Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 28
Síminn á afgreiöslunm er 83033 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 Bankaráðsfundur Seðlabankans í dag: Tillögur um vaxtahækk- un og gengisfellingu Ráðherrarnir Svavar Gests- son, Steingrímur Hermanns- son og Gunnar Thoroddsen koma til fundar ráðherra- nefndar og efnahagsnefndar ríkisstjórnarinnar í Stjórn- arráðinu síðdegis í gær. MorgubUiU/ GuJVjón Á BANKARÁÐSFUNDI, scm bodaður hefur verió í dag, verður væntanlega, samkvæmt heimildum Mbl., gengið frá tillögum til rikisstjórnarinnar um 10 til 15% gengisfellingu, auk hækkunar á inn- og útlánsvöxtum. Hugsanlegt er að gjaldeyrisdeildum bankanna verði þvi lokað þar til gengið hefur verið frá nýrri gengisskráningu. Ráðherranefnd, sem fjallaö hefur um efnahagsmálin að undanförnu, og í eiga sæti Gunnar Thoroddsen, Steingrímur Hermanns- son og Svavar Gestsson, fundaði í gær og kemur hún saman á ný í dag. Það verður væntanlega hún sem ákveður í umboði rikisstjórnarinnar hver geng- isfellingin verður að fenginni tillögu Seðlabankans. Á ríkisstjórnarfundi, sem hald- inn var í gærmorgun, voru efna- hagsmálin til umræðu. Þar voru væntanleg bráðabirgðalög um vísitöluskerðingu til samræmis við ASÍ-samningana ítarlega rædd og einnig ákveðnir þættir verðlagsmála. Engar endanlegar ákvarðanir voru þó teknar á þeim fundi. Síðdegis fundaði ráðherra- nefnd ásamt efnahagsnefnd ríkis- stjórnarinnar og var þar tekin ákvörðun um gengisfellinguna og vaxtahækkanirnar samkvæmt heimildum Mbl., en það hefur leg- ið í loftinu í nokkurn tíma að til slíkra aðgerða skuli gripið. Kl. 16 kom þingflokkur Alþýðu- bandalagsins saman til fundar. Þar voru efnahagsmálin enn til umfjöllunar og er ljóst að mikið ber í milli Framsóknarflokks og Alþýðubandalags um hverjar áframhaldandi efnahagsaðgerðir verði. Samstaða hefur náðst um að sett verði bráðabirgðalög um vísi- töluskerðingu í samræmi við ASI-samningana og munu þau lög væntanlega sjá dagsins ljós í næstu viku. Alþýðubandalags- menn hafa ekki verið á eitt sáttir Forseti íslands ræðir við Ronald Reagen 8. sept. FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, mun hitta forseta Bandaríkjanna, Ronald Keagan, að máli þann 8. september næstkom- andi, samkvæmt Heimildum sem Morgunblaðið hefur aflað sér. Þá verður forseti íslands staddur í Washington vegna opnunar sýn- ingarinnar „Seandinavia today“. Forseti Islands er boðinn til hádegisverðar í Hvíta húsinu 8. september og munu þjóðhöfð- ingjarnir hittast að máli um morguninn. Hinir fulltrúar Norðurlandanna við opnun sýn- ingarinnar eru einnig boðnir til hádegisverðarins, en einungis forseti íslands mun hitta Banda- ríkjaforseta að máli þá um morg- uninn. um gengisfellinguna og vaxta- hækkanirnar, en þó veitti þing- flokkur þeirra Svavari Gestssyni umboð til að ganga frá gengisfell- ingu á bilinu 10—15%, þó með því skilyrði að hann héldi sig við lægri mörkin. Það kom þó fram á fund- inum í gær, að fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í bankaráði Seðla- bankans, sem verður Þröstur Ólafsson í fjarveru Inga R. Helga- sonar, hafði ekki ákveðið endan- lega hverja afstöðu hann myndi taka til gengisfellingarinnar á fundi ráðsins í dag. Innan stjórn- arliðsins var því í gærkvöldi talið geta brugðið til beggja vona um hvort takast muni að ná saman um tillögur Seðlabankans í dag eða hvort fresta verður afgreiðslu þeirra þar til hlutirnir liggja skýr- ar fyrir. Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra: Borðliggjandi að við fáum ekki nýja flugstöð „ÞAÐ ER orðið borðliggjandi, eða allar likur sem benda til þess að við fáum ekki nýja flugstöðvarbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Alþýðubanda- lagsmenn hafna þeirri tillögu sem ég lagði fram og það kemst enginn yfir þetta ákvæði i stjórnarsáttmálanum nema þá fuglinn fljúgandi," sagði Ólafur Jóhannesson utanríkisráð- herra, er Mbl. spurði hann í gær hver staðan væri í flugstöðvarbygg- ingarmálinu, en afgreiðslu þess var frestað á ríkisstjórnarfundi i gær-> morgun. Ólafur sagðist Vænta þess að málið yrði afgreitt á næsta fundi ríkisstjórnarinnar, sem boðaður hefur verið á þriðjudag í næstu viku. „Það mun þá reyna á þetta og ég mun leggja mína áherslu á að fá þetta samþykkt. En alþýðu- bandalagsmenn hafa látið i ljós sína afstöðu og stjórnarsáttmál- inn segir skýlaust, að ekkert verði framkvæmt ef ekki er full sam- staða." Ólafur var þá spurður, hvort einhverjar málamiðlunartillögur hefðu komið fram, t.d. um minni byggingu. „Nei, þær virðast ekki Maður fórst í bílslysi SEXTÍU OG fjögurra ára gamall maður fórst í bílslysi í Borgarfirði eystri aðfaranótt mánudagsins sl. Bíll sem hann ók fór út af vegin- um og hafnaði í skurði og var maðurinn látinn þegar að var komið. Slysið átti sér stað skammt utan við bæinn Hofströnd, austan- megin fjarðarins. Maðurinn hét Ólafur Pálmi Þorsteinsson og bjó hann í Borg- arfirði eystri. Hann var fæddur 9. júní 1918. Til verkfallsboðunar gæti komið um mánaðamótin — segir Kristján Thorlacius formaður BSRB „Það kom okkur verulega á óvart er við fengum þær fréttir að hug- myndin væri að skerða vísitöluna með bráðabirgðalögum,*' sagði Kristján Thorlarius formaður BSRB í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær. „Við áttum að vísu von á að þetta kæmi inn í viðræðurn- ar með einhverjum hætti, en ekki með tilkynningu um bráðabirgða- lög,“ sagði Kristján. „Af okkar hálfu er það alveg ljóst að við skoðum þessi mál í samhengi, skoða verður grunn- kaupshækkanir og vísitölumálin í samhengi," sagði Kristján er hann var spurður hver áhrif hin nýja staða hefði á samningaviðræðurn- ar. „Við litum á þetta sem eina heild, og fordæmum það að lög- binda eigi þessi mál í stað þess að útkljá þau við samningaborðið. Ef ekki semst og til verkfalla kemur, verður það trúlega um næstu mánaðamót, en engar ákvarðanir hafa þó verið teknar um dagsetn- ingar," sagði Kristján. „Það ber einnig að hafa í huga að hjá okkur er þessum málum á nokkuð annan veg farið en hjá ASÍ, verkfall verður til dæmis að boða með hálfs mánaðar fyrirvara, og síðan kemur sáttatillaga frá sáttasemj- ara og atkvæðagreiðsla um hana með ákvæðum um ákveðna lág- markskjörsókn. Þannig að jafnvel þótt við boðum verkfall, frestun á því komi fram og við til dæmis fellum sáttatillögu, þá tekur þetta mánuð. En að sjálfsögðu vonum við að ekki þurfi að koma til verk- fallsaðgerða og við leggjum allt kapp á að ljúka samningum fyrir 1. september.“ Sjá nánar á miðopnu. finnast," svaraði hann. Hann sagði í lokin, að sér fyndist anzi hart að þurfa að skilja við flug- stöðvarbyggingaráformin á þenn- an hátt og bætti við: „og þetta er alvarlegast af því að þessi fjár- veiting frá Bandaríkjamönnum tapast með þessu, fjárveitingar- heimildin rennur út núna 1. októ- ber.“ I tilefni af ummælum Ólafs og þeirri umræðu sem átt hefur sér stað um ástand flugstöðvarbygg- ingarinnar á Keflavíkurflugvelli spurði Mbl. Steingrím Her- mannsson samgönguráðherra, hvort reynt yrði að lagfæra bygg- inguna á einhvern hátt þar sem fyrirséð virtist að ekki yrði ráðizt í byggingu nýrrar. Hann sagði í upphafi samtalsins, að hann hefði alltaf verið hlynntur byggingu nýrrar flugstöðvar og einnig væri það sitt álit að Bandaríkjamenn ættu að greiða hana að fullu, þar sem hún væri þáttur í aðskilnað- inum, en hann sagði eins og Ólaf- ur það ljóst vera að stjórnar- sáttmálinn réði í þessu máli. I tilefni af umræðum um slysa- hættu og ástand byggingarinnar í dag sagði Steingrímur: „Ég held að það sé nú alltaf málaður skrattinn á vegginn í öllum slíkum málum. Auðvitað er gamla bygg- ingin orðin allt of lítil, en það er líka furðulegt að allar þær flug- vélar sem koma til landsins skuli ailar koma á sömu klukkustund- inni og auðvitað má reikna þörf fyrir stóra byggingu út frá því, en svo stendur hún tóm 20 klukku- stundir sólarhringsins."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.