Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 27 Tímamótaleikur? Valsmenn gegn ÍBV í 1. deild að Hlíðarenda á laugardaginn? EFTIR því sem Morgunbladið komst næst í gærkvöldi, benti flest til þess að Valsmenn mvndu leika 1. deildar leik sinn í knattspyrnu gegn ÍBV á laugardaginn á grasvellinum sínum við Hlíðarenda. Ekki hafði verið tekin endanleg ákvörðun um málið, en líkurnar voru yfirgnæf- andi. Málið átti að skýrast endan- lega í dag. Valsmenn hafa um alllangt skeið verið með mál þetta í sigt- inu, þeir eiga ágætan grasvöll og hafa unnið að því að kom fyrir boðlegum aðstæðum fyrir vallar- gesti. Ef úr þessu verður, er óhætt að segja að um tímamótaleik sé að ræða, því þetta verður þá í fyrsta skiptið sem Reykjavíkurlið leikur 1. deildar leik á eigin velli. Leikur Vals og ÍBV fer sem fyrr segir fram á laugardaginn og hefst hann klukkan 14.00. Ef af verður verður sjálfsagt mikið um dýrðir f tilefni dagsins. Ingi Björn ... drjúgur markaskorari. Ingi Björn jafnaði markamet Matthíasar ÞEGAR Ingi Björn Albertsson skor- aði fyrsta mark Vals í 4—1-sigri liðs- ins gegn ÍBÍ á ísafirði á laugardag- inn, náði hann merkilegum áfanga. Það var 95. mark hans í 1. deild, en markið jafnaði markamet Matthías- ar Hallgrímssonar og hafa því báðir skorað 95 mörk. Hermann Gunn- arsson, einn Valsarinn enn, er I þriðja sætinu með 94 mörk, en bætir varla við sig þvi hann er hættur að leika með meistaraflokki. Ingi Björn er í góðri aðstöðu til að hirða metið, því hann leikur enn með Val á fullri ferð og hefur verið í ham að undan- fornu, skorað mörk í tveimur siðustu leikjum liðsins. Karl stóð sig vel. • Laurie Cunningham skrifar bér undir samning við Real Madrid 1979. Likur eru nú taldar á þvi að hann snúi aftur til WBA f Englandi. Cunningham til Albion? ENSKA knattspyrnufélagið West Bromwich Albion er nú að reyna að fá útherjann Laurie Cunningham til liðs við sig aftur, en liðið seldi hann til spánska félagsins Real Madrid fyrir nokkrum árum. Cunningham hefur aldrei náð sér almennilega á strik á Spáni þar scm hann hefur verið rajög óheppinn með meiðsli siðan hann hóf að leika þar. Ronnie Allen, einn af forráða- mönnum WBA og fyrrverandi framkvæmdastjóri liðsins, sagði að spánska félagið hefði gefið vil- yrði fyrir því að Cunningham fengi til að byrja með að koma til Englands og æfa með sínu gamla liði. Sveinn sigraði í öldungaflokki KEPPNI lauk í öldungaflokki á Sveinn Snorrason GK á 169 högg- landsmótinu í golfi á Grafarholts- um, Gunnar Pétursson NK varð vcllinum í gær. Án forgjafar sigraði annar á 170 höggum, og Hólmgeir Bikarkeppni KSÍ Undanúrslit í kvöld í KVÖLD fara fram leikir í und- anúrslitum Bikarkeppni KSÍ. ís- landsmeistarar leika gegn Akur- nesingum á Laugardalsvelli og í Keflavík eigast við lið ÍBK og KR. Báðir leikirnir hefjast kl. 19.00. Ef jafnt verður eftir venjulegan leiktíma verður framlengt, og byrja leikirnir því fyrr en venju- lega. Guðmundsson varð þriðji á 171 höggi. í keppni með forgjöf sigraði Sigurjón Hallbjörnsson GR á 139 höggum, Ástráður Þórðarson GR varð annar á 141 höggi, og Lárus Arnórsson GR sló 145 högg. Eftir tvo daga, er staðan í 3. flokki sú, að Olafur Guðjónsson hefur forystu, hefur leikið á 186 höggum, en Þorsteinn Lárusson er annar á 188 höggum. Þrír kepp- endur hafa slegið 191 högg hver. Að holunum 36 loknum er Ómar Kristjánsson GR efstur í 2. flokki á 174 höggum. Gengið vel í Kerlingarfjöllum Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum hefur nú í sumar starfað síðan 22. júní, en starfseminni lýkur 29. ágúst. Nú stendur yfir síðasta fjölskyldu- námskcið sumarsins, en eftir eru tvö sex daga unglinganámskeið sem hcfjast 15. ágúst og eitt fimm daga sem hefst 25. ágúst. Mikill og góður snjór hefur ver- ið og er í skíðabrekkunum í Kerl- ingarfjöllum ágætis skíðafæri. Skíðanámskeiðin hafa yfirleitt verið fullskipuð og alltaf mjög fjölmennt um helgar. Síðasta helgarferðin á vegum skólans verður nú á föstudag, 13. ágúst. Mjög hefur verið glatt á hjalla í skíðaskólanum í sumar eins og fyrri daginn, jafnt á skíðum sem á kvöldvökunum, þar sem mikið er sungið og menn losa sig við harð- sperrur og strengi með hressi- legum dansi. Þess má geta, að skíðalandsliðið var við vel heppnaðar æfingar í Kerlingarfjöllum eina viku í lok júlí og verður þar aftur allan seinni hluta ágústmánaðar, fyrst lið unglinga og síðan hinir eldri. Ferðaskrifstofan Urval og um- boðsmenn hennar um allt land taka við bókunum í námskeið Skíðaskólans. Frá Kerlingarfjöllum. „Mer tokst vel uppM — sagöi Karl Þórðarson „NEI, ég skoraði nú ekki, en mér tókst ágætlega upp, og lagði upp eitt marka okkar í leiknum. Gaf fyrir markið og Þjóðverjinn Krause skall- aði í netið,“ sagði Karl Þórðarson atvinnumaður með Laval i Frakk- landi, er blm. spjallaði við hann. Fyrsta umferð 1. deildarinnar í Frakklandi var leikin í gærkveldi og unnu Karl og félagar hans góðan sigur á Sochaux, 3—1. Lið Teits Þórðarsonar, Lens, vann einnig. Það sigraði lið Nancy með tveimur mörkum gegn einu. Bæði „Islendingaliðin" léku á heimavelli. Að sögn Karls lek Teitur ekki með í gærkvöldi, en hann á við einhver meiðsl að stríða um þess- ar mundir. „Ég veit nú ekki hvort meiðslin eru alvarlegs eðlis, ég hef ekki talað við Teit nýlega. En ég las í blöðunum að forráðamenn liðsins þyrðu ekki að taka áhættu með því að láta hann leika. Meðal annarra úrslita voru þau að meist- ararnir frá Monaco töpuðu fyrir Bordeaux á útivelli, en Bordeaux virðist hafa eitthvert tak á meist- urunum. Liðin áttust fjórum sinn- um við á síðasta keppnistímabili, í deild og bikar, og fyrrnefnda liðið bar ávallt sigur úr býtum. Kynvillingarnírfá ekki aö halda Ól DÓMSTÓLL í San Francisco, Kali- forníu, hefur meinað samtökum kyn- yillinga -að halda þar sérstaka Olympíuleika kynvilltra. Segir dómstóllinn að bandaríska Ólympíu- nefndin sé eina báknið þar i landi sem hafi rétt til að nota nafn þetta. Kynvillingaleikarnir áttu að hefjast í San Francisco 28. ágúst. Sjálfsagt fara þeir fram þrátt fyrir bannið, en finna verður að öllum líkindum nýtt nafn. Þó er það ekki endanlega víst, því kynvillingarnir áfrýjuðu úr- skurðinum og 19. ágúst verður málið tekið fyrir. Talsmaður mótshaldara segir að það sé athyglisvert að bandaríska Ólympíunefndin hafi aldrei kært aðrar hreyfingar fyrir að nota nafngiftina, til dæmis hafa farið fram Ólympíuleikar fatlaðra og fleira mætti ugglaust tína til. Þá sagði talsmaðurinn að það kynni að brjóta í bága við lög og reglur um málfrelsi ef kynvillingunum yrði meinað að kalla mótið Ólympíuleika. Talsmaður Ólympíunefndarinn- ar var á allt öðru máli eins og vænta mátti. Hann sagði: „Að kalla þessa leika Ólympíuleika mun skaða hina raunverulega Ólympíuleika, sérstaklega fyrir þær sakir að það eru kynvillingar sem standa að þeim og keppa. Þá er þess að geta, að þessir leikar eru einungis fyrir kynvillinga, en hinir raunverulegu Ólympíuleikar eru öllum opnir. Þessi hópur sam- þykkti 18. janúar síðastliðinn að nota ekki nafnið „Ólympíuleikar", en 1. júní voru þeir aftur farnir að nota nafnið og fóru ekki leynt með. Þessir menn eru raunveru- lega að keppa við sjálfa Ólympíu- leikana með þessu móti." • Haraldur Olafsson frá Akureyri er meðal þátttakenda á HM ungl- inga í lyftingum í Brasilíu. reistur seinni partinn á mánudag, og lóðin sem nota átti, voru enn í tolli. Þá hótuðu brasilísku þátt- takendurnir að hunsa keppnina þar sem fæði þeirra og húsnæði var mun lélegra en annarra kepp- enda. „Við munum að sjálfsögðu halda þessa keppni hér, hvernig sem við förum að því. Allir keppendur eru mættir á staðinn og við getum ekki farið að senda þá heim,“ sagði Wlademir Aloia, einn af forráða- mönnum lyftingasambandsins. Aloia sagði að þeir hefðu beðið HM unglinga í lyftingum: Allt í steik Heimsmeistarakeppni unglinga í lyftingum átti að hefjast í Brasiliu á mánudagskvöldið, en skv. síðustu fréttum var vafi á því hvort hún gæti hafist á réttum tíma. Keppnin átti að fara fram í Rio de Janiero, en móts- haldarar þar ákváðu aö hætta við allt saman á síðustu stundu. Pallurinn, þar sem keppendur áttu að lyfta, hafði ekki verið í Brasilíu! um aðstoð frá yfirvöldum og hefði verið lofað að lóðin yrðu leyst úr tolli. Þá sagði hann að pallur yrði byggður hið snarasta. Keppendur frá 39 löndum voru komnir til Brasilíu á mót þetta, þ.á m. einn Islendingur eins og við höfum sagt frá, Haraldur Ólafs- son frá Akureyri. — SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.