Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12, ÁGÚST 1982 Fjórðungur út- flutnings fer til Bandaríkjanna Stærra hlutfall fer nú þangað en áður ÚTFLUTNINGUR fslendinga dróst nokkuð saman að raungildi fvrstu sex mánuði ársins, en í krónum talið jókst hann um liðlega 31%. Verðmæti útflutnings landsmanna fyrstu sex mánuðina var liðlega 3.665,8 milljónir króna, samanborið við liðlega 2.797,7 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Innflutningur jókst hins vegar um liðlega 54,3% í krónum talið, en fyrstu sex mánuðina var hann að verðmæti liðlega 5.018,7 milljónir króna, samanborið við liðlega 3.251,7 milljónir króna í fyrra. Þegar viðskiptin við einstök lönd eru skoðuð kemur í ljós, að hlutur Bandaríkjanna hefur vaxið nokkuð, bæði í út- og innflutningi. Sem hlutfall af heildarútflutningi ís- lendinga fóru tæplega 24,9% til Bandaríkjanna fyrstu sex mánuð- ina, samanborið við liðlega 21,4% í fyrra. í innflutningi, sem hlutfall af heildinni, var hlutur Bandaríkj- anna 8,83% fyrstu sex mánuðina í ár, samanborið við 7,78% í fyrra. Bandaríkin eru í fyrsta sæti yfir viðskiptalönd okkar í útflutningi, en í innflutningi í sjötta sæti. Portúgal er í öðru sæti yfir mestu viðskiptaþjóðir okkar í út- flutningi, en sem hlutfall af heild- inni var útflutningurinn til Portú- gal fyrstu sex mánuðina um 12,42% og hafði minnkað nokkuð frá fyrra ári, þegar hlutfallið var 14,65%. Innflutningur er hins veg- ar óverulegur frá Portúgal, en hafði vaxið nokkuð frá fyrra ári. Hlutfallið var fyrstu sex mánuðina í ár 1,81%, samanborið við 0,73% í fyrra. Bretar eru í þriðja sæti í útflutn- ingi með um 12,28% af heildinni og hefur hlutur þeirra minnkað frá fyrra ári, þegar hann var liðlega 14,16% af heildarútflutningi. í inn- flutningi eru Bretar í fjórða sæti, en sem hlutfall af heildinni var innflutningurinn um 9,18% fyrstu sex mánuðina í ár, samanborið við 7,94% í fyrra. Sovétmenn eru í fjórða sæti yfir mestu viðskiptaþjóðir okkar í út- flutningi, en hlutfall þeirra í heild- inni fyrstu sex mánuðina var 12,18% og hafði vaxið nokkuð frá fyrra ári, þegar það var 10,12%. Innflutningur frá Sovétríkjunum minnkaði hins vegar nokkuð milli ára, en fyrstu sex mánuðina í ár var hlutfallið 6,57% samanborið við 7,88% í fyrra. Loks má geta þess, að Vestur- Þjóðverjar eru í fimmta sæti yfir mestu viðskiptaþjóðir okkar í út- flutningi, en hlutur þeirra er um 6,65% af heildinni, samanborið við 6,72% í fyrra. Vestur-Þjóðverjar eru hins vegar í fyrsta sæti yfir þær þjóðir, sem við flytjum inn frá, en sem hlutfall af heildinni fyrstu sex mánuðina í ár komu 12,60% frá Vestur-Þýzkalandi, samanborið við 12,67% í fyrra. Danir eru í öðru sæti á listanum yfir þær þjóðir, sem við kaupum af, en hlutfallið í heildinni fyrstu sex mánuðina í ár var 10,58% saman- borið við 8,99% í fyrra. Þá má geta þess, að Svíar eru í fimmta sæti á þessum lista, en 9,02% af innflutn- ingi landsmanna kemur þaðan, samanborið við 8,76% í fyrra. Utflutningur eftir vinnslugreinum: Hlutur sjávarafurða hefur farið minnkandi en hlutur iðnaðar hins vegar vaxandi ÞEGAR útflutningur landsmanna er skoðaður eftir vinnslugreinum kem- ur í Ijós, að fyrstu sex mánuði ársins í ár vega sjávarafurðir um 77,5% af heildinni og hefur hlutur þeirra heldur minnkað frá þvi sem var á síðasta ári, en fyrstu sex mánuðina í fyrra var þetta hlutfall um 78,5% og ef allt árið 1981 er skoðað var hlut- fallið 79,2%. Ef sjávarafurðir eru brotnar niður í helztu þætti kemur í ljós að afurðir af hraðfrystingu vega um 37,7% í heildinni fyrstu sex mánuðina í ár, samanborið við 33% sömu mánuði í fyrra. Allt ár- ið í fyrra var þetta hlutfall hins vegar aðeins 29,8%. Hlutfall af- urða saltfiskverkunar var 18,2% fyrstu sex mánuðina í ár, saman- borið við 19,8% í fyrra á sama tíma. Hins vegar var þetta hlutfall 16,7% allt árið í fyrra. Hlutfall afurða af skreiðarverkun er aðeins 3,7% fyrstu sex mánuðina í ár, en var 5,5% sömu mánuði í fyrra. Hins vegar var hlutfallið um 13,9% allt árið 1981. Ástæðan fyrir þessari minnkun er lokun skreiðarmarkaða í Nígeríu. Hlutfall afurða af síldarsöltun var um 5,0% fyrstu sex mánuðina í ár, samanborið við 5,2% á sama tíma í fyrra. Hins vegar var hlut- fallið allt árið í fyrra 2,5%. Hlut- fall afurða Síldar- og fiskimjöls- verksmiðja var 6,5% fyrstu sex mánuðina í ár, samanborið við 9,6% sömu mánuði í fyrra. Hlut- fallið allt árið í fyrra var hins veg- ar 9,7%. Sænsk skipaútgerð styrkt af ríkinu A UNÐANFORNUM sex árum hef- ur farskipum þeim, sem skráð eru í Svíþjóð, fækkað um liðlega helm- ing, og starfsmönnum um borð fækkað úr 23.000 í 11.000, segir í síðasta fréttabréfi Eimskips. Ennfremur segir, að launa- kostnaður muni vera helzta orsök þess, að útgerðirnar sjái sér hag í að skrá skipin utan Sví- þjóðar með erlendum áhöfnum. Þessi þróun hefur valdið áhyggj- um forráðamanna skipafélaga og stéttarfélaga viðkomandi starfsmanna. í marz sl. fóru stéttarfélög yf- irmanna og undirmanna fram á það við sænsku ríkisstjórnina, að hluti launakostnaðar skipaút- gerðanna yrði greiddur úr ríkis- sjóði. Var lagt til að greidd yrðu 30% af launakostnaði stærri skipaútgerða, en 15% þeirra smærri. Var talið að styrkur þessi næmi um 200 milljónum sænskra króna á ári. Auk þess var lagt til, að sænskar skipa- smíðastöðvar veittu skipaútgerð- um lán til lengri tíma og með lægri vöxtum en á almennum lánamarkaði. Samband skipaútgerða hafn- aði þó alfarið þessari tillögu stéttarfélaganna, þar sem slíkur styrkur yrði illa séður af útgerð- um annarra landa. Sambandið lagði þess í stað til, að skipafé- lögin yrðu undanþegin launa- tengdum gjöldum, og skipshafnir undanþegnar greiðslu útsvars, sem nemur um 30% af launum. Laun skipshafna mætti þannig lækka, sem því næmi. Nýlega var samþykkt frum- varp til laga um mikla skatta- lækkun til sænskra farskipaút- gerða. Felst lækkunin m.a. í því, að á næstu fimm árum fá útgerð- irnar endurgreidd allt að 75% þeirra skatta, sem áhafnir greiða. Upphæð sú, sem gert er ráð fyrir, að endurgreidd verði á árinu 1983, nemur um 250 millj- ónum sænskra króna. Þó fá þau skipafélög, sem rekin eru með hagnaði, þennan styrk aðeins til nýsmíða eða kaupa á notuðum skipum. Fyrstu sex mánuðina var hlut- fall landbúnaðarafurða um 1,3%, samanborið við 1,7% á sama tíma í fyrra, en ef allt árið er skoðað var hlutfallið um 1,4% og hefur því heldur minnkað. Fyrstu sex mánuðina óx hlutur íslenzkra iðnaðarvara, samanbor- ið við sömu mánuðina í fyrra. Hlutfallið fór úr 18,7% í 20,1%. Ef hins vegar allt árið í fyrra er skoð- að var hlutur iðnaðarvara um 18,3%. Stærsti hlutinn eru afurðir álvinnslu, en fyrstu sex mánuðina í ár var það hlutfall 11,2%, sam- anborið við 11,0% á sama tíma í fyrra. Allt árið í fyrra var hlut- fallið hins vegar um 9,7%. Þá má nefna afurðir ullarvinnslu, en hlutfallið var 3,7% fyrstu sex mánuðina i ár, samanborið við 3,5% sömu mánuði í fyrra. Allt árið í fyrra var þetta hlutfall hins vegar 3,8%. Hlutfall afurða af kís- 'iljárni var fyrstu sex mánuði þessa árs um 2,1%, samanborið við 1,1% sömu mánuði í fyrra. Allt árið 1981 var þetta hlutfall um 1,7%. Erlendar stuttfréttir ... REKSTUR vestur-þýzka raf- magns- og rafeindafyrirtækisins Siemens hefur gengið mjög vel síð- ustu misserin og nýverið tilkynnti talsmaður fyrirtækisins, að hagn- aður hafi vaxið um 33% á síðustu níu mánuðum. VERND Bandarísk fyrirtæki, sem fram- leiða verkfæri hafa farið þess á leit við stjórnvöld, að gripið verði til verndaraðgerða þeim til handa gegn innflutningi á japönskum verkfærum. HARVESTER Bandaríska stórfyrirtækið Int- emational Harvester, sem átt hef- ur við gríðarlega rekstrarerfið- leika að stríða síðustu árin hefur ðskað eftir því, að fá tækifæri til að endurfjármagna skuldir fyrir- tækisins, sem nema um 4,2 millj- örðum dollara í langtímalánum. PÓLLAND Iðnaðarframleiðsla dróst saman um 7,8% í Póllandi fyrstu sex mánuði ársins, samkvæmt opin- berum tölum, en talið er víst, að samdrátturinn sé mun meiri. GJALDEYRISFORÐI Gjaldeyrisforði Grikkja hefur minnkað um liðlega 40% á einu ári og er nú aðeins 1 milljarður doll- ara. Þá var vöruskiptahalli Grikkja á fyrstu fimm mánuðum ársins liðlega 2,5 milljarðar doll- ara. ATVINNULEYSI Atvinnulausir í Vestur-Þýzka- landi eru nú liðlega 1,8 milljónir og fer stöðugt fjölgandi. Telja sér- fræðingar nokkuð ljóst, að talan verði farin að nálgast 2 milljónir manna í lok ársins. JÁRNBRAUTIR Brezku jámbrautirnar tilkynntu nýverið, að skera þyrfti niður þjón- ustu við farþega um 20% á næst- unni vegna mikilla rekstrarerfið- leika, auk þess hafa þær farið fram á verulega hækkun fargjalda, sem búizt er við að komi til fram- kvæmda 1. september nk. VERÐBRÉF Verðbréfamarkaðurinn í London hefur ekki dafnað eins vel í júlí- mánuði um áraraðir eins og nú. Sérstaklega var mikið að gera með ríkistryggð verðbréf. BREZKURIÐNAÐUR Efnahagssérfræðingar telja, að í hönd fari erfiðir tímar í brezkum iðnaði. Samkeppnishæfni hans sé minni en oft áður og því hafi eftir- spurn minnkað verulega síðustu mánuði. Þá hefur dregið verulega úr fjárfestingu síðustu mánuði. GENERAL ELECTRIC Talsmaður General Electric fyrirtækisins brezka tilkynnti ný- verið, að hagur fyrirtækisins hefði aldrei verið betri. Þegar fyrirtækið var gert upp í lok marz sl. kom í Ijós, að hagnaður þess hafði aukizt um 23% og nam liðlega 584 millj- ónum punda. ÞÝZKIR BANKAR Tveir stærstu bankarnir í Múnchen í Vestur-Þýzkalandi, Bayerische Vereinsbank og Bayer- ische Landesbank, tilkynntu fyrir skömmu, að hagnaður þeirra hefði aukizt um liðlega 25% fyrstu sex mánuði ársins og hefur staða þeirra ekki verið betri um langt árabil. COCA COLA Mikill uppgangur hefur verið hjá Coca Cola síðustu mánuðina, en á öðrum ársfjórðungi þessa árs varð um 10% aukning á tekjum fyrir- tækisins. Þessa tekjuaukningu telja sérfræðingar að megi rekja fyrst og fremst til hagræðingar í starfsemi fyrirtækisins, því sala hafi ekki aukizt á þessum tíma. Reyndar hafi hún heldur dregizt saman almennt á markaðnum. T— ITT ir 5!i iif it? H! !!; !!! ?!' .!!'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.