Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 39
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 39 Rossi frá Juventus? • Paolo Rossi fagnar bér fyrsta marki sinn i leiknum við Brasiliu á Spáni. PAOLÖ Rossi, hetja ÍUla i HM á Spáni, hefur ekki náð samkomu- lagi um laun við félag sitt, ítölsku meisUrana Juventus, og þ.a.1. ekki enn skrifað undir nýjan samning við félagið. Forráðamenn Juventus til- kynntu að Rossi færi fram á meira en 120 milljón lírur (84.000 dollarar) fyrir eins árs samning, en sú upphæð mun vera sú hæsta sem félagið greið- ir ítölskum leikmönnum. Þess má geta að Pólverjinn Boniek og Frakkinn Platini gerðu báðir eins árs samning við Juventus, og hvortveggja samningurinn hljóðaöi upp á laun sem voru á bilinu 300—400 milljón lírur (210.000 til 280.000 dollarar), og verður að telja furðulegt hvursu miklu minna félagið vill greiða bestu ítölsku leikmönnum sínum en þeim erlendu. Giampiero Boniperti, forseti félagsins, sagði að samningavið- ræðum yrði haldið áfram næstu daga, og á meðan æfði Rossi áfram hjá liðinu og lék æfinga- leiki þess. — SH 12 ítalir náöaöir ÍTALSKA knattspyrnusambandið náðaði fyrir skömmu 12 knatt- spyrnumenn sem taldir voru viðriðn- ir mútuhneykslið fræga 1980 og voru þá dæmdir í leikbann. Áður hafði frægasti knattspyrnumaður ítala, Paolo Rossi, verið náðaður og var það eins gott fyrir ítalska landsliðið, því það voru mörk Rossis sem færðu þjóðinni HM-titilinn i sumar. En tólf leikmenn í viðbót hafa sem sé verið náðaðir. Níu þeirra mega byrja strax að leika með fé- lögum sínum, en hinir þrír ekki fyrr en 27. mars 1983. Þeir níu sem mega þegar hefja leik eru Enrico Albertosi (AC Milano), Giuseppe Savoldi (Bolognia), Carlo Petrini (Bolognia), Bruno Giordano (Laz- io), Lionello Manfredonia (Lazio), Giuseppe Wilson (Lazio), Guido Magherrini (Palermo), Lionello Massimelli (Taranto) og Luciano Zecchini (Perugia). Hinir þrír eru Massimo Cacciatori (Lazio), Mauro Della (Perugia) og Stefano Pellegrini (Perugia). Coe í breska landsliðið — þó med ákveðnum fyrirvara HINN þrefaldi heimsmethafi Seb- astian Coe var i vikunni valinn i landslið Bretlands í frjálsum iþrótt- um sem keppir á Evrópumótinu í Aþenu síðar í þessum mánuði. Þar með er endi bundinn á vangaveltur um hvort að Coe yrði valinn í liðið eða ekki, en hann hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Þá vakti það litla kátínu meðal aðstand- enda breska liðsins, að Coe hljóp hálfgert „leynihlaup" í 800 metrun- um í Nottingham fyrir skömmu og tilkynnti síðan landsliðsnefndinni að tími hans hefði verið mun betri held- ur en lágmarkið sem sett var fyrir landsliðið. Landsliðsnefndin breska tjáði Coe á hinn bóginn að hún tæki ekki mark á svona löguðu og er val hans í liðið með þeim fyrirvara að hann nái löglega lágmarkstímanum fyrir 26. ágúst. Engin hætta er talin á öðru en að Coe standist þetta, en fari svo að hann geti það ekki kann svo að fara að erkifjandi hans og landi, Steve Ovett, verði beðinn að keppa Guöjón meÖ Þór Þór, Akureyri, hefur nú ráðið Guð- jón Magnússon sem þjálfara fyrir 3. deildarlið félagsins í handknattleik i vetur. Guðjón lék hér áður fyrr með Víking og Val við góðan orðstír og mun hann leika með Þór í vetur auk þjálfunarinnar. — SH. • Seb Coe... kominn i landsliðs- hópinn. Firmakeppni Breiðabliks helgina 20., 21. og 22. ágúst 1. Almennar firmakeppnisreglur. 2. Glæsileg verölaun fyrir 3 efstu,sætin. Tilkynning um þátttöku berist aö Digranesvegi 6, Kópavogi, eöa í síma 45124 alla virka daga milli 10—12 til 13. ágúst. Knattspyrnudeild Breiðabliks. fyrir Bretlands hönd bæði í 800 metrunum og 1500 metrunum, en hugmyndin er að Ovett keppi að- eins í 1500 en Coe í 800. Það er mál margra, að Bretland hafi aldrei fyrr teflt fram jafn öflugu lands- liði í frjálsum íþróttum, en það skipa nú meðal annarra, auk þeirra Coe og Ovett, Daley Thompson og Alan Wells, sem báðir unnu gull á síðustu Ólympíuleikum, Thompson í tug- þraut en Wells í 100 metra hlaupi. 'A æt/un Akraborgar tvö skip í ferðum GHdirfrá 22 júlí 1982 MANUDAGUR ÞRIÐJUDAGUR OG FráAk -FráRvik MIÐVIKUDAGUR 08,30 08.30 10.00 10.00 11.30 11.30 13.00 13.00 14.30 14.30 16.00 16.00 17.30 17.30 20.30 19.00 22 00 FIMMTUDAGUR FraAk FraRvik 08.30 10.00 10.00 11.30 11.30 13.00 13.00 14.30 14.30 16.00 16.00 17.30 17.30 19.00 20.30 22,00 LAUGARDAGUR FráAk FraRvik 08.30 08.30 10,00 10.00 11.30 11.30 13.00 13,00 14.30 14.30 17.30 16.00 19.00 FráAk FráRvik 08.30 10.00 11.30 13.00 14.30 16.00 17.30 19.00 20.30 22.00 FÖSTUDAGUR FraAk FraRvik 08.30 10.00 10.00 11.30 11.30 13.00 13.00 14.30 14.30 16.00 16.00 17.30 17.30 19.00 . 19.00 20.30 20.30 22.00 22.00 SUNNUDAGUR FraAk FráRvik 08.30 10.00 11.30 13.00 16.00 16.00 17.30 17.30 19.00 19.00 20 30 20.30 22.00 22.00 Simar: Reykjavik 91 - 16050 - Simsvari 91-16420 Akranes 93-2275 - Skrifstofa: 93-1095 HfSkDKAUAGRIMUR. Akmhon; þjonusla milli hafrn Nú komast allirmeb AKRABORG I ir )*■■■■■*, Tvö skip í feróum T/öföld akrein yfir flóann Nú hefur þjónusta í feröum milli Akraness og Reykjavíkur veriö stóraukin yfir háannatímann. Með tilkomu nýju Akraborgarinnar og fjölgun ferða hefurflutningsgetan aukistúr40 í WObíla. Þetta þýðirað ferjurnarflytja um 900 fólksbíla og vöruflutningabíla, stóra sem smáa, á dag. Ferðin á milli tekur aðeins 55 mínútur. Á meðan njótið þér sjávarloftsins á útsýnisþilfari og þjón- ustunnarum borð, í farþega og veitingasölum. Kynnið ykkur áætlun Akraborgar. Góða ferð. KALIAGRIMUR. Akmborv þjónusta milli hafrn SimarReykiavik9U16050~ simsvangi-mæ ° j Akranes: 93-2275-Skrifstofa: 93-1095

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.