Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 Ingimar Ingimars- son - Minningarorð Fæddur 13. maí 1920 I)áinn 2. ágúst 1982 ' Gentfinn er góður drengur, hugljúfi þeirra, sem honum kynntust. Ingimar Ingimarsson fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1920, son- ur hjónanna Sólveigar Jónsdóttur og Ingimars Kjartanssonar, bæði Árnesingar að uppruna. Ingimar ólst upp ásamt 9 systk- inum að Laugarási í Laugardal, sem þá var langt utan þéttbýlis Reykjavíkur. Ingimar kvæntist Valgerði Sig- urðardóttur árið 1943. Börn þeirra eru tvö, Sigurður, vörubifreiða- stjóri, og Inga Gerður, sem starfar á Skattstofunni í Reykjavík. Heimili Ingimars og Valgerðar hefur lengst af staðið að Kirkju- teigi 23. Faðir Ingimars stundaði nokk- urn búskap með öðrum störfum á uppvaxtarárum Ingimars. Ingi- mar hóf strax og geta leyfði að starfa við búskap föður síns. Hann kynntist, áður en vélvæðing ís- lensks landbúnaðar hófst, hvers konar bústörfum sem unnin voru með hestum og hestaverkfærum og annaðist m.a. keyrslu í annarra þágu á hestvögnum. Þannig vann hann t.d. í grunni fyrir Háskóla íslands 1937-1938 við að flytja brott grjót og önnur jarðefni á hestvögnum. Þegar Ingimar hafði aldur til, hóf hann akstur vöru- flutningabifreiða og vann við þann akstur um árabil. Starfið var mikið fólgið í flutningi á grjóti, sem Ingimar reif upp sjálfur með haridafli og handverkfærum, hlóð bíl sinn með og seldi í gatnagerð og uppfyllingar. Árið 1944 hóf Ingimar rekstur stórra fólksflutningabifreiða í hópferða- og sérleyfisakstri í sam- vinnu við bróður sinn, Kjartan. Fólksflutningafyrirtækið Kjartan og Ingimar varð á fáum árum vei þekkt og umsvifamikið í þessari atvinnugrein um 25 ára skeið. I hópi viðskiptavina var Mennta- skólinn í Reykjavík. Sem nemi þar kynntist ég Ingimari fyrst. Marga ferðina fór ég ásamt skólasystkin- um með Ingimari. Stundum á sóldögum blíðum að loknu vetr- arnámi, en einnig ferðir á skíði og í Sel Menntaskólans í Reykj.adal í Ölfusi. í vetrarferðum sköpuðust oft óvænt hinir mestu erfiðleikar í ófærð og moldviðrishríðum, en alltaf kom Ingimar farkosti og farþegum á áfangastað, þótt hægt miðaði stundum. Yfirgefnar bif- reiðir, fastar í ófærð, heftu jafnvel ekki för Ingimars. Dæmi voru þess, væri ekki annars kostur, að hann losaði slíkar bifreiðir, þann- ig að þær væru ekki hindrun, og héldi síðan áfram för sinni. Vegaþjónusta var í þá tíð ekki til jafns við það sem nú er og sjaldnast varð lengra farið en það sem menn gátu bjargast sjálfir. í miklum snjóþyngslum komst Ingi- mar oft leiðar sinnar með akstri utan vega um hæðir og rima, því hann gjörþekkti umhverfið og vissi nafn á hverju kennileiti. Flestum, sem þá voru samtímis á ferð, þótti það bestur kostur að gerast sporrekjendur hans. Með starfi sínu ávann Ingimar sér traust allra þeirra, sem honum kynntust. Hann var einstaklega verkhagur og kunni nánast ráð við hverjum vanda. Skaphöfnin var traust og jafnaðargeð hans hagg- aðist ekki hvað sem á gekk. Til marks um hvaða traust var borið til Ingimars sem ökumanns og ferðamanns, er m.a., að þeir miklu ferðagarpar og rektorar Menntaskólans í Reykjavík, Pálmi heitinn Hannesson og Einar Magnússon, leituðu mjög eftir því að hafa Ingimar með í ferð, þegar eitthvað skyldi fara, sem á reyndi. Oft kom fram hjá Pálma rektor, að hann hefði vart áhyggjur af ferðum nemenda skólans yfir Hellisheiði í Selsferðum, þó farið væri í tvísýnum vetrarveðrum, ef Ingimar var við stjórnvöl bifreið- ar eða í hópi ökumanna, væru þeir fleiri. Ingimar var í forystusveit öku- manna og ferðagarpa, sem á árun- um fyrir og eftir 1950 leituðu leiða um hálendi íslands. Marga frækna för fór hann með félögum sínum um öræfaslóðir. I mörgum ferð- anna var Einar Magnússon, rek- tor, fararstjóri. Ymsar leiðir, sem þeir völdu í ferðum þessum, eru síðan almennt farnar og þannig stuðluðu þeir að því að opna al- menningi dýrðir hins íslenska bláfjallageims. En þess munu einnig dæmi, að enginn hafi reynt að rekja slóðir þeirra frá þessum árum. I starfi sínu kynntist Ingimar mörgum, vináttubönd bundust og síðar í lífinu mætti hann víða góðu frá þeim, sem hann ferðaðist með sem unglinga, t.d. skólanemum og skátum. Það gladdi hann jafnan. Rekstur hópferðabifreiða var og er ef til vill enn mjög krefjandi starf. Árum saman voru frístund- ir Kjartans og Ingimars næsta fá- ar. Nótt var lögð við dag í starf- inu, en þeir voru stæltir og vel studdir af eiginkonum sínum. Ingimar vann lengst af á þessum árum að viðgerðum á bifreiðum fyrirtækisins milli þess sem hann ók. Fyrir allmörgum árum hætti Ingimar útgerð stórra bifreiða og ók síðustu árin leigubíl, auk þess að sinna öðrum verkefnum, því hann var sístarfandi og unni sér sjaldnast þeirrar hvíldar, sem flestum mönnum er nauðsynleg talin. Ingimar hafði allt frá æskudög- um yndi af hestum og kunni vel með þá að fara. Síðustu árin átti hann hesta og gaf sér stundir til að sinna þeim. Hann hafði næmt mat á hestum og gerði háar kröfur um gerð reiðhesta sinna, enda var hann jafnan vel ríðandi. Hestar hans báru merki ræktar hans og umhyggju. Ingimar var óvenju ráðsnjall í glímu við ótamda fola. Varð ég oft vitni að því. Barngóður var Ingimar, enda leituðu börn og unglingar mjög samvista við hann, þegar kostur var, í vinnuskúrnum hans eða hesthúsinu. Skilningur sá og um- burðarlyndi, sem hann sýndi þeim, mátti oft verða foreldrum til áminningar og eftirbreytni. Hjálpsemi var mjög ríkjandi eig- inleiki í fari Ingimars. Hann taldi aldrei eftir sér tíma né fyrirhöfn við að gera öðrum greiða og hann gaf oft af sjálfum sér. Ég og fjölskylda mín áttum Ingimar lengst að vini. Margs góðs er að minnast. Með söknuði kveðj- um við hann í einlægri þökk fyrir að hafa notið vináttu hans. Blessuð sé minning Ingimars. Sveinbjörn Dagfinnsson í dag er til moldar borinn föð- urbróðir minn, Ingimar Ingi- marsson, en minning mín um hann nær svo langt sem ég man eftir mér, þar sem við bjuggum um tíma í sömu íbúð, foreldrar mínir og Ingi, Gerða og Siggi, en síðan í sama húsi, þar til leiðir skildi vegna stofnunar eigin heim- ilis bæði hjá mér og Sigga. Þegar litið er til baka eru þessar tvær fjðlskyldur sem ein heild, eða þar til urðu slit á samstarfi þeirra bræðra. Til gamans sagt, þegar ég var spurð um hver pabbi væri, var ósjaldan sagt: „Nú, ert þú dóttir Kjartans og Ingimars?", svo nánir voru þeir bræður. Þó að tengsl þeirra bræðra hafi minnkað á síð- ustu árum lét Ingi það ekki ganga yfir okkur systkinin. Ég á margar góðar og glaðar minningar að ylja mér við. Eg þakka Inga og eftirlif- andi konu hans, Gerðu, liðnar stundir, svo ekki sé minnst á Sigga, sem ég lít á fremur sem bróður, þó langt sé á milli sam- verustunda nú. Inga Gerður mín, þínar stundir eru ekki gleymdar, þær eru geymdar. Ég votta ykkur öllum dýpstu samúð mína og það gera faðir minn og systkini líka. Megi Ingi hvíla í friði og Guð blessa minningu hans og styrkja eftirlif- andi konu hans börn og móður. Þóra Kjartanz Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línuhili. t Móöir mín, SIGURBJÓRG HELGADÓTTIR, andaöist á elliheimilinu Grund, þann 30. júli sl. Jaröarförin hefur fariö fram. Fyrir hönd vandamanna, Helgi K. Rasmuasen. t GUONI GUÐNASON, Símonarhúsi, Stokkseyri, andaöist aö Vistheimilinu Kumbaravogi, mánudaginn 9. ágúst. Jaröarförin auglýst síöar. Börn og tengdabörn. t HERTA KJARTANSSON veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Áslaug H. Kjartansson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, JÓN BJARNASON, bryti, Ránargötu 35, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 12. ágúst kl. 10.30. Þuríöur Baldvinsdóttír, Gréta Jónsdóttir, Vöggur Jónsson, Unnur I. Jónsdóttir, Halldór Einarsson, Áslaug E. Jónsdóttir, Siguröur Sigurjónsson, Hulda Jónsdóttir, Baldvin Jónsson, Ásgeröur Guöbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar og móöursystir, ÞÓRHILDUR ÓLAFSDÓTTIR, fyrrum forstööukona, Austurbrún 4, lést í Borgarspítalanum 6. þ.m. Útförin fer fram tra Dómkirkjunni fimmtudaginn 12. þ.m. kl. 13.30 Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Styrktarfélag vangefinna. Sigríður Gísladóttir, Þóra Helgadóttir, Kristín Helgadóttir Kvaran, Gísli Ólafsson, Ólafur Helgason, Guömundur Helgason. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur og systur, SIGURVEIGAR ÁSVALDSDÓTTUR, Gautlöndum, Mývatnssveit. Sigurgeir Pótursson, Sígríöur Jónsdóttir og systkiní hinnar látnu. t Þökkum auösynda samúö og vinarhug viö andlát og útför eigin- konu minnar og móöur, BRYNDÍSAR ANNASDÓTTUR, Gnoðarvogi 24, Reykjavlk. Hans Nielsen og börn. t Þökkum öllum þeim er auösýndu okkur samúö og hjálp í veikind- um og viö andlát móöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu okkar, JÓHÖNNU M. SÆMUNDSDÓTTUR frá Nykhóli, er lést í Borgarsjúkrahúsinu þann 1. júlí sl. Elín Þorsteinsdóttir, Þórhallur Friðriksson, Sæmundur Þorsteinsson, Sólveig Kristjánsdóttir, Höröur Þorsteinsson, Ósk Guójónsdóttir, Einar Þorsteinsson, Eyrún Sæmundsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Verslun okkar og skrifstofa veröa lokaðar eftir hádegi á morgun, miövikudaginn 11. ágúst, vegna jaröarfarar Viggós Björgólfssonar. Vélasalan hf. Verksmiðjur okkar veröa lokaðar eftir hádegi miövikudaginn 11. ágúst vegna jaröarfar ar Þorvalds B. Gröndal, rafvirkjameistara. Smjörlíki hf. Sól hf. Lokað vegna jarðarfarar, miðvikudaginn 11. ágúst eftir há- degi. Vélasalan hf., Ánanaustum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.