Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 19 Samtök óháðra ríkja: Franski kappakstursmaðurinn Didier Pironi grætur af sársauka meðan gert er að sárum hans til bráðabirgöa eftir að hann lenti í árekstri á æfingu fyrir Grand Prix-keppnina sem fór fram í Hockenheim. Pironi brotnaði á báðum fótum og handleggsbrotnaði. Halda Indverjar toppfundinn? Nýja Delhi, Indlandi, II. ápíst. AP. ÍRAKSTJÓRN hefur nú formlega beðið Indland að halda sjöunda toppfund Samtaka óháðra ríkja, sem átti að hefjast í Bagdad fyrri hluta næsta mánaðar, samkvæmt upplýsingum frá talsmanni stjórn- valda í Indlandi í dag. Stjórnvöld á Indlandi hafa sam- þykkt að halda fundinn ef það er vilji meðlimanna. Saddam Hussein, forseti írak, lagði einnig til í bréfi til Indiru Gandhi forsætisráðherra að utanríkisráðherrar ríkjanna hittist í Bagdad eins og ráðgert hafði verið annan og þriðja sept- ember til að ákveða nýja dag- setningu fyrir fundinn. Hann bauðst einnig til að halda fund- inn sem ráðgerður er árið 1985 í írak. Eina skilyrðið sem Indland setur er að öll ríkin séu sammála um að halda fundinn þar, en ír- an, Sýrland og Libýa hafa öll til- kynnt að þau muni ekki taka þátt í honum verði hann haldinn í írak. Bretland: Samúðarverkfall hjá prenturum London, II. ágúst. AP. ENGIN dagblöð komu út í Englandi í dag eftir að 1000 prentarar hófu 24 klukkustunda samúðarverkfall til stuðnings við kröfur starfsfólks sjúkrahúsanna. Verkfall þetta lamaði útgáfu allra þeirra níu landsmálablaða sem eru prentuð í London, en eig- endur þeirra segja að prentun þess hluta blaðanna sem fer fram í Englandi hafi farið fram eftir áætlun í gærkvöldi. Verkfall starfsfólks á sjúkra- húsum hefur haft þau áhrif að 60 prósent allra ríkisrekinna sjúkra- húsa sinna nú aðeins neyðarþjón- ustu. Farið er fram á 12 prósent launahækkun, en stjórnin sem þegar hefur hækkað tilboð sitt í tvígang neitar að fara hærra en 7,5 prósent á laun hjúkrunarfræð- inga og 6 prósent á laun annars starfsfólks, sem er liður í baráttu þeirra við verðbólgu. Leiðtogi stærsta verkalýðsfé- lags starfsfólks á sjúkrahúsum segist hafa hvatt prentara til að halda áfram störfum sínum og fara ekki í samúðarverkfall þar “ sem slíkt gæti haft í för með sér minnkandi stuðning almennings við málstað þeirra. 180 látizt á flótta frá Austur-Berlín Berlín, II. á|0JNt. AP. Mannréttindasamtök í Vestur- Berlín sögðu í yfirlýsingu í dag að 180 manns hefðu fallið fyrir kúl- um kommúnista ellegar látizt er þeir stigu á jarðsprengjur, frá því að Berlinarmúrinn var reistur fyrir 21 ári. Hópur þessi kennir sig við 13. ágúst, en þann dag árið 1961 hófu kommúnistar að reisa múr- inn. Tveir hafa látizt á þessu ári. Fjöldi þeirra sem komizt hefur frá Austur-Berlín til Vestur- Berlínar hefur minnkað en er samtals 188 þúsund. Það sem af er þessu ári hafa aðeins 110 komizt vestur yfir, enda hefur eftirlit mjög verið hert af hálfu Austur-Þjóðverja. Skriðuföll á Formósu Taipei, II. ágúsi. AP. NÍTJÁN manns að minnsta kosti dóu þegar mikil skriða féll á þorp á Taiwan í dag og hreif með sér hreysi og kofa og hvað sem fyrir varð. Miktar rigningar á þessu svæði hafa hleypt af stað hinum verstu skriðuföllum á Taiwan, þótt ekki sé vitað um mannskaða fyrr en nú. Ný sending in.ia f i.i v.ci ii11( i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.