Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR OG LESBOK 176. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 14. AGUST 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ronald Reagan um ástandið í Beirút á blaðamannafundi í gærkvöldi: „Trúi staðfastlega að vopnahlé verði haldið" Wishinglon. 13. ifpjst. AP. „ÉG ER hæfilega bjartsýnn á að leysa megi deiluna í Libanon á friðsamleg- an máta því ég trúi því staðfastlega, að í þetta sinn verði vopnahléð hald- ið," sagði Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseti, á blaöamannafundi, sem hann efndi til i kvöld þar sem hann kynnti stefnu sína í skattamalum. Eins og vænta mátti hurfu skattaumræður í skuggann af spurningum, sem rigndi yfir forset- ann úr öllum áttum, varðandi ástandið í Beirút. Forsetinn var að því spurður af hverju hann hefði ekki tekið í taumana fyrr en í gær, fimmtudag, er hann hafði síma- samband við Menachem Begin fox- illur yfir 10 stunda linnulausum loftárásum ísraela á Beirút. „Ég mat stöðuna þannig, að hún væri svo viðkvæm, að minnstu afskipti af samningaviðræðunum gætu haft alvarlegar afleiðingar." Reagan var ennfremur að því spurður hvort átökin í Líbanon hefðu breytt afstöðu hans til ísra- ela. Forsetinn svaraði því til að hann liti enn svo á að Bandaríkjun- um bæri skylda til að virða Camp David-samkomulagið og tryggja sjálfstæði ísraels. Vopnahléð, sem komið var á í Beirút í gær, var haldið í dag, og hafa engar fregnir borist af átök- um. Hins vegar fer ástandið í vest- urhluta borgarinnar dagversnandi þar sem ísraelar hafa ekki leyft neina birgðaflutninga til vestur- hluta borgarinnar. Þar hefur fólk Bretland: Séð fyrir endann á neyðarástandinu London, 13. igúst. AP. í DAG lauk fimni daga verkfsJii starfsfólks á sjúkrahúsum, þar sem um 750.000 hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk lagði niður störf til að leggja áherslu á launakröfur sínar. Neyðarástand á hinum 2.500 ríkisreknu sjúkrahúsum hefur ríkt í allan dag, en ástandið hefur farið versnandi dag frá degi þessa fimm daga sem verkfallið hefur staðið. Það eru tólf verkalýðsfélög starfsfólks á sjúkrahúsum sem standa fyrir verkföllunum til að leggja áherslu á 12 prósent launa- hækkunarkröfu sína. Þau hafa til- kynnt að þau muni halda áfram mótmælum í næstu viku til að leggja áherslu á kröfur sínar enn um sinn. Leiðtogi verkalýðsfélags tækni- manna í prentiðnaði var í dag sekt- aður um 350 pund, en hann kom fyrir rétt vegna þess að hann boð- aði til 24 klukkustunda samúðar- verkfalls með hjúkrunarfólki. Mikla athygli vakti að hann slapp við fangelsun, en fastlega hafði verið búist við því í blaðaheiminum og höfðu önnur verkalýðsfélög starfsmanna í prentiðnaði boðað að þau myndu fara í verkfall til að mótmæla ef dómurinn yrði þannig. Dómur þessi var kveðinn upp samkvæmt iögum sem sett voru ár- ið 1980 þar sem verkalýðsleiðtogar eru lýstir ábyrgir fyrir tjóni er hlýst af því að boða til ólöglegra verkfalla, eins og t.d. verkfalla þar sem félagar þeirra eru ekki beint tengdir. verið án vatns og sjúkrahús án nauðsynlegra lyfja í meira en tvær víkur. Að sögn fréttamanns BBC er ástandið í borginni geigvænlegt. Philip Habib, sérlegur sendi- fulltrúi Bandaríkjamanna í Mið- Austurlöndum, tók í dag upp þráð- inn að nýju þar sem frá var horfið í samningaviðræðum um brottflutn- ing PLO-manna frá Beirút. Það hefur gert fulltrúum viðræðuaðila erfitt fyrir, að ógjörningur virðist vera að kasta tölu á fjölda PLO- manna í borginni. Á hverju götuhorni eru vopnaðir menn í hinum ýmsu gervum. Er úti- lokað að greina PLO-menn frá vinstrisinnum í borginni. Sumir eru dulbúnir, aðrir ekki. PLO hefur af- hent Habib lista þar sem segir að flytja eigi 7.100 menn úr borginni, en Israelar krefjast brottflutnings 13.000 manna. Þeir hafa hins vegar ekki rökstutt tölu sína. Ekki liggja fyrir endanlegar upp- lýsingar um hvernig PLO-mennirn- ir muni skiptast á milli landa þegar þeir verða fluttir á brott. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum eru líkur taldar á því, að Sýrlend- ingar taki við helmingi mannanna, eða um 3.800 alls. Þá er talið líklegt að Jórdanir taki við 1.600 mönnum, írakar 1.350 og Egyptar 1.000 mönnum. Þessi unga palestínska stúlka missti framan af hægri hendi í fyrstu loftárásum ísraela á Vestur-Beirút. Hún bíður nú sem aðrir í ofvæni eftir að þessum ósköpum linni. Starfsfólk á sjúkrahúsum, sem nú er f verkfalli, efndi í dag til mótmælagöngu að bústað Margrétar Thatcher, í Downingstræti 10, til að leggja áherslu á launakröfur sínar, en ekkert hefur enn miðað í samkomulagsátt. Fyrstu óeirðirnar í Póllandi í tvo mánuði: Táragasi var beitt gegn 10.000 mótmælendum Virají, 13. igúst. AP. LÖGREGLA beitti í dag táragasi er óeirðir brutust út i Gdansk í dag er 10.000 stuðningsmenn Samstöðu siífnuðust saman í miðborginni til að minnast látinna verkamanna í átök- um, sem urðu fyrir 12 árum, og gengu um götur borgarinnar að höf- uðstöðvum kommúnistaflokksins. Er þetta í fyrsta sinn í tvo mánuði, sem óeirðir verða í landinu. Óeirðirnar í Gdansk hófust skömmu eftir hádegið þegar hópur verkamanna úr skipasmíðastöð- inni í borginni, fæðingarstað Sam- stöðu, reyndi að leggja blómsveiga að minnismerki um verkamenn, sem létu lífið í óeirðum sem urðu 1970. Þegar um 2.000 manns höfðu safnast saman skarst lögreglan í leikinn með táragas og kröftugar vatnsdælur. Sneri mannfjöldinn þá frá minnisvarðanum og hélt í átt að höfuðstöðvum kommúnistaflokks- ins í borginni. Á leiðinni þangað bættist stöðugt í hópinn og þegar dró nær höfuðstöðvunum voru göngumenn orðnir um 10.000 tals- ins. Grýttu þeir öllu tiltæku að lögreglunni. Er leikurinn tók að harðna flýðu þeir af vettvangi um þröng stræti miðborgarinnar. I Varsjá voru mótmælaaðgerð- irnar mun friðsamlegri. Þar komu um 1.000 manns saman og sungu sálma í miðborginni. Hins vegar var hrópað og baulað á lögreglu- menn er þeir reyndu að fjarlægja borða þar sem á var ritað „í minn- ingu um verkamenn, sem látið hafa lífið fyrir valdi fólksins". Við það brást lögreglan hart við og sprautaði vatni á mannfjöldann, sem lagst hafði á bæn. Löggæsla var hert að mun í stærstu borgum landsins í dag. Var greinilegt að yfirvöld bjuggu sig undir frekari ókyrrð í tengsl- um við tveggja ára afmæli Sam- stöðu. Fær ekki að heimsækja eig- inmann sinn Moskvu, 13. igúsL AP. EIGINKONA Sergei Batovrin, upp- hafsmanns einu óháðu friðarhreyf- ingarinnar í Sovétríkjunum og nú er £ geðveikrahæli, skýrði frá því í dag að henni hefði verið meinað að heim- sækja mann sinn. Hún sagði, að Serg- ei hefði náð að hrópa til hennar skila- boð út um glugga. Sagði hann að hann væri enn beittur andlegum þvingunum. Er eiginkona Batovrins heimsótti hann um sl. helgi sagði hann henni að honum væru gefin þunglyndislyf, þvert ofan í eigin vilja. Friðarhreyf- ingin hefur sætt stöðugum ofsókn- um frá því hún var stofnuð fyrir tveimur mánuðum. 21 ár frá því Berlínarmúr- inn var reistur Berlín, 13. igúst. AP. BLÓMSVEIGAR voru lagðir að Berl- ínarmúrnum i V-Berlín til að minnast þess, að í dag er 21 ár liðið frá því múrinn, sem skilur vestur- og austur- hluta borgarinnar að, var reistur. Minningarathöfnin dró að sér nokkur hundruð manns og á meðal þeirra, sem hlýddu á ávörp í tilefni dagsins, voru nokkrir v-þýskir stjórnmálamenn. Við tækifærið lýsti Hans-Dietrich Genscher því yfir, að nauðsynlegt væri að bæta samskipti landanna tveggja. Mun fleiri sóttu sambærilega samkomu í fyrra á 20 ára afmæli múrsins. Alls hafa 72 látið lífið svo vitað sé í tilraunum sínum til að komast vestur yfir múrinn, sem er þriggja metra hár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.