Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 8 kr. eintakið. Látalæti fjármálaráðherra Inýlegum kjarasamningum ASÍ og VSÍ var samið um 2,9% skerðingu á verðbótum launa. Það er hin rétta og hefð- bundna leið að aðilar vinnumarkaðarins semji um einstök kjara- atriði í frjálsum samningum, sem helzt þurfa að vera byggðir á ráðandi efnahagsstaðreyndum í þjóðarbúskapnum á hverri tíð. Hliðstæðir samningar hafa ekki verið gerðir milli fjármála- ráðherra og BSRB. Hinsvegar hefur Ragnar Arnalds, fjármála- ráðherra Alþýðubandalagsins, kunngert fjölmiðlum, að hann og ríkisstjórnin hafi látið semja drög að bráðabirgðalögum, sem feli í sér 2,9% skerðingu á verðbótum launa til opinberra starfsmanna. Ut af fyrir sig er það rétt og eðlilegt, að sömu reglur gildi um verðbætur á laun bæði hins almenna og opinbera vinnumarkað- ar. Það er hinsvegar lærdómsríkt fyrir launþega almennt að sjá fjármálaráðherra Alþýðubandalagsins í þessu hlutverki laga- smiðs, sem hyggur á einhliða skerðingu verðbóta á laun, í ljósi þeirrar himinhrópandi hræsni um kjaramál sem talsmenn Al- þýðubandalagsins hafa baðað sig í undanfarin ár. Hver man ekki orð eins og „kauprán" og „kosningar eru kjarabarátta"? Það hefur enn einu sinni komið berlega á daginn, hvað Al- þýðubandalagið hafði í huga, er það flaggaði slagorðinu „kosn- ingar eru kjarabarátta", þegar fjármálaráðherra sýnist reiðubú- inn til að ganga einhliða á verðbætur launa með setningu bráða- birgðalaga, enda er Alþýðubandalagið óumdeildur Evrópumet- hafi í pólitískum tvískinnungi. Kemst enginn samtíma henti- stefnuflokkur í álfunni með tærnar þar sem það hefur hælana á þeim vettvangi. Tilburðir fjármálaráðherra til að réttlæta þessar fyrirhuguðu stjórnvaldsgerðir gagnvart ríkisstarfsmönnum eru og allir hinir broslegustu. Þegar hann talar til ASÍ-manna segir hann að samræmi þurfi að ríkja á þessum vettvangi, sem má til sanns vegar færa. Hins vegar segir hann við BSRB-menn að þessi fyrirhugaða svipting verðbóta á laun þeirra skipti þá engu máli, þar eð þeir fái hana aftur eftir annarri leið, þ.e. í nýrri kaup- hækkun, sem nú standi samningar um. Ef þessi væntanlega kauphækkun BSRB-fólks á að vera „í samræmi" við samninga ASI og VSI, eins og ríkisstjórnin segist stefna að í öðru orðinu, getur fjármálaráðherra naumast bætt þeim 2,9%, sem rýra á verðbætur opinberra starfsmanna um, til samræmis við rýrðar verðbætur annarra launþega í landinu, ofan á sambærilega grunnlaunahækkun og verkafólk fékk. Þá væri komið nýtt ósamræmi, verkafólki í óhag. Orðaleppar fjármálaráðherrans standast því ekki og gegnir furðu, að jafn rökvís maður og ráðherra er oft á tíðum skuli grípa til jafn gegnsærra blekkinga, sem raunar eru móðgun við dómgreind hins almenna borgara í landinu. Hér er enn eitt dæmi á ferð, til viðbótar ótalmörgum öðrum, sem sýna Alþýðubandaiagið í ljósi hræsni, hentistefnu og tví- skinnungs, sem sagði til sín í verulega rýrðu kjósendafylgi þess í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Sú fylgisrýrnun var þó að- eins upphafið að því, sem á eftir að koma enn betur fram í næstu Alþingiskosningum. Og það segir sína sögu, að sameiginlegur ótti Alþýðubandalags og Framsóknarflokks við komandi þing- kosningar er helzta, og raunar eina haldreipi áframhaldandi stjórnarsamstarfs þeirra. „Sérstök verkefni“ án ákvarðanatöku Það kom fram í svari iðnaðarráðherra við fyrirspurn á Al- þingi um starfshópa og nefndir á vegum iðnaðarráðu- neytisins, að þóknun til nefndaskarans, sem var 50 þúsund ný- krónur 1980, fjórfaldaðist 1981 og varð 204 þúsund krónur. Á sama tíma hækkuðu greiðslur til einstaklinga og fyrirtækja, sem „störfuðu að sérstökum verkefnum" á vegum ráðherrans, úr 636 þúsund 1980 í 5.648 þúsund 1981, sem er hérumbil níföldun. Engar sögur fara enn af þessum kostnaði 1982. Starfshópa-hali iðnaðarráðherra er bæði langur og litríkur. Færi ekki vel á því að það komi eins og ein ákvarðanataka upp úr skýrsluhrúgun- um? Sundurlyndið hamlar aðgerðum eftir Einar K. Guðfinnsson, Bolungarvík Sú var tíðin, að núverandi ríkis- stjórn þótti einkar samstæð. Stuðningsmenn hennar gumuðu af einhug. Hún var oft borin saman við skammlífa vinstri stjórnina, ’78—’79, og talið að hún bæri af, sakir eindrægni. — En nú er öldin önnur. Þrátt fyrir að öllum sé ljóst að þunglega horfi í efnahagsmál- um okkar, sitja ráðherrarnir að- gerðarlausir. Þeim er vandinn Ijós, en sundurlyndi og deilur rík- isstjórnarsinna gera það að verk- um að brýn úrlausnarefni eru lát- in sitja á hakanum. Það þótti mikið fagnaðarefni á Þjóðviljanum í eina tíð, að þróun peningamála í fyrra var hagstæð. Forsíðan var undirlögð fögnuðin- um og ritstjórar skrifuðu glaðir leiðara um áfangann. Það skipti alþýðubandalagsmenn litlu máli að peningamálaþróunin stafaði að mestu af stefnu sem þeir höfðu sjálfir barist gegn. En það er önn- ur saga. hróun peningamála Nú greinir Seðlabankinn frá því að peningamálin stefni í aðra átt. Innlán vaxa hægar en áður. Og það sem enn verra er: útlán hafa stóraukist. Fyrir vikið hlýst af jafnvægisleysi á peningamörkuð- unum í landinu, með afleiðingum, sem gæta mun um langa hríð. Mestu mistök á efnahagssviðinu á síðasta áratug voru við stjórn peningamála. Við erum enn að súpa seyðið af þeim mistökum. Fjármagnsflótti úr bankakerfinu og tilfærsla frá sparifjáreigendum til skuldara er blettur sem seint verður afmáður. Svo virtist sem í fyrra væri að byrja nýr sóknar- tími á þessu sviði. En raunin varð þó önnur. Það er kunnara en að frá þurfi að segja, að gjaldeyrisstaða bank- anna hefur versnað mikið á þessu ári. Að hluta til stafar það af minnkandi útflutningi. Innflutn- ingsæði síðustu mánaða á þó ekki minni þátt. í yfirlitsriti Seðla- bankans, Hagtölum mánaðarins, segir orðrétt (sjá júníhefti). „I stað þess að vera meginorsök pen- ingamyndunar, eins og á síðasta ári, hafa gjaldeyrisviðskipti nú dregið lausafé af peningamark- aðnum.“ InnflutningsæÖi ■Svipað er upp á teningnum þeg- ar litið er á utanríkisviðskiptin í heild sinni. Innflutningsalda, sem Seðlabankinn segir að stafi af „verðbólgu- og gengisfellingarótta og spákaupmennsku", setti svip sinn á utanríkisviðskiptin síðari hluta ársins í fyrra og enn frekar á þessu ári. Á fyrsta ársþriðjungi þessa árs jókst vöruinnflutningur á föstu gengi um 17 prósent, en útflutningurinn um tæp 7 prósent. Gengið fellur — verðlag hækkar Gengið, sem ríkisstjórnin ætlaði sér í fyrra að festa, er nú á fleygi- ferð niður á við. Talið er að gengi íslensku krónunnar hafi að rneðal- „Gengið, sem ríkis- stjórnin ætlaði sér í fyrra að festa, er nú á fleygiferð niður á við. Taíið er að gengi ís- lensku krónunnar hafi að meðaltali lækkað um tæp þrjú prósent á mán- uði á þessu ári og gengi Bandaríkjadalsins er nú um 50% hærra en um áramótin.“ tali lækkað um tæp þrjú prósent á mánuði á þessu ári. Og gengi Bandaríkjadalsins er nú um 50% hærra en um áramótin. Sömu sögu er að segja um verð- iagið. Niðurtalning Framsóknar- flokksins hefur skilað þeim árangri að verðbólgan er nú senni- lega á milli 50 og 60 prósent. Þjóð- hagsstofnun spáir því, að með sama áframhaldi verði hún komin í 70—80 prósent fyrri hlutann á næsta ári. Skefjalausar samdrátt- araðgerðir ríkisstjórnarinnar á síðasta ári, sem höfðu nærfellt kollsiglt atvinnufyrirtækjunum í stórum stíl, hafa því reynst minna en gagnslausar. Allar fórnir ein- staklinga og fyrirtækja hafa reynst til einskis færðar. — Það er Kinar K. Guðfinnsson ekki að furða, þó að framsóknar- menn séu stoltir af niðurtalning- unni. Hver græðir? Einn er þó sá aðili sem hagnast hefur af ástandinu í landinu. Og hver skyldi það vera? Ekki er það atvinnulífið. — All- ir eru sammála um að staða undir- stöðuatvinnugreinanna sé einkar bágborin um þessar mundir. Tap útgerðar og frystingar nemur a.m.k. eitthvað á annan tug pró- senta. Svipaða sögu er að segja af iðnaðinum. Á sama tíma boða for- ráðamenn landbúnaðar að bændur I landinu þurfi að skera bústofn sinn; Miklu meira en áður hefur þekkst á svo skömmum tíma. Ekki eru það launþegar lands- ins. Fáum blandast hugur um að atvinnuöryggi þeirra er nú minna en í háa herrans tíð. Kjör þeirra hafa sannarlega versnað. Og í sjálfum aðalkjarasamningnum sömdu launþegar um það að skerða sín eigin kjör um næstu mánaðamót. Forseti Alþýðusam- bands Islands lýsir líka stöðu for- ystu ASÍ þannig að hún sitji nú uppi með Svarta-Pétur. En stóri bróðir, ríkisvaldið, hann þarf ekki að kvarta. Það hef- ur nefnilega heldur betur vænkast hagur Strympu. Tekjuskattur í Reykjavík er sagður hafa hækkað um 70 prósent. Og óbeinar skatt- tekjur jukust í fyrra meira en dæmi eru um. Sem dæmi má nefna að aðflutningsgjöld voru 89 prósent hærri í fyrra en hitteð- fyrra, innflutningsgjöld af bifreið- um 178 prósent hærri. Svipaða sögu er að segja af fyrri hluta árs- Nú velta menn fyrir sér að flytja suður alþingismann eftir Halldór Blöndal, í síðustu viku sátum við þingmenn fund með atvinnumálanefnd Akur- eyrar og fulltrúum byggingariðnað- armanna. Tilefnið var ekki skemmti- legt. Byggingaframkvæmdir hafa dregist svo saman á Akureyri að ekki er hægt að jafna til neins árs innan þess tíma, sem sambærilegur getur talizt. í stuttu máli er ástandið þannig, að engin umtalsverð verk- efni liggja fyrir á haustdögum, — eftir að komið er fram í október eða nóvember. Fyrirtækin hafa búið sig undir þennan dauða með þvi að hafa fyrra fallið á með uppsagnir. Hér er því uggur i mönnum. Jafnaldrar mínir og þeir sem yngri eru þekkja fæstir atvinnuleysi nema af afspurn. Sízt af öllu er það tilhlökkunarefni ungum mönnum að þurfa nú að búa sig undir að bæta úr þeim reynslu- skorti. Við gátum séð þetta fyrir Ég sá í Morgunblaðinu á dögun- um, að menntamálaráðherra hafði tekið á sig rögg og skrifað forsæt- isráðherra bréf um bágar atvinnu- horfur hér fyrir norðan. Við mun- um það frá því í haust, að forystu- menn SÍS efndu til fundar með starfsmönnum sínum, þingmönn- um, bæjarfulltrúum, bankamönn- um og fleiri til þess að freista þess að opna augu ráðamanna fyrir því, sem var að gerast hér á Akureyri og auðvitað í þjóðfélaginu öllu í at- vinnumálum. Flestir okkar tóku orð þeirra SÍS-manna alvarlega. Við skildum, að þótt SÍS-hring- urinn sé öflugur, er hann einungis hluti af því samfélagi sem við búum í. Sé rekstrargrundvöllur ekki fyrir hendi fyrir starfsemi SÍS, er hann heldur ekki fyrir hendi fyrir aðra nema að því marki, sem einstaklingsframtakið er frjórra og á auðveldar með að laga sig að breyttum aðstæðum. I þeim samanburði má þó ekki gleyma, að SÍS hefur greiðari að- gang að fjármagni en einkafyrir- tæki og innan vébanda þess starfa fjölmargir einstaklingar, sem hafa tileinkað sér vinnubrögð einka- framtaksins og búa yfir mikilli hæfni og starfsreynslu. Ég nefni ullariðnaðinn sem dæmi. Iðnaðar- deild SÍS hefur tekizt að vinna framleiðslu sinni dýrmæta mark- aði erlendis með vakandi sölu- starfsemi og framúrskarandi hönn- un. Þessi grundvallarsannindi skildi menntamálaráðherra ekki í haust. Hann lét SÍS-fundinn fara í skapið á sér. Hann lét á sér skiljast, að forystumenn SÍS væru framsókn- armenn og ættu þess vegna að tala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.