Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 Hilmar Þórisson forstöðumaður Byggingarsjóös ríkisins: Reiknað var med meiri kaupum lífeyrissjóðanna „SAMKVÆMT lánsfjaráætlun áttu lífeyrissjórtírnir að kaupa skuldabréf af Hyggingarsjóói rikisins fyrir 187 milljónir og af Byggingarsjóði verka- manna fyrir 110 milljónir. Gftir fyrstu 7 mánuði ársins hafa þeir keypt af Byggingarsjóði ríkisins fyrir 75.7 milljónir, sem er rúm 40% af því sem þeir eiga að kaupa, og af Byggingarsjóði verkamanna fyrir 32.8 milljónir, sem eru tæp 30% af því sem þeir eiga að kaupa fyrir,“ sagði Hilmar hórisson forstöðumað- ur Byggingarsjóðs rikisins í samtali við Morgunblaðið í gær þegar hann var spurður að því hvað lífeyrissjóð- irnir hefðu keypt mikið minna af skuldabréfum Byggingarsjóðs en gert var ráð fyrir í áætlunum. Hilmar sagði einnig í svari sínu: „Það er því augljóst að sjóðirnir koma ekki til með að kaupa það sem reiknað var með. Seðlabank- inn hafði samband við alla stærstu lífeyrissjóðina og gerði greiðsluáætlun eftir þeim viðræð- um. Samkvæmt henni áttu lífeyr- issjóðirnir að kaupa fyrir ákveðna upphæð í júní og júlí en það gerðu þeir ekki. Þó að í lánsfjárlögum komi fram að lífeyrissjóðirnir eigi að kaupa skuldabréf fyrir 40% af ráðstöfunarfé stnu og auk þess 20% af skuldabréfum Bygg- ingarsjóðs ríkisins er ekki hægt að framfylgja þeim, til þess vantar viðurlög." — Eru áætlanir Seðlabankans byggðar á of mikilli bjartsýni? „Ætli þeir reyni ekki að fara eins hátt og þeir þora. í fyrra stóðst áætlunin að nokkru leyti. Þeir keyptu fyrir 40% af ráðstöf- unarfé sínu, en hluti af því var af sjóðum sem ekki voru nefndir í lánsfjáráætlun t.d. Verslunar- lánasjóði og SÍS-sjóðunum. Eins gæti þetta orðið núna, þó ekki skili sér í þá sjóði sem nefndir eru í lánsfjáráætlun." — Hvernig bregst Byggingar- sjóðurinn við þeim vanda sem við er að eiga? „Engin ákvörðun hefur verið tekin um það. Þetta skýrist í haust. Það er ekki búið að taka ákvörðun um þær lánveitingar sem nú eru á döfinni, t.d. hjá þeim húsbyggjendum sem gera fokhelt í ágúst og september. Ákvörðun um lán til þessa fólks verður ekki tek- in fyrr en í október eða nóvember og þá sjáum við hver staðan verð- ur. Ef við fáum þá ekkert fjár- magn getur komið upp sú staða að fresta verði afgreiðslu lánsum- sóknanna fram yfir áramót. Aftur á móti er komin hefð á þessar lánveitingar, fólk er farið að reikna með þeim og það verður þá sjálfsagt uppi fótur og fit í þjóðfélaginu ef til þessa þarf að koma. Eg held að ekkert verði skorið niður, heldur verði að velta vandanum fram yfir áramót." Pétur Blöndal forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna: Minni möguleikar aö kaupa skuldabréf „LÁNSFjÁRÁÆTLUN byggir á áætlun Seðlabankans um ráðstöfun- arfé lifeyrissjóðanna og þær áætlan- ir hafa verið mjög rausnarlegar. Ljóst er að eftir að lífeyrissjóðirnir tóku upp verðtryggingu á lánura minnkaði greiðslubyrði lántakend- anna niður i 'A af því sem áður var og minnkaði þá peningastreymið til lífeyrissjóðanna að sama skapi. Fjár- magnið sem til ráðstöfunar hefur vcrið hefur því ekki vaxið eins mikið og áætlað var. Þetta er ástæða þess að sjóðirnir hafa ekki keypt eins mikið af skuldabréfum Byggingar- sjóðs." Þetta var svar Péturs Blönd- al, forstjóra Lífeyrissjóðs verslunar- manna, þegar hann var spurður af hverju lífeyrissjóðir almennt keyptu ekki eins mikið af skuldabréfum Byggingasjóðs ríkisins og lög gera ráð fyrir. Málefni Byggingarsjóðs ríkisins hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu og sagði Svavar Gestsson félagsmálaráðherra að ástæðan fyrir vanda Byggingar- sjóðsins væri sú að lífeyrissjóðirn- ir hefðu ekki staðið við skuldbind- ingar sínar og ábyrgð á þessum vanda væri ekki síst hjá þeim. Pétur Blöndal sagði einnig í svari sínu: „Einnig kemur það til að bankar eru núna lokaðir ein- staklingum og leita þeir því með auknum þrýstingi til lífeyrissjóða sinna með lán. Lífeyrissjóðunum er því ekki mögulegt að kaupa eins mikið af skuldabréfum Bygg- ingarsjóðs. Hvað varðar Lífeyrissjóð versl- unarmanna hefur hann ekki keypt minna af Byggingarsjóði ríkissins en á síðasta ári, þannig að sökin er ekki þar. Að lokum má benda á að fram- lög ríkisins til Byggingarsjóðs hafa verið skert verulega og er það meðal annars ástæðan fyrir þess- um vandræðum sjóðsins." — Kaupir Lífeyrissjóður versl- unarmanna það sem honum ber skylda til samkvæmt lögum? „Lífeyrissjóður verslunarmanna keypti í fyrra fyrir 7,4% af Bygg- ingarsjóði ríkisins og fyrir 8,4% það sem af er þessu ári og kaupir fyrir eina milljón á mánuði og hef- ur þannig aukið kaup sín á þessu ári. Tvenn lög gera ráð fyrir lánveit- ingum lífeyrissjóða til hins opin- bera. í fyrsta lagi eru lög sem skylda þá til að kaupa skuldabréf fyrir 40% af ráðstöfunarfé sínu af obinberum sjóðum og ýmsum öðr- um stofnlánasjóðum. L.V. hefur keypt fyrir 40% af ráðstöfunarfé sínu af þessum sjóðum. í öðru lagi eru lög sem skylda lífeyrissjóðina á samningssviði ASÍ til að kaupa fyrir 20% af ráðstöfunarfénu af Byggingarsjóði einum. Þessum lögum var mótmælt á sínum tíma af Lífeyrissjóði verslunarmanna og hefur sjóðurinn ekki keypt í samræmi við þau lög. Þess má að lokum geta að bæði Landssamband lífeyrissjóða og Samband almennra lífeyrissjóða hafa mótmælt þeim lögum sem gera ráð fyrir skyldukaupum líf- eyrissjóðanna á skuldabréfum obinberra sjóða." Harður árckstur varð á mótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar í gærmorgun. Rákust þar á strætisvagn og Lada-fólksbíll. Ökumaður Lada-bílsins slasaðist nokk- uð og er bifreiðin talin gjörónýt. i.^smynd im s«t„.re Dagskrá furstahjónanna breytist vegna seinkunar FRANSKA skemmtiferða- skipið Mermoz, sem er á leið hingað til lands frá Noregi og Jan Mayen, varð að fresta áætluöum komutíma sínum til Reykjavíkur, vegna íss fyrir vestan land. Furstahjón- in af Monaco ásamt tveimur börnum sínum eru í för með skipinu. Var ákveðið að skipið færi aust- ur fyrir land og þá leiðina til Reykjavíkur, í stað þess að fara vesturleiðina eins og í upphafi var gert ráð fyrir og er það orsök seinkunar skipsins. Áður hafði verið gert ráð fyrir að skipið kæmi til Reykjavíkur að morgni dagsins í dag, en nú er séð að það verður sennilega ekki fyrr en milli klukk- an 14.00 og 15.00. Við þetta styttist dvöl skipsins hér á landi, vegna þess að brottfarartími þess er óbreyttur, en áætlað er að það fari héðan klukkan 18.00 á sunnudag- inn. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér, verður vegna þessarar seinkunar sú breyting á ferðaáætiun fursta- hjónanna, að þau hætta við fyrir- hugað Grænlandsflug sitt, en það hafði verið áætlað fyrripart í dag. Aðrir farþegar af skemmtiferða- skipinu munu hins vegar fara í Grænlandsflug. Þá hefur fursta- hjónunum verið boðið til kvöld- verðar að Bessastöðum að kvöldi laugardagsins. Jóhann Hjart- arson tapaði JOHANN Hjartarson tapaöi fyrir Ný- Sjálendingnum Loyd í fyrstu umferö á heimsmeistaramóti unglinga, sem hófst í Kaupamannahöfn í gær. Jóhann haföi nokkuð góöa stöðu framan af, en missti síðan tökin á skákinni og tapaði. Athugasemd frá Morgunblaöinu vegna yfirlýsingar Guðrúnar Helgadóttur GUÐRÚN Helgadóttir, alþm. Alþýðubandalagsins, mótmælti í fréttum Ríkisútvarpsins í gær frétt Morgunblaðsins í gær um afstöðu hennar til efnahagsað- gerða ríkisstjórnarinnar og í Dagblaðinu og Vísi síðdegis í gær segir hún orðrétt: „Þetta er hreinn tilbúningur að frétt, þvættingur og úr lausu lofti gripið." Af þessu tilefni vill Morgunblað- ið taka fram, að blaöið stendur í einu og öilu við fréttina og hefur fyrir henni svo óyggjandi heimild- ir, aö ekki verða bornar brigður á þær. Jafnframt mótmælir Morgun- blaðið harðlega ásökunum Guð- rúnar Helgadóttur um að frétt þessi sé „tilbúningur" eða „úr lau.su lofti gripin“. Fegrunarnefnd Kópa- vogs veitir viður- kenningu fyrir lóðir Síðdegis í gær veitti Fegrunarnefnd Kópavogs verðlaun og viðurkenningar fyrir garða og lóðir fyrir árið 1982. Forseti bæjarstjórnar Kópavogs, frú Rannveig (iuðmundsdóttir, veitti verðlaunin og viðurkenningarnar og að því loknu bauð Fegrunarnefnd Kópavogs gestum i ökuferð um bæinn, á þá staði sem hlutu viðurkenningu. Alls hlutu 12 lóðir viður- kenningu. Lóðirnar að Sel- brekku 20, 22, 24 og 26 hlutu viðurkenningu fyrir samstillt átak og frumlega uppbygg- ingu lóða. Fyrir samræmdan heildarsvip og snyrtilegan frágang lóða hlutu raðhúsa- lóðirnar að Selbrekku 1, 3, 5, 7, 9 og 11. Verðlaun Rotary- og Lions-klúbba Kópavogs fyrir snyrtilegan garð og sér- stæðar vegghleðslur hlutu lóðirnar að Hvannhólma 2 og Hjallabrekku 25. Fegrunarnefnd Kópavogs var kosin af bæjarráði Kópa- vogs og sátu í henni í ár þeir Sigurður Grétar Guðmunds- son, formaður nefndarinnar, Vilhjálmur Einarsson, Sig- urður Bragi Sigurðsson og Einar Sigurðsson. Ennfremur störfuðu með nefndinni full- trúi frá Rotary-klúbb Kópa- vogs, Jón R. Björgvinsson og frá Lionsklúbbi Kópavogs Pétur Sveinsson. Lilja og Björn i garði sínum. í baksýn má ajá hinar sérkennilegu grjóthleðslur i garðinum. „Álagasteininn vildum við ekki hreyfa“ „Við byi’uðum í fyrrasumar á lóð- inni og klár >ðum hana núna i sumar,“ sögðu hjónii Lilja Guðmundsdóttir og Björn Jóhai lesson til heimilis að Seljabrekku . 0, en sú lóð var ein af lóðunum við telbrekku sem hlaut viðurkenningu fyrir samstillt átak og frumlega uppbyggingu lóða. „Við höfðum vissar hugmyndir um, hvernig við vildum hafa Ióðina, en fengum til liðs við okkur Hörð Ragnarsson, til að skipuleggja hana með okkur. Það vaf mikið af grjóti hérna í lóðinni, sem við notuðum til að hlaða þessar grjóthleðslur. Þetta var mikið verk og við hleösluna fengum við stærsta krana sem völ var á. Við gróðursettum trjáplöntur svo í þessum hleðslum, sem virðast ætla að dafna vel. Að vísu var einn steinn sem við þorðum ekki að hreyfa, því við höfum þá trú á hon- um, að þar búi huldufólk. Þetta er einskonar álagasteinn, en hann fer prýðilega þar sem hann er. Við hjónin höfum alltaf haft mjög gam- an af því að rækta blóm og alltaf langað til að hafa fallegan garð. Hins vegar er mikið verk að halda þessu hreinu og fínu, það fer t.d. mikill tími í að vökva, reyta arfa og slá. Við dútlum í þessum á næstum hverju kvöldi. Og við erum mjög ánægð með það sem komið er, sér- staklega trjáplönturnar, sem hafa dafnað alveg skínandi vel, t.d. hefur Alaskavíðirinn vaxið um 80 sm í sumar. Hins vegar er mikið verk óunnið í lóðinni og næg verkefni fyrir næsta sumar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.