Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 Sigurjón Hallbjörnsson: „Golfið er mikið uppeldisatriði" Flestir þeir sem undanfarna áratugi hafa verið við golfíþróttina riðnir kannast vafalítið við Sigurjón llallhjörnsson úr (■olfklúbbi Keykjavíkur. Hann varð sigurvegari í öldungaflokki með forgjöf á Ijtndsmótinu sem lýkur i dag, en það er 40. Landsmótið sem hann tekur þátt í. Ilann hefur þvi aðeins misst úr eitt mót. Sigurjón er fæddur 7. ágúst, og um síðustu helgi hélt hann upp á sinn 66. afmælisdag. Þótt hann hafi mikið verið í golfinu er það ekki eina íþróttin sem hann hefur spreytt sig í. Hér áður fyrr var hann mikið í frjálsum íþróttum, aðallega hlaupum, og einnig stundaði hann glímu. Blaðamaður hitti Sigurjón að máli í Grafarholtinu á fimmtu- daginn, og rabbaði við hann stutta stund. Fyrst var hann spurður að því hvort hann væri ekkert farinn að þreytast á golfinu. — Nei, það er svo langt frá því. Ég er náttúrulega farinn að þreyt- ast meira í keppni en áður, en ekki á íþróttinni sjálfri. Annars er ég dálítið óheppinn. Ég er með syk- ursýki og þá fékk ég hjartakast fyrir þremur árum. Ég má víst ekki gera þetta en ég geri það nú samt og ætla að gera á meðan ég get. Ég reyni að vera hér eins mik- ið og mögulegt er, en í sumar hef ég nú spilað frekar lítið, aðallega vegna veikinda. Hann er mjög erf- iður að ganga hann, völlurinn hér í Grafarholtinu, en ég verð hér á meðan ég lifi, það eru alveg hrein- ar línur. Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ert svo mikið í golfinu? — Já, það er alveg á hreinu. í golfinu er alveg fram úr hófi mik- ill drengskapur. Ég hef verið mik- ið í íþróttum og hef hvergi nokk- urs staðar kynnst öðrum eins drengskap. Hvergi þekkist baktal eða annað, eins og maður heyrir því miður í öðrum íþróttum, og er til háborinnar skammar. Auðvitað getur manni sárnað þegar mis- tekst hjá manni stefnan, en það er bara mannlegt. — Ég hef heldur aldrei kynnst betri mönnum en ég hef kynnst í golfinu. Ég held að á því sé ekki nokkur vafi að þessi íþrótt er mik- ið uppeldisatriði. Það þarf oft að stilla skap sitt þegar manni geng- ur illa. T.d. er kúlan stoppar á holubarmi, ég tala nú ekki um ef höggið ræður úrslitum í keppni. — Svo er auðvitað alveg óhemjugaman að þessu. Alveg sama hvort er rigning eða slydda. Einnig finnst mér alltaf sérstak- lega gaman að koma hér uppeftir, því mér finnst ég alltaf vera kom- inn upp í sveit. Hér finnur maður aldrei fyrir neinu stressi. — Við lékum stundum allt árið, ég og Halldór Hansen. Einu sinni var svo mikið kóf að ég sagði við hann að það þýddi ekkert að fara upp eftir því við sæjum ekki einu sinni boltann. En hann var ekki á því, bara ef við gætum slegið bolt- ann af tíinu, það væri nóg. Og það vildi svo til að það dró svolítið frá er við komum á völlinn, og við sáum á eftir boltanum út í snjó- inn. En síðan ekki meir. Artstaóan er náttúrulega orðin allt önnur nú en þegar þú varst að byrja. — Já, já, hún hefur breyst al- veg gasalega mikið. Við vorum að- allega uppi í Öskjuhlíð fyrst, en byrjuðum þó inn við sundlaugar. — Nú, veliirnir hér í kring eru hver öðrum skemmtilegri. Mér finnst völlurinn í Keflavík t.d. al- veg frábær og Nesvöllurinn er alltaf Nesvöllurinn. Þeir hafa kallað hann frímerki en stundum hafa þeir nú ekki ráðið við frí- merkið. Svo er ég viss um að Ak- ureyrarvöllurinn er alveg stór- kostlegur eftir stækkunina. — Einn misskilning langar mig að leiðrétta, sagði Sigurjón, þann að golfíþróttin sé mjög dýr íþrótt. Það er að mínu mati eins mikiil misskilningur og það mest getur verið. Sumir kaupa náttúrulega 3 til 4 sett á sinni golfævi, en ég hef aðeins átt tvö sett. Ég seldi sett sem ég átti hér um árið af vissri ástæðu, og var þá ákveðinn í því að koma ekki nálægt íþróttinni framar. En svo keypti ég mér ann- að sett árið eftir og mun ekki láta það meðan ég lifi. Það getur auðvitað komið fyrir að maður brjóti kylfu, þá skiptir þú náttúrulega um, en ég hef að- eins einu sinni séð mann brjóta kylfu, og það var í bræði. Boltarnir eru kannski svolítið dýrir, en komið hefur fyrir að ég hafi spilað með sama boltanum í fleiri keppnum allt sumarið. Auð- vitað kemur alltaf fyrir að maður týni boltum, en það er hlutur sem alltaf getur komið fyrir. Mér skilst að árgjaldið sé nú 1800 krónur, og fyrir það getur þú spilað hér hve- nær sem er, allt árið um kring. Mér hefur verið sagt að nú kosti 30—40 krónur í bíó, við gætum reiknað út hvað hvert skipti kost- aði hér á golfvöllinn, ég legg það ekki að jöfnu við bíóferðir. — Svo er það skíðaíþróttin, sem er óhemju dýr, en ég var nú svolít- ið að gaufa í henni í gamla daga. Það er orðið svo dýrt að fara í hvert skipti núna. Sonur minn átti góðan skíðaútbúnað, og hann var miklu dýrari en golfið hjá mér. — Þarna sérðu að þetta með að golfið sé dýrt er algjörlega út í hött. Nú var spjallinu við þennan „aldna ungling" að verða lokið, en undirritaður fékk eina ráðlegg- ingu að lokum. — Farðu sem fyrst að spila golf, væni minn, ef þú ert ekki þegar byrjaður á því, það er alveg stórkostlegt! Alveg stór- kostlegt. — SH. Tveir „gamlir“ frá Liverpool Nú bera-st þær fréttir frá Anfield Road, heimavelli Liverpool, að tveir af eldri mönnum liðsins aéu senni- lega á forum þaðan. Er bar um að ræða kempurnar David Johnson og Terry McDermott. Johnson, sem áður lék með Ev- erton og Ipswich, snýr sennilega aftur til erkifjendanna Everton, og McDermott hefur staðið í samningaviðræðum við Manchest- er City. Hann neitaði tilboði frá franska liðinu Bordeaux fyrr á ár- inu, og líklegast er talið að hann muni fara til City fyrir 120.000 pund. Verðið á Johnson verður hins vegar örlítið lægra, eða um 100.000 pund. Þeir félagar höfðu hvorugur fast sæti i liði meistaranna á síð- asta keppnistímabili og báðir eru þeir komnir yfir þrítugt, þannig að eðlilegt er að þeir vilji leika knattspyrnu með aðalliði féiags síðustu ár ferils síns. • Sigurrtur fyrir utan golfskálann í Grafarholti. „Hann er mjög erfiður að ganga hann völlurinn hér í Grafarholtinu, en ég verð hér á meðan ég lifi, það eru alveg hreinar línur," segir Sigurjón i spjallinu. Ljógmjnd Caójón Birpason. 1. deildar keppnin í knattspyrnu: 15. umferðin um HEIL umferð verður á dagskrá í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu um helgina, nánar tiltekið fjórir leik- ir í dag, en sá fimmti á mánudags- kvöldið. Hér er um 15. umferðina að ræða og eru þá aðeins þrjár eftir. Erfitt er að henda reiður á hvaða leik ber hæst í umferðinni, þeir eru allir mjög þýðingarmikl- ir. Athyglisverður mjög er leikur ÍA og IBK sem fram fer á Akra- nesi. Þar eigast við liðin sem leika til úrslita í bikarkeppni KSI í lok þessa mánaðar. I Kópavogi er annar stórleikur þar sem leika tvö lið sem koma til álita í efsta sætið. Eru það lið UBK og Víkings, en síðar nefnda liðið er reyndar efst í deildinni. Valur og ÍBV mætast á Laugardalsvellinum og á Akureyri eigast við KA og ÍBÍ og gæti það orðið tvísýnn baráttuleikur. Allir þessir leikir hefjast klukkan 14.00 nema sá í Kópavogi, sem hefst klukkan 16.00. Á mánudagskvöldið lýkur umferðinni síðan með viður- eign Fram og KR á Laugardais- vellinum. Leikur sá hefst klukkan 19.00, en kvöldleikirnir eru nú helgina klukkustund fyrr en áður þar sem skammdegið nálgast óðfluga. Þá er heil umferð á dagskrá í 2. deild, fjórir leikir í dag, en einn á morgun. í dag leika Völsungur og Skallagrímur á Húsavík, FH og Reykjavíkur-Þróttur á Kapla- krika, Neskaupstaða-Þróttur og Njarðvík á Neskaupstað og Reynir mætir Þór í Sandgerði. Leikirnir hefjast allir klukkan 14.00. Á morgun mætast síðan Fylkir og Einherji á Laugardalsvellinum og hefst sá leikur einnig klukkan 14.00. Blikastúlkurnar íslands- meistarar 4. árið í röð Breirtablik varð íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna í fyrrakvöld, er lirtirt sigraði ÍA 4—3 í spennandi og fjörugum leik á Kópavogsvellinum. Þar mert er endanlega loku fyrir það skotið að önnur lirt geti náð UBK art stigum. Ásta B. Gunnlaugsdóttir var í miklum ham hjá UBK, skoraði þrjú af fjórum mörkum UBK, en Laufey Sigurðardóttir skoraði tvö af mörk- um ÍA. Staðan í 1. deild kvenna er nú Ásta er markahæst í 1. deild sem hér segir: kvenna, hefur skorað 15 mörk, en stalla hennar hjá UBK, Bryndís UBK 9 8 1 0 32- -7 17 Einarsdóttir, hefur skorað 7 mörk, Valur 8 4 3 1 9- -4 11 en hún skoraði einmitt fjórða KR 9 3 4 2 10- -10 10 mark UBK gegn ÍA. Síðan koma ÍA 1) 3 2 4 15- -16 8 þær Kolbrún Jóhannsdóttir KR og Víkingur 8 0 3 5 3- -12 3 Laufey Sigurðardóttir ÍA með FH 7 0 1 5 0- -20 1 fimm mörk hvor. • Hér að ofan er hið margfalda íslandsmeistaralið UBK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.