Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 37 Pílatusar- þvottur frammi fyr- ir þjóðinni „Segja má að þríeykið, Agnar, Ólafur og Steingrímur, beri að líkindum mesta ábyrgð á stólmálinu. Ég skora bér með á þá þrjá að gefa stuttorða og sanna yfirlýsingu um, hvers vegna það dróst i 5 ár að manna umrædd tæki.“ Ingjaldur Tómasson skrifar: „Undanfarið hafa margir þeirra, sem ráða og stjórna flug- málum íslendinga, skrifað mikið flóð greina í Morgunblaðið, mest til að klóra í bakkann og afsaka sig gagnvart þeirri staðreynd og samkvæmt eigin áliti sömu manna, að miklar líkur voru á því, að hið sorglega slys við Esjubrún hefði ekki átt sér stað, ef viðeig- andi öryggistæki í Keflavík hefðu verið í notkun. Eftir þessar yfirlýsingar lang- reyndra flugmanna, hefði mátt ætla að flugmálastjóri, sem tví- mælalaust ber hér mesta ábyrgð, hefði kosið þögnina. Nei, ekki al- deilis. Hinn 31. júlí skrifar hann í Mbl. um mjög góða byrjun. Nú sé hann sjálfur búinn að fá alger yf- irráð yfir mönnunum í stólnum, sem stjórna hinum mikilvægu ör- yggistækjum fyrir Reykjavíkur- flugið, sem að líkum eru gefin okkur af Bandaríkjamönnum, ásamt feiknafjármagni í fjöl- mörgu öðru, sem óþarft ætti að vera að telja upp. Og í stað þess að þakka þeim með einu orði, eru þeir níddir niður í svaðið eins og vinstra kerfið getur verst upp- hugsað. Hví heimtuðu yfirmenn björg- unarmála ekki yfirstjórn björgun- arflugvéla hersins, sem bjargað hafa hundruðum mannslífa hér við land, án þess að sést hafi nokk- urt þakkarorð, hvorki frá aðstand- endum né þjóðarleiðtogum? Enda alger fordæming vís þeim vinstri- mönnum, sem voguðu sér að viður- kenna hið minnsta gott í fari Bandaríkjamanna. í sama Morgunblaði, hinn 31. júlí, lýsir utanríkisráðherra því yfir, að nú fyrst, eftir að „stóllinn" hefir staðið auður í 5 ár, hafi tek- ist samkomulag um að þeir sem setjist í stólinn „heyri algerlega undir" flugmálastjóra. Hann á bæði að ráða mennina og vera ótvíræður húsbóndi þeirra. Og enn '\ sama blaði birtist löng greinar- gerð í 5 liðum frá samgöngumála- ráðuneyti. Eins og mikilla ráðu- neyta er siður, þegar gruggug mál eru á ferðinni, reynir það pílatus- arþvott frammi fyrir þjóðinni og segir eins og Pílatus forðum: Við berum enga ábyrgð á hinu hörmu- lega slysi. Segja má að þríeykið, Agnar, Ólafur og Steingrímur, beri að lík- indum mesta ábyrgð á stólmálinu. Ég skora hér með á þá þrjá að gefa stuttorða og sanna yfirlýs- ingu um, hvers vegna það dróst í 5 ár að manna umrædd tæki. Það er alltaf segin saga, þegar óþverramál eru á döfinni hjá hinni geysifjölmennu yfirráða- stétt, að þá upphefst fyrst í stað mikið jaml og fuður afsakana, og vill þá gjarnan svo til, að einhverj- ir ráðamanna segja of mikið, sem kemur sér illa fyrir þá kerfiskarla eða stofnanir sem hlut eiga að máli, eins og skeð hefir nú í stól- málinu. Svo þegar mesta afsak- anafumið er þagnað og viðkom- andi sjá að einhverjir ráðamanna (hér flugmála) hafa sagt of mikið, þá skeður það, að einn virtur flug- maður skrifar grein í Morgunblað- ið, þar sem fullyrt er að helst eng- inn beri nokkra sök eða ábyrgð á margnefndu stólmáli. Svo sé öll- um fyrir bestu að þetta mál sé gleymt og grafið — og þar með féllu skyndilega niður öll skrif um málið, ekki ósennilega eftir sátta- fund flugmálayfirvalda. Mikil árátta virðist vera hjá mörgum Islendingum, sem komast til mannaforráða, að stjórna án nokkurs samráðs við undirmenn og grípa hvert tækifæri sem býðst til að klófesta meiri og meiri yfir- ráð og þar með meira og meira fjármagn í eigin vasa. Laun þéirra í hærri stiganum eru yfir 30—40 þúsund krónur á mánuði. Fjöldi þessara hálaunabelgja er ótrúleg- ur, efalaust algert heimsmet hjá jafn fámennri þjóð og okkur Is- lendingum. Ekki fjölmennari en nemur starfsmönnum einnar ein- ustu verksmiðju handan við hafið. Og það er ekki að undra þótt efna- hagskerfi okkar riði til falls, þegar lítið virðist vera hugsað um annað en fjölga sem mest yfirstéttarlið- inu ásamt fokdýrum kommisara- stofnunum. Aðalstarf núverandi stjórn- valda virðist hafa verið að auka óskapnað ríkisbáknsins og troða þar inn sem flestum sínum fylgis- mönnum meðan sætt er í valda- stólum. En vita þeir það ekki, þessir stjórnarherrar, að þessi út- belging báknsins færir engin verð- mæti í þjóðarbúið, þvert á móti er það nú að sliga efnahagskerfi okkar. Það er búið að drepa í dróma alla athafnaþrá manna til verðmætasköpunar. Og þeir sem gerast svo djarfir að vera að fikta við sköpun verðmæta eru jafnvel ofsóttir af ríkisvaldinu (t.d. Laxa- lónsmálið). Víst er nú talið að stjórnin muni innan tíðar geyspa golunni. Það er svo þjóðarinnar að gera upp við hana gjaldþrota- reikninginn í næstu kosningum." Þessir hringdu . . . Vantar handrið við uppkomuna úr lauginni Olafia Jónsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að beina fyrirspurn til þeirra sem hafa með Sundhöllina að gera. Geta þeir ekki látið setja upp hand- rið við stigana, þar sem komið er upp úr lauginni? Flísarnar á gólfinu eru svo glerhálar, að það er í rauninni stórhættu- legt að feta sig áfram eftir bakkanum frá laugarbarmin- um. Nægilegt væri að strengja þarna kaðal á milli uppistaða og einnig mætti hugsa sér kað- alhandrið á veggnum á móti. Ég er tíður gestur í Sundhöll- inni og er oftast logandi hrædd þegar ég er að koma upp úr lauginni, því að það er sannarlega háskalegt að skrika fótur þarna á glerhál- um og hörðum flísunum. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Jón er duglegur, þegar hann er borinn saman við Pál. Rétt væri: Jón er duglegur, þegar þeir Páll eru bornir saman. Eða: Jón er duglegur í samanburði við Pál. „Vinningsnúmer í happdrætti Landsmóts hestamanna 1982: Nr. 4220 Altygjaður gæðingur. Nr. 4952 Vel ættað og glæsilegt tryppi. Nr. 3145 Norðurlandaferð fyrir tvo, báöar leiðir m. Flug- leiöum hf. Nr. 3867 Ferð fyrir tvo til Amsterdam með Arnarflugi hf. Nr. 4553 Norðurlandaferð fyrir tvo með Samvinnuferö- um-Landsýn. Nr. 1887 Folatollur hjá stóöhestinum Sörla 653. Upplýsingar gefur Guðm. Ó. Guömundsson, Skagfirð- ingabráut 41, Sauðárkróki, sími heima 95-5213 og á vinnu- st. 95-5200." FJOLBRAUTASKÓUNN BREIÐHOLTI Frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti Austurbergi 5, 109 Reykjavík ísland, sími 75600 Skólinn veröur settur í Bústaðakirkju miövikudaginn 1. sept. kl. 10.00. Aðeins nýnemar skulu koma til skólasetningar. Nemendatöflur veröa afhentar sama dag í húsakynnum skólans viö Austurberg kl. 13.30—17.00. Kennarafundur veröur haldinn fimmtudaginn 2. sept- ember og hefst kl. 9.00. Kennsla samkvæmt stunda- skrá hefst föstudaginn 3. september. Sama dag fer fram kynning á skólanum fyrir nýnema og hefst kl. 8.10. innritun í öldungadeild veröur dagana 23.—27. ágúst kl. 20.00—22.00. Allir nemendur kvöldskólans eiga aö koma aö velja námsáfanga og greiöa náms- gjöld aö upphæö kr. 850.- Kennsla í öldungadeild hefst mánudaginn 6. september. Skólameistari. Alltaf á fóstudögum FYRSTA OG EINA GLERMUNAVERKSTÆÐIÐ HÉR Á LANDI. HVERNIG FINNST ERLENDUM VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐINEMUM AÐ STARFA Á ÍSLANDI? MEIRA EN VENJULEG SÓLARLANDAFERÐ. Fjallað um Marbella og Valparaiso á Mallorka JptagntiMfiMfe Föstiulagsblaðid er gott forskot á helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.