Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 23 Ferðaskrifstofa, Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1 símar 28388 og 28580 Vitni vantar EKH) var á bíl af Lancer-gerð á Landspítalalóftinni, sunnudaginn 8. ágúst sl. Atburðurinn átti sér stað á tnilli klukkan 16 og 23. Hægra afturbretti Lancer- bifreiðarinnar er skemmt og biður lögreglan þá sem kunna að hafa orðið varið við umræddan atburð að gefa sig fram. Zukofsky- námskeið- iö 1982 í I)AG verða fyrstu tónleikar Zuk- ofsky-námskciðsins 1982. Tónleik- arnir verða haldnir i íþróttahúsi llagaskólans í Reykjavík og hefjast kl. 20:30. Á efnisskrá verða fjögur hljómsveitarverk, Kldfuglinn og Sin- fónía í C eftir Stravinsky, Sinfónía nr. 7 eftir Sibelíus og Bolero eftir Ravel. Þetta er í 6. skipti, sem Paul Zukofsky er aðalleiðbeinandi á námskeiði fyrir ungt fólk á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík. Aðrir leiðbeinendur að þessu sinni eru Edmund Fay, slagverksleikari, Anthony Halstead, hornleikari, og Bernard Wilkinson, flautuleikari. Tilgangur námskeiðsins er að kynna ungu tónlistarfólki tækni og túlkun samtímatónlistar. Rúmlega hundrað þátttakendur sækja námskeiðið að þessu sinni. Æft er í Hagaskóla í 6 tíma dag- lega. Fernir tónleikar eru fyrirhugað- ir. Auk fyrrgreindra tónleika verða hljómsveitartónleikar í Há- skólabíói 21. ágúst kl. 14. Verður þá flutt 5. sinfónía Mahlers. Þá verða kammertónleikar í sal Hagaskóla 25. ágúst kl. 20:30. Lokatónleikarnir verða svo í Háskólabíói 28. ágúst kl. 14. Á þeim tónleikum verður m.a. flutt Vorblót eftir Stravinsky. Aðgang- ur er ókeypis og öllum heimill. Af æfíngum í Hagaskóla. Starfsfólk Reykjalundar: Varað við slysahættu á Vesturlandsvegi Hættulegar aukaverkan- ir af notkun gigtarlyfs erlendis GIGTARLYFIÐ benoxaprofen hefur verið bannað í Danmörku, Bretlandi og í Bandaríkjunum, vegna hættu- legra aukaverkana sem eru raktar til notkunar Ivfsins. í Danmörku hafa 3 menn látist vegna aukaverk- ana lyfsins að því er talið er og í Bretlandi er 61 mannslát sett í sam- band við notkun lyfsins eftir því sem danska blaðið Politiken segir. Ingólfur Petersen lyfjamála- fræðingur í heilbrigðisráðuneyt- inu sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær í þessu tilefni að þetta lyf, benoxaprofen, væri ekki á lyfjaskrá hér á landi og hefði því aldrei verið hér á markaði. STARFSFOLK á Reykjalundi hef- ur undanfarnar vikur og mánuði rætt í sínum hópi og víðar um hina áhættusömu umferð á Vest- urlandsvegi, sem öllum kunnug- um er deginum Ijósari. Með hverj- um mánuði virðist slysunum fjölga á þessari miklu umferðar- æð. Starfsfólk Reykjalundar er yf- irleitt búsett í Reykjavík eða í Mosfellssveit og þvi mjög kunn- ugt umferðarháttum þarna og auk Erlendum farþegum til landsins fækkar FARÞEGUM til íslands i júlímán- uði fjölgaði um 157 miðað við sama mánuð i fyrra. Sé tekið mið af fyrstu 7 mánuðum ársins nú og fyrra árs nemur fjölgunin 5.051. Fjölgun þessi stafar fyrst og fremst af auknum ferðum íslend- inga milli landa. I júlí á þessu ár komu alls 29.766 farþegar hingað til lands, 11.860 íslendingar og 17.906 út- lendingar. í júlí í fyrra komu alls 29.609 farþegar hingað til lands, 11.455 íslendingar og 18.154 útlendingar. íslenzkum farþegum í júlímánuði milli ára hefur því fjölgað um 405 en út- lendingum hefur fækkað um 248. Sé tekið mið af fyrstu 7 mánuðum þessa árs og síðasta kemur í ljós að íslenzkum far- þegum til landsins hefur fjölgað um 6.536 en útlendingum fækk- að um 1.485. Bænadagur í Strandar- Af erlendum farþegum hingað til lands í júlí komu flestir frá Bandaríkjunum, 3.596, frá Vestur-Þýzkalandi 3.171, frá Frakklandi 1.997, frá Bretlandi 1.885, frá Danmörku 1.433, Nor- egi 1.084 og Sviss 1.101. Frá öðr- um löndum voru mun færri far- þegar. þess þekkir það flestum betur, hörmuleg örkuml og önnur afdrif þeirra sem slasast í umferð. Starfsfólkið gerir sér grein fyrir að mörg atvik valda því að slys eru svo tíð á Vesturlands- vegi sem raun ber vitni. 1. Umferð bifreiða er mikil en einnig færist í vöxt að menn hjóli eftir veginum og svo eru göngumenn á vegköntum. 2. Mikil umferð þungaflutn- ingabíla, einkum malar- og sandflutningsbíla, og eru slíkir bílar ekki ávallt búnir sem skyldi, t.d. oft ekki með aftur- hlera. 3. Lýsing vegarins er engin frá Höfðabakka að Hlíðartúni í Mosfellssveit. 4. Löggæsla er ónóg á vegin- 5. Umferðarljós engin. Hreppsnefnd Mosfellshrepps hefur nýlega tekið umferðar- vandamál Vesturlandsvegar til athugunar og hefur nú starfs- fólk á Reykjalundi sent greinar- gerð og óskir sínar um úrbætur til eftirtalinna embættismanna: dómsmálaráðherra, samgöngu- málaráðherra, vegamálastjóra, sýslumanns Kjósarsýslu og hreppsnefndar Mosfellshrepps. Er það von og trú starfsfólks að opinberir aðilar sjái ábyrgð sína í þessum efnum og bregðist skjótt við að koma umferðarör- yggismálum í viðunandi horf á þessum slóðum. (Krótlalilkynning frá starfsfólki á Keykjalundi, Mosfellssveit.) Troll í skrúfuna HVANNEY SF 51, sem er stál- skip, 101 brúttórúmlest að stærð, frá Höfn í Hornafirði, varð fyrir því óhappi að fá trollið í skrúfuna í fyrrakvöld, þar sem það var að veiðum ekki langt frá Vestmanna- eyjum. Lóðsinn í Eyjum dró skipið til Eyja í gær, þar sem það verður gert klárt til veiða á ný. Hluta- félagið Borgey á Höfn í Hornafirði er eigandi Hvanneyjar. Við þökkum vinum og vandamönnum nœr og fjær kveðjur og hlýhug í tilefni af sextiu ára brúðkaupsafmæli okkar. Guð blessi ykkur. Ingibjörg Jónsdóttir Aðalsteinn Jónsson Lagarási 23, Egilsstöðum. kirkju BEINT SAMBAND Við öll helstu flugfélög heims Allir flugfarseðlar: Á sunnudaginn kemur, 15. ágúst, verður sóknarprestur- inn Tómas Guðmundsson í Strandarkirkju frá kl. 14—19 og tekur á móti þeim, sem heimsækja kirkjuna. Biður fyrir þeim og með þeim, sem þess óska. Sameiginleg bæna- stund verður kl. 17. Hvert sem þig fýsir að fara, annast Atlantik alla fyrirgreiðslu og þar er þínum hag borgið. Við erum í beinu tölvusambandi við öll helstu flugfélög heims, og getum fengið skjót svör um hagkvæmustu rðamöguleikana fyrir þig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.