Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 Áttræður: Steindór Steindórsson fyrrum skólameistari Þegar ég mæti honum í Brekku- götunni eða Hafnarstrætinu á Ak- ureyri, detta mér alltaf í hug orðin hetja, kempa, garpur. Hann geng- ur hratt, vörpulegur maður á velli,, einbeittur á svip. Líklega er hann að skreppa póstinn, en heima bíða óþrotleg verkefni. Hann verður að hafa hraðan á. Bylgjur ljósvakans titra af um- hyggjusamlegum röddum, sem gefa öldruðum heilræði um það, hvernig þeir geti eytt efri árum sínum sér til gagns og ánægju, en þessi garpslegi maður þarf ekki að hlusta á slík heilræði. Hann virð- ist hafa fæðst, vaxið upp og áreið- anlega lifað öll sín starfsár með svarinu. Líklega er það sú áhyggj- an ein, sem aldrei lætur hann ein- an: að geta ekki, þrátt fyrir alla elju og dugnað, lokið öllum verk- um, sem hann langar að inna af höndum. Hinn 12. ágúst 1902 fæddist sveinbarn að Möðruvöllum í Hörg- árdal. Það hlaut í skírninni nafnið Steindór Jónas. Ýmsum mun þá hafa þótt alls óvíst um mikla framtíð þessa sveins: faðirinn, Jónas Steindór Jónasson, látinn, móðirin, Kristín Jónsdóttir, að vísu ráðskona á staðnum, en efna- laus með öllu og ættmenn ekki til stuðnings. En það átti eftir að sýna sig, að hún var enginn auk- visi og móðurástin bjó þar á bjargi, svo sem víðar oft og lengi. Af fátækt sinni en óþrjótandi elju annaðist hún uppeldi sonarins og studdi síðar til mennta. Hún varð heldur ekki svikin um sonarlaun- in. En enginn verður allt fyrir ann- arra umsjá, og um Steindór Steindórsson má mörgum fremur segja, að hann er mikill af sjálfum sér: fjölbreyttar gáfur hans, dugn- aður, starfsþrek og afkastageta hefir verið með ólíkindum langa ævi. Mér er meira að segja ekki grunlaust um, að þær kyljur, sem vissulega hafa stundum gustað honum í gegn, hafi átt rót sína að rekja til öfundar og jafnvel ótta við gáfur hans og gneistandi hæfi- leika. Steindór Steindórsson ólst upp með móður sinni að Hlöðum í Hörgárdal og hann kennir sig við þann bæ. Hefir Steindór ritað prýðisgóða og minnisverða bók um uppvaxtarheimili sitt að Hlöðum, af hlýrri ræktarsemi. En hér verður ekki rakinn ævi- ferill Steindórs. Hann geta menn. kynnt sér í ýmsum mannfræði- bókum svo sem Kennaratali og Al- þingismannatali. I dag eru mér persónuleg kynni af þessari kempu hugstæðust. Stundum er sagt, að fjarlægðin geri fjöllin blá og mennina mikla. Hvað fjöllin snertir er þetta næsta einhlítt, sjáist á annað borð til þeirra. Um mennina oft satt, en stundum verða þar undantekn- ingar á, sem betur fer. Mér hefir Steindór Steindórsson verið ein þeirra. Þau eru nú orðin rösk 50 árin, sem ég hefi dvalið í sama bæ og hann, haft meiri og minni kynni, samskipti og samvinnu við hann, og mér hefir vaxið hann sí- fellt meir í augum, því lengur sem samdvöl okkar hefir staðið. Fyrst kynntist ég honum sem kennara og dáðist að fróðleik hans og gneistandi snerpu. Ekki fortek ég fyrir það, að stundum saknaði ég aðgæslu hans um skilningstregðu mína eða annarra. Hann var svo léttur upp á fótinn andlega, að honum gat gleymst, að aðrir voru silakeppir. Næst kynntist ég hon- um sem samflokksmanni, þar sem sannarlega átti við máltækið, að munur sé að mannsliði. Mér fannst hann flest vita, skilja allt í flughasti, kunna öllum betur að koma orðum að skoðunum sínum og úrræðum. Þar fór maður, fannst mér, sem hugsaði eins og Þorsteinn Erlingsson komst að orði: Kn t*f viA nú reyndum aA brjóUMt þaó beint, þó brekkurnar verði þar hcrri? Enn kynntist ég Steindóri sem hjálparmanni mínum við útgáfu flokksblaðs um mörg ár. Þar var eingöngu á sjálfboðastarf okkar flokksmanna að treysta, og að öll- um öðrum ólöstuðum var enginn hjálparmaður jafnliðtækur og Steindór. Frá honum fór ég aldrei bónleiður til búðar. Þar var öll hjálp sjálfsögð og látin fljótt og vel í té, hvað sem öðrum önnum leið. Ég kynntist Steindóri sem frambjóðanda til bæjarstjórnar og alþingis og dáðist ætíð jafn- mikið að vopnaburði hans og víg- fimi. En mér var það líka umhugs- unarefni, að það gekk ekki alltaf jafnvel og mér fannst ástæða til að laða menn til fylgis við hann. Eftir á finnst mér, að menn hafi oft ekki getað orðið honum sam- stíga, hann hafi gengið þeim of hratt, ekki heldur mátt vera að því að dekstra menn til fylgis. Og ég kynntist honum sem samstarfs- manni í bæjarstjórn og dáðist að færni hans, framsýni og skör- ungsskap, öfundaði hann af, hve vel gekk undan honum og hvílíka virðingu menn báru fyrir skoðun- um hans og vilja, en mér fannst hann líka stundum ráðríkur sam- starfsmaður. Ég varð höndum seinni að átta mig á, að þar fór ekki skortur á tillitssemi, heldur sá eiginleiki, að menn verða ekki miklir af sjálfum sér nema þeir treysti sjálfum sér betur en sér minniháttar mönnum, og mega þar ekki láta óþarfa tillitssemi ráða. Og nú er þessi andlegi burða- maður og hetja orðinn áttræður og lætur hvergi deigan síga. Snerpa hans er enn slík og afköst, að árlega sendir hann frá sér hvert ritverkið af öðru, frumsamið eða þýtt. Hann hamast við að rétta að þjóð sinni nýjan feng eða bjarga reka undan sjó. Hann veit, að hann hleypur í kapp við hlaupagikkinn mikla, tímann, sem að lokum ber sigurorð af öllum, en hinni áttræðu kempu er þetta kapphlaup allt í senn leikur, skemmtun og markmið: að komast sem lengst, ljúka sem mestu. Það er ekki afmælishjal, að mér vex þessi garpur í augum því meir sem ég sé lengur til hans og virði hann meir fyrir mér. Hann er dæmigerður íslendingur að þol- lyndi, æðruleysi, óbugandi starfs- áhuga og hetjuskap: eigi skal víkja, aldrei gefast upp, glaður og reifur skyldi gumna hver eru ein- kunnarorðin, sem lifað er eftir. Þegar við virðum fyrir okkur Steindórslíka, konur sem karla, vaknar með okkur ríkilátt stolt og undursamleg hamingjukennd yfir því að eiga þjóðerni og samleið með slíku aðalsfölki í þess orðs bestu og sönnustu merkingu. Heill hinu áttræða afmælis- barni. Bragi Sigurjónsson Það er orðið nokkuð langt síðan, eða þrjátíu og sjö og hálft ár, að ég sá Steindór Steindórsson, grasa- fræðing, kennara og síðar skóla- meistara fyrst, eða þegar ég kom unglingsstrákur austan af Fjörð- um í Menntaskólann á Akureyri. Hann var þá eini náttúrufræði- kennari skólans og kenndi mér alla mína vetur þar. Við bekkjar- félagarnir mátum Steindór mikils, hann var oftast hressilegur og léttur í bragði, hlýr og mannlegur og kunni vel að taka græskulausu gamni þegar því var að skipta, en slíkt meta nemendur jafnan mik- ils hjá kennara sínum og ekki minna en faglega þekkingu. Hann átti það að vísu stundum til að snúa svolítið upp á sig, en það kom sjaldnar fyrir en efni stóðu til. Oftast fylgdi hann nokkuð ákveðið lexíu dagsins í kennslunni, svo það var erfitt að koma ólesinn upp í tíma hjá honum og þýddi þá lítið að reyna að slá úr og í. Stundum brá hann þó út af þessu og fór út fyrir efnið og jók við það og þá kom best í ljós hvílíkum feikna fróðleik hann bjó yfir, ekki bara um náttúru landsins og náttúru- fræði almennt, heldur líka um sögu þess og mannlíf. Á þessum árum, eins og löngum, bæði fyrr og síðar, var Steindór mjög starfsamur og tók virkan þátt í bæjarmálum á Akureyri og í landsmálum, sat lengi í bæjar- stjórn og um tíma á Alþingi, auk þess sem hann sinnti sinni kennslu og stundaði rannsóknir á flóru og gróðri landsins og hafði skrifað töluvert um þær rann- sóknir. Hann var áberandi per- sóna í bæjarlífinu á Akureyri. Það tóku allir eftir honum og það sóp- aði að honum þar sem hann fór, hávaxinn og teinréttur, dökkur yf- irlitum og með sinn sérstæða and- litssvip. Þetta er í fáum dráttum sú mynd sem ég geymi af Steindóri frá þessum tíma, en ég var í hópi þeirra mörgu sem dáðu hann, kannski einkum vegna þess að áhugi minn beindist þá strax að aðalstarfssviði hans, náttúrufræð- inni, en einnig vegna persónuleika hans og persónutöfra. Þó við skólafélagarnir vissum flestir að Steindór fékkst við rannsóknir á náttúru landsins og hafði birt um þær fjölda greina og jafnvel gefið út eða skrifað sjálfur sumar þær kennslubækur, sem notaðar voru við skólann, þá gerð- um við okkur, eða að minnsta kosti ég, óljósari grein íyrir þess- ari hlið hans, þ.e. vísindamannin- um Steindóri Steindórssyni, en hinum sem sneri beint að okkur þessi ár. Það var fyrst síðar, eða eftir að ég tók sjálfur til við nám í náttúrufræði með grasafræði sem aðalfag, að ég gerði mér smám saman grein fyrir því hverju hann hafði áorkað þegar á þeim árum, og miklu hefur hann komið í verk síðan og lætur enn hvergi deigan síga, þótt hann verði áttræður í dag, þann 12. ágúst. Og þótt mér sé það mjög ljúft að þakka Stein- dóri á þessu merkisafmæli fyrir kennsluna og árin í Menntaskól- anum Akureyri, eins og hefur von- andi þegar komið fram hér að ofan, þá eru það einkum vísinda- störf hans, þ.e. rannsóknir á flóru og gróðri Islands, sem mig langar til að þakka honum nú, en það er hreint út sagt ótrúlegt hve miklu hann hefur komið í verk á því sviði, auk kennslu, skólastjórnar, þýðinga- og útgáfustarfa og fjölda annarra verka sem hann hefur unnið, enda hafa þær rannsóknir borið nafn han'S víða um lönd með- al grasafræðinga og það vissulega að verðleikum. Að loknu stúdentsprófi árið 1925 nam Steindór náttúrufræði, með grasafræði sem aðalgrein, við Hafnarháskóla fram til 1930, en þá gerðist hann náttúrufræði- kennari við Menntaskólann á Ak- ureyri og hóf jafnframt grasa- fræðirannsóknir sínar á landinu, sem hann hefur stundað óslitið síðan, allt fram á síðustu ár. Þess- ar rannsóknir er það umfangs- miklar að þeim verða ekki gerð skil hér, heldur aðeins stiklað á stóru og má eiginlega skipta þeim í þrennt. Höfuðstarf Steindórs eru rannsóknir hans á íslenskum gróðurlendum, þ.e. gróðri Islands og fyrir þær er hann kunnastur meðal erlendra grasafræðinga, en á því sviði hafði lítið verið unnið áður. Hann fór um landið þvert og endilangt til þessara rannsókna og hefur birt niðurstöður þeirra í ótal tímaritsgreinum og nokkrum bók- um. Þar lýsir hann gróðri landsins ítarlega og flokkar hann niður í gróðurlendi, hverfi og sveitir, og fylgir þar að mestu hinum skandi- navíska skóla á því sviði. Mesta rækt hefur Steindór lagt við stærstu ritgerðirnar — skrifað um gróður hálendisins og um mýra- gróður landsins. Nú síðast kom út 226 blaðsíðna bók um mýragróð- urinn árið 1975, en þetta eru grundvallarrit sem halda munu vísindagildi sínu um ókomin ár. Að auki skrifaði Steindór heila bók fyrir almenning, Gróður á Is- landi, um íslensk gróðurlendi, en hún kom út árið 1964, og er ein- stök í sinni röð. Þá var Steindór aðalráðunautur við undirbúning gróðurkorta þeirra sem Rann- sóknastofnun landbúnaðarins gef- ur út og lagði þar á ráð um hvaða einingar skyldi nota og hvernig skilgreina þær. Um flóru landsins og útbreiðslu einstakra tegunda háplantna hef- ur Steindór skrifað ótal ritgerðir, bæði um ýmsar nýjungar sem hafa fundist og um flóru einstakra landshluta, þ.á m. héraöa sem lítið var vitað um áður, svo sem Mel- rakkasléttu. Þá stjórnaði hann öll- um undirbúningi við III. útgáfu Flóru íslands eftir Stefán Stef- ánsson, sem kom út 1948 og er enn notuð. Steindór fór snemma á rann- sóknaferli sínum að íhuga þann mun sem er á útbreiðslu hinna ýmsu plöntutegunda hér á landi og leita skýringa á honum. Senni- lega hefur för hans á þing nor- rænna náttúrufræðinga í Helsingi 1936, þar sem áhrif jökultímans á nútímaútbreiðslu lífvera voru mjög til umræðu, beint athygli hans að þeim mikilvæga þætti og öðru fremur verið kveikjan að kenningum hans um íslaus svæði á jökultíma hér á landi, miðsvæði þar sem plöntur hafi lifað af og síðan breiðst mishratt út frá þeim svæðum. Höfuðrit Steindórs um þetta efni kom út 1962, og þó síð- ari tíma rannsóknir hafi aukið miklu við vitnesku manna um út- breiðslu plantna hér á landi er samt ljóst, að fjöldi tegunda vex hérlendis einkum á þessum mið- svæðum, sem líklegast er að hafi verið íslaus einhvern hluta jökul- tímans, og margir líffræðingar, þ.á m. undirritaður, aðhyllast því hiklaust enn þá skoðun Steindórs að þar sé að leita einnar höfuð- skýringar á útbreiðslu margra tegunda á okkar dögum. Vísindastörf Steindórs Stein- dórssonar eru svo gagnmerk og mikil að vöxtum, að með ólíkind- um er hve miklu hann hefur af- kastað jafnhliða þreytandi kennslustörfum í áratugi, skóla- stjórn um nokkur ár, bæjarmál- um, þjóðmálum og starfi í ótal fé- lögum og nefndum. Það er því með öllu óskiljanlegt meðalmönnum hvernig hann til viðbótar þessu öllu hefur komist yfir að þýða ým- is merkisrit eins og Ferðabók Egg- erts Ólafssonar og Bjarna Páls- sonar og Ferðabók Olaviusar svo dæmi séu tekin; gefa út ýmis rit og heilar bækur til viðbótar og stofna og ritstýra stóru tímariti eins og Heima er best um árabil. Þar að auki kom hann upp stóru safni ís- lenskra plantna, sem hann svo gaf Akureyrarbæ, og mjög merku bókasafni. Steindór Steindórsson er einn þeirra manna sem aldrei virðist hafa fallið verk úr hendi og verið margra manna maki að starfsorku og afköstum, þó hann hafi ekki alltaf gengið heill til skógar. Hann er Eyfirðingur að ætt og uppruna, fæddur á Möðruvöllum í Hörgár- dal, foreldrar hans voru Kristín Jónsdóttir og Steindór Jónasson, og alinn upp á Hlöðum í sömu sveit. Hann hefur síðan hann lauk námi verið búsettur á Akureyri, en starf sitt hefur hann unnið um allt land og hróður hans borist víða um lönd meðal grasafræð- inga. Hann er ekki bara elstur, heldur einnig merkastur alira nú- lifandi íslenskra grasafræðinga. Steindór var kvæntur Krist- björgu Dúadóttur, sem lést fyrir nokkrum árum eftir löng og erfið veikindi og verður lengi rómuð sú umhyggja og elska sem Steindór sýndi henni í veikindum hennar. Steindór er enn í fullu fjöri, sí- vinnandi og hress í bragði sem fyrr, og nú þessa daga berast fréttir af því að út sé að koma fyrra bindi sjálfsævisögu hans. Megi ævi hans samt verða miklu lengri og honum endast starfs- kraftar fram í andlátið. Við kona mín og ég, sem bæði erum gamlir nemendur og að- dáendur Steindórs úr MA, óskum honum allra heilla á áttræðisaf- mælinu og þökkum honum allt fyrr og síðar. Eyþór Einarsson Ég get naumast látið hjá líða að senda Steindóri vini mínum Steindórssyni frá Hlöðum kveðju mína og óska honum allrar bless- unar, þá hann er áttræður. Það mun frekar fátítt, að kennari lifi það að geta sent áttræðum nem- anda afmæliskveðju og þakkir fyrir trygga vináttu á langri æfi. En það er nú svo, því ég átti því láni að fagna að kenna Steindóri dönsku í gagnfræðaskólanum á Akureyri, sem nú er M.A., fyrir rúmum 60 árum, ásamt mörgu öðru ágætis fólki, sem þá sat á skólabekk. Minningar frá þeim ár- um eru nú ákaflega ljúfar og nem- endur minnisstæðir. Að vísu þekkti ég Steindór áður. Hann er fæddur að Möðruvöllum í Hörg- árdal, bernskuheimili mínu, þ. 12. ágúst 1902. Móðir hans var Kristín Jónsdóttir, sem í daglegu tali var kölluð Stína ráðskona, því hún sá um mötuneyti skólapilta í Möðru- vallaskóla um langt árabil. Krist- ín var falleg stúlka, sem mér þótti vænt um. Var hún með afbrigðum dugleg og kjarkmikil. Faðir Steindórs var Steindór Jónasson sonur Jónasar hreppstjóra og stórbónda á Þrastarhóli Gunn- laugssonar. Steindór Jónasson var Möðruvellingur, mikið glæsi- menni, sem naut mikilla vinsælda í sveit sinni og öllum harmdauði, er til þekktu, þegar hann féll frá í blóma lífsins. — Sem lítil börn lékum við Steindór okkur saman á Möðruvöllum, þessum yndislega og söguríka stað, þar sem dulúð lá í lofti, og jafnvel moldin fékk mál. En mikil breyting varð á Möðru- völlum, eftir að skólahúsið brann og skólinn fluttist til Akureyrar. — Nokkrum árum síðar fluttu for- eldrar mínir með sitt skyldulið til Akureyrar, annað heimafólk fór sitt í hvora áttina og Stína ráðs- kona fór með litla drenginn sinn að Hlöðum í Hörgárdal, þar sem hann ólst upp, og hefur hann síðan kennt sig við þann bæ. Snemma bar á því, að Steindór hneigöist til bókar. Hann varð fljótt læs og las allt, sem hann náði í. I litla húsinu sunnan við bæinn á Hlöðum átti Ólöf skáld- kona Sigurðardóttir heima og maður hennar Halldór Guð- mundsson. Voru þau hjón unga drengnum betri en ekki. Tókst mikil vinátta með þeim. Veit ég að Ólöf hafði mikil áhrif á Steindór og hvatti hann til mennta, því hún fann hvað í honum bjó. Þegar sá tími kom að Steindór hóf sína menntagöngu í gagnfræðaskólan- um á Akureyri, fluttu þau mæðgin til Akureyrar. Það er ekki ætlun mín að rekja hér námsferil afmælisbarnsins; það gera aðrir mér færari. En það veit ég með vissu, að öllum prófum lauk hann með sóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.