Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 36
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 Síminn á afgreióslunni er 83033 Jílorxjiinbttitiiíí Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10-100 Jttoruimfolíifrifo Ríkisstjórnarfundur á þriðjudag: BráÖabirgðalög um skerðingu vísitölu? NIÐURSTAÐNA í væntanlegum efnahagsaögerdum ríkis- stjórnarinnar er vart að vænta fyrr en í fyrsta lagi á þriðju- daginn, en þá kemur ríkisstjórnin saman til næsta reglulegs fundar. Vænta stjórnarliðar Framsóknarflokks þess, að for- sætisráðherra leggi þá fram drög að bráðabirgðalögum, sem fela m.a. í sér skerðingarákvæði vísitölubóta á laun. I viðtöl- um við stjórnarliða í gærkvöldi kom í Ijós að menn telja ekki unnt að sjá fyrir um úrslit mála fyrr en á þeim hinum sama fundi. Ráðherranefndin um efna- hagsmál kom saman á mjög stutt- um fundi í gær og kom þar ein- göngu fram að staða mála er svo til óbreytt innan þingflokkanna, og að ekki hefur náðst saman inn- an þingflokks Alþýðubandalags- ins. Þingflokkar Framsóknar- flokksins og Alþýðubandalagsins komu síðan saman til funda síð- degis og samkvæmt heimildum Mbl. hafa framsóknarmenn ákveð- ið að bíða átekta þar til á ríkis- stórnarfundinum á þriðjudag, þrátt fyrir að þeir hafi áður lýst því yfir að 15. ágúst væri loka- dagur af þeirra hálfu hvað varðaði ákvarðanatöku. Þingflokkur Al- þýðubandalagsins kom saman síð- degis og var ákveðið að halda áfram umfjöllun um málin yfir helgina, en eins og komið hefur fram í fréttum eru ekki allir á eitt sáttir innan þingflokksins um hvernig staðið skuli að málum. Framsóknarmenn þeir er Mbl. ræddi við í gærkvöldi reikna með að Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra leggi fram bráðabirgða- lög um skerðingarákvæði og fleira á fundinum á þriðjudag og einn viðmælendanna lýsti þeim laga- gjörningi svo, að þar væri um að ræða bráðabirgðalög sem for- sætisráðuneytinu bæri að leggja fram og yrðu þau hliðstæð Ólafs- lögum, sem sett voru í forsætis- ráðherratíð Ólafs Jóhannessonar. Ákvæði Ólafslaga, svonefnt skerð- ingarákvæði, kemur eins og kunn- ugt er af fréttum inn í útreikning vísitölubóta á laun 1. september nk. Um 34% fjölgun farþega í Atlantshafsfluginu Farþegum á flugleiðinni Keflavík-Luxemborg hefur fjölgað um 75% FARI’EGAFJÖLDI Flugleiða milli Bandaríkjanna og Evrópu hefur verið mun meiri það sem af er árinu og kemur það heim og saman við þær spár, sem sætaframboð Flugleiða var byggt á, en það var aukið um nær 30% frá fyrra ári. Farþegar félagsins á Norður-Atlantshafinu á tímabilinu janúar til loka júlímánaðar voru liðlega 96.100 talsins, en til samanburðar voru þeir liðlega 71.700 á sama tíma í fyrra, eða 24.400 fleiri. Aukningin milli ára er um 34%. I fréttabréfi Flugleiða segir m.a.: „Eins og fram kom á fundi Alþjóðasambands flugfélaga, IATA, fyrir skömmu, eru fargjöld hins vegar enn of lág á þessari flugleið miðað við tilkostnað. Heldur þokast þó í rétta átt í þeim efnum. Yfir háannatímann fljúga þotur Flugleiða 12 sinnum í viku milli Evrópu og Bandaríkjanna." Þá má geta þess, að farþega- fjöldinn á flugteiðinni milli Kefla- víkur og Luxemborgar hefur auk- izt um 75% milli ára. Á þessu ári hafa verið fluttir tæplega 14.000 farþegar á þessari flugleið, en á sama tíma í fyrra voru farþegarn- ir tæplega 8.000 talsins. Almennt hafa flutningar milli íslands og annarra Evrópulanda hins vegar staðið í stað hvað varð- ar farþegafjölda miðað við sama tíma í fyrra. Farþegum í innanlandsflugi Flugleiða hefur ennfremur fjölgað nokkuð frá fyrra ári, en sam- kvæmt bráðabirgðatölum hefur þeim fjölgað um liðlega 5,4%. Til samanburðar má geta þcss, að á árinu 1980 fækkaði farþegum í innanlandsflugi vegar um 2,5%. Flugleiða hins Ahrif 6 prósentustiga vaxtahækkunar: Vextir af skulda- bréfum myndu hækka um 15% Seðlabanki gerir ennfremur tillögu um, ad van- skilavextir verði hækkaðir úr 4% í 5%, eða um 25% SEÐLABANKI ÍSLANDS hefur gert tillögur um það til ríkis- stjórnar, að almennir vextir, aðrir en af gengis- eða verð- tryggðum lánum, verði hækkaðir um 6 prósentustig og að vanskilavextir verði hækkaðir um eitt prósentustig, eða úr 4% í 5%, sem er 25% hækkun. Ef tillögur Seðlabankans verða samþykktar þýðir það t.d., að vextir af skuldabréfum hækka úr 40% í 46%, eða um 15%. Sem dæmi um áhrif slíkrar hækkunar mætti hugsa sér lífeyrissjóðslán upp á 50.000 krónur til 25 ára. Af- borgun af slíku láni væri 2.000 krónur, en vextir samkvæmt eldri vaxtaákvörðun 20.000 krónur á ári, en 23.000 krónur á ári ef um- rædd 6 prósentustiga hækkun yrði samþykkt. Vextir af víxlum myndu hækka úr 32% í 38%, eða um 18,75%. Dæmi um áhrif þeirrar hækkunar væri t.d. víxill upp á 30.000 krónur HÆPIÐ er aó landsmenn fii eins góða tíð til málningarvinnu um helgina eins og er þessi herramaður vann við að mila ankeri skips sins í vikunni. Búizt er við austan- og suðaustanátt um allt land um helgina. Súld og rigningu sunnan- og vestanlands, en að veður verði að mestu úr- komulaust norðanlands. Að sögn Veðurstofunnar hlýnar lítillega í veðri um allt land. til eins árs. Ársvextir samkvæmt gildandi vaxtaákvörðun væru 9.600 krónur, en yrðu ef umrædd hækkun yrði samþykkt 11.400 krónur. Eins og áður sagði er í tillögun- um gert ráð fyrir, að vanskilavext- ir hækki um eitt prósentustig, úr 4% í 5% á mánuði, sem er 25% hækkun. Dæmi um áhrif þeirrar hækkunar væri 20.000 króna lán, sem væri í vanskilum í einn mán- uð. Vanskilavextir af því eru 800 krónur samkvæmt gildandi vaxta- ákvörðun, en yrðu miðað við um- rædda hækkun 1.000 krónur. ís 14 mílur frá landi TF-SÝN fór í ískönnunarflug í gær. Skipherra var Hösk- uldur Skarphéðinsson. ísjað- arinn var skoðaður frá 65. gráðu norður, og var þaðan flogið í norðaustur að 69. breiddargráðu. ísjaðarinn reyndist fremur gisinn og sundurlaus. Var hann yfir- leitt um 40—50 sjómílur frá landi. Styst var í hann 14 sjó- mílur norður af Kögri og 22 mílur norðvestur af Straum- nesi. Ekki reyndist vera mik- ið um jaka nær landi, en eitt- hvað var þó á strjálingi. Eng- inn ís var á Húnaflóa. Spáð er sunnan- og suðaustan- átt á næstunni, þannig að búast má við að ísjaðarinn fjarlægist landið aftur. Á þessum árstíma fer ísinn hraðminnkandi við Grænland, þar sem sjórinn verður heitastur á þessum árstíma. Getur ástandið í þessum efnum því tekið skjótum breytingum. Með tvö tonn af hljóðfærum í ferðalag um Sovétríkin NÚ HEFllR því verið slegið Tóstu að hljómsveit Björgvins Halldórs- sonar fari í 30 daga hljóm- leikaferðalag til Sovétríkjanna. Verður lagt af stað 31. ágúst nk., en áætlað er að koma aftur tii ís- lands 4. okt. Að sögn Jóns Ólafssonar framkvæmdastjóra ferðarinnar verður farið með um tvö tonn af hljóðfærum í ferðalagið. Hljómsveit Björgvins Halldórs- sonar skipa: Björgvin, Magnús Kjartansson, hljómborð, Björn Thoroddsen, gítar, Hjörtur Howser, hljómborð, Hans Rolin trommur, og Mikal Berglund á bassa. Með þeim fara þrír að- stoðármenn en fararstjórar verða þeir Jón Ólafsson og Sig- urður Garðarsson. Hljómsveitin spilar í sjö borg- um. Þær eru: Novokuznetsk og Nocosibirsk, sem báðar eru í Síb- eríu, Alma-Atar, sem er við landamæri Sovétríkjanna og Kína að sunnanverðu, Sochi á strönd Svartahafsins, Yerevan í Armeníu og loks Tbilisi, höfuð- borg Georgíu. Verða aðeins íslensk popplög á dagskrá hljómleikaferðalagsins en Jón Ólafsson sagði í samtali við Mbl. að megintilgangurinn með ferð þessari væri að komast inn á plötumarkaðinn í Sovét- ríkjunum með íslenska popptón- list. Sjá nánar á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.