Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 Hafnar þeirri flug- stöðvarbyggingu, sem teiknuð hefur verið — segir meðal annars i greinargerð frá Alþýðubandalag- inu vegna flugstöðvarbyggingar á Keflavíkurflugvelli Mbl. barst í gær fréttatilkynning frá AlþýAuhandalaginu í tilefni um- mæla Olafs Jóhannessonar utanrík- isráðherra í Mbl. í gær vegna flug- stöóvarbyggingarinnar á Keflavikur- flugvelli. Segir í fréttatilkynningunni aó eftirfarandi greinargerð og tillög- ur Alþýóubandalagsins hafi verið lagðar fyrir ríkisstjórnina. Fara greinargerðin og tillögurnar í heild hér á eftir: „Alþýðubandalagið vekur at- hygli á því, að í sameiginlegri greinargerð flugstöðvarnefndar- innar kemur fram, að veruleg far- þegafækkun hefur orðið í milli- landaflugi um ísland, samkeppn- isstaða íslensku flugfélaganna hefur versnað og framtíðarþátt- taka Islendinga í samkeppnisflugi yfir Atlantshafið er í algerri óvissu. Flugstöðin, sem teiknuð hefur verið á Keflavíkurflugvelli, er miðuð við allt aðrar og eldri for- sendur. Henni var ætlað að taka mið af stórfelldri farþegaaukn- ingu, en í staðinn hefur orðið veruleg fækkun. Henni var ætlað að þjóna vaxandi Atlantshafs- flugi, en í staðinn hefur það minnkað um rúmlega helming og gæti hætt alveg á næstu misserum eða árum. I sameiginlegu áliti flugstöðvarnefndarinnar segir, að hætti íslendingar þátttöku í sam- keppnisfluginu yfir Atlantshafið, hafi forsendur fyrir hönnun flugstöðvarbyggingarinnar breyst í svo veigamiklum atriðum, að endurhönnunar verði þörf. Alþýðubandalagið er sammála þessari aðvörun nefndarinnar og þeirri gagnrýni sem kemur fram í séráliti Olafs Ragnars Grímsson- ar á þá tegund flugstöðvar, sem nú hefur verið teiknuð. Þessi flugstöð er allt annarrar gerðar en flestar evrópskar flugstöðvar. Þær er hægt að stækka og minnka eftir þörfum, en þessa flugstöð verður að reisa alla í einu. Flugstöðin er of stór og verður mjög dýr í rekstri. Nýtanlegt rými hennar er % af aðalbyggingu DeGaulle- flugstöðvarinnar í París, sem ætl- að er að anna einhverri mestu flugumferð í stórborgum Evrópu. Flugstöðin í Helsinki, sem er álíka stór og þessi flugstöð, annar 1.700.000 farþegum á ári, en um- ferðin hér í millilandaflugi Flug- leiða er aðeins um 270 þús. Með hliðsjón af þessu hafnar Alþýðubandalagið að ráðist verði í að reisa þá flugstöðvarbyggingu, sem teiknuð hefur verið á Kefla- víkurflugvelli. Alþýðubandalagið er einnig algerlega andvígt því að bandarísku hernaðarfjármagni verði varið til að reisa íslenskt samgöngumannvirki, enda er slík fjármögnun í andstöðu við grundvallarreglur efnahagslegs sjálfstæðis, sem flestir íslenskir stjórnmálamenn telja sig fylgj- andi. Alþýðubandalagið leggur hins vegar til, að þeirri fjárhæð, sem í fjárlögum íslenska ríkisins tengist flugstöðvarbyggingu á Keflavík- urflugvelli, verði varið til að hanna aðra og minni flugstöð, hagkvæmari og hentugri, sem samrýmist betur raunveruleikan- um í þróun íslenskra flugmála. Við hönnun byggingarinnar verði tekið mið af heildaráætlun um úr- bætur í íslenskum flugmálum og hliðsjón höfð af óvissunni, sem því miður ríkir um framtíð mikilvæg- ustu þáttanna í flugrekstri íslend- inga. Þar eð verulegur hluti hönnun- arvinnu og þjálfunar, sem fengist hefur við gerð fyrirliggjandi Bandaríski ísbrjóturinn Northwind í Sundahöfn BANDARÍSKI ísbrjóturinn Northwind mun leggjast að bryggju í Sundahöfn í dag. Northwind er skip bandarísku strandgæslunnar og dvelur það hér í nokkra daga til að hvíla áhöfnina og taka vistir. Skipið verður til sýnis al- menningi næstu þrjá daga, þ.e. föstudag, laugardag og sunnu- dag, frá klukkan 9 til 11 og frá kl. 13 til 16. Yfirmaður skipsins er comm- ander W.A. Anderson. teikninga getur nýst við hönnun hagkvæmari og smærri bygg- ingar, ættu nýjar teikningar að geta orðið tilbúnar á næsta ári. Þótt nokkrum viðbótartíma verði varið til að hanna flugstöðv- arbygginguna að nýju og gera hana hagkvæmari og sveigjan- legri, er ljóst að slík bygging gæti engu að síður verið fullbúin og komist í notkun á skemmri tíma en hin stóra og óhagkvæma flug- stöðvarbygging, sem nú hefur ver- ið hönnuð á Keflavíkurflugvelli. Meiri tími í nýja og betri hönnun getur því þýtt mun styttri fram- kvæmdatíma. Sú leið gæti haft í för með sér að hagkvæm flugstöð á Keflavíkurflugvelli yrði tekin í notkun fyrr en ella. Við endurhönnun flugstöðvar- innar verði ákveðið að gerð bygg- ingarinnar verði sams konar og flugstöðvanna í Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi, London, Glas- gow og Luxemborg og feli í sér möguleika á áfangaskiptingu og nýjum álmum eftir þörfum á hverjum tíma. Bygging flugstöðvarinnar taki mið af forgangsröð verkefna í ís- lenskum flugmálum og verði sam- ræmd áætlun um heildarúrbætur í íslenskum flugmálum, þar sem nauðsyn bættrar öryggisþjónustu og aðrar framkvæmdir á flugvöll- um landsins, sem Flugráð hefur lagt ríka áherslu á, skipi jafn há- an sess í byggingu flugstöðvar. Alþýðubandalagið leggur þvi til að ríkisstjórnin samþykki eftirfarandi: 1) að fjármagni í fjárlögum sem verja á til flugstöðvar á Keflavíkur- flugvelli verði varið til að hanna minni og hagkvæmari flugstöðvar- byggingu sem reisa mætti í áfóng- um; 2 að gerð verði heildaráætlun um framkvæmdir i íslenskum flugmál- um þar sem stefnt verði að því að Ijúka óhjákvæmilegum framkvæmd- um i öryggismálum flugvalla, lagn- ingu flugbrauta og byggingu flug- stöðva víðs vegar um land á næstu 10 árum, og verði ný flugstöðvarb- ygging á Keflavíkurflugvelli felld inn í þessa heildaráætlun; 3) að gerð verði sérstök athugun á framtíð Reykjavíkurflugvallar. Niðurstöður af framangreindum athugunum liggi fyrir ekki síðar en á komandi vetri.“ Reykjavíkurmót barnanna 1982: Keppt í sippi, snú-snú og kassabílaralli m.a. SUNNUDAGINN 15. ágúst verður haldið Reykjavíkurmót í barna- íþróttum í Hljómskálagarðinum. Keppt verður í 10 greinum sem flestallir krakkar hafa hlotið mikla þjálfun í. Þær eru að sippa, snú- snú, skjóta bolta í mark, húlla, reiðhjólakvartmíla, 100 metra hlaup, kassabílarallý, skalla bolta á milli, labba á grindverki, og að halda bolta á lofti. í kassabíla- rallýinu og að skalla bolta á milli keppa tveir og tveir saman. Sér- stakur keppniskassabíll verður á svæðinu, svo ekki er nauðsynlegt að hafa bíl með sér. Keppt verðum í tveimur flokk- um í öllum greinum, yngri flokki 7—9 ára og eldri flokki 10—12 ára. 20—30 keppendur geta tekið þátt í hverjum flokk, svo heildarþátttökufjöldinn getur orðið allt að 500 manns. Öllum er heimil þátttaka. Dagskráin hefst kl. 14.00 með hljómleikum og skráningu í keppnir. Tuttugu mínútum síðar lýkur skráningu og hvert atriðið tekur við af öðru, skemmtiatriði, flugdrekasvif, fjarstýrðir bátar á Tjörninni, víðavangsleikir, tískusýning, spyrnukeppni fjar- stýrðra bíla, siglingar á Tjörn- inni, o.fl. Allir eru hvattir til að mæta með flugdreka, skútur eða báta, kassabíla og annað sem gæti orðið til skemmtunar. Reykjavíkurmeistarar verða krýndir kl. 16.30. Aðgangur er öllum ókeypis. Smyglið í Eddu: Tveir menn játa að eiga varninginn TVEIR menn hafa játað að eiga smyglvarninginn sem fannst um Kaupstefnan í Reykjavík: Bandaríkjamenn kynna orkunýtingu AKVEÐIÐ hefur verið að Bandarík- in taki beinan þátt í sýningunni „Fjölskyldan og heimilið ’82“ og nefnist þáttur þeirra „Energy USA“. I fréttatilkynningu frá Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna segir að kynntir verði hinir ýmsu orkugjafar sem nýttir eru í Bandaríkjunum, bæði hefðbundn- ir og nýstárlegir. Má þar nefna kynningu á nýtingu kjarnorku og sólarorku ásamt vatnsorku og mathangass, sem framleitt er úr úrgangi frá landbúnaði og dýrum. Bandaríkjamenn framleiða nú um 80% þeirrar orku sem þörf er á í landinu og er stöðugt unnið að því að reyna að minnka þetta hlutfall. Reynt hefur verið að finna nýjar leiðir til þess að nýta betur innlendar gas- og olíubirgð- ir og verða helstu aðferðir til þess kynntar á sýningunni. Sýningin „Fjölskyldan og heim- ilið ’82“ verður haldin í Laugar- dalshöll dagana 20. ágúst til 10. september nk. borð í flutningaskipinu Eddu síð- astliðinn föstudag, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Hermanni Guðmundssyni hjá Tollgæslustjóra. í skipinu fundust 648 lítrar af áfengi og 100 lítrar af hrein- um vínanda. Andvirði varn- ingsins er talið vera um 380 þúsund krónur. Þetta er annað mesta smygl sem fundist hefur frá árinu 1974. Læknisferð um dali og Snæfellsnes EINAR Sindrason, háls-, nef- og eyrnalæknir, ásamt öðru starfs- fólki Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands verða á ferð í Búðardal og á Snæfellsnesi dagana 18.—22. ágúst nk. Rannsökuð verður heyrn og tal og útveguð heyrnartæki. Farið verður á eftirtalda staði: Búðardal 18. ágúst. Stykkishólm 19. ágúst. Grundarfjörð 20. ágúst. Ólafsvík 21. ágúst. Hellissand 22. ágúst. «* .ot-r' a }'<s 5s r-ictíis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.