Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 27 Að námi loknu, sem kallað er, en Steindór er eins og allt áhuga- fólk sífellt að nema, gerðist hann kennari við gamla skólann sinn, sem þá var orðinn menntaskóli, og síðar skólameistari. Það er með ólíkindum, hve miklu Steindór hefur komið í verk, enda dugnaðurinn með fádæmum. Frá því hann fyrst tók til starfa hefur hann látið sig flest varða, er til heilla horfði fyrir bæ og byggð. Hann hefur setið í ótal nefndum og ráðum bæði utanlands og innan og hvarvetna látið mikið til sín taka. Á sumrin og í frístundum hefur hann verið á sífelldum ferðalögum um landið þvert og endilangt, ekki síst í óbyggðum ekki eingöngu sér til skemmtunar, heldur fyrst og fremst til að safna fróðleik um náttúru landsins og sögu. Og eftir því sem árin hafa færst yfir og níræðisaldurinn nálgast hefur hann færst í aukana og virðist hann helst hafa tollað undanfarin sumur uppi á Græn- landsjökli og kunnað þar best við sig, þó öðrum þyki þar ekki fýsi- legt. Afköst hans við ritstörf bæði frumsamin og þýdd eru alkunn og hafa verið með þeim eindæmum, að svo virðist, að vart hafi nægt heil prentsmiðja til að annast prentun á verkum hins iðjusama manns. Steindór hefur alla tíð verið jafnaðarmaður í þess orðs bestu merkingu. Hann hefur setið í nokkur skipti á þingi fyrir Al- þýðuflokkinn. Man ég ekki betur en ég heyrði eitt sinn, að með hon- um hafi setið á alþingi 10 nemend- ur hans úr M.A., og mun ef rétt er algert einsdæmi. En ef til vill er það þó þyngst á metunum að Steindór er mannúðarmaður. Steindór hefur jafnan leitað gæfunnar í eigin barmi, hann hef- ur aldrei átt neina gróssera sem bakhjarla. Eflaust hefur það verið hans lán. Hann er ákaflega fjöl- fróður maður, minnir helst á al- fræðibók, sem hægt er að fletta upp í hvenær sem er. Oft hef ég fundið sárt til fávisku minnar þegar ég hef verið með Steindóri. Stöku sinnum bregður þó fyrir að ég veit eitthvað betur, en þá er það aðeins vegna þess, að ég er nokkr- um árum eldri og man því lengra aftur í tímann. Kona Steindórs var Kristbjörg Búadóttir lögregluþjóns Bene- diktssonar á Akureyri. Átti Búi rætur að rekja til Havsteina og Torarensena í Skjaldarvík, þar sem um langa hríð var töluð hin svokallaða „Skaldavíkurdanska“. Aldís Jónsdóttir hét kona Búa, merk kona, ein af hetjum hvers- dagslífsins. Ég var á bernsku- og æskuárum oft daglegur gestur í Búahúsi, Jónína, ein af dætrum Búa, var bekkjarsystir mín og vinkona. Það var hlýlegt í Búahúsi og ailir glaðir. Kristbjörg átti í mörg ár við vanheilsu að stríða og er látin fyrir allmörgum árum. Veikindum konu sinnar, sem og öðru mótlæti, hefur Steindór tekið með karl- mennsku. Stjúpsyni mínum, Gunnari, og fjölskyldu hefur Steindór reynst frábærlega vel. Sendi ég þeim öll- um árnaðaróskir á merkum af- mælisdegi. Sumir draumar rætast ekki. Draumar Kristínar ráðskonu hafa ræst. Fagna ég því. Hulda Á. Stefánsdóttir ísland hefur átt því láni að fagna að fóstra marga hæfileika- menn í hinum ýmsu greinum náttúrufræðinnar, — menn sem skiluðu ótrúlegum afköstum, þrátt fyrir fjárskort og erfið starfsskil- yrði. Fyrir tilstilli þeirra erum við Islendingar fróðari um náttúru lands okkar en margar auðugri þjóðir geta státað af. Einn þessara manna er Steindór Steindórsson, grasafræðingur og fyrrum skólameistari, sem er átt- ræður í dag, og sem óhikað má skipa á bekk með fremstu nátt- úrufræðingumjiessa lands fyrr og síðar. Háskóli Islands viðurkenndi þessa staðreynd árið 1980 með því að sæma hann heiðursdoktorstitli fyrir vísindastörf. Sérgrein Steindórs innan grasafræðinnar hefur verið gróðurfélagsfræði. Á þeim vettvangi hefur hann rutt brautina hér á landi og unnið ómetanlegar grundvallarrann- sóknir. Afköst Steindórs á þessu sviði hafa verið ótrúlega mikil, jafnvel þótt miðað sé við langa starfsævi hans. Og afköstin eru enn ótrú- legri þegar haft er í huga, að rann- sóknastörfin hafa lengstum verið unnin í hjáverkum með erilsömum kennslustörfum og síðar skóla- meistarastörfum, þátttöku í póli- tík og fjölmörgum öðrum tíma- frekum áhugamálum. Ég hef aldrei botnað í starfs- orku og afköstum Steindórs, en oft öfundað vin minn af þeim. Þó er ekki ætlun mín að tíunda þau hér, aðrir verða eflaust til þess. Mig langar aðeins með nokkrum orð- um að reyna að færa Steindóri þakkir á þessum tímamótum fyrir langt og gott samstarf við okkur á Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins, hér á landi og á Grænlandi. Þetta samstarf hófst rigninga- sumarið 1955, þegar dr. Björn Jó- hannesson tók frumkvæði að því að hefja rannsóknir á beitarþoli á ástandi gróðurlenda landsins. Það var upphaf groðurkortagerðar af íslandi, og grundvöliur hennar var sú flokkun og lýsing íslenskra gróðurlenda, sem Steindór hafði þegar unnið. Þegar hann vann að rannsóknum sínum hefur hann naumast látið sig óra fyrir að þær yrðu notaðar í svo hagnýtum til- gangi, en ég veit, að það hefur glatt hann mjög að geta lagt svo drjúgan skerf til rannsókna, sem miðuðu að bættri nýtingu og með- ferð gróðursins, því að fáum hefur verið eins annt um verndun hans. Nálega hvert sumar í hálfan annan áratug, eftir að gróður- kortagerðin hófst, tók Steindór þátt í ferðum okkar um hálendi landsins sem grasafræðilegt yfir- vald. Hann var kominn hátt á sjötugsaldur, þegar hann hætti að ferðast með okkur og ollu því bæði nokkur veikindi hans og — að því ég hélt þá — að honum þætti sjálfum aldurinn orðinn nokkuð hár til erfiðra ferðalaga. Ekki sleppti hann þó af okkur hendinni, og áfram leituðum við til hans með gróðurfræðileg vandamál. Árið 1976 tók Rannsóknastofn- un landbúnaðarins að sér, að beiðni Grænlendinga, að kanna beitarþol og ástand gróðurs á Suður-Grænlandi með svipuðum hætti og hér hafði verið gert. Það kom í minn hlut að stjórna þessu verkefni og eitt það fyrsta sem ég gerði var að snúa mér til Stein- dórs og bjóða honum þátttöku í rannsóknum okkar. Og nú var ekkert hik á karli — hann kannað- ist hvorki við hugtökin krankleika né háan aldur, réði sig á stundinni sem gróðurfræðilegur ráðunautur okkar á Grænlandi og taldi sér alla vegi færa. Vissi þó, að þar er óárennilegra landslag og ferðalög erfiðari en hér heima, eins og raun varð á. Auðvitað kunni Steindór sér ekki hóf, og tvívegis varð hann að gjalda þess með hrapi í fjöllum, brákuðum líkamshlutum og jafn- vel spítalavist í Julianeháb. En þetta voru allt smámunir í hans augum, og óðar en varði var hann kominn til starfa á ný. í fimm sumur ferðuðumst við saman og kortlögðum gróður í allri Eystribyggð, frá Hvarfi að sunnan norður til Eiríksfjarðar. Það var samstilltur hópur Islend- inga og Grænlendinga, sem að þessu vann og aldursmunurinn á elzta og yngsta manni oft um sex- tíu ár. En sá sem hefði hlustað á tal manna að loknum vinnudegi, heyrt hlátrana, sönginn og kveðskapinn — já, kveðskapinn — hann hefði ekki getað greint neitt kynslóðabil í þeim hópi. En nú er þessu verkefni lokið, og önnur taka við. Við munum enn sem fyrr leita til Steindórs, þegar ný gróðurfélög koma í leitirnar og önnur vandamál krefjast úrlausn- ar. Fyrir mig persónulega hefur það verið ómetanlegt að fá að starfa með Steindóri, njóta hinnar víðtæku þekkingar hans á náttúru íslands, þiggja hollráð hans og hvatningu, og síðast en ekki síst njóta vináttu hans. Steindór er einn heilsteyptasti og litríkasti persónuleiki, sem ég hefi kynnst. Á þessum tímamótum færi ég honum árnaðaróskir okkar allra á Rannsóknastofnuninni, sem með honum höfum unnið. Ingvi Þorsteinsson Tímabil jarðsögunnar eru mörg. Fyrst voru þau að vísu aðeins fjög- ur, að því er sagt er, en eftir því sem lengra leið og þekking manna í jarðfræði og líffræði jókst, fjölg- aði þessum tímabilum. Hvert þeirra á sér síðan sín einstöku ein- kenni, „því allt hefur sinn tíma“, eins og segir í helgri bók. En þótt tegundir komi og fari, eru það ein- staklingar sem lifa mörg tímabil og setja í sögunni svip sinn á lang- ar aldir. í þessu felst úrval náttúr- unnar, „survival of the fittest", eins og Charles Darwin orðaði það forðum daga. Þessi samlíking kom í hug mér, þegar mér varð hugsað til þess, að Steindór skólameistari Stein- dórsson frá Hlöðum væri að verða áttræður og hefði nú lifað svo langa starfsævi sem raun ber vitni. Steindór hefur auk þess lif- að tímana tvenna, og hann kann frá furðu mörgu að segja, og sennilega er hann annar af tveim- ur mönnum, sem nú man alla skólameistara hins norðlenska skóla í hundrað ár. Hann man því með vissum hætti heila öld, og um hann og jafnaldra hans má segja, að þeir hafi lifað sögu íslensku þjóðarinnar í 1100 ár, allt frá steinöld til atómaldar, frá því steináhöld voru notuð á hverju sveitaheimili: sleggjur, hamrar, kvarnir og brýni og til hinna síð- ustu daga kjarnorkuógnarinnar. Steindór Steindórsson tengdist snemma Menntaskólanum á Ak- ureyri. Sjálfur er hann fæddur á hinum fornfræga stað Möðruvöll- um í Hörgárdal hinn 12. ágúst 1902. Þá um veturinn hafði orðið enn einn stórbruninn á Möðruvöll- um, er skólahúsið frá 1880 brann til grunna og skólinn fluttist inn á Akureyri. Þar settist í skóla í ann- an bekk vorið 1920 Steindór Jónas Steindórsson að afloknu ársprófi í Gagnfræðaskólann á Akureyri. Gagnfræðaprófi lauk Steindór vorið 1922 og settist þá í Mennta- skólann í Reykjavík og lauk stúd- entsprófi þaðan vorið 1925. Næstu ár stundaði hann nám í náttúru- fræðum við Kaupmannahafnar- háskóla, en haustið 1930 gerðist Steindór kennari við Menntaskól- ann á Akureyri, þar sem hann starfaði 42 ár, síðustu 6 árin sem skólameistari. Steindór helgaði því Menntaskólanum á Akureyri alla starfsævi sína, og hefur hann raunar starfað einna lengst allra manna við skólann. Það er því ekki að undra, þótt hann hafi með sínum hætti sett svip sinn á skól- ann, og mörgum nemendum hans eru kennslustundir hans enn í fersku minni fyrir hressilegt tal og tæpitungulaust. Steindór Steindórsson er ein- stakur maður um marga hluti. Framganga hans og svipmót, raddblær og hátterni minnir ekki á aðra menn. Hann er nú með sögufróðustu mönnum á landinu um liðna daga og horfna tíð, og um þjóðlegan fróðleik standa fáir honum framar. Ræðumaður og mælskumaður er Steindór svo af ber, og enn er hann hamhleypa til verka. Ekki síst hefur Steindór verið afkastamikill rithöfundur, þýðari og útgefandi síðustu 10 ár, eftir að hann fékk lausn frá erfiðu skólameistarastarfi. Segir mér svo hugur um, að enginn Islendingur hafi gefið út fleiri bækur þessi tíu ár en Steindór frá Hlöðum. Þessi ár hafa líka um flest verið honum góð ár, að ég ætla. Hann hefur fengið að njóta góðrar heilsu sjálf- ur, hann hefur setið á friðarstóli og hann hefur fengið að helga sig hugðarefnum sínum. Steindór skólameistari Stein- dórsson frá Hlöðum er fáum líkur. Hann er skapríkur maður og at- kvæðamikill, þar sem hann fer, og hann er mikið karlmenni. Lengi hefur karlmennska verið einn sterkasti þáttur í manngildis- hugsjón Islendinga ásamt æðru- leysi og hugdirfsku. Grímur skáld á Bessastöðum lýsti sumum þátt- um manngildishugsjónar fyrri tíð- ar í kvæði sínu um Halldór Snorrason. Þar segir: „Aldrei hryggur, aldrei glaður, aNNrulaus og jafnhugaður stirdur var og stríAlundaður Snorrason og fátaladur.** Steindór Steindórsson er ekki fátalaður maður, heldur glaður og reifur, hress við veg og æðrulaus, þótt hann haldi fornar dygðir í heiðri, eins og byrjar sögufróðum manni. Nú á þessum merkisdegi vil ég færa honum bestu árnaðar- óskir mínar og þakkir frá gamla skólanum okkar. Gott væri, áð margir yrðu Menntaskólanum á Akureyri það, sem Steindór skóla- meistari Steindórsson frá Hlöðum hefur verið honum. Tryggvi Gíslason Greiðari leið með VISA greiðslukorti Stór hópur íslendinga þekkir nú af eigin reynslu kosti VISA greiðslukortanna. Þau má nota erlendis til greiöslu á ferðakostn- aði, svo sem fargjöldum, uppi- haldi o.fl. VISA greiðslukort eru þau al- gengustu sinnar tegundar í heim- inum og njóta mikils trausts. Upplýsingablað með reglum um notkun liggurframmi í næstu af- greiðslu bankans. Kynniö ykkur gjaldeyrisþjónustu Landsbankans. LANDSBANKINN Banki allni lamLyiuuma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.