Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 ást er... ... að gefa hon- um brauð og hun- ang á morgnana. TM Rag U S Pat Oft —all rklhts resarved •1882 Los Angeles Tlmes Syndlcate Nei, drengur minn — nútíma viðskipti bjóða ekki upp á annað en þrotlaust brauðstrit og enga kafntima ... Með morgunkaffinu Tölvan býður að kaupa okkur út úr kompaníinu? Örnúlfur í Vík Ilelga Guðmundsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi. Vegna fyrirspurnar frá H. og M. á Isafirði í þætti þínum 6. ág. sl. sendi ég hér ljósrit af Ijóðinu „Óhappadagar". Ég á það í bók sem heitir „Skvetta". Er hún gefin út í Reykjavík 1931 og hef- ur að geyma gamankvæði o.fl. Kvæðið er þar sagt eftir Örnúlf í vík.“ - O - Örnúlfur þessi í Vík hét öðru nafni Reinhold Richter. Hann var sölumaður að atvinnu, en skemmti Islendingum með gam- anvísnasöng og leik á árunum í kringum 1925—30 við undirleik konu sinnar, Guðnýjar Richter. Við höfðum samband við Guð- nýju og var hún svo vinsamleg að heimila okkur birtingu kvæð- isins, auk þess sem hún léði okkur myndina af Reinhold sem birtist hér með. I Reinhold Richter fer með gamanmál á Hamrinum 1 Hafnarfirði. Ohappadagar — eftir Reinhold Richter Á sunnudaginn skaust jeg út á skauta, sem að vanda, þó skratti væri hált og sleipt á svellinu að standa, og skimaði eftir meðhjálp, svo jeg skyldi ekki stranda, því skautaferðir tel jeg ekki enn mitt fimleiksfag. Þá birtist mjer hún Bína, sem bauð mjer aðstoð sína, og samantengd við Tjörnina svo tókum »slag í slag«. En þá kom einhver þjassinn og þeytti mjer á rassinn, — eg hef aldrei lifað annan meiri óhappadag. Á mánudaginn gekk jeg úti góðviðris að njóta, það gerir mann svo unglegan til höfuðs og til fóta, á undan mjer á götunni þar gekk hún litla Tóta, og Guð einn veit jeg taldi mjer það bæði happ og hag. Jeg byrjaði að blikka, hún brosti og fór að nikka, og svona gekk það allan daginn alveg slag í slag uns konan kom og tók mig og kröftuglega skók mig, — eg hef aldrei lifað annan meiri óhappadag. Þriðjudaginn allan sat jeg þreyttur við að skrifa, ja, það er ekkert gamanspaug að skrifa til að lifa, og kontorsjefinn altaf var á »kontóum« að klifa: Það kæmist ekki á bókfærsluna nokkurt minsta lag. Svo barst í tal um blekið, að bittan hefði lekið, og út-ataðir pappírarnir alveg slag í slag, jeg það með klútnum þerði, og því næst svona gerði, — eg hef aldrei lifað annan meiri óhamingjudag. Á miðvikudag brá jeg mjer með brúði upp til sveita, því betra er þar í kyrðinni við ástamál að þreyta, og svo er þessi kosturinn að þurfa ei lengi að leita og losna hjer úr fjölmenninu og þessum bæjarbrag. Jeg kysti meyna’ á munninn, er mjer var feimnin runnin, og svona gekk það langa lengi alveg slag í slag. Svo fór um þann fyraftinn, eg fjekk þó brátt á kjaftinn. — jeg hef aldrei lifað annan meiri óhappadag. Á fimtudaginn bjó jeg mig sem best jeg gat á ballið, því bæði er jeg glaðvær ögn og gefinn fyrir rallið, og það er ekki lýgi tóm, að kátt var þetta knallið, — jeg kann að meta vangadans og fleira mjer í hag. Þær trykkuðu og tróðu, á tánum á mjer stóðu, og svona gekk það skiftivís bara alveg slag í slag, á líkþornin þær lömdu, og loks þau sundurkrömdu, — jeg hef aldrei lifað annan meiri óhappadag. Á föstudaginn sat jeg allan seinnipartinn heima í sóffanum, og ljet mig þá um fornar ástir dreyma, en úti voru kettirnir að hvæsa, urra og breima, jeg kunni ei meira en svo við þetta bölvað háttalag. Jeg opna t skyndi skjáinn, og skvetti út í bláinn úr vaskafati barmafullú, — alveg slag í slag. En fyrir því varð Fía, ein fyrirmyndar pía, jeg hef aldrei lifað annan meiri óhappadag. Á laugardaginn loksins svo jeg komst til hennar Kötu, í kokkhúsinu stóð hún þá með gólfklútinn og fötu, hún reitti í mig fúkyrðum og rak mig út á götu, og rjett lá við að komin þarna værum við í slag. Hún sagði: jeg væri svikull, og svona líka hvikull, að eiga mig það taldi hún vera hvorki happ nje hag. Og skólpinu’ á mig skelti’ hún, og skúrnum aftur smelti’ hún, — jeg hef aldrei lifað annan meiri óhappadag. HÖGNI HREKKVÍSI „BK ÞAP HÉH SFM JÓN 03 60NNA EU?A HEIMAr’'' FARÐU í PÖEXNÁ " Mættu taka ykkur til fyrirmyndar „Reykjavík 10. ágúst 1982. Kæri Velvakandi! Afskaplega er ég ánægð með skrif blaðsins míns um kirkjuleg málefni og sýnir það og sannar að Mbl. er hið bezta fréttablað. Ég á nú fyrst og fremst við skrifin í sunnudagsblaðinu þó svo þeir mættu vera skýrari í kenn- ingunni í sunnudagshugvekjunni en það er svo sem allt í lagi þar sem maður les Ritninguna og leið- réttir bara kúrsinn eins og eigin- maður minn var vanur að segja. SkrifiÖ eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til fóstudaga, ef þeir koma því ekki við aö skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfbng verða aö fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Þá vil ég hrósa PÞ (en sá eða sú ritar stundum greinar og eina í morgun og tók viðtal við Jón H. Jónsson og Dalbert nokkurn Elías — reglulega upplífgandi svona á síðsumardögum og mættu greinar hans vera fleiri). En þó ég sé ánægð með þetta þá vil ég láta enn í ljós óánægju með að séra-titlarnir eru rifnir af virðulegum klerkum landsins og einn prófessoranna í guðfræði- deildinni kallaður bara kennari — þetta hæfir ekki sómakæru og vel-íhaldssömu blaði með frjáls- lyndisívafi. Nú já, en að endingu læt ég í ljós kærar þakkir til blaðsins um skrif varðandi kirkjuna og fólkið í landinu er játar kristna trú og mættu, já svo sannarlega, fleiri blöð taka ykkur til fyrirmyndar í þessum efnum sem og öðrum. Meira skrifa ég ekki að sinni en í lokin vil ég segja og skrifa, því allir eru nú að hnýta í ungu kyn- slóðina, en hún er bráðefnileg og hjálpfús eins og dóttursonur minn sem er svo vinsamlegur að rita þetta fyrir mig. Kærar þakkir. Virðingarfyllst, Áslaug Jónsdóttir.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.