Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 5 Fyrirlestur í Stokk- hólmi um íslenskar samtímabókmenntir Furstahjónin Rainer og Grace koma út úr verzlun í Bergen ásamt börn- um sínum ('aroline og Albert. sim.mynd Verdím. (,.n8 Furstahjón á leið til Islands frá Noregi: Grace þótti fálát en Caroline brosti blítt Á NORRÆNNI menningarviku sem um þessar mundir stendur yfir í llásselby-slott í Stokkhólmi mun Jó- hann Hjálmarsson skáld, bók- mennta- og leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins, halda fyrirlestur um íslenskar samtímabókmenntir. Árlega eiga sér stað slíkar menning- arvikur í Hásselby-slott og hefur Jó- hann kynnt þar íslenskar bókmennt- ir mörg undanfarin ár. I samtali við Morgunblaðið kvaðst Jóhann nefna fyrirlestur sinn Haus Egils Skallagrimssonar og vilja með því skírskota til sam- hengis ísienskra bókmennta, hve nútímabókmenntirnar væru í Jóhann Hjálmarsson raun í nánum tengslum við fornan bókmenntaarf. Að þessu sinni kvaðst Jóhann leggja sérstaka áherslu á að fja.lla um skáldskap Haildórs Laxness vegna áttræðis- afmælis skáldsins, einkum þau merku tímamót sem urðu hjá Laxness eftir útkomu Kristni- halds undir Jökli. „Skandinavar eru alltaf forvitnir að frétta af Laxness," sagði Jóhann Hjálm- arsson. „Aðrir höfundar sem ég mun m.a. fjalla um,“ hélt Jóhann áfram, „er þjóðskáld okkar, Tómas Guðmundsson, Snorri Hjartarson, sem komið hefur til móts við endurnýjunarmenn ljóðlistar á Is- landi, og vitanlega brautryðjendur á borð við Stein Steinarr og Jón úr Vör.“ Mývatnssveit: Norðanátt eft- ir langan hlýindakafla Björk, MývatnsHveit, 10. ágúst EfTIR alllangan þurrkakafla og hlý- indi gekk til norðanáttar síðastliðinn sunnudag og fór að rigna. í gær fór hiti niður i 3 stig hér í sveitinni og gránaði i nálæg fjöll, enda töluverð úrkoma. í dag er skaplegra veður, úrkomulítið og mildara. Margir eru nú langt komnir með heyskap og hafa náð inn miklum ágætlega verkuðum heyjum und- anfarnar vikur. Hins vegar spratt víða frekar seint vegna þurrka og kulda framan af sumri. Einnig brann jörð sums staðar af sömu sökum. — Kristján. FURSTAHJÓNIN af Monaco og börn þeirra, Albert prins og Carol- ine prinsessa, höfðu skamma við- dvöl í Noregi á siglingu þeirra með skcmmtiferðaskipinu „Mermoz“ um Norðurhöf. Heimsóttu þau Geiranger, Molde og Hammerfcst og Rainer fursti skoðaði neðansjávarvísindastofnunina í Bergen á meðan Grace furstynja og Caroline litu í búðir. Norskum blaðamönnum þótti súrt í broti hve Grace furstynja var fálát og líktu henni við Gretu Garbo, sem löngum hefur verið blaðamönnum erfið. Hins vegar þótti Caroline prinsessa ákaflega elskuleg og brosti blítt við Norðmönnum hvar sem hún kom. Á meðan þær mæðgur voru umsetnar blaðamönnum fór Al- bert prins í skoðunarferð um nágrenm Bergen og vakti litla eftirtekt. Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær, er von á skemmtiferðaskipinu „Mermoz" til tslands á laugardagsmorgun. Noröurland: Víða gránaði í fjöll í fyrrinótt VÍÐA gránaði í fjöll á Norðurlandi í fyrrinótt. Kári Jónsson, fréttarit- ari Morgunblaðsins á Sauðárkróki, sagði að í gærmorgun hefði Tinda- stóll verið grár á að líta og fjöllin að vestanverðu í Skagafirði verið grá niður í miðjar hlíðar. Kári sagði að nú væri haustlegt á að líta til sjávarins. Matthías Jóhannsson, frétta- ritari Morgunblaðsins á Siglu- firði, sagði í gær að aðeins hefði gránað efst í fjöllin þar í fyrri- nótt. Matthías sagði að í fyrra- dag hefði verið mikið vatnsveður svo legið hefði við stórskemmd- um. Þorsteinn Pétursson, lögreglu- maður á Akureyri, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að Kaldbakur hefði verið alhvítur niður í miðjar hlíðar í gærmorg- un og eins hefði Hlíðarfjall grán- að niður undir skíðahótel. Þor- steinn sagði að í gær hefði snjór- inn farið úr Hlíðarfjalli en Kaldbakur væri enn hvítur. Þorsteinn sagðist hafa farið yfir Vaðlaheiði í fyrradag og hefði slydda verið á heiðinni. Fréttaritari Mbl. í Mývatns- sveit hafði sömu sögu að segja eins og fram kemur annars stað- ar í blaðinu í dag. INNLENT I^gSSSSwSw'- ftí'VjSttA*1'' _____rnorgun a serrn ww , , fnMr. Bíistoð, KeflaDik JHúsaDik. Útsölustaoir. ^ porgeirs^H - BolungarviK. —--— Bláskógar ÁRMUU 8 SÍMl'. 86080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.