Morgunblaðið - 07.08.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.08.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982 17 Kjarnorkusprenging Bandaríkjamanna vek- ur gremju í Hiroshima Tókýó 6. igúst AP. BORGARSTJÓRINN í Hiroshima í Japan, Taeshi Araki, mótmælti í dag formlega og gagnrýndi harkalega, að Banda- rikjamenn skyldu sprengja neöanjarðarkjarnorkusprengju í gær, 5. ágúst, sama dag og þeir vörpuðu kjarnorkusprengj- unni á Hiroshima 1945. Borgarstjórinn sagði í orðsend- ingu til Mike Mansfield, sendi- herra Bandaríkjanna í Japan, að fréttin um sprenginguna hefði komið um svipað leyti og íbúar Hiroshima hefðu verið að streyma til minningarathafna sem voru haldnar til minningar um þá sem létust eða urðu örkumla í spreng- ingunni 1945, og væri mjög óvið- felldið að velja einmitt þennan dag til að gera tilraun með kjarnorkusprengingu. Hann hvatti Bandaríkjamenn til að gleyma aldrei Hiroshima og leiða ekki hjá sér skoðun almenningsál- itsins í heiminum, að hætta skyldi framleiðslu kjarnorkuvopna fyrir fullt og allt. Grönduðu „Belgrano með eldgömlum skeytum Ixindon, 6. ágúst. AP. AÐ ÞVÍ er Lundúnablaðið Daily Telegraph segir í frétt í dag voru það tundurskeyti frá því á fjórða ára- tugnum, sem sökktu argentíska Baðstaðir Moskvu: Bandaríkja- mönnum mein- aður aðgangur Moskvu, 6. ágúst. AP. BANDARÍSKUM stjórnarerindrek- um hefur verið neitað um aðgang að baöstöðum við ána í borginni, sem svar við ákvörðun yfirvalda í Glen Cove á Long Island, en þar var sov- éskum stjórnarerindrekum meinað- ur aðgangur að baðstöðum og tenn- isvöllum. Stjórnarerindreki úr banda- ríska sendiráðinu í Moskvu var í gær kallaður á fund stofnunar þeirrar sem sér um leigu til handa útlendingum á útivistarsvæðum og tjáði honum að Bandaríkja- menn gætu ekki lengur notað Nik- olina Gora-ströndina, en hann nefndi ekki skilmála um aðra staði. Þessi baðstaður, sem er í vestur- hluta borgarinnar, hefur í árarað- ir verið notaður af Bandaríkja- mönnum og öðrum erlendum stjórnarerindrekum í borginni. „Ég get ekki farið út í smáatriði í þessum sovésku aðgerðum nú, en það liggur ljóst fyrir að þetta mál er í beinu samhengi við það sem áður hefur gerst í Bandaríkjun- um,“ sagði talsmaður í ráðuneyt- inu sem ekki vildi láta nafns síns getið. Sovéska sendinefndin hjá SÞ hefur yfir að ráða stærðar setri í Glen Cove á Long Island, og sov- éskir stjórnarerindrekar notuðu strendur og tennisvelli bæjarins þar til lokað var á þá í m'aímánuði síðastliðnum af staðaryfirvöldum. Atvinnuleysi eykst enn í Bandaríkjunum Washington, 6. ágúst. AP. KKKKRT lát er á atvinnuleysinu, sem herjar á Bandaríkjamenn. í töl- um sem birtar voru í dag, fyrir fjölda atvinnulausra í júlí, kemur í Ijós, að 9,8% atvinnufærra Bandaríkja- manna ganga um án vinnu. Kr þetta hærri tala en verið hefur sl. 41 ár. Tala þessi þýðir að 10,8 milljónir Bandaríkjamanna eru atvinnulaus- ar. beitiskipinu General Belgrano við Falklandseyjar. Kjarnorkuknúni kafbáturinn Conqueror skaut tveimur Mark- 8-skeytum að skipinu og sökk það síðan og létu meira en 300 manns lífið. Er skipið sökk var frá því skýrt að tvö tundurskeyti af gerð- inni Tigerfish hefðu grandað því, en þau voru fyrst notuð fyrir um áratug. Gömlu skeytin, Mark-8, draga aðeins tæpa 5 km á móti 32 km hjá Tigerfish-skeytunum. Þýðir þetta ennfremur að kafbáturinn hefur hætt sér mjög nærri fylgdarskip- um General Belgrano og hlýtur að hafa komið inn á ratsjá skipanna. Segir blaðið að mannslífum hafi verið stefnt í voða að óþörfu. Breska varnarmálaráðuneytið neitaði alfarið að segja nokkuð um þessa frétt blaðsins. Veður víða um heim Akureyri 17 hálfskýjaó Amsterdam 31 rigning Aþena 35 heióakírt Barcelona 21 súld Berlín 30 skýjaö Briissel 25 heióskírt Chicago 24 skýjaó Oyflinni 17 skýjaö Feneyjar 25 þokumóóa Frankfurt 24 skýjaó Færeyjar vantar Gent 25 heióskírt Helsinki 27 heióskírt Hong Kong 31 heióskirt Jerúsalem 30 heiöskírt Jóhannesarborg 21 heiófkírt Kaupmannah. 30 heióskírl Las Palmas 25 láttskýjaó Lissabon 28 heióskírt London 23 skýjað Los Angeles 30 heíöskirl Madríd 33 heióskírt Malaga 22 mistur Mexikóborg 25 heióskírt Miami 29 skýjaó Moskva 24 heióakfrt Nýja Delhi 29 skýjað New York 30 heióakírt Osló 30 haióskirt París 23 skýjaó Pekíng 30 heióskírt Perth 17 heíóskírt Reykjavík 12 rigning Rio de Janeiro 23 skýjaö Rómaborg 30 heiöskírt San Francisco 20 hefóskírt Stokkhólmur 32 heiöskfrt Sydney 22 heióskírt Tel Aviv 31 heiöskírt Tókýó 30 heióskirt Vancouver 19 skýjaó Vinarborg 24 skýjaó Þórshöln 12 alskýjað Mynd þessi sýnir Balovlenkov (Lv.), eiginkonu hans og félaga í júlímán- uði síðastliðnum, en Elena var þá hjá honum í fyrri heimsókn sinni af tveimur undanfarna tvo mánuði. Elena Balovlenkov: Reynir að fá mann sinn til að matast Moskva, 6. ágúst. AP. Elena Balovlenkov kom í kvöld til Moskvu til að freista þess að þvinga eiginmann sinn til að matast að nýju, frekar en „að leyfa honum að deyja og yfirvöldunum að fara með sigur af hólmi í málum hans“. „Ef hann lætur lífið vinna stjórnvöld Sovétríkjanna, því þá hafa þau sannað að með hungur- verkfalli er ekki alltaf hægt að fá málum sínum framgengt," sagði Elena, sem er 29 ára að aldri og starfar sem hjúkrunarkona við sjúkrahúsið í Baltimore. Þetta er í annað skiptið á tveimur mánuðum sem hún heim- sækir eiginmann sinn, en í fyrri heimsóknina fylgdi henni tveggja ára gömul dóttir þeirra hjóna, Yekaterina. Það var í fyrsta skipti sem Balovlenkov leit hana augum. Balovlenkov hefur ekki matast í 33 daga í þeim tilgangi að reyna að þvinga stjórnvöld til að leyfa honum að flytjast til eiginkonu sinnar í Bandaríkjunum. Hann hætti 43 daga föstu þann 21. júní síðastliðinn eftir að stjórnvöld höfðu lofað að hann fengi að yfir- gefa landið, en honum var síðan neitað á þeim forsendum að hann vissi of mikið um ríkisleyndar- mál. Að sögn Elenu er maður hennar orðinn mjög máttfarinn eftir föst- una, en hún ætlar að gefa honum sólarhrings frest til að hætta hungurverkfallinu sjálfviljugur. Ef það tekst ekki, ætlar hún að þvinga hann með öllum möguleg- um ráðum til að borða, en hún hefur meðferðis mikið af hjálp- argögnum og lyfjum. Hún kvaðst bjartsýn á, að henni tækist að fá hann til að matast að nýju. London: Þrír I yfir- heyrslum vegna spreng- inganna l/ondon, 6. ágúsl. AP. TVEIR karlmenn og ein kona hafa verið færð til yfirheyrslna vegna sprenginganna tveggja í I.undúnum þann 20. júlí síðast- liðinn, sem urðu 11 hermönnum að bana og særðu 48 manns, samkvæmt upplýsingum frá Scotland Yard í dag. Dagblaðið „Evening Standard" sagði í dag að þessi þrjú sem í yfirheyrslum eru nú hafi verið handtekin í gær er gerð var hús- leit í tveimur húsum í borginni. Einnig kemur fram í fréttum blaðsins að leitað verði áframí dag. Þessar yfirheyrslur virðast vera fyrsta skref Scotland Yard í átt til lausnar þessa máls, en IRA hefur lýst sig ábyrgan fyrir báðum sprengingunum. Ekki hefur komið nein kæra fram á hendur þessa fólks, en leyfilegt er ef nauðsyn þykir að halda fólki í yfirheyrslum í 48 kiukkustundir eða allt að sjö dög- um með leyfi frá innanríkismála- ráðherra. Tólf létust Seoul, 6. ágúst. AP. TÓLF MANNS létust og 33 slösuð- ust er langferðabifreið rann út af blautum þjóðvegi og ofan í ána Kumkang, sunnan við Seoul í dag. Bifreiðin var í áætlunarakstri á milli Seoul og Pusan. ÞJÓFAVÖRN FYRIR FJÖGUR OG SJÖ .... Fyrir aðeins kr. 4.700.- getur þú nú keypt þjófavarnarkerfi með lykilstýrðri stjórnstöð, slrenu, tveimur segulrofum á hurðir og glugga — og innfrarauðum hreyfiskynjara. Ef rafmagnslaust verður sér innbyggð rafhlaða um að halda kerfinu gangandi I 4 sólarhringa. Rafhlaðan hleðst slðan sjálfkrafa upp aftur þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta kerfi er hægt að stækka með fleiri hreyfiskynjurum, rúðubrotsskynjurum, hurðarofum, útislrenum og ýmsum öðrum búnaði. Við önnumst uppsetningu ef óskað er. Tlu ára sérhæfing okkar á sviði öryggismála tryggir gæðl og þjónustu. ÖRUGGT - AUÐVELT í UPPSETNINGU - AUOVELT í NOTKUN — EKKERT VIÐHALD. „ÖRYGGI YÐAR ER SÉRGREIN OKKAR“ ATH. Þetta kerfi og margskonar annar búnaður til þjófavarna verður kynntur á opnum fundi um öryggismál I Leifsbúö Hótels Loftleiða, miðviku- dagskvöldið 11. ágúst, kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.