Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 Utför móöur okkar. LÁRU PÁLMADÓTTUR, Stóragerði 28, fer fram frá Hallgrímskirkju föstud. 13. ágúst kl. 10.30. Blóm vinsamlega afbeðin, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Hallgrímskirkju. Heiöur Aðalsteinsdóttir, Halla Aóalsteinsdóttir. Fröken INGIBJÓRG E. BERGMAN BJÖRNSDÓTTIR, fyrrverandi aðalféhirðir Landsbanka islands verður jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykjavik föstudaginn 13. ágúst kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aóstandenda, Rut Barker, Guðrún Rut Viðarsdóttir. t Faöir okkar og stjúpfaöir, GUDMUNDUR HANNESSON frá Egilsstaðakoti, Villingaholtshreppi, lést á Sjúkrahúsi Suöurlands 10. ágúst. Sesselja Guðmundsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Hermundur Þorsteinsson. t Eiginmaöur minn, FRIORIK GAROARSSON, •'eiiomeður, Laufvangi 9, Hafnarfiröi, verður jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi 13. þessa mánaöar kl. 1.30. Sesselía Andrésdóttir, Haukur Friðriksson, Helga Péturadóttir, Arndís Friöriksdóttir, Ingimundur Helgason, og barnabörn. t Hjartkær móöir okkar, tengdamóðir og amma, GUDRÚN PÁLSDÓTTIR, Háaleitisbraut 121, veröur jarösungin frá Seifosskirkju laugardaginn 14. ágúst kl. 2.00 eftir hádegi. Þeir sem vildu minnast hennar láti Krabbameinsfélag- iö njóta þess. Sigriður Guömundsdóttir, Bjarney Guðmundsdóttir, Jón Ólafsson, Einar Guömundsson, Magnea S. Hallmunsdóttir, og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúó viö andlát og jaröarför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, GUÐFINNU SESSELJU BENEOIKTSDÓTTUR, Túngötu 10, Keflavík. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför ÖNNU ÁSLAUGAR LiUÐMUNDSDÓTTUR, Drápuhlíö 47. Árni Guömundsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför JÓNS JÓNSSONAR, listmálara, Njálsgötu 8 B. Jón Friðrik Jónsson, Þórey Eiríksdóttir, Guðlaugur Jónsson, Katrín Siguröardóttir, og barnabörn. Kaj Langvad verk- fræðingur - Minning Fæddur 19. desember 1896 Dáinn 27. júlí 1982 Hinn 31. júlí var jarðsettur frá heimili sínu í Gentofte Kay Lang- vad verkfræðingur, en hann hafði orðið bráðkvaddur að morgni hins 27. júlí á 86. aldursári. Kay Langvad var víðkunnur hér á landi vegna starfa sinna að verk- legum framkvæmdum, bæði sem verkfræðingur og verktaki við mörg hin mestu stórvirki sem hér hafa verið unnin. — Annar, sem hnútum er kunnugri á því sviði, mun fjalla um störf hans, en ég einkum um manninn, hinn um- svifamikla en hlýja og umhyggju- sama höfðingja, sem hann var. — Mér er þó ekki mögulegt að nálgast það umfjöllunarefni, án þess að minnast jafnframt á fram- kvæmdamanninn, svo óaðskiljan- legur hluti var hinn síðarnefndi af allri gerð hans, af stærð hans. Ég ætla að engum hafi Kay Langvad staðið að baki um nákvæman und- irbúning verka. Hinsvegar held ég að yfirburðir hans h-afi helst og fremst notið sín þegar ófyrirséða erfiðleika bar upp á og beita þurfti hugarflugi og áræði. Af frásögn- um hans tel ég að hitaveitan í Reykjavík hafi átt einna ríkust ítök í honum, allra hans verka. Þar hlóðust upp erfiðleikar af stríðsvöldum í byrjun fram- kvæmda, þegar mikill hluti efnis- ins í verkið varð innlyksa um borð í gamla Gullfossi við hernám Dan- merkur. — Baráttan var honum ævintýri. Þegar greina skal frá lífsævin- týri Kays Langvads má fyrst nefna atvik í húsi Studenterforen- ingen í Kaupmannahöfn ein- hverntíma fyrir 1920. — Þar sat hann þá og lék á píanó, — og eru víst fáir sem vissu að hann ætti þann streng í hörpu sinni. Þar var þá stödd ung íslensk stúlka, Selma, dóttir Þórðar Guðjohn- sens, kaupmanns frá Húsavík, Péturssonar, organista í Reykja- vík, og konu hans Maríu, dóttur Theodórs læknis Þórðarsonar há- yfirdómara Sveinbjörnssonar. Stúlkan veitti unga mannin- um athygli og þótti hann leika vel. — Af þessu atviki varð framhald sem stóð hátt á sjötta áratug. En í þann tíð sat fólk í festum þar til traustur grundvöllur var fenginn fyrir stofnun heimilis og gengu þau Selma í hjúskap 10. nóv. 1923. — Selma var glæsikona, mikil húsfreyja og móðir, og virti maður hennar hana og dáði umfram allt annað. Allt sem henni var tengt átti áhuga hans og umhyggju. Ættfólk hennar varð af sjálfu sér hans ættfólk, enda stóð heimili þeirra því ætíð opið. Kay var ætt- rækinn og ættfróður og hafa víst ekki margir af ætt konu hans ver- ið um hana fróðari en hann yar. Vafalaust hafa fjölskyldu- tengslin við ísland átt þátt í því, hversu verulegur hluti af ævi- starfi Kays Langvads var við ís- land bundinn, enda þótt upphafið, starf hans hjá Hajgaard & Schultz, væri óháð þeim. Fyrst kom hann til starfa hér 1937, en 1940, eftir hernám Danmerkur, flutti hann hingað búferlum eftir löngum krókaleiðum með alla fjöl- skyldu sína, vegna verksins sem hann þá hafði tekið að sér að stjórna. Voru þau búsett hér þar til á árinu 1945. Synirnir þrír voru 11,13 og 15 ára við komuna hingað og því á erfiðum aldri til að söðla um frá dönskum skóla í íslenskan. En foreldrarnir voru ekki smátæk þá, frekar en endranær, heldur fengu handa sonunum sem einka- kennara þann fjölhæfa gáfumann, próf. Guðbrand Jónsson, sem fór létt með að halda áfram danskri menntun þeirra. Er þeim kennar- inn sá harla minnisstæður. Jafn- framt urðu synirnir vel að sér í íslensku og íslenskum málefnum, sem að vísu voru þeim ekki fram- andi fyrir. Þau Langvadshjón efldu mjög á Islandsdvalarárunum tengslin við ættfólk Selmu og gerðust með því mikilvægur tengiliður innan ætt- arinnar. Er okkur ljóst, sem þar eigum hlut að máli, að í því efni eigum við þeim mikið að þakka, bæði frá Islandsárum þeirra, en ekkert síður þeim tíma sem síðan er liðinn. Átti Kay þar engu síður hlut að máli en Selma, frænka okkar. Hann var ákafamaður um allt það, sem vakti áhuga hans og þessi tengsl voru þar á meðal. Kay Langvad bjó yfir miklum hæfileikum til vináttu, vissulega sem veitandi en líka sem njótandi, en slíkir verða vinir bestir sem hvorttveggja kunna, að gefa og þiggja. — Á íslandsdvalarárun- um, en þó bæði fyrr og síðar, eign- aðist Kay hér marga vini, einnig utan fjölskyldunnar. — Vegna starfa sinna hlaut hann að hafa mikil og margvísleg samskipti við háa sem lága og einkum þó við menn sem fóru með tæknimál og fjármál. Óhætt er að segja að flestir þeirra hafi metið hann mikils og allmargir urðu tryggða- vinir hans, og eru þar ekki undan- skildir menn, sem hann stundum þurfti að deila við um hagsmuna- mál. — Vinirnir voru meðal kær- ustu umræðuefna hans, og sýndi það vel, hve ríkur þáttur vináttan var í þeirri lífsfyllingu, sem hann naut. Fjölskyldufaðir var hann þó öllu öðru fremur og höfuð stórfjöl- skyldunnar, eftir að synirnir höfðu sjálfir stofnað heimili. Kay var alla tíð maður nokkurrar fyrirferðar og ekkert logn í kring um hann, en í þessu hlutverki kunni hann að vera sívökull og allsstaðar nálægur með ráðum og dáð, án þess að umhyggjan fengi nokkurntíma á sig mynd stjórn- semi, hvað þá ráðríkis. — Barna- börnum sínum, átta talsins, hefur hann verið einstakur vinur, enda notið mikillar hylli þeirra. Áttu þau hjón þar reyndar óskilið mál, meðan bæði lifðu. Þau hjónin ferð- uðust mikið, sjaldan ein sér, stundum með íslenskum vinum en einu sinni með hverju barnabarna sinna, og var það fermingargjöf þeirra. Synir þeirra hjóna eru Soren verkfræðingur, kvæntur frænd- konu sinni Gunvor Lænkholm en Halldóra móðir hennar var alsyst- ir Selmu, Hinrik, vefnaðariðn- fræðingur, tvíkvæntur, fyrst Birg- it Lund-Meller, en þau skildu, síð- an Dorthe Madsen, og Eyvind, dr. med. kvæntur Ullu Trolle Jacob- sen. Fyrir rúmum 10 árum tók Seren að mestu við stjórn fyrirtækis þeirra feðga, E. Pihl & Son, A/S. Var Kay hamingjusamur og stolt- ur af því, í hve góðum höndum hann skildi við fyrirtækið og jafn- framt ánægður yfir því að hafa ekki lent í þeim vanda, að fleiri en einn ágætra sona hans hefðu hug á verkfræðimenntun. — Henrik Langvad hefur haft allmikil við- skiptatengsl við ísland, lengi vel sem deildarstjóri innan stórfirm- ans Hochst, Danmark A/S, en síð- ustu árin á eigin vegum. Eyvind Langvad hefur haft krabbameins- rannsóknir að aðalviðfangsefni og unnið sér doktorsgráðu við þau störf. Tryggð þeirra Selmu og Kays við Island hefur komið fram í fleiru en að framan er greint. Árið 1964 stofnuðu þau sjóð við Há- skóla íslands. Tilgangur sjóðsins er efling menningartengsla ís- lands og Danmerkur með styrkj- um til námsdvalar íslendinga í Danmörku eða Dana á íslandi, eða þá með öðrum hætti, sem stjórn sjóðsins ákveður í samræmi við markmið hans. Sjóðurinn er nú að raunvirði um 250.000 d.kr. og arð- urinn af honum tæpar 50.000 d.kr. á ári. Frá upphafi hafa 8 íslend- ingum og 5 Dönum verið veittir styrkir úr sjóðnum. — Fyrsti styrkþeginn var dr. Kristján Eld- járn, þá þjóðminjavörður. — Há- skólarektor er formaður sjóð- stjórnar, en Soren Langvad hefur verið í stjórninni frá upphafi. Soren er nú formaður Dansk- íslenska félagsins í Kaupmanna- höfn. Ekki er öll sagan enn sögð um Islandstengslin. — Þegar að því kom að Kay Langvad fyndist mál að leggja niður störf, voru umsvif fyrirtækis þeirra feðga, E. Pihl & Son, A/S, sívaxandi. — Ekki gátu þeir þó hugsað sér að hætta ís- landsumsvifum. Brugðu þeir þá á það ráð að stofna hér íslenskt hlutafélag, ÍSTAK, íslenskt verk- tak hf., með nokkrum íslending- um, þ.á m. verkfræðingum, sem lengi höfðu starfað hjá þeim. Það fyrirtæki hefir Kay oftlega heim- sótt, örvandi, leiðbeinandi, veit- andi. Naut hann óskiptrar virð- ingar og hylli bæði hluthafa og annarra starfsmanna þar. Eru þaðan fluttar hlýjar kveðjur við fráfall hans. Kay fór dyggilega eftir heilræði Hávamála um að fara oft að finna vini sína. Voru þau hjón raunar tíðir gestir hér mörg sumur og við sumar fjölskylduhátíðir og höfðu þá jafnan fjölmenn boð inni. Eftir að Selma féll frá, 1976, voru \ sumarferðir og vinafagnaðir Kays hingað árvissir viðburðir, sem ég held að honum hafi verið mikið tilhlökkunarefni, hverju sinni. — Það var daginn eftir heimkomuna úr slíkri ferð, sem hann leið út af við lestur morgunblaðanna. Hin- um mikla umsvifamanni var dæmdur mildur dauði við vel tímasett verklok. Við hjónin fengum að njóta með honum viku dvalar nýlega í fögru sumarhúsi hans á Borgundar- hólmi ásamt Soren og Gunvor. Fyrir það erum við enn þakklát- ari, úr því þetta var lokaþáttur- inn. Við og allt okkar fólk blessum minningu hanp. Gunnar J. Möller Kay Langvad, verkfræðingur, lést í fæðingarborg sinni, Kaup- mannahöfn, þann 27. fyrra mán- aðar, aðeins örfáum dögum eftir að hann hafði haldið ættingjum fjölskyldunnar og vinum veglega veislu hér í Reykjavík, eins og hans var vani mörg undanfarin ár. Hann var fæddur 19. desember 1896, lauk stúdentsprófi 1915 og prófi í byggingarverkfræði frá Tækniháskólanum í Kaupmanna- höfn 1920, en þar kynntist hann nokkrum íslendingum, sem voru honum samtímis í námi og áttu eftir að verða vinir hans síðar meir. Eftir að hafa unnið ýmis störf fyrstu árin eftir próf réðst hann árið 1923 til hins þekkta og um- svifamikla verkfræði- og bygg- ingarfirma Hojgaard & Schultz A/S, í Kaupmannahöfn og vann hjá því til ársins 1947. Voru hon- um fljótlega falin ábyrgðarstörf, svo sem umsjón með byggingu Langebro, gerð uppdrátta að Lille- bæltsbro og Limfjordbro og margt fleira. Árin 1930—1932 var hann framkvæmdastjóri deildar firm- ans í Riga, sem aðallega hafði hafnargerðir með höndum og að því loknu varð hann fram- kvæmdastjóri röraverksmiðju firmans í Kaupmannahöfn fram til ársins 1937 jafnframt því sem hann hafði umsjón með verkum á vegum vatnsveitu Kaupmanna- hafnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.