Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 Eftir Einar Pálsson Af blaðaskrifum undanfarið mættu ýmsir ætla, að undirritað- ur 'hefði ekki öðrum störfum að Hedna en Kteinasmíð. Fer því þó fjarri, brýn verkefni hrannast upp á skrifborðinu. Hugði ég deilum lokið að sinni, er Eysteinn Sig- urðsson, doktor í bókmenntum, Kuðar á KluK(ía minn 5. ágúst sl. Er tilefnið það, að Eysteinn birti Krein um ritsafnið Rætur íslenzkr- ar menninjjar í Tímanum 13. júlí og é>; svaraði með (jrein í Mbl., er Uppnjörið nefndist, hinn 24. júlí. Vill Eysteinn nú halda orðaskipt- um áfram oj; kveðst þurfa að „leið- rétta þrennt" í «rein minni. Er rétt að athufja hvað fyrir Eysteini vakir ojí ber þá fyrst að telja, að hann kveður síjí ekki hafa tekið doktorspróf á íslandi heldur í Ixindon. í fljótu brajjði er ekki aujíljóst, hví þessa skal j?etið, það mál er orðaskiptum okkar óvið- komandi. Af ásettu ráði tók éj? ekki afstöðu til þess sérstaklega hvar Eysteinn hefði skilað dokt- orsritjíerð, kvað hann bókmennta- mann oj? doktor úr heimspekideild. Samkvæmt íslenzkri málvenju er saj?t, að maður sé doktor frá til- teknum skóla ef slíkt er til um- ræðu, sem ekki var hér. Sjálfur telur Eysteinn sijj taka til máls sem einn „úr hópi .. . íslensku- fræðinjja" oj; kveðst hafa „lokið kandídatsprófi frá heimspekideild fyrir fimmtán árum“. Fer hann ekki leynt með stöðu sína, svo kemst hann að orði: „Vitaskuld nálj;aðist éj; þessar kenningar út frá sérj;rein minni, sem er íslenzk- ar bókmenntir og saga þeirra." Það er þetta sem máli skiptir og orðræðum okkar með öllu óvið- komandi hvort hann (eða raunar éjí sjálfur) hafi tiltekið próf frá London. Eysteinn talar sem „ís- lenskufræðinj;ur“, oj; þótt mér þyki það orð óheppilej{t j/eri éj; ekki ájjreininj; út af því. Sérj;rein sína telur Eysteinn íslenzkar bókmenntir oj; sögu þeirra, oj; kandídatspróf hans er frá heim- spekideild, því tek éj; orð hans sem enduróm úr þeim herbúðum. Sú önnur I annarri „leiðréttinj;unni“ sej;ir Eysteinn, að éj; j;eri „fyrirvara- laust ráð fyrir því að (hann) sé eins konar talsmaður heimspeki- deildar ...“ oj; er það einnij; ranj;t. Fyrirvari er á þessu hafður. Hins vej;ar tekur Blysteinn svo ein- drej;na afstöðu gegn tjáningar- frelsi og setur fram svo vanhugs- aða slegjuudóma, að engu líkist utan hörðustu afstöðu heimspeki: deildar á undanförnum árum. I mínum augum er Eysteinn þannig eins konar samnefnari þess hluta hugvísindamanna, er gert hafa sig bera að mestri þröngsýni í afstöðu sinni til nýrra rannsóknarleiða. Eysteinn lýsir sjálfur aðdáun á forseta heimspekideildar og kveð- ur sig persónulegan kunningja þess manns. Við erum lítil þjóð, íslendingar, og ekki er nema lítill hluti þeirra, sem kennir sig við „íslenzkufræði" og skyld fög, kennarar við heimspekideild. En þar sem Eysteinn lýsir afdráttar- laust á prenti svipaðri afstöðu og heimspekideild hefur tekið í reynd, sagði ég að „væntanlega" lýsti Eysteinn með orðum sínum hinni raunverulegu afstöðu heim- spekideildar — þ.e. gagnvart nýj- um hugmyndum. Mun enginn mis- skilja þetta. Þeir sem tala eins og Eysteinn geta ekki firrt sig ábyrgð. Sú þriðja í þriðja lagi mótmælir Eysteinn þvi, að hann sé eins konar tals- maður stéttar sinnar, íslenzku- fræðinganna. Slík mótmæli eru út í bláinn, Eysteinn talar sem einn slíkra, en ég tók fram, að hann væri ábyrgur orða sinna. Eysteinn kemst ekki hjá tilteknu sálufélagi, svo sagði þar: „Að vísu talar Ey- steinn fyrir eigin reikning, en hann virðist samnefnari þeirra, sem veitzt hafa á sem harkaleg- astan hátt að ritsafninu RIM.“ Var því við bætt í lokin, hvernig „sumir“ íslenzkufræðingar sner- ust við örðugum gátum rannsókna — ekki stéttin sem heild. Mótmæli Eysteins í þrem liðum eru þannig útúrsnúningur, og læt- ur hann sig þó ekki muna um að legjya á grundvelli þeirra eftirfar- andi spurningu fyrir lesandann: „Fyrst Einari Pálssyni skjöplast svona hrapallega í litlu atriðunum sem minna máli skipta, hvað á þá að halda um hin stærri fræðilegu atriði, þar sem allt byggist á glöggskyggni manna og nákvæmni í meðferð heimilda sinna. Kannski Flinar Pálsson treysti sér til að svara þessu?“ Vissulega. Ekki ein „leiðrétt- inganna“ á rétt á sér. Máli er þarna hallað í trausti þess að les- endur muni ekki orðalag frum- greinanna. Virðist tilgangurinn sá einn að verða sér úti um átyllu til að dyljya um fræðilega framsetn- ingu og heimildameðferð í ritsafn- inu RIM. Svarið er einfaldlega: Flettið upp greininni í Mbl. 24. júlí s. 26-27. „Með sirkli og reglustriku“ Helzta einkenni á grein Ey- steins nú er, að hann kveðst ekki haf sagt það, sem þó stendur á prenti. Ritsmíð Eysteins í Tíman- um átti að vera eins konar úttekt á ritsafninu Rætur íslenzkrar menningar auk skýringar á því, hví íslenzkufræðingar hefðu leitt það ritsafn hjá sér. í greininni er Eysteinn hins vegar svo óheppinn, að rugla meginatriðum saman. Með bezta vilja verður ekki séð, að hann hafi lesið neina bókanna, ekki einu sinni þá fyrstu, sem hann þó leggur til grundvallar. Sennilega hefur Eysteinn ætlað að skrifa um fyrstu viðbrögð sín og það lost sem hann varð fyrir, er tilgáturnar um baksvið Njáls sögu birtust. Þeim sem ekki vita hvað hér um ræðir skal bent á, að „baksvið" Njálu var talið goða- veldið íslenzka og hugmyndafræði þess. Mörkun Alþingis og heims- mynd fornaldar eru þar meginatr- iði, og nefnist joörvallur kaflinn er að þessu lýtur í bókinni Baksvið Njálu „Heimsmynd Ketils hængs" — Hængur var landnámsmaður í Rangárhverfi sent á 9. öld. í Tímagrein sinni gefur Ey- steinn hins vegar eftirfarandi lýs- ingu á því, hvernig hann hafi skil- ið Baksvið Njálu, fyrsta bindi rit- safnsins RIM: „Niðurstaðan um það hvað höf- undur vildi segja, sem ég fékk út úr lestri bókar (Einars), var í stuttu máli sú að Njáluhöfundur hlyti að hafa byrjað verk sitt með því að setjast niður með herforingjaráðskort yfir Suður- land fyrir framan sig, og með sirkil og reglustriku í hendi. Síðan hefði hann merkt út strik og hringi á kortið, valið sér bæi sem þessi strik runnu gegnum fyrir sögustaði í bók sína, .búið til úr þessu forskrift og samið sögu sína eftir henni." Misskilningurinn Oft kann manni að skjöplast, en sjaldan svo. Kynni því einhver að halda, að merkingar væru óglögg- ar í bók þeirri sem um ræðir. En svo er ekki. Öll síða 79 er lögð undir nafnið eitt: Heimsmynd Ketils hængs. Og 10. kaflinn fjall- ar sérstaklega um landnám Ketils í heimildum. Allt um þetta skrifar Eysteinn eins og höfundur Njálu hafi framkvæmt mælingar land- námsmanna — dregið hinn helga Hring og markleiðirnar — sem jafnframt voru mörkun Alþingis samkvæmt niðurstöðunum. Til að hnykkja á skoðun sinni endurtek- ur Eysteinn þetta: „Mikil skáld setjast einfaldlega ekki niður og búa sér til formúlur með reglu- striku og sirkli og skrifa síðan meistaraverk út frá þeim.“ Ekkert fer m.ö.o. milli mála um það, að Eysteinn telur höfund \ Kinar Pálsson Njálu hafa staðið að mörkun Rangárhverfis. I Uppgjörinu var þessu svarað svo: „Oft hef ég kom- ið lesendum mínum á óvart, en aldrei með því, að ég ætlaði Njálu- höfund um fjögur hundruð ára7 þá er hann settist að verki sínu. Ym- islegt hefur mér dottið í hug, en ekki þetta. Ber allt að sama brunni: Er Eysteinn að gera sér upp aulahátt, eða á að trúa hálf- vitahættinum á mig?“ Munu fáir undrast spurninguna. En nú neitar Eysteinn allt í einu, að hann geri nokkra skekkju þarna; segir svar mitt hvorki meira né minna en „hugarfóstur (mitt) eitt saman". Við skulum hlusta á Eystein sjálfan: Kaksvið Njálu „En aftur kom annað dálítið flatt upp á mig í grein Einars. Allt frá árinu 1969 hef ég staðið í þeirri meiningu að bókin Baksvið Njálu fjallaði í rauninni um baksvið Njálu, með öðrum orðum að hún væri tilraun höfundar til að sýna fram á að í Njálu gætti erlendra hugmynda sem hefðu sett mark á hana og mótað tilurð sögunnar. Nú upplýsir Einar Pálsson mig um að þetta sé hreinn aulaháttur í mér, því bókin fjalli alls ekki um þetta efni. Hún fjalli í rauninni um hugmyndafræði goðaveldisins, þ.e. taki til með- ferðar efni sem eigi við um tímabil í íslandssögunni sem sé nær 400 árum eldra en tilurðartími Njáls sögu. Þetta notar hann síðan til að gera mér upp þá skoðun að Njálu- höfundur hafi verið orðinn 400 ára gamall þegar hann skrifaði sögu sína, sem vitaskuld er hans eigið hugarfóstur eitt saman." Þessi athugasemd er svo ein- kennileg, að örðugt mun til að jafna. Eysteinn kveðst allt í einu fá upplýsingar um það nú, að bók sú er fjallar um heimsmynd Ketils hængs varði hugmyndafræði goðaveldisins — þótt hann hafi staðið í þeirri meiningu allt frá árinu 1969 að hún fjallaði um eitthvað allt annað! Og þó stendur þetta skýrum stöfum í Baksviði Njálu (s. 77): „í tilgátum þeim sem hér fylgja er gert ráð fyrir því, að landnáms- maður Rangárhverfis hafi fram- kvæmt sköpunarathöfn, er hann helgaði sér landið. Hið nýja í til- gátunum er, að þar er reynd ná- kvæm skilgreining þess hvað skap- að var, hvernig sú veröld var sam- an sett, er sköpuð var og hver tengsl þeirrar heimsmyndar voru við landið sjálft. Séu tilgáturnar réttar í meginatriðum, er auðvelt að reikna út hvaðan trúarbrögðin eru runnin, og hvert leita ber um samanburð." Allt þetta hlýtur Eysteinn að hafa lesið árið 1969 — ef hann las bókina þá. Og samt kveður hann þetta allt nýtt fyrir sér — skrifar meira að segja ritgerð um bókina á grundvelli misskilningsins — og raunar um allt ritsafnið á vissan hátt — í Tímann 13. júlí 1982. Baksvið — hugmyndafræði Eins og hver maður sér, er þarna ekki um neitt „hugarfóstur" mitt að ræða. Eysteinn gat af- kvæmið einn. Og geta menn þá rétt aðeins ímyndað sér, hvort ég hafi „upplýst" Eystein um það, að Baksvið Njálu fjallaði alls ekki um baksvið Njálu. Bókin heitir Bak- svið Njálu af því að hún fjallar um baksvið Njálu. Það baksvið er Heimsmynd Ketils hængs sam- kvæmt tilgátunum. í Uppgjörinu (dálkur 3, lína 27) var skýrt fram tekið, að þarna hefðu tilgátur um baksvið Njálu einmitt verið lagðar fram, svo að þessi orð Eysteins eru jyörsamlega út í hött. En ekki nemur þar af, heldur vill Eysteinn nú láta líta svo út, sem þetta tvennt geti alls ekki farið saman — að það stangist beinlínis á, að „Eftir alla prentsvertuna vita blaðalesendur nú, aö efnislega hefur engu verið hrundið í ritsafninu RIM. Og sú gagnrýni, sem uppi hefur verið höfð, virðist byggð á misskilningi frá upphafi til enda. Þetta kenni ég háskólanum, sem ekki leyfði rökræður um efnið meðan þeirra var mest þörf.“ sett sé fram heimsmynd goðaveld- isins sem baksvið Njálu. Með leyfi, hvert hefði baksviðið annars átt að vera? Að sjálfsögðu kæmi sjálf- ur ritunartími sögunnar til greina — en hann er einmitt ekki til um- ræðu í bókinni. Setjum svo, að vitmaður settist niður eftir um 400 ár og ritaði verk er gerðist í Rússlandi 1917 — hvert yrði þá baksvið hans? Við hvað miðaði hann atburði, hvernig tefldi hann fram andstæðum, ef ekki í hugtökum byltingarinnar og hins hrynjandi keisaraveldis? Þar er það baksvið að finna sem eitt stenzt í sambandinu. Á nákvæm- lega sama hátt miðar höfundur Njálu verk sitt við hugmynda- fræði goðaveldisins samkvæmt niðurstöðunum. Þarna stangast ekkert á eða hvert er baksvið hug- verks — ef ekki hugmyndafræðin að baki? Ólafur pá og Ólafur uppá Og enn versnar það: „Eg verð að játa, að þetta kom mér svolítið á óvart," heldur Ey- steinn áfram. „Það var einu sinni sagt að ekki væri það sama Ólafur pá og Ólafur uppá, og ekki heldur Jón og séra Jón. Ég er því vanast- ur að fræðimenn reyni að hugsa skýrt og rökrétt, og þar á meðal að þeir reyni að gefa verkefnum sín- um nöfn í samræmi við innihald þeirra. Á ég kannski að eiga von á því að Einar Pálsson eigi eftir að setjast niður, skrifa sjálfsævisögu sína og kalla hana ævisögu Ey- steins Sigurðssonar? Gæti hann til dæmis tekið upp á því að skrifa sögu byggöar í Kópavogi og kalla hana sögu Hafnarfjarðar?" Ef þetta er ekki vallarmet á Morgunblaðinu, þá hlýtur það að minnsta kosti að vera persónulegt met Eysteins. í grein minni er skýrt fram tekið, að Baksvið Njálu sé heimsmynd Ketils hængs. Bók- artitillinn er „Baksvið Njálu" — og heitið á tilgátunum 64 — meg- inefni bókarinnar — er „Heims- mynd Ketils hængs". Ritað er um baksvið verksins, þ.e. hug- myndafræði goðaveldisins í tilgátuformi. Getur þetta verið skýrara? Þó vill Eysteinn láta okkur trúa, að hann misskilji þetta — ellegar að hann fái ekki botnað í, að slíkt fari saman. Ólík- legt er, að þetta mundi misskiljast í barnaskóla. En vart þarf að taka fram að hafi Eysteinn séð Ólaf uppá Ólafi pá og Kópavog kominn á rand um Hafnarfjörð, þá er það mál utan við Baksvið Njálu. Þráhyggja Eysteins Einna ótrúlegasti kaflinn í grein Eysteins er þó sá er varðar mínar eigin skýringar á Baksviði Njálu: „Meðan Einar Pálsson telur sér ekki fært að gera grein fyrir rök- um sínum með öðrum hætti en þeim, að vitna stöðugt í rannsókn- argreinarnar 1140 ... þá er hann að ætlast til þess að við hin trúum því sem við ekki getum tekið á. Meðan hann rígheldur í þessa af- stöðu fæ ég þess vegna ekki betur séð, en að hann sé að ætla okkur hinum að trúa því sem við höfum ekki tök á að sannprófa. Munurinn á trúarbrögðum og vísindum er sá, að hin fyrrnefndu gera kröfu til þess að fólk trúi því sem því er sagt, en hin síðarnefndu ætlast til þess, að fóik trúi einungis því sem það getur sannprófað. Meðan Ein- ar Pálsson vitnar stanslaust í rannsóknargreinarnar 1140 er hann að ætlast til þess að við hin trúum — með öðrum orðum, hann er að reka trúboð." Nú hef ég aldrei þrástagast á neinum 1140 rannsóknargreinum, einungis nefnt þær til að skýra hvers vegna sá háttur var hafður á útgáfu RIM, að niðurstaðan var sett fram á undan rökunum. En að auki hafði Eysteinn gefið í skyn, að ég hefði alls ekki safnað saman efniviði, flokkað, vegið og metið, áður en Baksvið Njálu var gefið út. Hins vegar hafði heimspeki- deild staðið opið að sjá þessar greinar rétt eins og háskólanum í Tóronto. Enginn gefur út slíkan efnivið, enda væri fróðlegt að vita, hvaðan taka ætti fé til slíks. En orðalag Eysteins er lær- dómsríkt. Eysteinn reynir að koma því inn hjá lesandanum að ég „ríghaldi" í þá afstöðu að skýra Baksvið Njálu einungis með þeim rannsóknargreinum, sem ekki hafa verið gefnar út. Þetta er slík fjarstæða, að maður veltir því fyrir sér hvort Eysteini sé sjálf- rátt. Að vísu var listinn yfir rann- sóknargreinarnar 1140 lagður fram í Tóronto, en að ríghaldið væri í hann sjá lesendur bezt, er þeir hugleiða, að hvorki meira né minna en fimm ítarleg bindi hafa verið út gefin í ritsafninu RÍM til skýringar á tilgátunum 64. Og eft- ir öllum sólarmerkjum að dæma hefur Eysteinn alls ekki lesið þessi fimm bindi — þótt hann láti svo í veðri vaka. Er grein gerð fyrir rökunum á margvíslegan hátt í öllu ritsafninu, jafnvel svo, að al- þýðufólk telur sig skilja. Ritsafnið er byggt á tilgátuforminu, svo að trúboð fyrirfinnst þar að sjálf- sögðu hvergi. Sérhverjum fræði- manni er boðið að fella tilgáturn- ar — ef hann hefur til þess burði — en viðurkenna þær eins og þær eru fram settar ella. En, eins og íslendingar nú vita, hefur ekki ein einasta tilgáta ritsafnsins verið felld. Þær standa allar — og fjöldi þeirra hefur verið sannprófaður. 1‘ögn Eysteins Það athyglisverðasta við grein Eysteins nú er, að hann minnist ekki á þetta síðastnefnda, enda þótt honum sé það vel kunnugt. Meðal annars var því lýst í Upp- gjörinu, að öll þau meginatriði, sem fornleifafræðingar töldu sig ekki geta trúað á 1968 hafa nú komið í leitirnar og verið staðfest. Fjölda annarra staðfestinga finn- ur Eysteinn í ritsafninu RIM. Ber þar ekki sízt að nefna þau atriðin sem Eysteinn taldi fjarstæðust og hæddist að sem reglustiku og sirkli — þau er vörðuðu Hjólið og markleiðirnar í Rangárhverfi — og Eysteinn telur sig væntanlega ekki geta tekið á. Hvernig unnt er að snúa slíku upp í „trúboð" er mér ráðgáta. En Eysteinn sjálfur virðist reka trúboð vantrúarinnar. Tilgátuformiö Það fyndnasta við áreynslu Eysteins er, að tilgátuformið krefst engra skýringa á því fyrir- fram, hvernig komizt varð að hverti niðurstöðu. Ef þú notar þetta form, þá merkir það, að ein- ungis einn kvarði er á verkið lagð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.