Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 Bflar Sighvatur Blöndahl 1'ElIGKOT-bílaverksmiðjurnar frönsku hafa löngum verið þekktar fyrir frekar íhaldssama fram- leiðslu, þ.e. hinar ýmsu gerðir hafa verið lítið breyttar óvenjulega lengi. I'að vakti því nokkra athygli þegar verksmiðjurnar kynntu fyrir nokkrum misserum hugmyndir sínar varðandi framleiðslu á l'eu- geot 305 og I'eugeot 505, en þeir eru tiiluvcrt frábrugðnir hinni hefðbundnu framleiðslu, allir mun nýtízkulegri og skemmtilegri í út- liti. A dögunum rcynsluók ég Peu- geot 505-bílnum, nánar tiltekið GK-útfærslunni, sem knúin er 4 strokka, 1.971 rúmsentimetra, 96 hcstafla vél. Ég þurfti ekki að aka bílnum lengi til þess að komast að því, að hann er verulega skemmti- legur í akstri og það fer vel um ökumann og farþcga. HIJRÐIR - SÆTI Bíllinn er fjögurra dyra og er ágætt að ganga um þær, hvort heldur er að framan, eða aftan. Þegar maður sezt inn verður maður strax var við, að mjög er vandað til sætanna, sérstaklega frammi í. Þau eru hæfilega mjúk, klædd þægilegu tau- áklæði, auk þess sem þau styðja vel við bak viðkomandi. Að vísu má ekki gleyma því, að hver hef- ur sinn smekk í sambandi við sæti. Einum þykir gott að sitja í sæti, sem öðrum finnst ekkert sérstakt. Það vakti ennfremur athygli mína, að mjög vel sést út úr bílnum. Maður situr tiltölu- lega hátt og póstar eru þunnir og skyggja lítið á. Það sama er reyndar uppi á teningnum fyrir farþega, sem sitja aftur í. Þeir sjá mjög vel út og það fer reynd- ar mjög vel um þá. Það þarf ekk- ert að kvarta yfir rýminu fyrir fætur viðkomandi. Ekkert er því til fyrirstöðu, að þrír fullorðnir ferðist í bílnum aftur í, þannig að bíllinn stendur alveg undir því að vera 5 manna. RÝlVf I PEDALAR Rými það sem ökumaður hefur er óvenjulega gott. Armpúðar innan á hurðum eru vel staðsett- ir fyrir minn smekk, en það er auðvitað persónubundið hvernig fólk vill hafa þá. Pedalar eru ágætlega staðsettir og langt er á milli þeirra, sem kemur í veg fyrir hættuna á því, að stíga á tvo þeirra samtímis, sem óneit- anlega vill brenna við í sumum bílategundum. Ástigið á brems- urnar er létt og þær tóku hæfi- lega fljótt við sér. Það má reynd- ar segja það sama um kúpling- una, að hún er mjög létt og slítur á ágætum stað. MÆLABORÐ Ef litið er á mælaborðið í heild sinni er það smekklegt og stíl- hreint. Stjórntæki eru öll innan seilingar, nema ef vera kynni hluti af stjórntækjum miðstöðv- ar, sem mættu vera heldur nær. I mælaborðinu er að finna þá mæla og þau tæki, sem nauð- synleg eru. Hraðamælirinn er með „trimmar", þá eru stórir og góðir mælar fyrir hita og benzín. Hins vegar sakna ég óneitanlega olíumælis, en aðeins er um að ræða viðvörunarljós, sem kvikn- ar ef olía fer að minnka. Ljósa- rofi er vel staðsettur til vinstri handar á stýrinu, en í honum er bæði stjórnun stefnuljósa og að- alljósa, og auk þess er í honum flautan, sem mér finnst ókostur. Það er hálf óhönduglegt, að ýta á Peugeot 505. PEUGEOT 505 reynsluekið • Góðir aksturseiginleikar • Kraftmikill • Rúmgóður Ijósarofann ef maður þarf skyndilega að flauta. Alltaf finnst mér nú þægilegast að hafa hana í stýrishjóli sjálfu. Hægra megin utan við stýris- hjólið er svo rofi fyrir þurrkurn- ar og er ekkert að honum að finna. Þær eru að sjálfsögðu tveggja hraða og auk þess með „letingja“. Þær eru ágætlega stórar og hreinsa því vel af rúð- unni. MIÐSTÖÐ Miðstöðin er til hægri í mæla- borðinu og eins og áður sagði mætti hluti af stjórntækjum hennar koma heldur nær til þæginda. Hún er fjögurra hraða, sem er frekar óvenjulegt. Hún virkar annars mjög vel. Hitar bílinn upp mjög snarlega og fljótt tekur af rúðunum. I sama panel og miðstöðin er í eru ennfremur rofar fyrir „neyðar- blikkljós", upphitun í afturrúðu og þokuljós að aftan, en það er mikill kostur að hafa slíkt ljós. GÍR - VÉL Bíllinn er fjögurra gíra og er gírstöngin mjög vel staðsett, auk þess sem hnúðurinn er þægi- legur. Mér fannst bíllinn virka vel í öllum gírum, þótt vinnslan væri hlutfallslega bezt í 2 gírn- um. Þá er mjög gott að skjótast um í umferðinni í þriðja gír, án þess að skipta niður. Nú, fyrst ég er farinn að tala um skiptinguna og vinnsluna, þá kom það mér á óvart hversu vel bíllinn vann með þessa vél. Um er að ræða liðlega 1.200 kg bíl með tæplega 2.000 rúmsentimetra vél. Bíilinn er tiltölulega snöggur upp og vinnslan er ennfremur góð, þeg- ar á brattann er að sækja. Þess má reyndar geta, að hægt er að velja auk þessarar vélar dísilvél og síðan er STI-útfærslan með elektrónískri beinni innspýtingu við umrædda benzínvél, sem eykur kraft bílsins til muna, eða um 14 hestöfl. AKSTURSEIGINLEIKAR Aksturseiginleikar bílsins eru góðir, hvort heldur ekið er inn- anbæjar á malbikinu, úti á landi á steyptum vegum, eða þá á möl- inni. Það kom mér reyndar á óvart hversu lipur hann er í inn- anbæjarumferðinni. Beygjuradí- usinn er alveg ágætur af svo stórum bíl að vera. Bíllinn er með sjálfstæða fjöðrun allan hringinn, sem er mikill kostur. Enda kom það í ljós, þegar hon- um var ekið greitt úti á malar- vegunum, að hann svaraði mjög skemmtilega. Mér finnst sam- einast mjög vel í einum bíl góðir aksturseiginleikar á steypunni og á möl, en af skiljanlegum ástæðum er frekar erfitt að sam- eina þetta. Um farangursrými bílsins er það að segja, að það er í meðal- lagi, hvorki stórt né lítið. Hins vegar er mjög gott að ganga um það, skottlokið er tiltölulega stórt. Vélarhúsið er einnig til- tölulega stórt og lokið opnast vel, þannig að hönduglegt er að komast að hlutum til að gera við þá, þegar þess gerist þörf. Loks má geta þess, að ljósin á bílnum eru öll frekar stór og sjást því vel. Sérstaklega fannst mér afturljósin koma vel út. Ef litið er á heildina í lokin er ekki hægt að segja annað en bíll- inn hafi komið vel út. Hann er rúmgóður, kraftmikill og akst- urseiginleikar hans eru mjög góðir, hvort heldur ekið er á steypu eða möl. Aksturseiginleikar Peugeot 505 eru góðir. I.)ÓNmynd Mbl. Krintýán. Peugeot Gerð: Peugeot 505 GR. Framleiðandi: Peugeot. Framleiðsluland: Frakkland. Innflytjandi: Hafrafell. Verð: 185.000,-. Afgreiðslufrestur: Til á lager. Lengd. 4.580 mm. Breidd: 1.730 mm. Hæð: 1.450 mm. Hjólhaf: 2.740 mm. Þyngd: 1.210 kg. Burðargeta: 550 kg. Dráttarþyngd: 1.300 kg. Benzíneyðsla: 10—11 lítrar (mæling Mbl.) Benzíntankur: 56 lítrar. Fjöðrun: Sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli. Bremsur: Diskar að framan, en tunnur að aftan. Stýri: Vökvastýri. Vél: 4ra strokka. 1.971 rúmsenti- metri, 96 hestafla/5.200 snúninga. Hjólbarðar: 175 SR 14 radial. Mælaborðið er stílhreint. Gott rými i vélarhúsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.