Morgunblaðið - 07.08.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.08.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982 23 Ef Drottinn byggir ekki húsið þá erfiða smiðirnir til einskis Ræða Gísla Sigur- björnssonar forstjóra á Skálholtshátíð Herra biskup, háttvirtir áheyrendur. Mér hefur veitzt sá heiður og sú ánægja að fá að flytja hér í Skálholtskirkju ávarp í tilefni árs aldraðra, sem nú er minnzt hér á landi. Fyrir þetta færi ég innilegar þakkir. í byrjun þessarar aldar var talað um öld unga fólksins. Börnin, æskan, það var framtíð- in — nýir tímar — framfarir á öllum sviðum. Og nú var hafizt handa að búa í haginn fyrir fólk- ið, sem átti að erfa landið. Ungmennafélögin, Vormenn Is- lands, ótal margt var gert — ekki aðeins í okkar landi, heldur víðs vegar um lönd. Umskiptin frá aldamótunum síðustu eru ævintýri líkust. Aldrei áður höfðu slíkar breyt- ingar orðið á svo ótal sviðum. Við, sem erum komin á efri ár, munum tímana tvenna. Þannig verður það vonandi áfram. Kyrrstaða, stöðnun, felur í sér dauða — að standa í stað á tím- um hraða, framfara og tækni er afturför. Og nú er komið að því, að við verðum að hugsa meira og betur um eldra fólkið — ástæðan er afar einföld — það hefur verið vanrækt of lengi — látið eiga sig — nú er komið í óefni, þrátt fyrir allar framfarir og tækni. Á öllum tímum hefur kirkjan verið athvarf og skjól smælingj- anna, þegar hún fetar í fótspor Hans. Biskupssetrin á Hólum og í Skálholti voru griðarstaðir, hæli og öryggi lítilmagnans, fá- tækra og sjúkra — þar var aldr- aða fólkið fjölmennast. Síðar voru það klaustrin og nú í seinni tíð er kirkja íslands farin að sinna líknar- og mannúðarmál- um meira en oft áður. Kirkjan er líkarstofnun andlega og líkam- lega talað. Það væri að bera í bakkafullan lækinn, ef ég færi að tala um hvernig málum aldraðra er kom- ið hjá okkur t dag, svo mikið hef- ur verið skrifað í blöðin, rætt um þau í útvarpi og myndir sýndar í sjónvarpi. Ber að fagna þessum áhuga, sem virðist vera hjá ýms- um um velferð aldraðra, og hefði sá áhugi vissulega mátt koma fyrr og sjást oftar í verki — en betra seint en aldrei. Að vísu er þetta ekkert nýtt. Á fjögurra ára fresti er minnzt á þetta fólk, enda hefur það ennþá kosningarétt. Nú skal allt gert fyrir alla, öllu lofað, sama sagan endurtekin. Hvað svo úr öllu verður er aftur önnur saga. En nú er runnið upp ár aldraðra og er vonandi, að það verði í raun málum aldraða fólksins til vel- farnaðar. Fátt nýtt kemur fram, kröfur til annarra frá fólki, sem hefur haldið að sér höndum, en nú á hinn að gera það, sem ógert hef- ur verið. Að mati þeira margra er flest ógert eða/ og vangert, og nú skal taka til hendinni. Svampur gleymskunnar er dreg- inn yfir flest, sem gert hefur verið í þessum efnum — en sú þjóð, sem gleymir sinni fortíð — hver verður hennar framtíð? Þó skal minnzt á nokkrar staðreyndir, sem erfitt er að komast hjá nema á einn veg — með þögn. En á ári aldraðra verður sagt frá því, að fyrsta elliheimilið tók til starfa á ísa- firði árið 1921, en í Reykjavík 1922. Þrjátíu árum síðar í Hveragerði og árið 1957 kom Hrafnista. í vor tók Hjúkrun- arheimili aldraðra í Kópavogi til starfa. Ótal margt hefur verið gert, íbúðir fyrir aldraða reistar víðs vegar í landinu, sjúkrahús, hæli, heilsugæslustöðvar — endalaus upptalning, sem gleym- ist jafnóðum. Tryggingalöggjöfin, sem sett var árið 1936 breytti ótrúlega miklu og síðar hefur þeirri lög- gjöf verið breytt og hún endur- bætt mörgum sinnum. Ný lög- gjöf um þessi mál öll er á leið- inni. Á seinni árum hefur fjöldi íbúða, hentugar eldra fólki, verið reistar fyrir almannafé, eins og áður segir. Alls konar þjónustu fær fólkið, ef á þarf að halda, enda hefur sú stefna ríkt hjá forráðamönnum þjóðarinnar, að ekki skuli reist elliheimili, held- ur hjálpa fólkinu til að vera sem lengst í heimahúsum. Hjálp við „Þegar tekizt hefur aö vekja þá öldu líknar og mannúðar, það afl, sem á bak við er, Kirkju Krists, þá þurf- um við hér á landi ekki að hafa áhyggjur af okkar aldraða fólki eða öðrum, sem þurfa á hjálp að halda.“ heimilisstörf, hjúkrun, heim- sendur matur og alls konar þjón- usta. Allt er betra, að þeirra dómi, en að fólkið fari á elli- heimili. Þetta er ekkert nýtt, þannig er það víða um lönd, en þó held ég, að nokkur breyting sé að verða þar á. Einveran, örygg- isleysið skiptir svo miklu máli fyrir fólkið, það gleymist svo oft. En hvað getum við gert öldr- uðum til hjálpar? Eflaust er það ótal margt, en hér verður aðeins rætt um eitt atriði, sem mér finnst skipta megin máli. Við þurfum að efla starfsemi kirkjunnar í líknar- og mannúð- armálum, bæði fyrir aldna sem unga. Þegar tekizt hefur að vekja þá öldu líknar og mannúð- ar, það afl, sem á bak við er, Kirkju Krists, þá þurfum við hér í landi ekki að hafa áhyggjur af okkar aldraða fólki eða öðrum, sem á hjálp þurfa að halda. Samstarfið við kirkjunnar menn hefur ávallt verið talsvert og aukizt verulega síðari árin — en kvenfélög safnaðanna í Reykjavíkurprófastsdæmi láta starfsemi fyrir aldraða mikið til sín taka, einnig önnur kvenfélög og félagasamtök víðar í landinu, og er mér ljúft og skylt að þakka öllu þessu fólki samstarf, skiln- ing og áhuga. Við þurfum að finna leiðir til þess að geta hjálpað mörgum, án þess að það kosti mjög mikið. Við þurfum að gera meira fyrir minna. Við get- um ekki komizt hjá þeirri stað- reynd, að peninga þarf til margra hluta — en betra en nokkrir peningar er áhugafólkið, sjálfboðaliðarnir, sem ávallt eru Gísli Sigurbjörnsson á Skálholts- hátíð. reiðubúnir til að rétta hjálpar- hönd. Orðin samhjálp og sjálf- hjálp koma oft fyrir í ræðu um líknar- og mannúðarmál. Á sín- um tíma kemur út bókin „Hver hjálpar hverjum?", þar sést hversu mörg þau eru í landinu, sem vinna að þessum störfum — og samt sem áður er kallað til frekari átaka og starfa — þetta er endalaust. . Brautryðjendanna er minnzt með þakklæti og virðingu, störf þeirra hafa orðið mörgum til hjálpar og blessunar. Fyrir mörgum árum var lagt fé á sparisjóðsbók, sem er i vörzlu biskupsstofu, með ósk um að afhenda hana þeim söfnuði kirkjunnar, sem fyrstur kæmi upp og starfrækti heimili fyrir aldraða. Bókin er enn ósótt. I ársbyrjun 1981 var nokkurt fé afhent dómprófastinum í Reykjavíkurprófastsdæmi ^ í sama tilgangi, en þó fylgdi tima- setning — þetta heimili skyldi taka til starfa fyrir 1. janúar 1983. Ef ekkert yrði úr, þá skyldi fjárhæðin ásamt vöxtum renna í framkvæmdasjóð prófastsdæm- isins. Enn er óvíst hvort úr framkvæmdunum verður. Sumardvöl fyrir aldraða er á vegum kirkjunnar að Löngumýri í Skagafirði, einnig sumarbúðir fyrir yngri sem eldri að Vest- mannsvatni í Suður-Þingeyjar- sýslu. Ýmis bæjarfélög og fé- lagasamtök reka einnig slíka starfsemi, að ótöldum öllum sumarferðum innanlands sem utan. Allt þetta starf er að verða mikið að vöxtum og er mikið fagnaðarefni. Þrátt fyrir allt, sem mér finnst ganga svo seint — þá gerist margt. Ástæðan fyrir því, að mér finnst svo oft, að litlu sé áorkað getur verið sú, að eftir því sem árin verða fleiri þá styttist tíminn og allt þarf að gerast svo fljótt. Ekkert skapar meiri gleði en það að sjá árangur í starfi. Hvað hægt er að gera frekar í þessum málum er spurt. Margt er óleyst, en eitt er erfiðast — að fá fólk til þess að vinna fyrir aðra. Mannúðin — hvar er hún? — líknarstarf krefst skilnings og fórnfýsi, sem oft er svo erfitt að fá. En ég held, að ein leið sé fær, sem myndi verða mörgum til hjálpar og blessunar. Hér á ég við að koma upp og starfrækja á vegum safnaða kirkjunnar dval- arheimili fyrir lúna og aldur- hnigna, oft vinafáa einstæðinga. Þetta væru sjálfseignar- stofnanir, líkt og gert var fyrir 60 árum. Sólsetur-heimilin þyrftu ekki að vera stór, rúm fyrir 15—20 manns. Friðsælt og öruggt athvarf, þar sem sam- hugur og skilningur ríkti. Allt heimilisfólkið tæki til hendi, hjálpaði hvert öðru, um leið og það hjálpaði sér sjálft. Þarna dveldist fólkið ævikvöldið, og það myndu allir reyna að gera það friðsælt og blessunarríkt. I líknar- og mannúðarstörfum þarf ekki síður en á öðrum svið- um á skipulagningu og stjórnun að halda — án þess verður oft lítið úr miklu. Þess vegna yrði haft samband á milli Sólsetur- heimilanna og þau starfræktu sameiginlega sjúkraheimili fyrir sitt fólk, sem ekki yrði er unnt að annast nema í sjúkrahúsi eða sjúkraheimili. Ræðan, sem presturinn hélt var einstæð og minnisstæð. Texti hans var „Líkklæðin hafa enga vasa.“ Árangur stórkost- legur — fyrsta Sólsetur-heimil- ið. Endalaust má ræða þessi mál — hvað gera skuli öldruðum og öðrum til hjálpar. Hver það ger- ir, skiptir ekki máli, heldur það eitt, að það sé gert strax — aldr- aðir hafa ekki tíma til að bíða — og biðin verður oft of löng. Hjálpar- og líknarstörf þarf að auka — öldruðum þurfum við að hjálpa. Reynt er með löggjöf að bæta úr, nefndir og ráð eru skipuð, skipuleggja skal allt og alla — og getur það verið gott, að vissu marki. En eitt er nauð- synlegt — að líknar- og mannúð- armálin séu unnin I anda Hans — án Hans er þetta allt svo von- laust. Að lokum þetta. í öllu líknar- og mannúðarstarfi má aldrei gleymast, að ef Drottinn byggir ekki húsið, þá erfiða smiðirnir til einskis. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar tilkynningar Lokað vegna sumarleyfa frá 9. ágúst til 23. ágúst. Eyjólfur K. Sigurjónsson, löggiltur endurskoöandi, Flókagötu 65, simi 27900. Brúnn hestur í óskilum Skaröi, Landmannahrepp, 6—8 vetra gam- all, mark biti aftan, stand fyrir aftan hægra og stand fyrir aftan vinstra meö bleikum eyrnamerkisbút nr. 150. Ef réttur eigandi hef- ur ekki gefið sig fram fyrir 17. ágúst, veröur hesturinn seldur í Skarði, þriöjudaginn 17. ágúst kl. 14.00. Hreppstjóri Landmannahrepps. Lokað vegna sumarleyfa Lögfræöiskrifstofa mín veröur lokuö vegna sumarleyfa frá 6. ágúst til og meö 29. ágúst nk. Þóröur S. Gunnarsson hdl., Óöinsgötu 4, sími 19080. fundir — mannfagnaöir Kirkja Krossins Keflavík John Peterson hefur biblíulestur í dag kl. 14.00. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður John Peterson. Allir velkomnir. Vinningsnúmer í ferðahappdrætti 5. bekkjar MR komu á eftirgreind númer: 1. 2833 3. 2396 5. 2174 7. 3535 8.-10. 3245 2. 5215 4. 4871 6. 3352 7. 3535 4174 1167. Síldarsaltendur Til sölu er mjög góöur síldarsöltunar-út- búnaður, ný hausskurðar- og slógdráttarvél á vinnupalli, síldarband fyrir handsöltun og bjóð, grindur fyrir síldartunnur, tunnuveltir á lyftara og margt fleira. Upplýsingar í síma 99-3877, 99-3870 og 99- 3725.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.