Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1982 7 Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 90 ára afmæli mínu 23. júlí sl. Guö blessi ykkur öll. Þóranna Rósa Sigurdardóttir, Austurbrún 6. Hestamenn Vegna mikillar eftirspurnar eftir plássum í hesthúsum félagsins næsta vetur, eru þeir sem höföu hest á fóörum hjá félaginu síðastliöinn vetur og hyggjast hafa þá áfram, vinsamlegast beðnir aö hafa samband viö skrifstofuna og staöfesta pantanir meö greiðslu. Einnig er þeim sem hafa hug á aö koma hestum aö, bent á aö hafa samband viö skrifstofuna sími 30178. Oþið 13—18. Hestamannafélagiö Fákur. HELO SAUNA l I i Höfum ávallt fyrirliggjandi saunaofna og klefa á mjög hagstæöu veröi. c' Benco, Bolholti 4, sími 21945 Einstaklingar Minni f jölskyldur Nú er tækifæriö aö eignast glæsilegan og góöan örbylgjuofn frá Komdu til okkar og kynntu þér hvernig þú getur steikt, soðið og bakaö allan venjulegan mat á ör- skammri stund. Hvernig þú getur affryst matvæli á stuttri stund og gert þér heilsusamlega máltíð á auðveldan og hag- stæöan hátt. Meö Toshiba ofninum fylgir matreiöslunámskeiö og þú getur oröiö listakokkur eftir stuttan tíma. Viö fengum takmarkaö magn á þessu hagstæöa verði kr. 4.990.- Hagstæö kjör. Líttu viö og ræddu viö okkur um hvernig Toshiba ER 539 ofnin getur gjörbreytt matreiöslunni. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10 A Sími 16995 Halldór Svavar Petur Hver er og hvert fór lögfræðikostnaður ráðuneytisins? Halldór Blöndal og Pétur Sigurðsson, alþingismenn, báru fram fyrirspurn til Svavars Gestssonar, félagsmálaráöherra, ( byrjun apríl sl., sem ekki fékkst svaraö þó að þing stæði vel fram í maímánuð. Fyrirspurnin fjallaði um lögmannskostnað og ríkis- ábyrgð á launum, m.a. um hvaöa lögmannsskrifstofur fengu ung- ann úr þessum útgjöldum 1980 og 1981. Það sýnist ekki vera mikil vinna fyrir viökomandi ráðuneyti að taka saman svör viö svo einföldum spurningum. Engu að síður taldi ráðherra að ekki hefði unnizt tími til þess í ráðuneytinu að vinna svörin til þing- manna. Gera má ráð fyrir að spurningar þessar verði bornar fram á fyrstu dögum komandi þings í haust. Svörin ættu þá væntanlega að vera handbær. Fyrirspurnir þingmannanna Spurningarnar, sem Halldór Blöndal og Pétur Sigurösson báru fram til féíagsmálaráöherra um mánaðamótin marz-apríl sl. og ekki nægöi góöur mán- uöur til að vinna svörin við, fara hér á eftir: • I. Hve háum fjárhæöum var variö árin 1980 og 1981 til greiðslu launakrafna samkvæmt lögum um rík- isábyrgö á launum viö gjaldþrot? • 2. Hve háar fjárhæöir voru á hvoru ári fyrir sig greiddar vegna gjaldþrots aðila í Keykjavík annars- vegar og utan Keykjavíkur hinsvegar? • 3. Hvernig ákvarðar fé- lagsmálaráðuneytið greiöslur vaxta og inn- heimtukostnaöar, t.d. lögmannskostnaðar, viö greiöslur þessara krafna? Eru sömu kröfur gerðar varðandi þessa liði og gerð- ir eru til sjálfrar launa- kröfunnar, t.d. aö viöur- kenndur sé forgangsréttur kröfuliða í viökomandi þrotabú? • 4. Hvernig sundurliöast þessar greiöslur árin 1980 og 1981 í a) launakröfur launþega, b) lög- mannskostnaö, c) vexti? • 5. Hvaöa lögmanns- skrifstofur hafa á um- ræddu tímabili fengið greiddar hæstar fjárhæðir vegna innheimtukostnaðar í sambandi viö þessar kröf- ur og hve háar fjárhæðir er þar um aö ræða til hverrar um sig, td. þriggja hinna stærstu? • 6. Hver er hæsta fjár- hæö sem einstökum laun- þega hefur verið greidd samkvæmt þessum lögum? Ólafur Ragnar enn á kreiki Eggert Haukdal, alþm., svaraði spurningum frétta- manns útvarps í fvrrakvöld i tilefni af frétt í Dag- hlaöinu & Visi þá um dag- inn, sem höfö var eftir Olafi Kagnari Grímssyni, þess efnis, að Eggert Haukdal heföi lýst því yfir, aö hann mundi styðja ríkis- stjórnina. Eggert llaukdal sagöi í viðtali við útvarpiö: „Hann (þ.e. Olafur Kagn- ar) la-tur Dagblaöiö hafa eftir sér tilhæfulausa frétt í von um aö viðbrögö mín verði þess eðlis, aö hann og hans menn geti notaö þau sem átyllu til stjórnar- slita." I*essi ummæli Eggerts Haukdal minna á hinar at- hyglisverðu upplýsingar, sem fram komu í samtali Helgarpóstsins viö Sæ- mund Guðvinsson, fyrrver- andi fréttastjóra Vísis og Dagblaösins & Vísis, en hann lýsti vinnubrögðum Olafs Kagnars Grímssonar meö þessum oröum: „Ann- ars var þaö eiginlega Olafi Kagnari (irimssyni aö þakka, aö ég fór að halda uppi vörnum fyrir félagið. I>aö var þannig, að þegar skýrslan um fjárhagsstöðu Klugleiða kom út 1980, þar sem félagið taldi sig standa all vel, þá hringdi Olafur Kagnar í mig upp á Vísi einn morgun og sagöi þetta allt tómt bull og kjaftæði. Nú, þetta var alþingismaö- ur, sem hafði kynnt sér málin sérstaklega og því sló ég þessu rækilega upp á forsíðunni. En þegar Dagblaöiö kom svo út eftir hádegið meö sömu fréttina eftir Olafi Kagnari, þá fór ég aö hugsa með mér: Heyrðu félagi. Er ekki eitthvað verið að nota þig? Er ekki kominn tími til að fara að skoða þetta mál eitthvað sjálfstætt?" I m- mæli Eggerts Haukdal í út- varpinu benda til þess, að hann telji að ekki sé enn búið að stöðva þessa mis- notkun Olafs Kagnars Grímssonar á síðdegis- pressunni, þrátt fyrir þær merku upplýsingar, sem Sæmundur Guövinsson hefur nú gefið um vinnu- brögðin á þeim bæ í eina tið. Frelsið komið út Skautbúningurinn sem fjallkon- an í Kópavogi bar á þjóðhátíðar- daginn og sagt var frá í föstudags- blaði Mbl. 6. ágúst sl. er einn af fyrstu skautbúningunum, sem saumaðir voru eftir tilsögn Sig- urðar Guðmundssonar málara, en þó ekki sá fyrsti eins og hermt var í greininni. Búninginn, sem frá var greint, saumaði frú Sigurlaug Guðmundsdóttir í Ási í Hegranesi árið 1864, að því er best er vitað. En að sögn Elsu E. Guðjónssen, safnvarðar í Þjóðminjasafni ís- lands, kom Sigurlaug fyrst fram í skautbúningi, sem hún hafði sjálf Leiðrétting ÍIT ER komið fyrsta hefti tímaritsins Frelsisins 1982, en það er gefið út af Félagi frjálshyggjumanna. Ritstjóri þess er Hannes H. Gissurarson, sagnfræðingur, en ráðgjafi við rit- saumað í samráði við Sigurð mál- ara, árið 1860, og var hún fyrst skagfirskra kvenna til þess að sauma og bera þessa nýju útgáfu skautbúningsins. Er sá búningur nú í vörslu Þjóðminjasafnsins. Hins vegar tjáði Elsa E. Guð- jónssen Mbl. að erfitt væri að segja til um það nákvæmlega hvaða búningur væri sá fyrsti, saumaður eftir teikningum Sig- urðar Guðmundssonar, því að vit- að væri að um líkt leyti og frú Sigurlaug saumaði sína búninga, voru nokkrar aðrar konur að fást við sama verk. stjórn er Friedrich A. Hayek, nóbels- verðlaunahafi i hagfræði. Meðal efnis ritsins að þessu sinni er, að þess er minnst að Ólafur Björnsson, prófessor, er nýlega orðinn sjötugur, og eru af því tilefni birtar ýmsar greinar Frelsify um efni er hann hefur fengist við á ferli sínum: Grein er um tekju- jöfnuð eftir Vilhjálm Egilsson, hagfræðing, og um sameignar- fyrirbærið eftir Þorvald Búason, eðlisfræðing. Þá eru í ritinu grein- ar um tvær bækur frá síðasta ári, Ólaf Thors eftir Matthías Johann- essen og Velferðarríki á villigöt- um eftir Jónas Haralz. Greinar þessar rita þeir Guðmundur Magnússon, háskólarektor, og Hannes Gissurarson. Enn má nefna af efni Frelsisins, að þar eru birtir styttri ritdómar um ýmsar nýjar og nýlegar bækur, svo sem um bók Vilhjálms Hjálmarssonar, fyrrum menntamálaráðherra, Raupað úr ráðuneyti. Forsíðumyndin er af Ólafi Björnssyni, prófessor, og ritið hefst á löngu viðtali við hann und- ir fyrirsögninni „Ég er bjartsýnn því ég trúi á skynsemi mann- anna“. Bátar til sölu 10 lesta bátur byggður 1976. 15 lesta bátur byggður 1980. 26 lesta bátur byggður 1976 51 lesta bátur byggður 1955 mikið endurnýj- aður. Höfum kaupendur að öllum stærðum báta. Skiþ og fasteignir, Skúlagötu 63, símar 21735 og 21955.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.