Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 Minning: Viggó Sigurður Björgólfsson Fæddur 29. október 1916 Dáinn 2. ágúst 1982 Ekki hvarflaði það að mér þegar ég sat með æskuvini mínum hér á heimili mínu 31. júlí sl., að það yrði okkar síðasti fur.dur hérna megin landamæra líís og dauða. Að morgni 2. ágúst var mér tjáð að Viggó hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu hér t bæ. Viggó Sigurður Björgólfsson var fæddur 29. október 1916 að Fitjum á Miðnesi. Hann var eldri tveggja barna hjónanna Katrínar Vig- fúsdóttur og Björgólfs Björgólfs- sonar sem þar bjuggu. Fyrstu kynni okkar Viggós hófust á hinu góða og gestristna heimili þeirra að Fitjum um 1930. Síðan hefur ekkert skyggt á einlæga vináttu okkar. Viggó var meira en meðalmaður á hæð, fríður sínum og snyrti- menni hið mesta. Námsmaður var hann góður. Snemma fékk hann áhuga á vélum og tækjum í fiski- bátum, sem þá voru að ryðja sér til rúms. Hann settist á skólabekk í vélskólanum og lauk þaðan minna vélstjóraprófi 23. desember 1939. Árið 1940 vorum við á sama fiskiskipi. Eftir þá vertíð hóf hann störf við vélaviðgerðir á fiskiskip- um. Árið 1947 lýkur hann yfirvél- stjóraprófi og meistaraprófi í vélvirkjun lauk hann árið 1952. Hann starfaði um langan tíma í Vélsmiðju Hafnarfjarðar við mjög góðan orðstír. Viggó var einn þeirra manna, sem önnuðust við- gerðir og viðhald á togara- og bátaflota Hafnfirðinga á árunum 1943—51. Oft var hann að vinna um borð í þessum skipum, sem stunduðu landróðra héðan, við hin verstu skilyrði. Vinnuaðstaðan var þá hin versta í bátunum sjálf- um, sem voru illa varðir gegn vá- lyndum veðrum, þótt þeir væru í höfn komnir. Eg vil þakka vini mínum Viggó góðar ráðleggingar og vel unnin störf um borð í bátn- um sem ég stjórnaði á þeim tíma. Þann 12. október 1947 gekk hann að eiga eftirlifandi eigin- konu sína, frú Ástu Vigdísi Jóns- dóttur, dóttur hinna mætu hjóna frú Sesselíu Magnúsdóttur og Jóns Gests Vigfússonar hér í bæ, sem látin eru fyrir nokkrum árum. Viggó og Ásta lifðu í farsælu hjónabandi. Þau hófu búskap sinn að Hverfisgötu 56 hér í bæ og síð- an að Hólabraut 13 í Hafnarfirði. Það var gott að sækja þau heim. Heimili þeirra bar vott um mikla sam-heldni og reglusemi. Þeim varð 3ja barna auðið. Jón Gestur, tölvufræðingur, kvæntur Þor- björgu G. Gunnarsdóttur og eiga þau 4 börn, Katrín Sigríður, flugfreyja, sem er gift Ronald Miller, búsett í Bandaríkjunum, Vigfús Örn, starfsmaður Pósts og síma, sem enn er í foreldrahúsi. Ennfremur hafa þau Viggó og Asta alið dótturson þeirra, Viggó Þóri Þórisson, sem er þeim sér- staklega kær. Árið 1970 var Viggó kallaður til starfa við vélgæslu og til að kenna verðandi vélstjórum meðferð og viðhald véla í fiskibátum á vegum FAO í Uganda. Á þeim tíma var ég einnig starfsmaður FAO, sem skipstjóri, og áttum við mjög ánægjulegt samstarf þar. Hann var sem fyrr sérstaklega lipur, laginn leiðbeinandi. Hann naut mikillar virðingar þarlendra nem- enda sinna. Eftir að ég kom heim að loknu starfi hjá FAO, hefur vinátta okkar haldist óslitin. Það var gott að leita til Viggós, þegar vanda bar að höndum, sama hvers eðlis vandinn var. Viggó var ætíð svo rólegur og yfirvegaður. Það virtist ekkert koma honum úr jafnvægi. Nú þegar Viggó er allur er mikið skarð fyrir skildi. Við hjónin vottum Ástu, börn- unum og barnabörnum okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðj- um Guð að styrkja þau í þeirra mikia harmi. Guðjón Illugason Kvcðja frá Vélasölunni Mánudaginn 2. ágúst barst okkur sú harmafregn, að sam- starfsmaður okkar, Viggó Björg- ólfsson, hafði látist í svefni þá um morguninn. Var þar mjög sköpum skipt, frá því við kvöddumst heil og hress föstudaginn fyrir versl- unarmannahelgina, enda okkur þá síst í huga, að búið yrði að höggva slíkt skarð í hópinn okkar, þegar við mættum næst til vinnu. Sennilega vill það oft verða svo í fámennum fyrirtækjum, að nánari tengsl skapist milli starfsmanna en ella. Þó svo að hver einstakling- ur hafi sitt verksvið, þurfa allir að vinna með hinum, að vera hluti af heildinni, til að vel megi takast. Viggó var hluti af þessari heild okkar, enda búinn að starfa í Vélasölunni hátt á annan áratug. Hann var lærður vélsmiður, og hafði auk þess í gegnum árin viðað að sér víðfeðmri tækniþekkingu á flestum þeim sviðum, sem stanf- semi Vélasölunnar nær til. Auk þess hafði Viggó til að bera sér- staka samviskusemi í garð fyrir- tækisins og viðskiptavina þess, og óha>tt er að fullyrða, að þeir, sem hann átti samskipti við, treystu honum og dómgreind hans full- komlega. Við vissum öll, að Viggó gekk ekki heill til skógar og þurfti að gæta heilsu sinnar, þótt sjálfur léti hann lítið á slíku bera. Hann gat tekið þátt í gleðskap með okkur hinum, þegar svo bar við, og enginn var gáskafyllri en hann, þegar slegið var á léttari strengi. Svo var og síðasta daginn, sem hann fvllti okkar hóp. Gott er að hugsa til þess nú, þegar við kveðjum góðan félaga. Við vottum eiginkonu hans, Ástu Vigdísi Jónsdóttur, börnum þeirra og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Samstarfsfólkið Þorvaldur B. Gröndal rafvirkjameistari Fæddur 25. september 1915 Dáinn 3. ágúst 1982 Kynni mín af Þorvaldi hófust er ég var rétt nýbyrjaður sem lærl- ingur í Landssmiðjunni, en þau hófust með því, að hann fann að því að við strákarnir stæðum illa að verki sem við vorum að fram- kvæma og lét hann okkur heyra það og sýndi okkur hvernig fara ætti að. Þannig var hann í framkomu ef hann var ekki ánægður með unnið verk eða ekki á sama máli. Þá lá hann ekki á skoðun sinni. Hann var hreinskiptinn, hreinskilinn og hjálpsamur. Sama var upp á ten- ingnum, þegar ég hóf störf sem forstjóri, þá kom hann fram við mig á sama hátt og er ég var lærl- ingur. Þorvaldur var frábær fag- maður og mjög fjölhæfur, enda ólst hann upp í iðngrein sinni við erfiðar aðstæður. Þá var ekki hægt að hlaupa út í búð til að kaupa eitt og annað sem vantaði eða þá að fá það sent í flugi eftir einn til tvo daga. í þá daga urðu menn að bjarga sér. I þessum skóla lærði Þorvaldur. Landssmiðjan hefur ávallt haft með höndum margþætt störf, og það var sama hvort leysa þurfti viðgerðir í skipum eða á flóknum vélum eða öðrum útbúnaði, Þor- valdur leysti málin. Þorvaldur var mjög hjálpsamur og rétti okkur vinnufélögum sín- um oft hjálparhönd þegar eitthvað bilaði í rafmagnstæki eða á heim- ilum okkar, hann taldi ekki eftir sér þau spor. Iðnaður okkar ís- lendinga hefur þróast þannig að stærri vinnustaðir eiga í vaxandi mæli í samkeppni við töskuvið- gerðamenn. Ekki fyrir svo löngu voru starfandi fjölmenn raf- magnsverkstæði sem gátu fram- kvæmt og staðið að stærri verk- efnum, en nú hefur þetta snúist við og erfitt að standa fyrir slíku. Þetta þótti Þorvaldi miður og ræddi oft, aðallega vegna þess að þá væri ekki hægt að hafa há- þróaða tækni í iðninni og nota fullkomin tæki. Þorvaldur vildi að iðngrein sín fengi að þróast og lét það óspart í ljós, að það væri ekki hægt nema stærri verkstæði gætu lifað og starfað. Þorvaldur var búin að vera í fríi frá Landssmiðj- unni í rúmt ár, en ávallt kom hann við til að sjá hvernig gengi. Við vinnufélagar hans söknum góðs vinnufélaga og samhryggjumst eftirlifandi eiginkonu hans, börn- um og skyldmennum. Ágúst Þorsteinsson Steinbeck segir einhvers staðar að sumir menn séu þeirri náttúru gæddir að allar vélar gangi mjúk- legar og betur, þegar þeir eru ná- lægt. Eg veit af eigin reynslu að þetta er rétt, því svo oft heyrði ég ganghljóðið í vélasalnum breytast, þegar Þorvaldur B. Gröndal gekk um salinn, þó að sjálfsagt hafi það líka spilað inn í myndina að það gerði þá ekki svo mikið til þó að ein vél eða svo stoppaði, fyrst Þorvaldur var á staðnum. En það var ekki nóg með að all- ar vélarnar gengju betur, allt gekk betur, skapið léttist hjá mann- skapnum, spaugsyrðin flugu og vinnan varð léttari og skemmti- legri, þegar Valdi birtist með sitt glaðlega bros. Þannig reyndist Valdi mér í alla þá áratugi, sem við unnum saman, traustur og góður félagi, afbragðs verkmaður og persónulegur vinur. Ég held á engan sé hallað þó ég segi að enginn hafi unnið eins langan tíma að tæknivæðingu þess fyrirtækis, sem ég vinn hjá, og hann, eða í tæplega fjóra áratugi. Hann tók virkan þátt í að breyta fyrirtækinu úr frumstæðu iðnfyr- irtæki, þar sem aðeins voru tveir eða þrír rafmótorar, í hátækni- vætt framleiðslufyrirtæki, þar sem miklum hluta vélakostsins er stjórnað og stýrt með örtölvum og honum tókst að halda svo við og endurnýja upphaflega menntun sína að hann var alltaf feti á und- an þróun vélbúnaðarins. Eg veit að ég mæli fyrir munn alls starfsfólks fyrirtækisins, þeg- ar ég lýsi söknuði mínum við frá- fall hans, langt fyrir aldur fram, og bið góðan Guð að styrkja og hugga Jórunni, börnin, tengda- börnin og barnabörnin í þeirra miklu sorg, en ef til vill má það verða þeim til huggunar að „orstír deyr aldregi, hveim sér góðan get- ur“. Davíð Sch. Thorsteinsson Aðfaranótt 3. ágúst sl. andaðist að heimili sínu Þorvaldur B. Gröndal rafvirkjameistari og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju í gær. Þorvaldur kenndi fyrst fyrir 4 árum sjúkdóms þess er leiddi hann til dauða, en fram að þeim tíma virtist hann vera vel heilsu- góður maður. Núna um mitt sumar fann hann til lasleika og var lagður inn á Borgarspítalann til rannsóknar. Gaf sú rannsókn ekki til kynna að svona stutt væri til loka. Var Þorvaldur kominn heim aftur fyrir viku, er hann lést mjög snögglega og fékk rólegt andlát. Þorvaldur fæddist í Reykjavík þann 25. september 1915 og var hann næstyngsta barn hjónanna Benedikts Þ. Gröndal kennara og konu hans, Sigurlaugar Guð- mundsdóttur. Önnur börn þeirra hjóna voru Sigurður, veitingamað- ur og skólastjóri, Eiríkur bifvéla- virki, Ragnheiður, Valborg hús- móðir, Haúkur framkvæmdastjóri og Ingi tónlistarkennari og er hann einn eftir á lífi þeirra systk- ina. Þorvaldur fór strax og hann hafði getu og þroska til að vinna fyrir sér og aðstoða foreldra sína við framfærslu heimilis, því ekki voru efnin mikil á bernskuheimili hans fremur en margra annarra á þeim tíma. Fljótlega eftir að hann hafði aldur til, aflaði hann sér réttinda til að aka bíl og gerðist ökumaður hjá Smjörlíkisgerðinni Smára og síðar hjá Afgreiðslu smjörlíkisgerðanna, en Haukur bróðir hans var þar framkvæmda- stjóri. Tengsl hans við smjörlíkis- gerðirnar slitnuðu aldrei þó hann færi þaðan til annarra starfa, því að hann var rafvirkjameistari fyrirtækisins til dauðadags og ein- göngu sl. 1 'k ár við endurbyggingu fyrirtækisins. Þann 5. júní 1943 kvongaðist Þorvaldur Jórunni Ástu Stein- grímsdóttur Gunnarssonar, öku- kennara, og konu hans, Þuríðar Guðjónsdóttur, en þau voru bæði ættuð frá Eyrarbakka. Á fyrstu hjúskaparárum þeirra var heldur þröngt í búi, enda hóf Þorvaldur um líkt leyti nám í rafvirkjun, en með miklum dugnaði og ráðdeild tókst þeim á nokkrum árum að byggj a sér myndarlegt hús að Nökkvavogi 19, en þar var heimili þeirra í 28 ár, eða þar til þau minnkuðu við sig og fluttu í Espi- gerði 20. Þau Jórunn og Þorvaldur voru mjög samhent um allt sem þau tóku sér fyrir hendur, enda virtist sem allt færi þeim vel úr hendi. Á heimili þeirra var alltaf gott að koma og þar leið öllum vel. Ég minnist með mikilli ánægju vina- og fjölskylduboða við ýmis tækifæri. Yfir þeim var einhver sá blær, sem við hin kunnum ekki að framkalla, en þótti svo sjálfsagður þar. Fyrir þær samverustundir skal nú þakkað. Þorvaldur og Jórunn hlutu það sem dýrmætast er öllum foreldr- um, mikið barnalán. Börnin urðu 4: Sigurlaug f. 27/2 1945, húsmóðir búsett í Grindavík, Steingrímur f. 9/10 1946, viðskiptafræðingur, Benedikt f. 12/4 1953, flugumferð- arstjóri og formaður hjálparsveit- ar skáta í Reykjavík, og Ólafur f. 19/9 1958, nemandi í raftækni- fræði. Er hann einn eftir í foreldrahúsum. Hin hafa öll stofn- að heimili og eru barnabörnin orð- in 6 og 1 barnabarnabarn. Þorvaldur nam iðn sína í Segli sf., og starfaði þar í nokkur ár að námi loknu, eða þar til hann réðist til Landssmiðjunnar, fyrst sem rafvirki en varð fljótlega verk- stjóri og meistari rafvirkjadeild- ar. Starfaði hann hjá fyrirtækinu í nær 30 ár, eða þar til hann fékk árs leyfi til starfa hjá sínu gamla fyrirtæki sem fyrr segir. Þorvaldur lét félagsmál raf- virkja sig nokkru varða. Var hann varaformaður félags þeirra 1952 og 1953, en auk þess var hann í trúnaðarmannaráði og samninga- nefnd félagsins í nokkur ár. Reyndist hann þar oft notadrjúg- ur. Eins og bræður hans, Haukur, sem var einn af stofnendum tón- listarfélagsins og ágætur fiðlu- leikari, og Ingi, fiðluleikari og tón- listarkennari, var Þorvaldur mjög tónelskur þó hann léki ekki á hljóðfæri. Hann hafði ágæta söngrödd og söng um tíma með Karlakór Reykjavíkur. Það var hann sem kom mér fyrst í kynni við sígilda tónlist. Man ég vel, að það var 6. sinfónía Beethovens sem opnaði þennan leyndardóm fyrir mér. Þegar við höfðum lokið við að hlusta á sinfóníuna, sagði Þorvaldur fremur hreykinn og ekki laus við stríðni: „Nú hefur Grétar hlustað á heila sinfóníu og ekki sagt orð á meðan.“ Þorvaldur hafði mikla ánægju af ferðalögum um landið og var á seinni árum mjög virkur félagi í Ferðafélagi íslands. Hefir hann átt sæti í skálanefnd félagsins í nokkur ár og unnið þar gott og mikið starf og oft reynst tillögu- góður. Sérstaklega var honum annt um skálann í Þórsmörk og er þáttur hans í þeirri endurbygg- ingu, sem gerð hefur verið á skál- anum í sumar, ekki lítill. Vil ég fyrir hönd félagsins og stjórnar þess þakka honum störf hans þar. Við, sem nutum þeirrar gæfu að mega telja Þorvald til vina okkar, munum ekki gleyma honum. Þar fór góður drengur. Eg votta Jórunni, börnum henn- ar og öðrum ættingjum virðingu mína og djúpa samúð. Grétar Eiríkssón Grænland Eiríks rauða komin út MBL. hefur borizt bókin „Er- ik den Rödes Gronland" eftir Knud J. Krogh, sem gefin var út í tilefni þess að þúsund ár eru liðin frá því Eiríkur rauði fann Grænland. Bókin er bæði á dönsku og græn- lenzku og þar er gerð grein fyrir, hvernig íslenzku inn- flytjendurnir skópu sjálf- stæða grænlenzka menningu. Tvær íslenzkar fornsögur eru birtar í bókinni í nýrri þýð- ingu Hans Bekker Nielsens. Bókin er í stóru broti, prýdd fjölda mynda og prentuð á myndpappír. Nat- ionalmuseets Forlag í Kaup- mannahöfn gefur bókina út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.