Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 3 Austurlandskjördæmi: Fundir og við- töl þingmanna Hinn 19. þ.m. hefja þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Austur- landskjördæmi, Egill Jónsson og Sverrir Hermannsson, árleg haustfundahöld og viðtöl. Fyrstu fundirnir verða haldnir á Bakka- firði 19. ágúst og í Vopnafirði 20. ágúst. Síðan verða eftirtaldir stað- ir heimsóttir og fundir haldnir og viðtöl veitt: Jökuldalur og Hlíð, Hjaltalundur, Borgarfjörður, Iða- vellir, Breiðdalsvík, Berufjarð- arströnd, Djúpivogur, Geithellna- hreppur, Hrollaugsborg og Hof í Öræfum. Fundirnir verða öllum opnir. Leiðrétting: „Hávaxtaflokkur“ í SÍÐARI forystugrein Mbl. í gær, 13. ágúst, féll niður upphafsorðið. Leiðarinn hófst á þessum orðum í handriti: „Hávaxtaflokkur!" Þetta orð var í eina tíð ljótasta heitið sem talsmenn Alþýðu- bandalagsins gátu valið öðrum flokki. Engir töluðu fjálglegar um hætturnar af „hávöxtum" fyrir láglaunafólk, húsbyggjendur og atvinnuvegi ... o.s.frv." Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. Maðurinn sem lést MAÐURINN sem lést í bílslvsinu í Borgarfirði eystra fyrir skömmu, hét Olafur Þorsteinsson. Hann var 64 ára gamall. Asmundur Stefánsson, forseti ASI: Hátíðahöldin í Grænlandi í tilefni þess, að 1000 ár eru liðin frá því að Eiríkur rauði nam land á Grænlandi, hafa orðið íslenzkum listamönnum hvatning til list- sköpunar. Á þessari mynd stendur Sigurður Steinsson, myndhöggvari við myndverk, sem hann hefur gert af þessu tilefni. Nefnir hann myndina Eiríkur rauði. Dagvistun bama á einkaheimilum: Hef ekki trú á að vísitalan verði skert 1. sept. „RÍKISSTJÓRNINNI er fullkunn- ugt um það að verkalýðssamtökin hljóta að mótmæla slíkum aðgerð- um, en ég hef þá trú að það verði ekki gengið til vísitöluskerðingar 1. september umfram það sem samn- ingarnir kveða á um,“ sagði Ás- mundur Stefánsson forseti Alþýðu- sambands íslands i samtali við Morgunblaðið, en hann var spurð- ur hver viðbrögð verkalýðs- hreyfingarinnar yrðu, ákvæði ríkis- stjórnin að grípa til skerðingar verðbóta á laun sem þáttar í efna- hagsráðstöfunum. „Auðvitað er engin vissa fyrir neinu fyrr en tíminn er kominn. Við erum vanir því að láta hverj- um degi nægja sína þjáningu, þannig að ég held að það yrði að metast þegar það lægi fyrir, hver viðbrögðin yrðu, hvort boðað yrði til aðgerða. Það er ljóst, og það veit ríkisstjórnin eins og allir aðr- ir, að samkvæmt samningum okkar er heimilt að segja þeim upp ef stjórnvöld ganga á vísitölu- ákvæði samninganna,“ sagði Ás- mundur. Spurningu um hvaða áhrif 6 prósentustiga hækkun vaxta myndi hafa á hag launþega og húsbyggjenda, svaraði Ásmundur þannig: „Það er augljóst að aukin verðbólga gerir marga hluti tor- veldari og að hækkun vaxta leiðir Vantar pláss fyrir um 600 börn Ásmundur Stefánsson til kostnaðarauka fyrir alla aðila, sem þurfa að taka lán. Ég segi fyrir mitt leyti, að í mínum augum er stærsta vandamálið í lánamál- unum í dag ekki vextirnir, heldur hvernig lánunum er háttað. Það er erfitt að fá lán til lengri tíma til þess að fjármagna húsbyggingar. I mínum augum er það miklu stærra mál og finnst mér hafa skort mjög á að bankakerfið brygðist við breyttum aðstæðum í lánakerfinu og breyttum lánakjör- um með lengingu lána. Þessi svonefnda raunvaxtastefna gerir tilkall til þess að lán séu veitt til lengri tíma,“ sagði Ásmundur Stefánsson. Hljótum að mótmæla slíkum aðgerðum „ÁSTANDIÐ í dagvistun barna í einkaheimilum hefur aldrei verið jafn slæmt og nú og úrræðin aldrei jafn lítilfjörleg. Venjulega hafa um 400 konur tekið um 800 börn til vistunar á heimilum sínum og er það áætluð þörf, en nú eru aðeins rúmlega hundrað konur, sem geta tekið um 200 börn til vistunar og því vantar heimili fyrir um 600 börn,“ sagði Margrét Sigurðardóttir, forstöðumað- ur dagvistunardeildar barna i heima- húsum, er Morgunblaðið ræddi við hana um þetta vandamál. Margrét sagði, að dagvistun barna á einkaheimilum gengi þannig fyrir sig, að konur hringdu í deildina ef þær vildu taka að sér börn. Síðan væru heimilishagir þeirra kannaðir og þörf væri á heil- brigðisvottorði og sakavottorði áð- ur en viðkomandi fengi heimild til að taka börn til dagvistunar og þá væri ákveðið hve mörg börn við- komandi mætti hafa. Ekki mætti hafa fleiri en 4 börn, en algengast væri að konur væru með eitt barn.” Það kæmi því þannig út að konur væru að meðaltali með 2 börn í dagvistun á heimilum sínum og venjulega dreifðust þessi heimili um allan bæ. Þá sagði Margrét, að venjulega drægi mjög úr dagvistun barna á einkaheimilum á sumrin, en venju- lega rættist svo úr því aftur á haustin, en nú virtist sem ástandið væri verra en nokkru sinni fyrr og það vantaði heimili um allan bæ. Sagði hún að á 10 ára ferli sínum á stofnuninni hefði ástandið aldrei verið jafn erfitt og það væri mjög erfitt að geta ekki liðsinnt því fólki, sem þyrfti á þessari þjónustu að halda. Færeyingar skrifa undir I GÆR var undirritaður í Keykjavík af Janus A.W. Faludan, sendiherra I)ana, og Árna Ólafssyni, fulltrúa landsstjórnar Færeyja, fyrir hönd Færeyja, milli- ríkjasamningur um verndun lax i Norður-Atlantshafi. Samkomulag náðist um samning þennan á ráðstefnu, sem ríkisstjórn íslands boðaði til 18.—22. janúar sl. Samningurinn hefur þegar verið undirritaður af fulltrúum Efna- hagsbandalags Evrópu, Bandaríkj- anna, Kanada, Noregs og Islands. Svíþjóð er einnig heimilt að undir- rita samninginn. Samningurinn tekur gildi þegar 4 aðilar hafa fullgilt eða staðfest hann formlega. Leiðrétting: 30 hús en ekki 300 SIJ meinlega prentvilla varð i frétt Morgunblaðsins í gær um steypu- magn í grunn Seðlabankans og bíla- geymslu Reykjavikurborgar, að sagt var að magnið nægði í 300 meðalstór einbýlishús. Hér átti að vera 30 hús en ekki 300. Til þess að leiðrétta hugsanleg- an misskilning skal það einnig tekið fram, að ekki er átt eingöngu við grunn Seðlabankans heldur einnig bílageymslu Reykjavíkur- borgar. Eru hlutaðeigendur hér með beðnir velvirðingar á þessum mistökum. „Engin blóm og engin ljós“ „Hjá okkur eru engin blóm og engin ljós,“ sögðu hjónin Fríða Ágústsdóttir og Hafsteinn Hjartarson, en lóð þeirra að Hvannhólma 2, fékk viðurkenningu frá Lions- og Kotaryklúbb Kópa- vogs. „Við metum það meira, að garðurinn sé þannig uppbyggður að börnin geti leikið sér þar án þess að eiga á hættu að skemma eitthvað. Við erum mikil náttúrubörn og langaði til að garðurinn yrði eðlilegur og skemmtilegur. Við létum því hlaða girðingu kringum hann allan. Sá sem gerði það fyrir okkur var Sigurþór Skæringsson. Við hittum hann fyrst í Skafta- felli þar sem hann var að hlaða girðingu og ákváðum að orða það við hann að hann tæki þetta verk að sér. Við þurftum hinsvegar að bíða eftir honum í 2 ár en þeim tíma sjáum við ekki eftir. Lóðin er allt í allt 60 metra löng og það tók hann ekki nema 14 daga að hlaða hleðsluna. Okkur finnst það mikið afrek af svo fullorðnum manni, sem Sigurgeir var þá orðinn, en hann var 75 ára þegar þetta var. Það fór alveg óhemju mikið grjót í þetta, ein 30 bílhlöss, sem var öllu ekið austan úr Þor- lákshöfn. Garðurinn er nokkuð tímafrekur, það fer mikill timi í að slá og klippa,“ sögðu þau hjón að lokum. Fríða og Hafsteinn * Hekla, i baksýn sést vegghleðslan. „Keypti engin sumarblóm“ „Ég var erlendis i vor og keypti því engin sumarblóm, þess vegna eru svona fá blóm í garðinum," sagði llekla Þorkelsdóttir, en lóð hennar og manns hennar, Ágústs Kristjáns- sonar, að Seljabrekku 9, var ein af raðhúsa- lóðunum við Seljabrekku, sem fengu viður- kenningu fyrir samræmdan heildarsvip og snyrtilegan frágang lóða. „Það varð samstaða hérna meðal eigenda raðhúsanna að hlaða þessa grjóthleðslu hérna í bakkanum fyrir ofan. Hver og einn hlóð fyrir ofan sitt hús. Svo höfum við reynt að hafa lóðirnar sem líkast skipu- lagðar. Það er hins vegar auðséð á lóðinni minni að ég hef ekkert nennt að gera í sumar. Kostnaðurinn við svona lóð er alls ekki mikill, t.d. hef ég fengið mest af þeim fjöl- æru blómum sem eru í garðinum hjá mér hjá móður minni. Mér finnst fara mjög vel á því að planta þeim í hleðsluna, þau njóta sín vel þar, auk þess sem þau þrífast mjög vel. En ég verð að segja það, að þessi viður- kenning kom mér mjög á óvart, ég átti síst af öllu von á henni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.