sýna í Þrándheimi eru: J. Hin- riksson hf., Örtölvutækni sf., Plasteinangrun hf., Kvikk sf., Póllinn hf., Electra-færavindur og Traust hf. Nor-Fishing-sýningin stend- ur í eina viku og vitað er um stóran hóp íslenzkra skipstjóra og útgerðarmanna, sem ætla á sýninguna. Paul ('elan dönsku til að geta lesið J.P. Jac- obsen á frummálinu. Undir áhrif- um frá Jacobsen samdi hann bók- ina um Malte Laurids Brigge. Allt bendir til þess að samhengi sé milli Hölderlins, Rilkes og Cel- ans. Slíkt samhengi er mjög æski- legt. Þessi skáld eru í eðli sínu klassísk, en ákaflynd að eðlisfari skapa þau nútímabókmenntir sem ekki er unnt að vera án. Innhverf, rótslitin og dulúðug segja þau okkur gömul og ný sannindi. Paul Celan dó landlaus, for- eldralaus og eins einmana og skáld getur orðið. En hann átti sér föðurland ljóðsins. Það nægði hon- um ekki. Eins og hann segir í ljóði um móður sína: „Ösp, lauf þitt er hvítt í myrkrinu./ Hár móður minnar varð aldrei hvítt." Þjáningar evrópskra gyðinga eiga sér bústað í ljóðum Paul Cel- ans. En það er hin sammannlega kvöl sem þau lýsa. Eins og ljóð Hölderlins og Rilkes. Blaðamannafund- ur friðarnefndar í Moskvu bannaður Moskva, 5. ágúst. Al\ SOVÉZKA lögreglan bannaði vest- rænum fréttamönnum að vera á blaðamannafundi sem efnt var til af þeirri einu óháðu sovézku frið- arnefnd, sem enn er starfandi. Hópurinn hafði boðað til fundarins til að „treysta vináttubönd milli Bandaríkjamanna og Sovétríkj- anna" eins og sagði í tilkynningu um fundinn. Félagar i þessum samtökum hafa sætt margs konar áreitni af hálfu sovézkra stjórn- valda síðan þeir lýstu því yfir fyrr í sumar að þeir myndu beita sér fyrir að dregið yrði úr vígbúnaði stórveldanna, og hætt yrði fram- leiðslu kjarnorkuvopna. Tveir selja í Hull og Grimsby TVKIR af togurum lltgerðarfélags Skagafjarðar seldu afla á mörkuðun- um i liull og Grimsby sl. miðviku- dag og fimmtudag. Drangey seldi 146,8 lestir í Grimsby á miðvikudag fyrir 1.587.000 kr. og var meðalverð á kíló kr. 10,81. Þá seldi Hegranes 139,1 tonn í Hull í fyrradag fyrir 1.558.473 kr. og var meðalverð á kíló kr. 11,39. Þess má geta að um 30 tonn af afla Drangeyjar voru grálúða. Nefndin hafði ákveðið að halda fundinn í dag, fimmtudag, vegna þess að liðin eru 37 ár síðan kjarn- orkusprengju var varpað á Hiro- shima. Lögreglumenn voru við húsið þar sem fundurinn átti að fara fram og þegar fréttamenn- irnir komu á vettvang var þeim sagt að „mennirnir sem þið eruð að fara að hitta eru svo þreyttir að þeir geta ekki tekið á móti ykkur". Urðu fréttamennirnir að snúa frá við svo búið. Eftir þennan atburð er talið að ekki mundi líða á löngu unz sov- ézka lögreglan lætur til skarar skríða gegn félögum í friðarnefnd þessari. AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÚTA HF greiöslukorti Stór hópur íslendinga þekkir nú af eigin reynslu kosti VISA greiöslukortanna. Þau má nota erlendis til greiðslu á ferðakostn- aði, svo sem fargjöldum, uppi- haldi o.fl. VISA greiðslukort eru þau al- gengustu sinnar tegundar í heim- inum og njóta mikils trausts. Upplýsingablað með reglum um notkun liggur frammi í næstu af- greiðslu bankans. Kynnið ykkur gjaldeyrisþjónustu Landsbankans. LANDSBANKINN Banki allni landsmanna i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.